Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
FULLTRÚAR í sveitarstjórn
Borgarbyggðar reyna þessa dagana
að endurvekja samstarf allra flokka
um stjórnun bæjarfélagsins. Tillaga
sem meirihluti virtist fyrir og gerir
ráð fyrir að starfsemi Kleppjárns-
reykjaskóla verði hætt komst ekki á
dagskrá og mætir mikilli andstöðu í
uppsveitum Borgarfjarðar.
Tekjur Borgarbyggðar hafa
minnkað og sveitarfélagið hefur orðið
fyrir fjárhagslegum skakkaföllum.
Gert er ráð fyrir niðurskurði á ýms-
um sviðum í væntanlegri fjárhags-
áætlun, meðal annars í fræðslu-
málum.
Fækkað um þrjá
Í skýrslu um sparnað í rekstri
grunnskóla sem kynnt var í haust
voru nefndir tveir möguleikar. Ann-
ars vegar að allir fimm skólar sveitar-
félagsins yrðu reknir áfram en há-
marksfjöldi í bekkjum aukinn og
árgöngum í einhverjum tilvikum
slegið saman. Hins vegar að starfs-
stöðvum yrði fækkað um þrjár. Ekki
yrði staðið að skólahaldi á Hvanneyri
og Laugargerði og lokað annaðhvort
á Kleppjárnsreykjum eða Varma-
landi. Eftir yrðu skólar í Borgarnesi
og einn stór sveitaskóli.
Við úrvinnslu þessara hugmynda
varð til tillaga sem gerir ráð fyrir því
að Kleppjárnsreykjaskóli verði lagð-
ur niður og hugsanlega einnig starfs-
stöðin á Hvanneyri. Samið verður við
Eyja- og Miklaholtshrepp um að taka
yfir rekstur Laugargerðisskóla. Þessi
tillaga átti að spara um 100 milljónir
kr., sem er það mark sem sveit-
arstjórnarmenn settu sér.
Skiptar skoðanir voru meðal full-
trúa en þegar boðaður var auka-
fundur sveitarstjórnar til að afgreiða
málið sl. miðvikudag var ekki annað
vitað en oddvitar allra flokkanna
styddu hana og meirihluti fulltrúa.
Fyrir lá andstaða nokkurra fulltrúa
sem búsettir eru á starfssvæði skól-
ans sem leggja átti niður.
Það virðist hafa komið oddvitum
hinna flokkanna í opna skjöldu þegar
Finnbogi Rögnvaldsson, oddviti
Borgarlistans, sendi þeim tölvubréf
kvöldið fyrir aukafundinn þar sem
hann lýsti því yfir að hann gæti ekki
stutt tillöguna. Finnbogi hafði stýrt
vinnu við gerð sparnaðarskýrslunnar
í haust. Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins og hluti fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins sátu uppi með málið. Þeir
treystu sér ekki til að bera einir
ábyrgð á því við þessar aðstæður.
Stutt er til kosninga og málið afar
eldfimt í sveitarfélaginu. Fundinum
var frestað og tillagan ekki lögð fram.
Þetta þýddi jafnframt að „þjóð-
stjórnin“ var sprungin.
Tvær leiðir enn í umræðunni
Finnbogi segir að málið sé erfitt en
hafið yfir flokkslínur. Sjálfur sé hann
ekki andvígur skipulagsbreytingum
en óttast að ný vandamál og átök í
samfélaginu komi í stað þeirra fjár-
hagslegu vandamála sem leysa eigi
með lokun skóla.
Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti
framsóknarmanna, segir að sú tillaga
sem gangi lengst í sparnaðarátt hafi
farið næst því að koma einhverju
skikki á fjármál sveitarfélagsins og
jafnframt að tryggja góða þjónustu
við börnin. Hann viðurkennir að lok-
un skóla hafi slæm áhrif á samfélagið
í uppsveitum Borgarfjarðar. Hin leið-
in, að halda öllum starfsstöðvum en
stórauka samkennslu, er mun dýrari,
að sögn Sveinbjörns, auk þess sem
hann telur hana lakari fyrir börnin.
Andstaða við lokun skóla
Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson
Grunnskólinn Skólahald á Kleppjárnsreykjum á sér yfir sextíu ára sögu. Núverandi húsnæði var byggt á árunum
fyrir 1960. Þar eru liðlega 100 nemendur, flestir úr nágrenninu og frá Hvanneyri en einnig fimm úr Borgarnesi.
Samstarf allra flokka í sveitarstjórn Borgarbyggðar sprakk þegar samstaða rofnaði um tillögu um
lokun skóla og sparnað í fræðslumálum Fulltrúar skiptast meira eftir línum búsetu en flokka
Í HNOTSKURN
»Borgarbyggð á aðild að 5skólum, í Borgarnesi þar
sem eru rúmlega 180 nem-
endur, á Varmalandi 120,
Kleppjárnsreykjum 105,
Hvanneyri 40 og Laugargerði.
»Ætlunin var að nemendurfrá Kleppjárnsreykjum og
Hvanneyri færu í Varmaland
og Borgarnes.
»26 vinna við Kleppjárns-reykjaskóla og 2 við
íþróttamiðstöð auk 8 bílstjóra.
„Þjóðstjórnin“ í Borgarbyggð
sprakk þegar oddviti Borgarlist-
ans skildi fulltrúa hinna flokk-
anna eftir með viðkvæma og um-
deilda tillögu um lokun skóla og
sparnað í fræðslumálum.
„Það er ánægjulegt að íbúarnir
geti sameinast,“ segir Hulda
Hrönn Sigurðardóttir, kennari í
Geirshlíð og foreldri þriggja barna
í Kleppjárnsreykjaskóla. Fundur
foreldra og íbúa sem boðaður var í
skyndi í fyrradag leggst gegn lok-
un skóla og skorar á fulltrúa í
sveitarstjórn að leita annarra
sparnaðarleiða.
Þótt fundurinn í Logalandi hafi
verið boðaður með stuttum fyrir-
vara mættu 160 til 170 manns og
23 tóku til máls. Hulda segir að
legið hafi á því þau vildu koma
skoðunum sínum á framfæri áður
en nýr meirihluti yrði myndaður.
Í ályktun fundarins kemur fram
að lokun skóla sé óafturkræf að-
gerð og hafi verulega neikvæð
áhrif á byggðaþróun og samfélagið
allt. Hulda segir ljóst að það fólk
sem missir vinnuna við lokun skól-
ans muni ekki ganga að annarri
vinnu vísri og margir þurfi að flytja
úr sveitarfélaginu. „Við munum al-
veg hvað gerðist þegar Reykholts-
skóla var lokað,“ segir hún.
Í ályktun fundarins er það rifjað
upp að ein af forsendunum við
sameiningu Borgarfjarðarsveitar
og Borgarbyggðar hafi verið að
ekki yrði hróflað við starfs-
stöðvum grunnskólanna.
Leitað verði annarra sparnaðarleiða
Kosið verður til sveitarstjórna hér á landi í lok maí næstkomandi.
Morgunblaðið mun þangað til birta reglulega fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar árið 2010
RÓSA Guðbjarts-
dóttir bæjar-
fulltrúi gefur kost
á sér í 1. sæti á
lista Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnar-
firði í prófkjöri 30.
janúar n.k.
Rósa hefur verið bæjarfulltrúi
frá árinu 2006.
Rósa sækist eftir
fyrsta sætinu
JÓHANN Páll
Símonarson sjó-
maður sækist eftir
7.8. sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Hann
hefur m.a. verið
virkur félags-
maður í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, nú Sjómannafélag Íslands.
Jóhann Páll sækist
eftir 7.-8. sæti
EMIL Örn Krist-
jánsson gefur kost
á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann er vara-
formaður Félags
sjálfstæðismanna í
Grafarvogi og hef-
ur einnig verið varaformaður Íbúa-
samtaka Grafarvogs um árabil.
Emil Örn tekur þátt
í prófkjöri D-lista
ÞORLEIFUR
Gunnlaugsson
borgarfulltrúi gef-
ur kost á sér í
fyrsta sæti í for-
vali Vinstri
grænna í Reykja-
vík fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í vor en for-
valið fer fram 6. febrúar nk.
Þorleifur gefur
kost á sér í 1. sæti
KRISTJÁN Guðmundsson húsasmíðameistari býður sig
fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
sem fer fram 23. janúar nk. Frá árinu 1998 hefur Kristján
átt sæti sem varaborgarfulltrúi fyrir D-lista og í ýmsum
nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.
Kristján sækist eftir 4. sætinu
MIKIÐ var grisjað í Stálpastaða-
skógi í Skorradal í nóvember og
desember og er afraksturinn 600
tonn af timbri. Skógarhöggsvélin
sem var við störf í skóginum fyrir
jólin var ræst á ný í gær og er gert
ráð fyrir að hún verði á Stálpa-
stöðum í þrjár vikur til viðbótar.
Áætlað er að um 400 tonn af timbri
muni bætast við á þeim tíma, að því
er segir á vef Skógræktarinnar,
skogur.is. Timbrið sem fellur til við
grisjunina verður kurlað og flutt til
járnblendiverksmiðju Elkem á
Grundartanga. Skógrækt ríkisins
og Elkem Ísland skrifuðu síðasta
sumar undir samning um eitt þús-
und tonn af grisjunarviði úr ís-
lenskum skógum í tilraunaverkefni
þar sem ferskt viðarkurl er notað
sem kolefnisgjafi í stað jarð-
efnaeldsneytis. aij@mbl.is
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum í Skorradal
Morgunblaðið/Ómar