Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 18
18 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
„Ef þú ferð að skipta
þér af eða vinna í geð-
heilbrigðiskerfinu eftir
að hafa þurft á því að
halda sem sjúklingur
áttu það á hættu að
verða ævilangt smækk-
aður niður í þá geð-
greiningu sem þú
fékkst þar.“ Þessi orð
Wilmu Bowink, vís-
indamanns við Trim-
bos-stofnuna og notanda geðheil-
brigðiskerfisins í Hollandi, vöktu
athygli mína í nýútkomnum reynslu-
sögum notenda sem Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin birtir á vefsíðu
sinni. Getur það verið að um leið og
manneskja fær geðgreiningu þá
dragi annað fólk hæfileika viðkom-
andi til að taka ákvarðanir og að bera
ábyrgð í efa? Flokki fólk í ákveðinn
hóp sterklega tengdan lágri félags-
og efnahagslegri stöðu og útiloki frá
þátttöku bæði í orði og enn frekar á
borði? Fylgir þessi dómur fólki alla
ævi og næst e.t.v. aldrei fyllilega að
skilja á milli hans og persónunnar?
Fordómar eru sérstakt fyrirbrigði,
afar huglægir og erfitt ef ekki
ómögulegt að mæla. Upplifaðir for-
dómar eru eitt en skilgreindir for-
dómar annað. Við höfum öll fordóma.
Um leið og fordómar ná að hafa áhrif
á breytni okkar, orðræðu og athafnir
breytast þeir í mismunun, já eða ein-
elti. Mismunun og einelti getum við
breytt og barist gegn. En hvernig?
Í nýlegri alþjóðlegri rannsókn fé-
lagsfræðinganna dr. Sigrúnar Ólafs-
dóttur og dr. Jóns Gunnars Bern-
burg voru fordómar Íslendinga
kannaðir og bornir saman við for-
dóma annarra þjóða í garð geð-
sjúkra. Bornir voru saman ein-
staklingur með geðklofagreiningu,
einstaklingur með þunglyndisgrein-
ingu og einstaklingur með astma-
greiningu. Fólki voru aldrei sagðar
sjúkdómsgreiningar heldur einkenn-
um einungis lýst. Því er skemmst frá
að segja að astmasjúklingurinn kom
best út, naut mests trausts og mestr-
ar félagslegrar viðurkenningar af
hálfu samfélagsins.
Í ljós kom hið við-
tekna. Fólk vill ekki
hafa náið samband við
fólk með geðsjúkdóm,
fólki með geðsjúkdóm,
þrátt fyrir að sjúkdóm-
urinn sé óvirkur, er
ekki treyst til ábyrgð-
arstarfa. Geðsjúkdómar
hafa m.ö.o. eins og vitað
er mikil áhrif á lífsgæði,
ýta undir félagslega
einangrun og hafa mikil
áhrif á stöðu viðkom-
andi á vinnumarkaði.
Hægt er að segja að fordómar og
neikvæðar staðalmyndir gagnvart
ákveðnum félagslegum hópum sam-
félagsins séu menningarlegt fyr-
irbrigði sem erfitt sé að breyta. Það
hefur sýnt sig að í ólíkum menning-
arsamfélögum eru batahorfur ein-
staklinga með geðsjúkdóma ólíkar.
Nú er ómögulegt að segja hvernig
ástandið var áður en könnuninn var
gerð. En þrátt fyrir að rannsóknin
sýni mikla fordóma í garð geðsjúkra
hér á landi voru þeir meiri í flestum
af tólf samanburðarlöndunum. En
hvers vegna eru enn svona miklir
fordómar í garð geðsjúkra? Sá er
þetta ritar hefur barist fyrir rétt-
indum notenda kerfisins og unnið að
málaflokknum í fimmtán ár. Mér er
alveg ljóst að fjölmargir geðsjúkra
hafa fordóma gagnvart sjálfum sér
sem vafalaust má að hluta til rekja til
viðhorfa samfélagsins. Sú opna um-
ræða sem hefur farið fram hér síð-
ustu 20 árin hefur skilað sínu, en
samkvæmt rannsókn Sigrúnar og
Jóns Gunnars þarf hún augljóslega
að halda áfram.
Flestir fræðimenn, eins og Gra-
ham Thornicroft geðlæknir og sér-
fræðingur í fordómum í garð geð-
sjúkra, eru sammála um það að beint
samband við þá sem sæta fordómum
sé besta leiðin til að eyða þeim. En
eigum við að eyða þeim og er það
raunhæft? Margt helsta baráttufólk
fyrir réttindum geðsjúkra vill meina
að það sé ekki aðalatriði að eyða for-
dómum, heldur beri fremur að
tryggja mann- og borgaraleg réttindi
fólks með geðraskanir. Hvað sem því
líður þá þarf ævinlega að vekja at-
hygli á og berjast gegn fordómum og
mismunun í garð geðsjúkra. Ég taldi
þegar ég var yngri að í stað þess að
berjast gegn, ættum við að stuðla að
andstæðu þess sem ætlunin væri að
berjast gegn. Við ættum sem þjóð að
stuðla að geðheilbrigði allra og það
gerðum við með geðrækt og geðorð-
unum 10 sem allir gátu samsamað sig
við. Þannig sameinuðumst við öll um
geð-ið. En það er ekki nóg. Fordóm-
arnir og mismununin eru enn þar og
hafa e.t.v. lítið breyst. Geðorðin urðu
vinsæl og Geðræktin skilaði sínu, en
e.t.v. snerist sú áætlun um að byggja
upp andstæðu þess er olli fordóm-
unum og mismununni, þ.e. geðheilsu
því ekki að fordómar og mismunun í
garð geðsjúkra minnkuðu.
Það er þannig að þau okkar sem
höfum náð stjórn á lífi okkar, mennt-
að okkur, upplifað starfsframa og
hamingju meðal annars með því að
halda geðsjúkdómi niðri upplifum oft
áfram fordóma og mismunun. Það er
eins og samfélagið eigi stundum auð-
veldara með að umbera og eiga við
okkur þegar við veikjumst heldur en
þegar við erum frísk. Við upplifum
oft, eins og Wilma kemst svo vel orði
að, að við séum stöðugt smækkuð
niður í þá geðgreiningu sem við feng-
um forðum, þrátt fyrir fullan bata.
Það er að stærstum hluta þess vegna
sem við viljum breyta samfélaginu.
Við viljum að samfélagið byggi undir
getu, styrkleika og valdefli allt fólk.
Það er engin manneskja geð-
sjúkdómurinn sinn.
Fordómar í garð fólks með
geðheilbrigðisvandamál
Eftir Héðin
Unnsteinsson » Fordómar eru sér-
stakt fyrirbrigði, af-
ar huglægir og erfitt ef
ekki ómögulegt að
mæla. Upplifaðir for-
dómar eru eitt en skil-
greindir fordómar ann-
að.
Héðinn Unnsteinsson
Höfundur er stefnumótunarfræð-
ingur með meistarapróf í alþjóðlegri
stefnugreiningu og mótun. Hann
starfar hjá heilbrigðisráðuneytinu en
skrifar þessa grein í eigin nafni og
lýsir ekki áliti heilbrigðisráðuneyt-
isins á málinu.
ÞAÐ var ekki góð byrjun á hinu nýja
ári að vera vakinn upp þann 2. janúar
með þeim fréttum að Krýsuvík-
urkirkja væri brunnin til grunna, lík-
lega eftir íkveikju. Upp kom í hugann
mynd af þessu litla varnarlausa Guðs-
húsi þar sem það kúrði við þjóðveg-
inn, útvörður kristninnar við hið ysta
haf. Í 153 ár hefur kirkjan staðið
þarna við veginn, fyrst sem sókn-
arkirkja en síðan sem andlegt athvarf
ferðamanna eftir að fólkið fluttist
burt. Hundruð þúsunda hafa lagt leið
sína í kirkjuna, átt þar bænastund
með Guði sínum, notið kyrrðar og
íhugunar. Þarna var sannarlega heil-
ög jörð. Og kirkjan var öllum opin,
bauð heim gestum og gangandi í hóg-
værð og kærleika, en líka í trausti
þess að engum dytti í hug að rjúfa
friðhelgi hennar. En það átti ekki að
verða.Nú er kirkjan að engu orðin.
Griðin rofin. Ekkert eftir nema svart-
ar brunarústir. Svöðusár, því allt er
brunnið upp til agna.
Á vissan hátt endurspeglar kirkjan
litla og varnarlausa, sem líklega var
kveikt í, samfélagið okkar í dag – eins
og kirkjan hefur reyndar gert um
aldir. Brunarústir Krýsuvíkurkirkju
og þau grið sem þar voru rofin eru
táknmyndir brunarústa samtíma
okkar og þeirra griða sem rofin hafa
verið í íslensku þjóðfélagi.
Já, þetta var slæmur morgun 2.
janúar síðastliðinn. En þennan morg-
un gerðist líka kraftaverk. Um leið og
spurðist út hvað gerst hafði byrjaði
síminn að hringja og tölvupóstar að
berast úr öllum áttum. Fjölmargir
höfðu samband, sumir sem vildu end-
urbyggja Krýsuvíkurkirkju, aðrir til
að sýna samstöðu og samhug og enn
aðrir til að hvetja kirkjuna til dáða í
brunarústum samtíma okkar.
Þessar raddir hafa farið vaxandi og
þeim hefur farið fjölgandi. Og þannig
getur þessi litla kirkja, Krýsuvík-
urkirkja, enn orðið okkur vegvísir inn
í framtíðina, eins og hún hefur verið
vegfarendum um Krýsuvík vegvísir í
153 ár.
Við skulum ekki að láta rústirnar
standa auðar. Við skulum end-
urbyggja kirkjuna. Og það í Jesú
nafni. Á sama hátt og samfélagið okk-
ar. Við ætlum okkur að endurbyggja
það. Og einnig í Jesú nafni.
Við gefumst ekki upp þó grið séu
rofin, heldur köllum til fyrirgefningar
og endurreisnar. Við látum ekki bug-
ast. Við rísum úr brunarústunum. Og
við reisum hið fallna úr brunarúst-
unum.
Full djörfungar.
Í Jesú nafni áfram enn
með ári nýju, kristnir menn,
það nafn um árs- og ævispor
sé æðsta gleði’ og blessun vor.
(V. Briem.)
ÞÓRHALLUR HEIMISSON,
sóknarprestur
Hafnarfjarðarkirkju.
Í Jesú nafni áfram enn
Frá Þórhalli Heimissyni
Rústir Krýsuvíkurkirkja er nú rústir einar.
BRÉF TIL BLAÐSINS
✝ Jón KristbergSigurðsson fædd-
ist í Reykjavík 25.
nóvember 1941.
Hann lést á Land-
spítala við Hring-
braut 23. desember
sl. Foreldrar hans
voru Sigurður Guð-
mundsson Jónsson, f.
1904, d. 1984 og Jón-
fríður Kristbjörg
Halldórsdóttir, f.
1902, d. 1986. Bróðir
Jóns er Óskar Ágúst
bólstrari í Reykjavík, f. 1939.
Jón kvæntist 15. apríl 1978
Margréti Viðarsdóttur úr Reykja-
vík, f. 1946. Foreldrar hennar eru
Viðar Sigurðsson, f. 1915, d. 1985
og Guðný Berndsen f. 1922. Dæt-
ur Jóns og Margrétar eru: 1)
Berglind, f. 1974, gift Vilhjálmi
Óla Valssyni. Börn þeirra eru:
Kristberg Óli, f. 1999, Dagný
Heiða, f. 2003, Bjarki Freyr f.
2005 og Guðný
Sunna f. 2007. 2)
Guðný, f. 1980. Jón
lærði húsgagnasmíði
og starfaði við þá iðn
hjá Gamla Komp-
aníinu í mörg ár. Í
seinni tíð gegndi Jón
ýmsum verka-
mannastörfum í
Reykjavík og undir
það síðasta hjá Ósk-
ari bróður sínum.
Jón byrjaði á unga
aldri að æfa knatt-
spyrnu með KR og var í gullald-
arliði KR á 7. áratug síðustu aldar
og var fyrirliði liðsins þegar hann
ákvað að söðla um og skipta yfir í
Fylki og taka þar þátt í uppbygg-
ingarstarfi hjá nýju félagi í nýju
hverfi.
Útför Jóns fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 5. janúar, og hefst
athöfnin kl. 11.
Meira: mbl.is/mminningar
Elsku pabbi, þá ertu farinn. Ég
hélt að ég fengi miklu lengri tíma
með þér. Þessi jólahátíð hefur verið
bæði skrítin og erfið. Á jóladag höf-
um við Villi verið vön að koma með
öll börnin í hangikjötið til þín og
mömmu en í þetta sinn var það ein-
ungis mamma sem tók á móti okkur
en ég veit að þú varst þarna með
okkur. Þér fannst alltaf svo gaman
þegar við vorum öll saman. Þú varst
svo elskulegur og hlýlegur maður,
tókst alltaf á móti okkur með faðm-
lagi og kossum.
Liverpool var okkar lið og rædd-
um við stundum um það að við þyrft-
um fleiri stráka eins og Gerrard og
Torres. Þegar ég var lítil spörkuðum
við á milli okkar fótbolta og þú varst
að kenna mér ýmislegt í þeim efnum.
Sagðir að ég þyrfti að vera dugleg í
að æfa mig að halda boltanum á lofti
því að þannig myndi maður ná „kont-
rolli“ á boltanum eins og þú sagðir.
Þegar ég var orðin nógu gömul þá lá
ég í gömlu blaðaúrklippunum frá því
Jón Kristberg
Sigurðsson
✝ Martin fæddist íReykjavík 12.11.
1943. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
22. desember.s.l.
Foreldrar Martins
voru Bryndís Ósk-
arsdóttir Meyer f.
21.12. 1922, d. 30.1.
2001 og Gerhard
Meyer f. 15.9. 1909,
d. 13.6. 1981. Bróðir
Martins var Þráinn
Birgir Meyer f. 24.2.
1956, d. 24.3. 2001.
Martin giftist Unni Halldórs-
dóttur og eignuðust þau 2 börn,
Bryndísi og Halldór. Þau skildu.
Áður átti Martin eina dóttur, Est-
er. Börn Martins eru: Ester Mart-
insdóttir f. 29.4 1968, maki Vern-
harð Guðnason og
börn þeirra eru
Baldvin, Sigrún og
Guðrún. Bryndís Liv
Meyer f. 7.6. 1969,
sambýlismaður Jón
Indriði Þórhallsson.
Börn Bryndísar eru
Sandra Liv Sigurð-
ardóttir og Jón Gísli
Sigurðsson. Halldór
Gerhard Meyer f.
22.6. 1970, sambýlis-
kona Sif Svav-
arsdóttir og synir
þeirra eru Kári, Logi
og Máni.
Útförin verður gerð frá Kópa-
vogskirkju þriðjudaginn 5. janúar
og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Meira: mbl.is/minningar
Martin Meyer, æskuvinur minn,
er látinn. Við Martin vorum æsku-
vinir frá Akureyri en ásamt Gunnari
Eydal vorum við þrír miklir vinir, en
Martin, Gunnar Eydal og ég vorum
félagar frá æsku sem höfum haldið
hópinn gegnum lífið allar götur frá
því við vorum að alast upp sem
strákar á Akureyri. Við félagarnir
ólumst upp á Brekkunni á Akureyri,
Martin í Hamarsstíg, Gunnar í Hlíð-
argötu og ég í Helgamagrastræti.
Við vorum skólabræður og leikfélag-
ar, stunduðum saman leiki og íþrótt-
ir sem hnýttu vináttuböndin enn
sterkar. Martin var góður íþrótta-
maður, keppti í sundi og á skíðum.
Við Martin vorum einnig skipsfélag-
ar á togara, en allir kröftugir strák-
ar voru í þá daga í sumarvinnu. Við
vorum verulega stoltir af því að vera
oft tekjuhærri en feður okkar, sem
okkur fannst nú ekki ónýtt. Martin
fór ákaflega vel með sína peninga og
sólundaði þeim ekki í neina vitleysu,
mannkostur sem einkenndi hann
alla ævi.
Við félagarnir vorum mikið heima
hjá Martin í Hamarsstígnum og þar
kynntumst við hans góðu foreldrum,
Bryndísi og Gerhard Meyer. Ger-
hard var þýskur, sjálfur alinn upp í
ströngum aga, sem hann yfirfærði á
son sinn. Það var ekki auðvelt fyrir
Martin að standa undir þeim kröf-
um, það var reynsla sem mótaði síð-
an allt hans líf.
Martin var mjög fallegur maður
og sem ungur maður bar hann af
öðrum. Konur löðuðust mjög að hon-
um, „hann óð í dömunum“ væri ef-
laust sagt í dag. Mögulega nutum
við félagar hans góðs af því að
þekkja svona sjarmör.
Ég mun ekki í þessari stuttu
minningargrein rekja lífshlaup
Martins en okkar samvera og vin-
átta stóð í 60 ár. Það var mjög auð-
velt að láta sér þykja vænt um
Martin, hann var hjartahlýr og ein-
lægur og vildi öllum vel. Ég þekkti
drauma hans um að verða atvinnu-
flugmaður, atvinnurekandi, góður
eiginmaður, stoð og stytta barnanna
sinna og vinur vina sinna.
Hafi Martin ekki lánast að vera
þetta allt þá voru það aðrir örlaga-
þræðir sem spunnu þann vef, veik-
indi eins og geðhvörf sem hann þjáð-
ist af lengi ævi sinnar, en viljann og
dugnaðinn vantaði hann aldrei.
Í mínum huga var Martin hetja
lífsins og að gera það besta úr því
sem forsjónin útdeilir manni. Hann
tókst á við krabbamein af slíku
æðruleysi að aðdáanlegt var. Hann
Martin Max Wilhelm
Meyer