Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Um þessar mundir eru 65ár síðan átakanlegastaog mannskæðasta árásÞjóðverja á landa okkar
átti sér stað í síðari heimsstyrjöld-
inni. Hún átti sér stað í nóvember,
þjóðhátíðarárið 1944, uppi í land-
steinum. Goðafoss varð fyrir
tundurskeyti í innan við
klukkustundarsiglingu frá Reykja-
víkurhöfn, þýski kafbáturinn U-300
var að verki og sökk þetta flaggskip
félagsins (Gullfoss var lokaður inni í
Kaupmannahöfn öll stríðsárin) á ör-
fáum mínútum. Með því fórust 42
menn, konur og börn.
Árásin á Goðafoss er einn hörmu-
legasti og mannskæðasti atburður
aldarinnar sem var að líða, harm-
leikur sem varð að gera skil af yfir-
vegaðri fagmennsku í ystu æsar og
gæta ýtrustu nákvæmni í stóru sem
smáu við heimildasöfnun sem aðra
vinnu. Kvikmyndagerðarmennirnir,
með þá Björn B. Björnsson, Jón Ár-
sæl Þórðarson og Þór Whitehead í
fararbroddi, standa undir vænt-
ingum og rúmlega það. Mér er til
efs að jafn yfirgripsmikil og há-
dramatísk heimildarmynd hafi áður
verið gerð hérlendis og hún skipar
sér í flokk með þeim bestu og
minnisstæðustu. Fágaður bauta-
steinn um þennan ömurlega hild-
arleik sem átti sér stað svo nærri
heimahöfn eftir tugþúsunda sjó-
mílna siglingar á ógnvænlegu Norð-
ur Atlantshafinu frá Ameríku til Ís-
lands og meginlandsins, án þess að
verða fyrir skakkaföllum eða mann-
tjóni á eigin skipum. Þessar sigl-
ingar voru hættuspil vegna kafbáta-
hernaðar Þjóðverja og miklum
fjölda skipa var sökkt í sæ. Skipa-
lestirnar sigldu undir her-
skipavernd sem veitti takmarkað
öryggi.
Eitt tundurskeyti batt endi á
gifturíkan feril skips og skipverja
og allmargra farþega, en Goðafoss
var miðskipsbyggður með stóru far-
þegaplássi líkt og altítt var í fragt-
skipum fyrir tíma flugsins.
Í fyrri hluta myndarinnar er lýst
aðdraganda ferðarinnar frá New
York, til Írlands og Reykjavíkur.
Áhorfendur kynnast áhöfn og far-
þegum, þ.á m. ungum lækn-
ishjónum sem voru að halda heim
að loknu námi með börn sín þrjú.
Tvo unga drengi og litla dóttur.
Fólk í óðaönn að búa sig undir sigl-
inguna, sem síðar kom í ljós að átti
eftir að verða sú síðasta hvað flesta
snerti. Nokkur óhugur var í brjósti
margra sem fóru í hinstu ferð Goða-
foss, slíkar bábiljur töfðu að venju
ekki för. Hér er stuðst við grúa
heimildarmynda og skjala um hina
örlagaríku ferð, við hverfum aftur í
tímann, gefin er innsýn í vinnu um
borð og í höfn, svo úr verður aðdá-
unarverð lýsing á andrúmsloftinu
sem ríkti, ekki sérstaklega válegu í
New York en nærvera óvinarins
sem beið í undirdjúpunum skammt
undan, liggur í loftinu.
Síðari þátturinn fjallar meira um
eftirmálana, rætt er við þá sem
komust af og afkomendur þeirra
sem fórust. Í þessum þætti fara
kvikmyndargerðarmenn á kostum.
Óttinn, kuldinn, vosbúðin, skelfingin
við að sjá á eftir félögum sínum
hverfa í jökulkalt djúpið án þess að
geta rönd við reist, illa búnir í ill-
viðri og kröppum sjó. Mistökin sem
urðu þegar hjálparskipin brunuðu
áfram og sneru ekki við fyrr en
seint og um síðir fyrir fjölda skips-
brotsmanna sem svamlaði nær
dauða en lífi á slysstað, auk þess
sem þau grönduðu án vafa fjölda
manns sem hékk á braki í sjóskorp-
unni með gjörsamlega tilgangslausu
djúpsprengjuregni. Þá halda höf-
undar í merkilega ferð til Þýska-
lands þar sem þeir hafa upp á skip-
verjum af U-300, þar sem við fáum
fróðlega sýn á þeirra hlið í þessum
hildarleik.
Því má bæta við að kvikmynda-
gerðarmennirnir fjalla ýtarlega um
þá miklu leit sem staðið hefur yfir
að flakinu að Goðafossi, vot gröf
þess hefur ekki fundist enn, þrátt
fyrir marg ítrekaðar tilraunir og
með bestu tækni sem völ er án.
Megi það hvíla í friði.
saebjorn@heimsnet.is
Harmleikur við hafnarmynnið
RUV
Árásin á Goðafoss
bbbbm
Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Björn
B. Björnsson. Handritshöfundar: Jón
Ársæll Þórðarson og Þór Whitehead.
Tónlist: Tryggvi Baldursson. 2 x 60 mín.
Reykjavík Films. RUV 2009/2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Goðafoss Kvikmyndagagnrýnandinn Sæbjörn Valdimarsson segir kvikmyndagerðarmennina standa undir væntingum og rúmlega það.
Móðir mín, Guðmunda Júlíusdóttir, fæddi undirritaðan í heiminn síðla októ-
bermánaðar 1944, á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Væri slíkt
ekki í frásögur færandi hér ef kafbáturinn illræmdi, U-300, hefði ekki komið
að öllum líkindum við sögu. Slík er nánd þessara atburða.
Vegamálin voru ekki burðugri en það á fæðingarári mínu að ökufært var
að Búðum og þangað var móðir mín komin í nóvemberbyrjun með hvítvoð-
unginn, vandlega pakkaðan inn í Frón-kexkassa, sem þá voru hinir ramm-
byggilegustu, gerðir úr fjölum. Frá Búðum eru um 20 km að æskuheimilinu,
Skjaldartröð á Hellnum og var ekki annað ráða en að biðja sómamanninn
Bjarna Finnbogason á Ósakoti við Búðir að ferja okkur mæðginin síðasta
kaflann. Hann var rösklega tveggja tíma sigling, en Bjarni gerði út trillubát
ásamt búrekstri á Ósakoti. Það var auðsótt mál og haldið í hann vestur á
kuldagráum vetrarmorgni. Bar fátt til tíðinda uns við vorum um það bil
hálfnuð á leiðarenda, að þýskur kafbátur rak upp ófrýnilega sjónpípuna rétt
við bátkrílið. Móður minni var brugðið. Bjarni, sem var m.a. útlærður brugg-
ari frá þekktri, þýskri ölgerð, veifaði stríðstólinu en undirritaður ku hafa
haldið ró sinni í kexkassanum. Til allrar guðslukku var ekki runnið morðæði
á Húna þennan morguninn, það braust út tveim, þrem dögum síðar, sunnar í
flóanum, við Garðskaga.
Þeim hildarleik lauk að vissu leyti í lítilli vík sem nefnist Skollabrunnur og
er austast í Hellnahrauni, þar sem gatan er tæpust. Þar rak litlu drengina,
syni læknishjónanna sem fórust áamt börnum sínum í árásinni á Goðafoss.
Þeir voru bornir í hús í Skjaldartröð þar sem ömmusystir mín, kvenskörung-
urinn Jakobína Þorvarðardóttir, Bína í Melabúð, var beðin þess að snyrta lík-
in, og Kristinn heitinn Kristjánsson lýsir svo skilmerkilega, þökk sé um 10
ára heimildarvinnu höfunda hinnar minnisstæðu Árásarinnar á Goðafoss.
Stríðið kemur vestur undir Jökul
Stórkostleg teiknimynd þar
sem Laddi fer á kostum í
hlutverki ljósflugunnar Ray
Valin mynd ársins af TIME MAGAZIN
Tilnefnd til Golden Globe verðlauna
sem best teiknaða myndin.
Selma Björnsdóttir - Rúnar Freyr Gíslason
Magnús Jónsson - Laddi – Egill Ólafsson
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Sýnd með
íslensku og
ensku tali
JÓLAMYNDIN Í ÁR
JIM CARREY
fer gersamlega
á kostum
SÝND Í ÁLFABAKKA
BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER
ÞRIÐJA STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Í USA
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ!
SÝND Í ÁLFABAKKA
EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI
SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA!
„AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓNRÆNUM
NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“
*** H.S.-MBL
HÖRKU HASARMYND
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 -10:20 L
PRINSESSAN OG
FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L
OLD DOGS kl. 8 L
NINJA ASSASSIN kl. 10:20 16
BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 8:30 - 10:20 L
PRINSESSAN OG
FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L
SORORITY ROW kl. 10:40 16
BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 10:20 L
PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L
AVATAR kl. 8 - 11 10
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
02.01.2010
2 17 18 19 29
2 1 5 2 6
7 0 5 7 6
14
30.12.2009
15 18 22 26 32 43
2519 27