Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
AÐ SÖGN Bloomberg-fréttaveit-
unar búast flestir sérfræðingar við
að heimsmarkaðsverð á hrávörum
muni hækka umtalsvert í ár og að
fjárfesting í þeim muni skila meiri
arði en kaup á verðbréfum á árinu.
Samkvæmt skoðanakönnun frétta-
veitunnar munu hrávörur á borð við
olíu, korn, gull og palladín hækka
um meira en 17% á árinu, en hins-
vegar er aðeins 11% hækkun á S&P
500-vísitölunni spáð og að ávöxt-
unarkrafan á tíu ára bandarísk rík-
isskuldabréf verði 2,8%.
Hækkunum er spáð meðal annars
vegna hagvaxtar og eftirspurn-
araukningar í Kína og skárri horfa í
alþjóðahagkerfinu. Það ætti því
einnig að styðja við heimsmark-
aðsverð á áli.
Horfur góðar
Gull Sérfræðingar spá að heimsmarkaðsverð á gulli muni hækka um meira
en 17% á árinu og að verð annarra hrávara muni einnig hækka.
Sérfræðingar spá hækkunum á heims-
markaðsverði á hrávörum í ár
● SÍÐAR í vikunni verður gengið frá
kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á
hluta hlutafjár Mjólku ehf., sem fram-
leiðir mjólkurvörur undir eigin vöru-
merki.
Ólafur Magnússon, aðaleigandi og
framkvæmdastjóri Mjólku, segir við-
ræður við KS á lokastigi og að vænt-
anlega verði gengið frá samningum á
fimmtudag eða föstudag. Segir hann
að gert sé ráð fyrir því að KS komi
inn sem hluthafi í Mjólku, en kaupi
fyrirtækið ekki í heild sinni. Viðræður
hafa staðið yfir í nokkra mánuði, en
sagt var frá þeim í Morgunblaðinu í
ágúst.
Kaupfélag Skagfirðinga
kaupir í Mjólku
Morgunblaðið/Kristinn
ÞETTA HELST ...
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,19 prósent í 5,46 milljarða króna
viðskiptum í gær. Verðtryggði hluti
vísitölunnar lækkaði um 0,18 prósent
og sá óverðtryggði um 0,26 prósent.
Velta á hlutabréfamarkaði nam að-
eins rúmum níu milljónum króna í gær,
öll með bréf Össurar, sem lækkuðu um
1,3 prósent. bjarni@mbl.is
Skuldabréf lækka
● ENSKA knatt-
spyrnufélagið Man-
chester United
hyggur á stórt
skuldabréfaútboð
til að endur-
fjármagna skuldir
sínar. Frá þessu var
greint í enskum
fjölmiðlum um
helgina. Heildarskuldir félagsins nema
um 520 milljónum punda, en í
skuldabréfaútboðinu hyggst félagið
sækja 600 milljónir. Helstu áhyggjur
stjórnenda félagsins snúa að skuld
gagnvart tveimur vogunarsjóðum upp
á 175 milljónir, en inni í þeirri tölu eru
ógreiddir vextir upp á 40 milljónir
punda. thg@mbl.is
United hyggur á
skuldabréfaútboð
● DÓMSTÓLL í Finnlandi hefur dæmt
Nordea Banka til að greiða til baka fé,
sem viðskiptavinir töpuðu á fjárfestingu
í Selekta skuldabréfasjóði bankans.
Hjónin Åke og Leena Blomqvist lögðu
andvirði um 350 milljóna íslenskra
króna í sjóðinn um aldamótin síðustu,
en um helmingur þess fjár hefur nú tap-
ast vegna fjármálakreppunnar.
Tók dómurinn undir með hjónunum
að bankinn hefði ekki upplýst þau nægi-
lega vel um þá áhættu sem fælist í því
að leggja fé í skuldabréfasjóðinn, heldur
hefði sölufulltrúi Nordea einungis lagt
áherslu á mögulegan hagnað.
Taldi dómurinn það engu skipta að
Blomqvist hjónin hefðu skrifað undir
plagg þess efnis að þau skildu þá
áhættu sem fælist í fjárfestingunni,
enda hefðu þau enga sérþekkingu í
hlutabréfa- eða skuldabréfaviðskiptum.
Bankanum hefur því verið falið að
greiða hjónunum til baka sem nemur
hinu tapaða fé.
Í frétt finnska blaðsins Hufvudstads-
bladet segir að dómurinn geti haft for-
dæmisgildi fyrir svipuð mál í framtíð-
inni. bjarni@mbl.is
Nordea Banki gaf ófull-
nægjandi upplýsingar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ívar Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
SEÐLABANKINN tjáir sig ekki
um erlenda fjármunaeign Íslend-
inga. Samkvæmt nýjustu tölum
nemur hún 888 milljörðum króna, en
þegar sundurliðun er skoðuð vakna
spurningar um hvort hún sé ekki
stórlega ofmetin, jafnvel um hundr-
uð milljarða króna. Ef það er rétt er
erlend staða þjóðarbúsins verri sem
því nemur, en samkvæmt síðustu
tölum er hún neikvæð um 524 millj-
arða króna.
Síðustu sundurliðuðu tölur Seðla-
bankans yfir beina erlenda fjár-
munaeign Íslendinga eru frá ára-
mótunum 2008-9. Samkvæmt þeim
er hún samtals 1.063 milljarðar
króna. Nýjustu tölur eru hins vegar
ósundurliðaðar frá því í lok sept-
ember, þegar bein erlend fjárfesting
var talin nema 888 milljörðum króna
sem fyrr segir.
Eignir gömlu
bankanna ennþá inni?
Þar sem sundurliðaðar tölur eru
ekki tiltækar hjá Seðlabankanum, og
þær varða þjóðina miklu, reynist
nauðsynlegt að gera afar óvísinda-
lega athugun á erlendu fjármuna-
eigninni. Niðurstöður hennar eru
þessar:
Þegar litið er á sundurliðunina frá
þarsíðustu áramótum kemur í ljós að
þar eru að öllum líkindum taldar til
eignir sem að miklu leyti eru í gömlu
bönkunum og því í eigu erlendra
lánardrottna þeirra. Þó ber að hafa í
huga að hér er um að ræða stöðuna
31.12. 2008, þegar hún taldist vera
1.063 milljarðar króna, en nýjustu
tölur eru 888 milljarðar.
Til að mynda er eign Íslendinga í
erlendri matvælaframleiðslu talin
vera 89 milljarðar króna, en líklegt
má telja að eignir móðurfélags
Bakkavarar séu stór hluti hennar.
Eignir Baugs eru allar komnar til
gömlu bankanna, en telja má að þær
séu meginstofninn í undirliðunum
„textíl- og fataiðnaður“, „raftæki og
tæknivörur“ og „verslun“. Samtals
hljóðar eign Íslendinga í þessum
undirflokkum upp á 230 milljarða.
Þá nemur bein erlend fjármuna-
eign í „efnaiðnaði, gúmmí- og plast-
vöruframleiðslu“ upp á 330 milljarða
króna, en ætla má að lánardrottnar
stærstu fyrirtækjanna í þeim geira,
Actavis og Promens, séu með tögl og
hagldir í þeim.
„Vörugeymsla og stoðstarfsemi
fyrir flutninga“ er metin á 63 millj-
arða króna. Þar er líklegt að Atlas
Cold Store, frystigeymslufyrirtæki
Eimskips, sé stærst. Eimskip hefur
sem kunnugt er verið tekið til gjald-
þrotaskipta.
„Rekstur banka, sparisjóða og
fleira“ er metinn á 251 milljarð
króna, en megnið af starfsemi gömlu
bankanna erlendis hefur verið selt
eða yfirtekið. Hið sama gildir um
„fjárvörslusjóði, sjóði og önnur sér-
hæfð fjársýslufélög“, sem bókfærð
eru á 68 milljarða króna.
Af þessari upptalningu má sjá, að
1.063 milljarðar hljóta að vera ofmat,
jafnvel svo hundruðum milljarða
skiptir. Sem fyrr segir er hljóðar
nýjasta matið upp á 888 milljarða
króna, en fyrrgreindar forsendur má
draga í efa, þótt hafa verði þann
fyrirvara að Morgunblaðið hefur
ekki sundurliðaðar upplýsingar.
Reglulegir birtingardagar
Talsmaður bankans segir að
Seðlabankinn geti að jafnaði ekki
orðið við beiðnum um birtingu upp-
lýsinga sem þessara utan reglulegra
birtingardaga, enda liggi upplýsing-
ar oftast ekki fyrir, og oft þurfi mikla
vinnu til að safna þeim saman og
koma í birtingarhæft form. Sé hins
vegar ástæða til að breyta birting-
artíðni sé það skoðað hverju sinni.
Þeirri reglu sé fylgt að birta ekki
upplýsingar um einstök fyrirtæki,
heldur samanteknar heildartölur og
sé í því efni fylgt alþjóðlegum stöðl-
um um birtingu upplýsinga.
Erlend eign ofmetin?
Ekki verður betur séð en eignir gömlu bankanna séu inni í tölum Seðlabankans
um erlenda fjármunaeign Íslendinga Þar á meðal eru sennilega eignir Baugs
Í HNOTSKURN
»Bein erlend fjármunaeignÍslendinga nemur 888
milljörðum, samkvæmt nýj-
ustu tölum Seðlabankans.
»Þegar litið er á nýjustusundurliðun verður ekki
betur séð en fjármunaeignin
erlendis sé ofmetin.
»Erlend staða þjóðarbúsins,og þar með geta þess til að
standa við erlendar skuldbind-
ingar, kann því að vera verri
sem því nemur.
»Hafa verður þó hugfast aðum óvísindalega athugun
er að ræða.
Erlend staða þjóðarbúsins er að
líkindum ofmetin um hundruð
milljarða króna. Seðlabankinn
tjáir sig ekki við Morgunblaðið
um beina erlenda fjármunaeign
þjóðarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Þjóðarbúið Samkvæmt nýjustu tölum nemur bein erlend fjármunaeign 888
milljörðum króna, en þegar sundurliðun er skoðuð vakna spurningar um
hvort hún sé ekki stórlega ofmetin, jafnvel um hundruð milljarða króna.