Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 26

Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 26
26 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, GRETTIR! HVAÐ ER ÞETTA? LASAGNA-LÖGUÐ KAKA SEM LÍSA BAKAÐI HLAUPSTU Á BROTT MEÐ MÉR SOLLA, ÞÚ FERÐ Í SKÓLA OG ÞÚ ÆTTIR AÐ SÆTTA ÞIG VIÐ ÞAÐ! ÞAÐ ER RÉTT... ÉG VERÐ AÐ GERA GOTT ÚR ÞESSU... ÉG FER Í LEIKSKÓLANN, LEIK VIÐ ALLA, HLÝÐI REGLUNUM OG REYNI AÐ ÞÓKNAST FÓLKINU... EN ÉG ÆTLA SKO EKKI AÐ LÆRA LATÍNU!! ÉG TRÚI ÞÉR EKKI! ÞÚ HENDIR ALDREI NEINU! BÍDDU! HVERT ERTU AÐ FARA MEÐ VASANN SEM MAMMA GAF OKKUR?!? ...EKKERT NÝTT. HANN SITUR VIÐ LÖGREGLU- TALSTÖÐINA OG ÉG ÞRÍF UPP ALLAN KÓNGULÓAR- VEFINN EFTIR HANN EF ÞETTA VÆRU 100.000 kr. ÞÁ MYNDI ÉG SKILA ÞEIM, EN ÞETTA ER FIMM- ÞÚSUNDKALL SKIPTIR UPPHÆÐIN EINHVERJU MÁLI? EF ÉG MYNDI SKILA HONUM ÞÁ TAKA SUNDLAUGARVERÐIRNIR HANN BARA Í STAÐINN ALLT Í LAGI ÉG ER EKKI MAMMA ÞÍN. ÉG ÆTLA EKKI AÐ SEGJA ÞÉR HVAÐ ÞÚ ÁTT AÐ GERA ÉG VEIT ALVEG HVAÐ ÞÚ ERT AÐ HUGSA FLOTT ÚFF MIG SVIMAR DÁLÍTIÐ MIKIÐ ER GOTT AÐ ÞÚ ERT AÐ RANKA AÐEINS VIÐ ÞÉR ÉG HLÝT AÐ HAFA SOFNAÐ Í SMÁSTUND SMÁSTUND? Í MEIRA EN ÁTTA TÍMA! Prjónadót óskast Einstæð móðir óskar eftir prjónadóti gefins því hún hefur ekki efni á að kaupa garn og prjóna til að kenna börnunum að prjóna. Þeir sem eiga garn eða prjónadót aukreitis og geta veitt lið, vinsam- lega hringið í síma 824- 6737. Einstæð móðir í Vesturbænum. Ökuljós bifreiða Ég ek að meðaltali 60 til 100 km á dag um þjóðvegi landsins. Aðra leiðina í björtu en að vetrinum til, bakaleið- ina heim til mín, í myrkri. Ég geri oft talningu þegar ég er á ferðinni. Í þeirri síðustu voru fimm ökutæki af fjörutíu með ólöglegan ljósabúnað. Þrír alveg ljóslausir bæði aftan og framan öðrum megin, en tveir með dautt ökuljós öðrum megin en með stöðuljós. Maður get- ur ekki séð í fjarlægð hvort þessi eineygðu ökutæki eru bifreiðar eða mótorhjól og heldur ekki hvorum megin ljós vantar. Tölfræðin segir mér að þetta er, að jafnaði, einn af hverj- um 10. Ég er bílstjóri með reynzlu. Ég hægi samt alltaf á mér þegar ég mæti eineygðu öku- tæki. Ég beini því til- mælum til ökutækja- eigenda um að hafa ljósin í lagi. Vegfarandi. Nýárskveðja Gleðilegt ár. Mikla og góða þökk með árn- aðaróskum viljum við senda öllu því prýðis- fólki sem hefur sungið með okkur á liðnu ári. Við þökkum einnig því ágæta starfsfólki í Stang- arhylnum sem hefur greitt götu okk- ar á allan hátt. Við óskum öllum gleðilegs árs og gifturíkrar tíðar. Megi árið verða okkar þjóð sem allra farsælast á leið upp úr öldudalnum. Hittumst heil þann 6. janúar, á þrettándanum sjálfum. Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Ást er… … bæn fyrir dátann þinn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin frá kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulínsmálun kl.13, lestr- arhópur kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna kl. 12.30-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, handavinna, línudans kl. 13.30, kaffi/ dagblöð, böðun. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin kl. 8-16, vöfflukaffi frá kl. 14-15. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30 og handavinnustofan opin. Kynn- ing á fyrirhugaðri starfsemi á vormisseri kl. 14. Þar kynna FEBK og ýmsir hópar ferðir, námskeið og ýmsa möguleika sem í boði eru, Þorleifur Friðriksson mun kynna sögugönguferðir um Kópa- vog. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10. Á morgun kl. 14 er kynning á fyrirhugaðri starfsemi í Gullsmára á vormisseri. Þórarinn Eldjárn ljóðskáld og rithöfundur verður gestahöfundur, les- hópur FEBK kl. 20, jóga kl. 18. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, stafaganga kl. 10.30. Leiðsögn í vinnustofum 11. jan. kynning á heilsuefl- ingu á vegum félagsstarfs í Breiðholti o.fl. 11. jan. kl. 13. Uppl. í s. 575-7720. Grafarvogskirkja | Sameiginleg guðs- þjónustu eldri borgara verður í Seltjarn- arneskirkju í dag. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9, Sigrún, helgistund kl. 14 í umsjón sr. Ólafs Jóhannssonar, söngstund á eftir. Létt stólaleikfimi kl. 15. Böðun fyrir há- degi, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Félagsvist Korp- úlfa á Korpúlfsstöðum á morgun, mið- vikudag, kl. 13.30. Allir velkomnir. Leshópur FEBK Gullsmára | Þórarinn Eldjárn ljóðskáld og rithöfundur, er gestahöfundur á bókmenntakveldi Les- hóps FEBK kl. 20. Enginn aðgangseyrir. Norðurbrún 1 | Myndlistarnámskeið kl. 9-12, smíðastofa opin, leikfimi kl. 13, postulínsnámskeið Hafdísar kl. 13-16. Handavinna hjá Halldóru hefst 11. jan. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bútasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, glerbræðsla kl. 9, framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa opin frá kl. 13, félagsvist kl. 14. Björn Ingólfsson sendi nýárs-kveðju á leirinn, póstlista hag- yrðinga, þar sem hann rifjaði upp: „Við lágum samtímis á Lands- spítalanum í sumar tveir jafn- aldrar, gamlir skólabræður og þess vegna vinir í nær hálfa öld. Ég læknaðist af krabbameini og er heill orðinn, Hreiðar Karlsson átti ekki afturkvæmt. Þetta gerir mann svolítið hugs- andi um áramótin og þess vegna eru mínir þankar svona.“ Og með hugleiðingunni fylgdi ljóð undir yfirskriftinni „Nýárs- dagur 2010“: Gefst mér að líta enn eitt ár angur og gleði, bros og tár, fannbreiður hlána, fjallhnjúka blána, fossandi ár, heiðríkju sumars, hafið blátt, hrímfax á stráum, silfurgrátt, svalvinda nýja, syngjandi hlýja sunnanátt. Enn má ég finna ilm úr jörð, enn má ég líta tinda og skörð, enn má ég ganga gildrög og vanga og gróinn svörð. ---- Afmörkuð stund er öllum hér. Ætlaður lengdur tími er mér. Vendi því héðan varla á meðan vært mér er. Vísnahorn pebl@mbl.is Af heiðríkju og ilmi úr jörð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.