Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 10

Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Það er ekki gott að vita með vissuhverjir lesa hvaða vef. En á hinn bóginn er vitað um nokkra sem ekki lesa þennan vef og ekki heldur hinn.     Egill Helgason les til að myndaekki vefinn AMX. Bara alls ekki. Hann veit hins vegar allt um þann vef. Hann veit að þar fer um öfga- armur úr Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur að vísu ekki útskýrt í hverju öfg- arnar felast. Það gæti þó hugsanlega verið að sum- ir sem þar skrifa væru á móti Icesave-málinu og væru þar í hópi með 70 prósentum þjóðarinnar og öðrum öfgasinnum af því tagi. Skrifararnir á AMX gætu jafnvel verið fremur andvígir aðildar- umsókn að Evrópusambandinu, eins og 65 prósent þjóðarinnar og aðrir þess háttar öfgasinnar.     Og Egill hefur nákvæma talninguá því líka (og hefur birt hana) hve oft hann hefur verið nefndur á AMX með neikvæðum formerkjum. Það flokkast sjálfsagt undir tölu- verðar öfgar að vera ekki í aðdá- endaklúbbi Egils Helgasonar. Stak- steinar hafa ekkert á móti Agli nema síður sé en eru samt öfgasinn- ar samkvæmt ESB- og Icesave- skilgreiningunni og eru þar í minni- hluta með 65-70 prósent þjóð- arinnar.     Og nú hefur Hallgrímur Helgason,sem ekki les AMX, frétt af því að þar hafi verið sagt að skáldið telji nú efst á baugi að Ólafur Ragnar segi af sér. Hallgrímur segist hafa sagt að sumir telji að Ólafur Ragnar eigi að segja af sér. Ólafi Ragnari er örugglega létt, nema hann velti fyrir sér hver þessi „sumir“ sé, því ef á daginn kemur að „sumir“ sé sá sem þeir Ólafur og Hallgrímur hafa litið mest upp til undanfarin ár er hætt við að forsetanum þyki fokið í flest skjól. Og hvað verður þá um mynd- ina í merkinu? Egill Helgason Hall- grímur Helgason Lesa ekki AMX Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -5 heiðskírt Lúxemborg -6 heiðskírt Algarve 16 skýjað Bolungarvík -6 heiðskírt Brussel -4 léttskýjað Madríd 8 þoka Akureyri -5 alskýjað Dublin 0 léttskýjað Barcelona 11 skýjað Egilsstaðir -6 skýjað Glasgow -3 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -7 léttskýjað London -1 heiðskírt Róm 9 skýjað Nuuk -1 léttskýjað París -2 léttskýjað Aþena 8 skýjað Þórshöfn -2 snjókoma Amsterdam 0 þoka Winnipeg -17 skýjað Ósló -16 léttskýjað Hamborg -4 skýjað Montreal -8 alskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Berlín -5 skýjað New York -5 léttskýjað Stokkhólmur -3 skýjað Vín -1 skýjað Chicago -11 alskýjað Helsinki -10 léttskýjað Moskva -15 snjókoma Orlando 7 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 5. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.03 3,2 6.16 1,3 12.28 3,1 18.50 1,2 11:15 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 1.54 1,6 8.08 0,7 14.17 1,6 20.52 0,6 11:54 15:23 SIGLUFJÖRÐUR 4.44 1,0 10.47 0,3 17.07 1,0 23.14 0,3 11:39 15:04 DJÚPIVOGUR 3.17 0,6 9.17 1,5 15.39 0,5 22.04 1,6 10:52 15:14 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Vestan 3-10 m/s og dálítil snjó- koma eða slydda á vestanverðu landinu og með norðurströnd- inni, en annars skýjað með köfl- um. Hiti 0 til 4 stig við vest- urströndina, annars frost 1 til 10 stig. Á fimmtudag Vestlæg átt og bjartviðri um austanvert landið, annars skýj- að og lítilsháttar slydda eða snjókoma með köflum. Hiti breytist lítið. Á föstudag, laugardag og sunnudag Útlit fyrir suðlægar áttir. Bjart- viðri á NA- og A-landi og frost 1 til 8 stig, en annars skýjað, slydda eða rigning með köflum og hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 3-13, hvassast austanlands. Dálítil él norðaustan til og við norður- ströndina, en annars léttskýjað að mestu. Frost 0 til 12 stig, mildast við sjóinn. Víða hægt og bjart veður í dag og herðir frost. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is EINS og er stendur ekki til að draga til baka uppsagnir hjá Ölgerðinni þótt ríkisstjórnin hafi hætt við nýtt 14% virðisaukaskattsþrep, sem m.a. átt að leggja á sykraða drykki. „Sykurskattur var settur á þann 1. september og hann hefur ekkert breyst. Áfengisgjaldið hækkaði núna um 10% og hefur hækkað um 42% á árinu og það hefur heldur ekkert breyst,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar- innar. Í lok nóvember tilkynnti Ölgerðin að rúmlega þrjátíu starfsmönnum yrði sagt upp hjá fyrirtækinu frá mánaðarmótunum nóvember/ desember, og var þeim sem voru með laun yfir 350 þúsund kónum beðnir um að afsala sér kjarasamn- ingsbundinni hækkun. Ástæðurnar dregnar í efa Í kjölfar frétta af uppsögnunum ýjaði starfsmaður Ríkisskattstjóra að því að ástæður uppsagnanna lægju ekki í auknum sköttum og opinberum gjöldum, eins og haldið var fram í yfirlýsingu Ölgerðar- innar, heldur því hversu skuldsett fyrirtækið væri. Í frétt Morgun- blaðsins í byrjun desember kom fram að skuldir Ölgerðarinnar í lok febrúar sl. voru 15,3 milljarðar. Andri Þór vísaði málflutningi starfsmanns Ríkisskattstjóra á bug, og sagði í samtali við Eyjuna: „Ástæður uppsagna okkar koma til vegna bágs starfsumhverfis sem rík- ið er að skapa með fleiri skatt- þrepum og hærri skatti á okkar vörur og einskis annars.“ Ánægjulegt er að fallið hafi verið frá því að búa til nýtt virðisauka- skattþrep, ítrekar Andri Þór. „En nú bara bíðum við og sjáum hvernig eftirspurnin þróast.“ Hann segir desember mánuð hafa valdið vonbrigðum hvað eftirspurn varðar. Eins og staðan er í dag sé ekki útlit fyrir að hætt verði við upp- sagnirnar. „Það er klárt að bæði þær áfeng- ishækkanir sem orðið hafa á árinu og sykurskatturinn frá því í sept- ember hefur dregið úr eftirspurn. Enda var það ætlun ríkisstjórn- arinnar með sykurskattinn. Þannig að það má segja að það hafi tekist hjá þeim.“ Velja íslenska framleiðslu Andri Þór segir ánægjulegt að sjá að neytendur standi við bakið á inn- lendum framleiðendum á erfiðum tímum, en eins og fram hefur komið jók íslenskur bjór hlutdeild sína á markaðnum árið 2009. Hann segir þó að sökum þess hversu mikill al- mennur samdráttur varð í eftir- spurn í lok ársins, og sökum þess að útlit sé fyrir enn frekari samdrátt, sé þó ekki víst að aukin markaðs- hlutdeild vegi upp samdráttinn í eft- irspurn eftir áfengi. Ölgerðin stend- ur við uppsagnir Ekki breyttar forsendur þótt hætt hafi verið við nýtt þrep virðisaukaskatts FJÁRLÖG ríkisstjórnarinnar voru samþykkt rétt fyrir áramót og þá varð endanlega ljóst að framlög til sjúkrareksturs SÁÁ munu minnka um 13% á 2 árum. Þetta mun þýða að spara þarf um 70 milljónir króna á árinu 2010. Slíkt verður ekki gert nema með því að skerða þjónustuna á Sjúkrahúsinu Vogi um mikinn mun. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu SÁÁ, saa.is. Breytingar undirbúnar Starfsfólk SÁÁ hefur þegar haf- ist handa við að breyta starfsem- inni. Meginbreytingarnar sem sjúk- lingarnir munu finna er að biðlistar munu lengjast og erfiðara verður fyrir endurkomufólk að komast á Vog. Sjúklingar á Reykjavíkursvæð- inu sem hafa verið á Vogi á árinu 2009 og 2008 eiga að snúa sér til göngudeildar SÁÁ í Von við Efsta- leiti til að fá aðstoð við að útbúa beiðni um vistun en hinir til sinna heilsugæslulækna. Fólk sem er að leita sér með- ferðar í fyrsta sinni eða var á Sjúkrahúsinu Vogi fyrir meira en tveimur árum á að snúa sér beint til sjúkrahússins. Þjónustan á Vogi minnkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.