Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Árið sem nú er runnið uppverður ár umræðunnar umnýja Tónlistarhúsið,
Hörpu. Það mun taka á sig end-
anlega mynd á árinu hvað útlit
snertir, og tími kominn til að ræða
í þaula þá dagskrá og þá starfsemi
sem þar verður.
Það er kannski táknrænt, að á
vef Austurhafnar, einkahluta-
félags ríkis og borgar um bygg-
ingu Tónlistarhússins er engar
upplýsingar að finna, þegar smellt
er á liðinn: „Tímaáætlun“. Ef til
vill vilja Austurhafnarmenn hafa
vaðið fyrir neðan sig í ljósi árferð-
isins í efnahagsmálum, en þó verð-
ur maður að vona það besta og að
áætlanir um opnun hússins tefjist
ekki frekar.
Mér fannst Harpa gott nafn áhúsið. Ég heyrði þó engan
nefna það sem mér þótti best við
nafnið, og það er tilvísunin sem
það hefur í íslenska tónlistarsögu.
Fyrsti eiginlegi kórinn í íslenskri
tónlistarsögu, var Söngfélagið
Harpa, sem Jónas Helgason stór-
músíkant og bróðir Helga Helga-
sonar tónskálds stofnaði 1862.
Auðvitað var sungið í kirkjum, og
skólapiltar í Latínuskólanum
efndu stundum til söngskemmt-
ana, en Harpa var sjálfstæður kór
sem þjónaði fyrst og fremst söng-
listinni. Nafnið er því ekki bara
gott vegna þess að það er „þjált í
munni útlendinga“, heldur felur
það líka í sér ákveðna viðurkenn-
ingu á, og virðingu fyrir gríðar-
miklu sönglífi Íslendinga allt til
okkar daga.
En hvað á að vera í húsinu?
Einn þekktasti og virtasti hljóm-sveitarstjóri heims, Gennadí
Rostestvenskí, sagði í sumar, eftir
magnaða tónleika með hljómsveit-
inni á Listahátíð, að hann myndi af-
lýsa hverju sem væri til að koma
aftur til Íslands. Hann var svo hrif-
inn af hljómsveitinni að sam-
komulag varð um að hann yrði aðal-
gestastjórnandi hljómsveitarinnar
árið 2011, og jafnvel lengur. Það
þarf ekki að fjölyrða lengur um þá
verðleika Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands sem gera hana sjálfskipaða í
öndvegi Hörpu; hljómsveit sem býr
við þá velgengni að jafnvel hljóta
aftur og aftur tilnefningar til
Grammy-verðlaunanna fyrir plötur
sínar getur ekki orðið annað en enn
betri við bestu vinnuskilyrði.
Listahátíð mun vafalítið gera sig
heimakomna í Hörpu og það er
gott. Pavarotti var auðvitað
ógleymanlegur í Laugardalshöll á
Listahátíð fyrir mörgum, mörgum
árum, en nú verður hægt að bjóða
listamönnum að koma fram við
bestu aðstæður.
Íslenska óperan á tvímælalaust
eftir að njóta sín betur í Hörpu en í
ónothæfri aðstöðu í Gamla bíói.
Sinfóníuhljómsveitin, Óperan og
Listahátíð eru vissulega nokkuð
þekktar stærðir, en allar munu þær
örugglega taka vaxtarkipp með til-
komu Hörpu.
En eitthvað fleira hlýtur aðverða um að vera í húsinu.
Stærsti vaxtarbroddurinn í tón-
listarlífinu í dag er tónlistarhátíðir
sem margar hverjar eru búnar að
slíta barnsskónum og hafa sannað
sig sem mikilvæga viðburði í tón-
listarlífinu. Djasshátíð í Reykjavík,
Blúshátíð í Reykjavík, Airvawes,
svo nokkrar þær stærstu á höf-
uðborgarsvæðinu séu nefndar, ættu
allar að geta leitað í Hörpu, ef þeim
finnst svo henta. Þessar hátíðir
stækka hratt, bæði vegna vinsælda
innanlands og ekki síður vegna
þeirra erlendu gesta sem sækja
þær. Það hlýtur að vera stórt verk-
efni fyrir hátíðirnar að markaðs-
setja sig erlendis, og í samvinnu við
svo glæsilegt hús ætti sú vinna að
verða auðveldari og öllum til hags-
bóta.
Það sama á við um fastar tón-
leikaraðir okkar bestu tónlist-
arhópa, Kammersveit Reykjavíkur
og smærri hópa, sem ég sé vel fyrir
mér í minni sal hússins.
Harpa verður að hýsa allar teg-
undir tónlistar. Það var óbærilegt í
fyrra að þurfa að hlusta á Eric
Clapton í Egilshöll – ég vona satt að
segja að með tilkomu Hörpu verði
slíkar martraðir á enda, þótt ein-
hverjir kunni að sjá pening í því að
bjóða tónleikagestum upp á slíka
síldartunnuvist.
Það má þó gera ráð fyrir því að
fleiri sjái tækifæri í því að flytja inn
erlendar stórstjörnur sem hæfðu
Hörpu og ef til vill verða slíkir tón-
leikar á vegum hússins sjálfs.
Ég geri mér engar grillur um aðtónleikahald leggist af annars
staðar en í Hörpu. Það má að sjálf-
sögðu ekki gerast. En draumur
minn er samt sá, að í kringum hana
skapist sú stemmning og það sam-
félag að þangað verði bæði gott að
koma og margt að sækja. Harpa
þarf að geta sungið sitt eigið hörpu-
ljóð á þann hátt að hún verði sannur
griðastaður tónlistarinnar og laði
að gesti.
Það hlýtur að verða kostn-
aðarsamt að reka tónlistarhús eins
og Hörpu. Þeim mun meira finnst
mér ríða á að vel takist til með að
laða breiða sneið tónlistarlífsins að
húsinu. Ef það tekst, kemur fólk að
hlusta. begga@mbl.is
Harpa syngur hörpuljóð
»Harpa verður aðhýsa allar tegundir
tónlistar. Það var óbæri-
legt í fyrra að þurfa að
hlusta á Eric Clapton í
Egilshöll – ég vona satt
að segja að með tilkomu
Hörpu verði slíkar mar-
traðir á enda, þótt ein-
hverjir kunni að sjá pen-
ing í því að bjóða
tónleikagestum upp á
slíka síldartunnuvist.
Morgunblaðið/Kristinn
Listahátíð Tígrisliljurnar hefðu sómt sér vel í Hörpu.
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Taking Woodstock kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára
Alvin and the Chipmunks (enskt tal) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ
Avatar 2D kl. 6:45 - 10:10 B.i.10 ára
Julie and Julia kl. 8 - 10:35 LEYFÐ
Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir kl. 6 LEYFÐ
Avatar kl. 8 B.i. 10 ára
Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
Avatar 3D kl. 4:30 - 8 - 11:15 B.i.10 ára
Avatar 2D kl. 4:40 - 8 - 11:15 B.i.10 ára
Whatever Works kl. 8 B.i.7 ára
A Serious Man kl. 10:10 B.i.12 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd
frá James Cameron leikstjóra Titanic.
BÍÓUPPLIFUN ALDARINNAR!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
TILNEFNINGAR
TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA
BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG
HHHH+
-Ó.H.T., Rás 2
HHHHH
-H.K., Bylgjan
HHHHH
-T.V., Kvikmyndir.is
HHHHH
-H.S., MBL
HHHHH
-V.J.V., FBL
HHHH
-Á.J., DVHHHH
„Persónusköpun og leikur eru
framúrskarandi, sjónræn umgjörð
frábær og sagan áhugaverð.”
- Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið
HHHH
„Vel heppnuð og
grábrosleg, frábær-
lega leikin og mjög
„Friðriks Þórsleg”.
- Dr. Gunni, Fréttablaðið
60.000
MANNS
Á 14 DÖGUM
600 kr.
Gildir ekki
á 3D né í L
úxus
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR