Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 32
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞÆR hörðustu eru þegar komnar með svarið
við því hverju skal klæðast á nýju ári, enda
má ekki vera skrefi á eftir, helst nokkrum á
undan. Hinar eru að byrja að velta fyrir sér
hvað verður nýtt og hvort það verði hægt að
nýta það sama á þessu ári og var í tísku í
fyrra. Þegar litið er yfir tískusýningarnar
fyrir vetur, vor og sumar 2010 má sjá nokkuð
sem verður einkennandi fyrir nýhafið ár.
Vetur
Eins og flestir vita tekur vetur við af hausti
og því verður mikið það sama einkennandi
fyrstu mánuði ársins og kom inn í haust.
Það má áfram klæðast hnéháum stígvélum,
slám og skikkjum. Leðrið eflist og það er ekki
bara verið að tala um leðurjakka og buxur
heldur allt settið; leðurnærföt, kjólar, leður-
skyrtur, pils og húfur. Það er bara nánast allt
leyfilegt í leðrinu, svo lengi sem það er töff,
ekki fara í YMCA-gírinn og mundu að leður
bætir alltaf á þig nokkrum fitulögum. Þó nán-
ast allt sé leyfilegt í leðrinu þá hef ég aldrei
séð leðurstuttbuxur, háar í mittið, fara
nokkrum vel, þær komust í tísku í lok síðasta
sumars og hörðustu horgrindur báru þær
ekki einu sinni.
Karlmannlegt útlit verður áfram; herraleg-
ar dragtir og flatbotna skór en poppað upp
með þunnri blússu með slaufu eða blómi í
barminum. Ekki tína kvenleikanum, hann er
alltaf í tísku.
Stórar prjónaflíkur eru ávallt svalar þegar
kalt er í veðri. Því stærri, því betra. Ekki láta
sjá þig með lufsutrefil, trefillinn á a.m.k að ná
þrjá hringi í kringum hálsinn og samt eiga
endarnir að ná niður fyrir hné.
Sumar
Sumartískan verður svipuð og í fyrra,
nema allt verður aðeins ýktara.
Það var í tísku að vera í tættum gallabux-
um og klóruðum í fyrrasumar en núna geng-
ur það lengra. Rifnar gallabuxur, í orðsins
fyllstu merkinu, verða málið. Þær eiga ekki
að geta talist heilar og lærin eiga að sjást vel í
gegn. Amma þín verður ekki ánægð, tekur
líklega fram saumavélina og bætir buxurnar
þegar þú sérð ekki til … sem verður allt í lagi,
vittu til, því mjög bættar gallabuxur verða
líka móðins. Við erum ekki að tala um búta-
saum heldur tilviljunarkenndar bætur hér og
þar, svona eins og þú sért að reyna að nýta
buxurnar vel, halda þeim saman, en samt á að
sjást í tætingslegar rifur hér og þar.
Rifnar mjög stuttar gallastuttbuxur verða
líka enn meðal vor og talandi um stuttbuxur
þá verða þröngar og stuttar stuttbuxur í tísku
í sumar, svolítið eins og gamaldags karl-
mannsnærbuxur í laginu. Flott á leggjalöng-
um.
Samfestingarnir áttu góða endurkomu í
fyrra og halda sér enn inn á vellinum á þessu
ári. Samfestingar í öllum gerðum og stærðum
sáust mikið á tískupöllunum þegar vor- og
sumartískan 2010 var kynnt. Allt er saumað
saman og oftast með belti í mittið enda er
mittislínan eitt af atriðunum á þessu ári líka.
Því hinn „gamaldags“ kvenleiki er ekki
gleymdur og grafinn og verður áfram í tísku.
Einnig eru hermanna- og pönkaraáhrif enn
sterk. Margar gerðir af Blazer-jökkum, sem
komust í tísku í fyrra, verða áfram nú, stuttir,
þröngir, víðir og síðir, allt verður leyfilegt í
þeim fyrir utan hallærislegir.
Stór „Afríku“- mynstur verða mjög áber-
andi í sumar á kjólum, blússum og samfest-
ingum. Stórir skartgripir koma í stíl við þessi
stóru mynstur.
Pífur, púff og allskonar prjál eru á flestum
flíkum, ekkert virðist vera einfalt. Þó axlir
haldi áfram að vera stórar, gleymið þá axlap-
úðum í anda níunda áratugarins, tískuhroll-
vekja sem aldrei hefði átt að vera vakin upp
og fór hún einhverjum vel?
Annars er bara málið að klæða sig eftir
vexti og persónuleika, þá er maður alltaf
flottur.
Heilgalli Samfestingar í allskonar myndum sjást mikið í sumar.
Reuters Vetur og vor Gegnsæ efni og pönkaraskapur er málið í byrjun ársins.
Hermannaáhrifa í hönnun gætir enn og svart er alltaf vinsæll litur.
Stórt mynstur Klæðilegt í sumarhitanum á Spáni, tæpast á Íslandi.
Einkennisfatnaður ársins
Leður Victoria Beckham og Kate Moss klæðast leðri frá toppi til táar.
Í tísku Fyrir-
sætan Erin Was-
son í rifnum
gallabuxum og
Blazer-jakka.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR
EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS!
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG
DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ!
FRÁBÆR MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
BJARNFREÐARSON
HHHH
MEINFYNDIN...
– FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN SIGURÐSSON
HHHH
ÞAÐ VAR LAGIÐ!
– DV/DÓRI DNA
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
JOHN TRAVOLTA OG ROBIN WILL-
IAMS FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI
SPRENGHLÆGILEGU MYND OldDogs
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI
FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER
ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS!SÝND Í ÁLFABAKKAOG AKUREYRI
(AÐRA VIKUNA Í RÖÐ)
/ KRINGLUNNI
BJARNFREÐARSON kl.3:20-5:40-8-9-10-10:20 L
PRINSESSAN
OG FROSKURINN m. ísl. tali kl.4:10-6 L
OLD DOG kl.4 -8 L
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.6:20 3D-DIGITAL 7
/ ÁLFABAKKA
BJARNFREÐARSON kl.4-5:40-6:20-8-9-10:20 L NINJAASSASSIN kl. 10:20 16
BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP THETWILIGHT2NEWMOON kl. 8 - 10:30 12
PRINSESSANOGFROSKURINN m.ísl.tali kl.3:40-5:50 L A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.3:40-5:50 7
OLDDOGS kl. 4 - 6 - 8 L A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7
SORORITYROW kl. 10:30 16
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR