Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
✝ Inga HrefnaBúadóttir fædd-
ist í Reykjavík 15.
apríl 1928. Hún lést
á líknardeild Landa-
kotsspítala 22. des-
ember 2009. For-
eldrar Ingu voru Búi
Ásgeirsson póstur
og bóndi á Stað í
Hrútafirði, síðar
verslunarmaður í
Borganesi og í
Reykjavík, f. á Hlað-
hömrum í Stranda-
sýslu 23.7. 1872, d.
13.6. 1949, og Ingibjörg Teits-
dóttir húsfreyja í Borgarnesi og í
Reykjavík, f. á Ferjubakka í
Borgarfirði 12.4. 1886, d. 26.1.
1974. Systkini Ingu eru Alfreð
verkstjóri, f. 30.7. 1909, d. 29.11.
1995, Solveig handavinnukennari,
f. 17.11. 1910, d. 14.3. 2004,
Oddný Þórunn Bendtsen hús-
móðir, f. 25.5. 1915, d. 27.10.
1964 og Ásgerður Búadóttir
myndlistarmaður, f. 2.12. 1920.
Maður Ingu er Hafsteinn
Bjargmundsson, verkstjóri og
stærðfræðingur, f. í Reykjavík
3.3. 1924. Foreldrar hans voru
Bjargmundur Sveinsson, f. í Efri-
Ey 30.8. 1883, d. 13.9. 1964, og
Herdís Kristjánsdóttir, f. í Foss-
seli í Reykjadal 11.4. 1886, d.
3.11. 1958. Giftist Heiðari Jóns-
syni stýrimanni. Þau skildu. Börn
þeirra eru Helga Maria, Gunnar
Björn og Herdís Birna. Inga átti
sex langömmubörn.
Inga var yngst systkina sinna
og sú eina sem fæddist í Reykja-
vík, en ekki í Borgarnesi, eins
og hin systkinin. Hún ólst upp í
Grjótagötu og síðar í Þingholts-
stæti í Reykjavík. Árið 1950 lauk
hún námi í Hjúkrunarskóla Ís-
lands. Hún bjó með eiginmanni
sínum og börnum, fyrst á Lauf-
ásvegi, síðar í Flatey á Breiða-
firði, á Reykhólum í Barð-
arstrandasýslu og í Greifswald í
Austur-Þýskalandi, þar sem
maður hennar var við nám.
Þau fluttu aftur til Íslands
1962 og bjuggu þá í Sörlaskjóli.
1966 skyldu þau Inga og Einar
og hóf hún þá aftur hjúkr-
unarstörf. Á starfsævi sinni vann
hún á lyflæknisdeild, göngudeild
og lýtalækningardeild á Land-
spítala, í Hjartavernd í fjölda
ára, starfaði á öldrunarlækning-
ardeildinni í Hátúni og að lokum
á öldrunarlækningasviði á
Landakotsspítala fram til sjötíu
ára aldurs. Eftir skilnað þeirra
Einars, flutti Inga í Lynghaga
14, þar sem að hún ól upp börn-
in sín og bjó það sem eftir var
ævinnar, síðustu 20 árin með
Hafsteini.
Útför Ingu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 5. janúar kl 13.
Meira: mbl.is/minningar
14.10. 1970. Fyrr-
verandi eiginmaður
Ingu var Einar
Helgason læknir, f. í
Reykjavík 13.6. 1925
d. 16.2. 1974. Þau
skildu 1966. For-
eldrar hans voru
Helgi Þorkelsson
klæðskeri, f. 16.12.
1886, d. 8.7. 1970 og
Guðríður Sig-
urbjörnsdóttir hús-
freyja, f. 6.10. 1898,
d. 3.1. 1983. Börn
Ingu og Einars eru:
1) Ingibjörg Eir lífeðlisfræðingur,
f. 4.3. 1951, gift Birni Þrándi
Björnssyni, prófessor í lífeðl-
isfræði við Gautarborgarháskóla.
Áður gift Gunnari Ægissyni sjáv-
arútvegsfræðingi. Börn þeirra
eru Inga Hrefna og Atli. 2) Björn
öldrunarlæknir, f. 11.9. 1952,
kvæntur Sigurjónu Símonardótt-
ur lögfræðingi, hún er látin. Börn
þeirra eru Einar Teitur, Halldór
Orri og Snædís. 3) Kjartan bygg-
ingartæknifræðingur, f. 16.5.
1956, kvæntur Kristine Mörch
smitsjúkdómalækni við Haukel-
and Sykehus í Bergen. Synir
þeirra eru Jóhannes og Björn.
Áður kvæntur Ernu Agnars-
dóttur sjúkraliða, dóttir þeirra er
Sigrún. 4) Hrefna ljósmóðir, f.
Það er 22. desember. Borgin okk-
ar er ljósum prýdd og helgi jólanna
í nánd. Á þessum vetrardegi kveður
góð vinkona okkar þetta jarðneska
líf.
Við vorum 11 talsins sem hófum
nám í hjúkrun árið 1947. Ég minn-
ist dagsins sem við komum fyrst
saman á Landspítalanum og horfð-
um bjartsýnar fram á veg. Áhuga-
vert nám og ábyrgðarmikil störf á
heilbrigðissviði voru framundan.
Mér er minnisstæð ein úr hópn-
um, há grönn og glæsileg. Það var
Inga Hrefna Búadóttir. Hún sinnti
störfum sínum við hjúkrun af reisn
og fagmennsku og í daglegu lífi var
hún hjartahlý, glaðvær og elskuleg.
Þessa eðliskosti þótti öllum vænt
um sem kynntust henni. Snemma
komst á sú venja að við námssyst-
urnar hittumst reglulega og hélst
sá siður alla tíð en nú er farið að
fækka í hópnum. Í stað væntinga
og eldmóðs okkar árið 1947 er kom-
in löng reynsla og dýrmætur sjóður
minninga. Ástvinir Ingu Hrefnu
kveðja hana með sárum söknuði og
hjartans þakklæti fyrir þá ást og
umhyggju sem hún veitti þeim. Við
hollsystur hennar og vinkonur
þökkum langa samfylgd og allar
ljúfu stundirnar sem við nutum í
samvistum við hana.
Nú hefur húmað að en birta
minninganna lýsir þeim sem eftir
lifa.
Herdís, Theodóra
og Kristrún.
Inga Hrefna Búadóttir
Fleiri minningargreinar um Ástu
Jónsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Ásta Jónsdóttirfæddist í Reykja-
vík 11. júlí 1916. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 20. desember sl.
Ásta var dóttir
hjónanna Jóns Mey-
vantssonar, sjómanns
og verkamanns
(1876-1956) og Guð-
rúnar Stefánsdóttur
húsmóður (1885-
1947).
Ásta var fimmta
barn foreldra sinna
af 9 systkinum. Elstur var Ólafur,
f. 1906, d. 1995. Annar var Mey-
vant, fæddur og dáinn árið 1907.
Þriðji í röðinni var Þórður, f.
1909, d. 1955. Meyvant Óskar, f.
1913, d. 1934. Jón Kristinn, f.
1918, d. 2001. Unnur er sjöunda í
röðinni, f. 1922, og lifir systkini
sín. Guðbjög, f. 1925, d. í janúar
2009, og Sigrún, f. 1928, og dáin
það sama ár.
Ásta giftist hinn 6. október 1934
Sigurði M. Þorsteinssyni stræt-
isvagnabílstjóra, síðar aðstoðaryf-
irlögregluþjóni í Reykjavík og for-
manni Flugbjörgunarsveitarinnar,
f. 25. febrúar 1913, d. 3. janúar
Aflagranda 40 og þaðan flutti
Ásta í hjúkrunarheimilið í Sóltúni
að eiginmanni sínum gengnum.
Ásta vann ekki mikið utan heim-
ilis eftir að hún giftist en kom við
á nokkrum stöðum þar sem kraft-
ar hennar voru vel þegnir.
Ásta Jónsdóttir var hógvær for-
ingi í eðli sínu með sjálfsvitund í
lagi og hennar sterkasta hlið var
hæfileiki að umgangast alla af
virðingu og fá fólk til samstarfs.
Hún hafði mikið að gefa og auk
fjölskyldu helgaði hún krafta sína
kvenfélagi Laugarnessóknar og
kvennadeild Flugbjörgunarsveit-
arinnar þar sem hún var heið-
ursfélagi og orlofsnefnd hús-
mæðra fékk einnig að njóta krafta
hennar. Ásta var afar frændrækin
og þau Sigurður voru afar sam-
rýnd hjón og heimilið stóð ávallt
opið fyrir vinum og frændfólki.
Söng hafði Ásta gaman af og
kunni mikið af vísum sem hún
deildi með öðrum. Og síðast en
ekki síst naut hún sín vel í góðra
vina hópi
Ásta kom í Sóltúnið árið 2002
eins og fyrr greinir og naut þar
ætíð virðingar, ástúðar og um-
hyggju.
Útför Ástu verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag, þriðjudag-
inn 5. janúar, og hefst athöfnin kl.
15.
Meira: mbl.is/minningar
1996.
Ásta og Sigurður
einuðust 5 börn og
þau eru 1) Óskar, f.
11.10. 1935, kvæntur
Brynju Kristjánsson,
f. 29.5. 1941. 2)
Hörður Sigurðsson,
f. 22.3. 1937. Fyrri
kona Sif Ingólfs-
dóttir. Núverandi
kona er Svala Birg-
isdóttir, f. 19.9. 1950.
3) Gunnar, f. 3.5.
1946. Fyrri kona Ella
Maja Tryggvadóttir,
f. 2.8. 1948. Núverandi kona er
Anne-Marie, f. 24.3. 1948. 4) Marta
Guðrún, f. 18.4. 1948, gift Magnúsi
Sigsteinssyni, f. 16.4. 1944. 5) Jón,
f. 18.2. 1952, kvæntur Margréti
Einarsdóttur, f. 31.12. 1953. Fyrir
átti Sigurður soninn Sigurð, f. 6.
júní 1929, d. 3. október 2003, hans
kona var Guðbjörg Óskarsdóttir, f.
29.5. 1930, d. 17. maí 1994. Barna-
börnin eru 17, barnabarnabörnin
eru 28 og eitt er barnabarna-
barnabarnið.
Lengst af bjuggu þau Ásta og
Sigurður á Laugarnesvegi 43 og
fluttu þaðan í Goðheima 22. Síð-
ustu árin sín saman bjuggu þau á
Komið er að kveðjustund. Leiðir
okkar Ástu lágu fyrst saman 1973
og síðan þá höfum við verið tengd-
ar fjölskylduböndum, góðum fjöl-
skylduböndum. Hún var tengda-
móðir mín, tengdamóðir af bestu
gerð. Aldrei afskiptasöm eða yf-
irþyrmandi fyrir unga óreynda
móður en alltaf til staðar ef á
þurfti að halda. Við Ásta urðum
mjög góðar vinkonur og áttum
saman margar ánægjustundir þeg-
ar þau Siggi komu norður eða við
Nonni suður. Oftar en ekki sátum
við tvær einar saman fram á nótt
og spiluðum og spjölluðum eins og
góðra vinkvenna er siður.
Heimili þeirra Sigga var oftar
en ekki vettvangur ýmissa tilefna
þar sem þau voru bæði á kafi í fé-
lagsmálum. Hún helgaði krafta
sína ýmsum sjálfboðaliðastörfum
svo sem fyrir Kvenfélag Laugar-
nessóknar og Kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar og taldi hún
ekki eftir sér að opna heimili sitt
fyrir hvers konar móttökur og við-
burði. Ógleymanlegar eru slátur-
veislurnar sem þær systur, hún og
Gugga, stóðu fyrir á hverju hausti
um árabil og allt upp í 50 fjöl-
skyldumeðlimir sóttu. Hún naut
sín hvergi betur en umvafin
stórum hópi vina og ættingja. Síð-
ustu ár hefur Alzheimer-sjúkdóm-
urinn gert tengdamóður minni lífið
leitt en hún glataði þó aldrei hæfi-
leikanum til að gleðjast og þegar
við komum í heimsókn til hennar í
Sóltúnið þá var hún yfirleitt hrók-
ur alls fagnaðar og hélt uppi stuð-
inu meðal heimilismanna og starfs-
fólks.
Ég vil sérstaklega þakka fyrir
þá alúð og það ástríki sem hún
fékk í Sóltúni. Blessuð sé minning
Ástu. Nú er hún komin til hans
Sigga síns sem hún saknaði svo.
Margrét Einarsdóttir.
Ásta Jónsdóttir✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN S. ISAKSEN
bifreiðarstjóri,
Engjadal 2,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
2. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. janúar kl. 11.00.
Kristín Herbertsdóttir,
Guðmundur G. Kristinsson, Svanhildur Jóhannesdóttir,
Erla María Kristinsdóttir, Ómar Óskarsson,
Helena Huld Isaksen, Ármann H. Kolbeinsson,
Erika Lind Isaksen, Paul George,
Þorsteinn Karlsson, Emebet Dibiwak,
Ásgerður Karlsdóttir, Benedikt Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín og amma,
GUÐRÍÐUR ELÍSABET NÍELSDÓTTIR,
Bebí,
Helgugötu 4,
Borgarnesi,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi
fimmtudaginn 31. desember.
Útförin verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn
9. janúar kl. 11.00.
Guðni Haraldsson,
Hallgrímur Norðdahl Guðnason.
✝
Ástkær bróðir og frændi okkar,
GUÐMUNDUR BERGMANN MAGNÚSSON,
Vindhæli,
Skagaströnd,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
sunnudaginn 3. janúar, verður jarðsunginn frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn
9. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Páll Bergmann Magnússon,
Magnús Bergmann Guðmannsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSDÍS RAGNA GUÐMANNSDÓTTIR,
Austurbergi 14,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Landakoti föstudaginn
1. janúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtu-
daginn 7. janúar kl. 13.00.
Þórarinn Jónsson,
Sigríður Þórarinsdóttir,
Gunnar Ármann Þórarinsson, Ásta M. Margrétardóttir,
Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir,
Jón Þórarinsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bárustíg 6,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
laugardaginn 2. janúar.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 9. janúar kl. 14.00.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Sigurðsson,
Birgir Guðjónsson, Soffía S. Daníelsdóttir,
Svanborg Guðjónsdóttir, Sigurjón Gestsson,
Ingimundur Kr. Guðjónsson, Agnes Hulda Agnarsdóttir,
Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Björn Sigurðsson,
Sigurður Guðjónsson, Steinunn Sigurþórsdóttir,
Hrönn Guðjónsdóttir, Sigurður Örn Ólafsson
og öll ömmubörnin.