Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Fix Töframassinn
Hreinsar, fægir og verndar samtímis
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík
Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning
Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði
Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar,
messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl.
Svampur
fylgir með
- Fitu- og kýsilleysandi
- Húðvænt
- Náttúrulegt
- Mjög drjúgt
Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
KVENFÉLAGASAMBAND Íslands fagnaði 80
ára afmæli í gær. Í umfjöllun á vef Jafnréttis-
stofu segir að fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Ríp-
urhrepps, hafi verið stofnað árið 1869. Konur
hafi síðan stofnað hundruð kvenfélaga með það
að markmiði að bæta samfélagið. „Má segja að
konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur
löngu áður en þær fengu aðgang að stjórnkerf-
inu með kjörgengi og kosningarétti,“ segir þar.
Kvenfélagasamband Íslands varð áttatíu ára í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundruð kvenfélaga hafa unnið að bættu samfélagi
UM 66% landsmanna hyggjast greiða
atkvæði gegn Icesave-lögunum í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars, ef
marka má nýja könnun Gallup. Um
30% hyggjast kjósa með lögunum en
4% svarenda ætla að skila auðu.
Andstaðan við lögin hefur því auk-
ist nokkuð frá því síðasta könnun
Gallup var gerð dagana 9.-11. janúar
en þá kváðust 62% aðspurðra ætla að
hafna lögunum, 33% kjósa með þeim
og 5% að skila auðu.
Könnunin benti til sívaxandi and-
stöðu við lögin því dagana 7.-8. janúar
ætluðu 49% aðspurðra að kjósa gegn
þeim, 47% að samþykkja þau en sama
hlutfall og nú, eða 4%, að skila auðu.
Dagana 5.-6. janúar kváðust 53% að-
spurðra hins vegar ætla að kjósa með
lögunum, 41% að hafna þeim og 6%
að skila auðu.
Þá telur 61% landsmanna nú að
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, hafi breytt rétt með því að
synja lögunum, en það er talsverð
aukning frá könnuninni 9.-11. janúar
þegar 56% voru á þeirri skoðun.
Tveir af hverjum þremur
vilja hafna Icesave-lögunum
Andstaðan eykst
í þriðju Gallup-
könnuninni í röð
Morgunblaðið/RAX
Bessastaðir Fjölmenni skoraði á forsetann að synja Icesave-lögunum.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
fengi 41% atkvæða í borgarstjórn-
arkosningum og 7 borgarfulltrúa
skv. Þjóðarpúlsi Gallup og greint
var frá í fréttum RÚV. Framsókn
fengi 5% en næði ekki manni. Nú-
verandi meirihluti væri því fallinn.
Um þriðjungur kjósenda ætlar að
kjósa Samfylkingu sem fengi 5 full-
trúa og Vinstri græn fengju 19% og
3 fulltrúa. Einnig var kannað fylgi í
landsmálum og sögðust 32% myndu
kjósa Sjálfstæðisflokk og 25% Sam-
fylkinguna. Vinstri græn fengju
einnig fjórðung atkvæða og Fram-
sóknarflokkur 13%.
Meirihlutinn
héldi ekki velli
KONAN, sem lést í slysinu á Lang-
jökli um helgina, hét Halldóra
Benediktsdóttir. Halldóra fæddist
8. október 1964 og var til heimilis í
Brekkubyggð 28, Garðabæ. Hún
lætur eftir sig eiginmann og þrjú
börn á aldrinum 7 til 20 ára.
Halldóra féll ofan í sprungu í
Langjökli á laugardaginn var
ásamt sjö ára syni sínum.
Drengurinn var fluttur á Land-
spítalann og liggur þar enn. Líðan
drengsins er eftir atvikum góð, að
sögn læknis á sjúkrahúsinu.
Lést í slysinu
á Langjökli
„Þarna er verið að taka skipu-
lagsvaldið af sveitarstjórnum,“
segir Margrét Sigurðardóttir,
sveitarstjóri Flóahrepps, um úr-
skurð umhverfisráðherra. Sveit-
arfélagið hafi þegar endurgreitt
Landsvirkjun það sem fyrir-
tækið hafði greitt vegna skipu-
lagsvinnunnar, og því komi úr-
skurðurinn mjög á óvart.
Í yfirlýsingu frá Skeiða- og
Gnúpverjahreppi segir að það
sé viðtekin venja að Lands-
virkjun greiði kostnað við skipu-
lagsbreytingar sem þessar. Úr-
skurðurinn þýði að íbúar
hreppsins þurfi að bera fullan
kostnað vegna breytinga sem
varða hagsmuni ríkisfyrirtækis.
„Kemur mjög á óvart“
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
TALSMENN launþega og atvinnu-
lífs eru undrandi á úrskurði um-
hverfisráðherra, þar sem skipulags-
breytingum sem snúa að virkjunum í
neðri hluta Þjórsár er synjað stað-
festingar. Ástæða synjunarinnar er
sögð sú að þátttaka Landsvirkjunar
í kostnaði vegna breytinganna
standist ekki skipulags- og bygging-
arlög.
„Ég skil ég ekki hvers vegna um-
hverfisráðherra telur ólögmætt að
sá aðili sem veldur kostnaði taki þátt
í að greiða hann,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands. „Ég veit ekki hvaða hags-
muna ráðherrann er að gæta.“
Um er að ræða skipulagsbreyt-
ingar sem sveitarstjórnir Flóa-
hrepps annars vegar og Skeiða- og
Gnúpverjahrepps hins vegar réðust í
að beiðni Lands-
virkjunar vegna
áhuga fyrirtæk-
isins á að virkja í
neðri hluta Þjórs-
ár, sem verið hef-
ur til umræðu í
lengri tíma.
Gylfi bendir á
að beiðandi
breytts skipulag
sé í raun ríkið,
sem eigandi Landsvirkjunar. Ljóst
sé að lítil sveitarfélög ráði illa við
kostnaðinn við slíkar breytingar. Því
þýði úrskurður umhverfisráðherra í
reynd að sveitarfélög geti lent í
vandræðum með að standa undir
skyldum sínum gagnvart íbúum,
sökum þess að kostnaður af beiðni
ríkis sé of mikill.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, tekur undir með Gylfa. Kostn-
aður við skipulagsvinnu vegna
stórra framkvæmda sé of mikill fyrir
lítil sveitarfélög, og því sýni úr-
skurðurinn skilningsleysi á stöðu
sveitarfélaga á landsbyggðinni.
Það kemur Herði Arnarsyni, for-
stjóra Landsvirkjunar, einnig á
óvart að þátttaka Landsvirkjunar í
kostnaði við skipulagsvinnu skuli
vera metin ólögmæt „En við bara
skoðum þetta, og finnum leið sem
allir aðilar eru sáttir við.“
Hann segir úrskurðinn ekki hafa
áhrif á þau verkefni sem áformuð
eru næstu mánuðina, enda hafi ekki
staðið til að ráðast í virkjanirnar
strax. Þá liggi ekki fyrir hver kaup-
andi orkunnar sé. Engu að síður sé
alveg ljóst að úrskurðurinn tefji
undirbúningsferli virkjananna.
Á ekki að fara til álvera
Stjórn Landsvirkjunar hefur
ákveðið að taka orkuna frá umrædd-
um virkjunum frá fyrir aðra upp-
byggingu en álver. Hafa t.d. gagna-
ver og sólarkísilverksmiðja verið
nefnd í því samhengi.
Vilhjálmur segir slæmt að stjórn-
völd skuli bregða fæti fyrir umrædd-
ar virkjanir í ljósi þess hve margt sé
á döfinni í vistvænni, orkufrekri
starfsemi af ýmsu tagi. „Úrskurð-
urinn dregur fram andstöðu ráð-
herrans við framfarir og orkunýt-
ingu,“ segir hann.
Hægt á undirbúningi virkjana
Landsvirkjun má ekki greiða kostnað við skipulagsbreytingar Talsmenn launþega og atvinnurek-
enda eru undrandi á úrskurði umhverfisráðherra Hefur til skamms tíma ekki áhrif á Landsvirkjun
Vilhjálmur
Egilsson
Hörður
Arnarson
Gylfi
Arnbjörnsson