Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 20
20 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
✝ Olga ÞorbjörgHallgrímsdóttir
fæddist á Akureyri
14. janúar 1917. Hún
andaðist í Reykjavík
16. janúar 2010.
Foreldrar henna
voru Hallgrímur Ein-
arsson, myndasmiður,
f. 1878, d. 1948, og
Guðný Marteins-
dóttir, húsfreyja, f.
1886, d. 1928.
Systkini Olgu voru
tíu. Alsystkini hennar
voru Einar Thorla-
cius, f. 1912, d. 1938, ókvæntur;
Ásta, f. 1914, d. 1916; Jónas, f. 1912,
d. 1977, ókvæntur; Kristján Vilhelm,
f. 1919, d. 1963, sambýliskona hans
var Alfa Hjaltalín, f. 1932, d. 1997;
Gyða Vilhelmína, f. 1922, gift Kåre
Hjelseth f. 1918, d. 2010; Ástríður
Marta, f. 1924, d. 1944, ógift. Síðari
kona Hallgríms var Laufey Jóns-
dóttir, f. 1907, d. 1953. Hálfsystkini
Olgu, samfeðra, eru Magnús, f. 1932,
kvæntur Hlíf Ólafsdóttur, f. 1927;
Ólafur Hallgrímsson, f. 1934, kvænt-
ur Kirsten Aarstad Hallgrímsson, f.
1935; Eygló Sigurbjörg, f. 1936, var
gift Karli Benediktssyni, f. 1933 og
Einar Thorlacius, f. 1941, d. 1997,
Barn þeirra er Sigríður Olga, f. 11.
desember 2009.
Olga ólst upp á Akureyri.
Skömmu eftir lát móður sinnar fór
hún til Reykjavíkur og nokkru síðar
til Danmerkur til náms og vinnu.
Lagði hún m.a. stund á kjólasaum og
lauk því námi með meistaraprófi.
Vegna stríðsins varð ekki úr því að
hún héldi til baka til Danmerkur og
starfaði hún um skeið í Reykjavík.
Hún og Guðmundur hófu hjúskap ár-
ið 1945 á Akureyri en fluttu til
Reykjavíkur á sjötta áratugnum.
Þegar til Reykjavíkur var komið
starfaði Olga í versluninni „Mark-
aðnum“ í mörg ár og síðar í Útvegs-
banka Íslands.
Í kjólasaum Olgu, sem hún vann
við meðfram öðrum störfum, fór
saman frjótt ímyndunarafl ásamt
verkþekkingu og hugkvæmni sem
gerði henni kleift að fá útrás sköp-
unargleði sinnar. Olgu, sem sjaldn-
ast féll verk úr hendi, verður þó um-
fram allt minnst fyrir saumuð,
prjónuð og hekluð klæði, sem í
mörgum tilvikum flokkast undir list-
handverk. Sköpunargleði Olgu voru
fá takmörk sett.
Útför Olgu verður frá Dómkirkj-
unni í dag og hefst athöfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
kvæntur Valgerði
Helgadóttur, f. 1938.
Olga giftist 13. októ-
ber 1945 Guðmundi
Óskari Ólafssyni, skrif-
stofustjóra, f. 14. júní
1914, d. 18. mars 1981.
Þau eignuðust tvö
börn: 1) Sylvía, f. 18.
desember 1946, sér-
kennari, var gift Magn-
úsi Skúlasyni, f. 1937,
arkitekt: Börn þeirra
eru Skúli, f. 1969, lög-
fræðingur, kvæntur
Helene Magnússon, f.
1969, prjónahönnuði. Börn þeirra
eru a) Sylvía France, f. 2001; b)
Theodóra, f. 2002; og c) Henrietta, f.
2005; Ásta Olga, f. 1975, tölv-
unarfræðingur, sambýlismaður
Andries Roux, f. 1971, verkfræð-
ingur. 2) Hallgrímur Óskar, f. 2. júlí
1948, sérfræðingur í félags- og
tryggingamálaráðuneyti, kvæntur
Helgu Pálsdóttur, f. 12. janúar 1957:
Börn þeirra eru Hallgrímur Óskar,
f. 1985, háskólanemi; Páll Óskar, f.
1989, menntaskólanemi. Sonur Hall-
gríms og Sigríðar Jónsdóttur, f.
1950, er Jón Óskar hagfræðingur, f.
1969, sambýliskona Guðrún Ög-
mundsdóttir hagfræðingur, f. 1979.
Hún var stolt, réttsýn, glæsileg,
hávaxin, örlát, greiðvikin, gjafmild,
listræn, lagin, vandvirk, fróðleiks-
þyrst og ung í anda. Svona kemur
Olga mér fyrir sjónir, nú þegar ég
rifja upp samveru okkar í gegnum
árin, og þó ná þessir þættir alls ekki
að lýsa henni. Það skýtur skökku við
að ég sé að lýsa eðliskostum og eig-
inleikum Olgu, sem sagði „Ekki
skrifa um mig eftir dauða minn, segið
mér heldur hvað ykkur finnst meðan
ég lifi“. Ég bar gæfu til að gera það,
en get bara ekki látið hjá líða að
þakka henni samfylgdina í örfáum
orðum.
Enginn annar en Olga hefði sagt, í
miðju símtali, „Heyrðu þú, ég má
ekki vera að því að tala lengur við
þig, þinghléið er búið“. Hún fylgdist
með þjóðmálum og öðrum málum
fram á síðasta dag, miklu betur en
flestir aðrir sem ég þekki. Á milli
þess sem hún fletti í uppáhaldshöf-
undum sínum, Hamsun, Jónasi Hall-
grímssyni og Krishnamurti, svo
dæmi séu nefnd. Hún hafði sjón til
lesturs fram á síðasta dag og til
sauma- og prjónaskapar –„Ég er
bara svolítið lengur að þræða nál-
ina,“ sagði hún. Olga kom inn í líf
mitt þegar ég var á nítjánda ári og
hefur verið fastur punktur í tilveru
minni æ síðan. Við vorum góðar vin-
konur, þar sem sú eldri liðsinnir
þeirri yngri af víðsýni, alúð og um-
burðarlyndi, eins og henni var lagið.
Ég kom inn á heimili hennar og Guð-
mundar með Hallgrími syni þeirra,
mér var strax vel tekið, við eignuð-
umst drenginn okkar ung – hún
studdi á allan þann hátt sem er í
mannlegu valdi, bæði fyrir og eftir
sambúðarslit okkar. Stuðningur
hennar við uppeldi Jóns Óskars er
ómetanlegur – enda var mannbæt-
andi að vera nálægt Olgu. En fyrst
og fremst var hún skemmtileg. Hún
var réttsýn, sagði ég, og heiðarleiki
var líka aðalsmerki hennar og alltaf
var hún reiðubúin til að styðja og
hjálpa.
Þær eru ófáar brownies-kökurnar
sem hún hefur bakað fyrir mig og
aðra, peysurnar sem hún prjónaði og
töskurnar sem hún saumaði, og er þá
fátt eitt nefnt. Nú síðast fyrir sex-
tugsafmæli mitt, daginn sem hún dó,
bakaði hún brownies af sömu list og
áður. Á síðustu stundu kom í ljós að
skeiðar voru ekki nægilega margar á
veislustað – Olga bjargaði því. Hún
hjálpaði mér fram á síðustu stundu.
Svo var hún hrókur alls fagnaðar í af-
mælisveislunni, talaði við marga og
sagði brandara frá liðinni tíð – og svo
var hún öll.
Hafðu þakkir fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og mína. Saga þín
verður sögð afkomendunum, enda
lifðir þú langa og viðburðaríka ævi.
Minning þín mun lifa og þau góðu
gildi sem þú stóðst fyrir.
Sigríður Jónsdóttir.
Skömmu eftir að ég kynntist Hall-
grími komst ég að raun um að lukku-
potturinn var dýpri en ég hélt. Þegar
ég hafði jafnað mig af ástarblossun-
um sem kviknuðu á fyrstu fundum
okkar, komst ég að raun um að hon-
um að baki stóð kona, – móðir hans,
sem hafði átt mestan þátt í að gera úr
honum sómapilt. Hann straujaði,
saumaði og festi tölur, nokkuð sem
kom mér frekar spánskt fyrir sjónir.
Þetta hafði hann fengið í vöggugjöf
því verkfæri kjólameistarans urðu
snemma leikföngin hans.
Lífshlaup Olgu, tengdamóður
minnar, var sveipað ævintýraljóma
skáldsögunnar. Hún var dóttir ljós-
myndarans og fyrir vikið átti hún
ótal mynda sem gerðu frásagnir
hennar af æskuárunum á Akureyri
ljóslifandi. Það voru prakkarasögur,
sögur úr garðveislum góðborgar-
anna að ógleymdri konungskomunni
til Akureyrar árið 1926, þar sem hún
eftirminnilega heilsaði kónginum
með handabandi. Þrátt fyrir gaman-
semi mátti öllum ljóst vera að lífið
var ekki alltaf dans á rósum. Ung
missti Olga móður sína og stuttu síð-
ar lá leið hennar til Reykjavíkur til
„frænku“ – Þorbjargar föðursystur
sinnar, og seinna til Danmerkur þar
sem hún lærði fatahönnun og saum
og varð kjólameistari.
Olga var komin af norðlensku
listafólki og það mátti merkja af öllu
sem hún snerti. Listfengi hennar,
vandvirkni og einstök smekkvísi var
fágæt. Hún hafði til að bera með-
fæddan „klassa“ sem ekki fæst
keyptur fyrir peninga.
Þegar ég kynnist Olgu var hún
komin af „léttasta skeiði“, þó létt í
spori og ung í anda eins og hún var
reyndar fram á síðasta dag. Hún var
náttúrubarn og lífskúnstner sem
hafði áhuga og skoðanir á öllu undir
sólinni. Hún hafði lifandi áhuga á
hönnun og tísku en fór alltaf sínar
eigin leiðir. Hún var heimsborgari og
sá þjóðmálin og heimsmálin í víðara
samhengi en ýmsir þeirra sem við
þau fást.
Olga var einstaklega ósérhlífin og
rausnarleg og stóð með sínum eins
og klettur sama hvað á bjátaði. Hún
var boðin og búin að leggja land und-
ir fót til að taka við hússtjórninni ef
við Hallgrímur þurftum að bregða
okkur af bæ. Þá var bakað, föndrað
og farið í fótbolta með strákunum af
slíkum krafti að við fundum fyrir
svekkelsi við heimkomu. Ef mér fat-
aðist kúnstin við að aðstoða syni
mína við handverkin þá kom gjarnan
viðkvæðið: „Ég bið bara ömmu Olgu,
hún getur allt.“
Það er lán okkar og ekki síst sona
minna að hafa átt hana að og fengið
að kynnast lífsgildum hennar, verð-
mætamati og samfélagssýn.
Við kveðjum einstaka konu með
djúpri virðingu, ást og þakklæti.
Helga Pálsdóttir.
Fegurð, ást og umhyggja geta fal-
ist í ólíklegustu hlutum. Fullkominn
faldur á buxum, nokkrar hnetur sem
raðað er smekklega á köku, vel
straujuð blússa, blóm vafið fallegum
borða, fingur sem eru orðnir stirðir
af því að gera svo margt undursam-
legt, litir sem valdir hafa verið saman
af kostgæfni og aðrir sem svo bland-
ast og tengjast í tímans rás, fallegt
stopp í sokk, efnisbútar sem breytast
í svuntu eða snyrtiveski fyrir ferða-
lagið, glæsilegur útsaumaður dúkur
sem kostað hefur ófáar vinnustundir,
silkimjúkur trefill prjónaður á tveim-
ur kvöldum einmitt þegar maður er
með hálsbólgu, sögur úr óþrjótandi
sjóði, smurð panna sem bara bíður
þess að vera notuð, hattur, hanskar
og veski í stíl, minningar frá liðinni
tíð sem síðan verða hluti af minning-
um okkar, bók sem gefin var þeim
sem blaðað hafði svo oft í henni, skál-
in á hvítu hillunni alltaf full af súkku-
laðirúsínum, settleg rödd en hlátur-
mildi að baki orðunum, kassi fullur af
dásemdum sem dreginn var undan
rúmi, púrtvín fyrir hádegi í gylltum
glösum á fallega útskornum bakka,
reykti laxinn sem við lá að maður
gleymdi, þolinmóð útskýring á því
hvernig skuli gera hnappagöt, upp-
skriftin sem maður aldrei mundi,
peysa sem auðvitað var einmitt rétta
stærðin, önnur alveg eins og maður
hafði hugsað sér hana, sú þriðja sem
maður hefði ekki getað ímyndað sér,
hönd lyft með þokka og lögð létt á
handlegg manns.
Þannig var amma Olga og hennar
heimur og allt rifjast þetta upp fyrir
okkur í hvert skipti sem við förum í
buxurnar, fáum okkur bita af brow-
nie, förum í krumpaða blússu, pökk-
um inn gjöf, stingum okkur á saum-
nál, dáumst að litríku málverki,
fleygjum sokk með gati á hæl eða tá,
förum í frí, leggjum á borð fyrir
veislu, fáum flensu, segjum eina af
sögunum, bökum pönnukökur, förum
í sparifötin, hugsum til gömlu dag-
anna þegar við vorum enn ekki fædd,
blöðum í bókinni, fáum okkur rús-
ínur og þá eru þær búnar, leikum
okkur að járnbrautarlestinni, fáum
okkur púrtvínsglas, gleymum laxin-
um, hneppum að okkur jakkanum,
eldum saltkjöt og baunir, finnst ekk-
ert kalt að fara út um morgun – finn-
um fyrir nærveru Olgu.
Hélène Magnússon.
Látin er fyrrverandi tengdamóðir
mín Olga Þorbjörg. Hún fór úr þess-
um heimi með „stæl“, eiginlega eins
og hún hafði óskað sér, nýbúin að
kveðja sína nánustu í merkisafmæli
fyrrverandi tengdadóttur og líka
nýbúin að halda upp á 93 ára afmælið
sitt.
Ekki vorum við alltaf sammála um
menn og málefni, en Olga hafði til
hinstu stundar heldur betur áhuga á
Olga Þorbjörg Hallgrímsdóttir
MINNINGAR
FRAM að bankahruni var það við-
urkennd regla að skuld skyldi sá
greiða sem lánið tók eða hans
ábyrgðarmaður, ef einhver var.
Svo kemur öllum að óvörum upp á
yfirborðið þessi Icesave-„skuld“.
Skuldareigendur, Bretar og Hol-
lendingar, vilja ekki ræða við
„skuldarana“ – nei, þjóðin skal sko
fá að borga – þ.e. fólkið í landinu
sem ekki skuldar þessum herrum
neitt. Það er fullljóst á athöfnum
þessara þjóða að um gamla ný-
lenduherra er að ræða, sem eru
vanir að geta kúgað sínar nýlend-
ur til hlýðni, jafnvel þó það þurfi
að beita svipunni af og til. Þau
stórmerki gerast síðan að hin svo-
kallaða vinstri-/jafnaðarmanna-
stjórn leggur allt undir til að þjóð-
in fái ekkert um málið að segja og
að hin tilbúna skuld verði greidd
skilyrðislaust. Það kemur svo sem
ekkert sérstaklega á óvart í tilfelli
Samfylkingarinnar, þ.e. hún telur
raunverulega að með því að vera
hlýðin og undirgefin fáum við að
ganga í hið langþráða Evrópusam-
band (eina mál þeirra frá upphafi)
og getum þá kannski fengið að-
gang að einhverjum þurfalinga-
styrkjum þar til að dekka hina yf-
irteknu skuld – seinna. Vinstri
grænir eru þó stærstu vonbrigðin,
þ.e. við héldum alltaf að þar væru
á ferðinni gallharðir þjóðern-
issinnar. Það er synd og skömm
þegar menn selja sálu sína og
prinsippmál fyrir tréstól á hinu
háa Alþingi.
Sitjandi ríkisstjórn hefur sumsé
hegðað sér eins og handrukkari í
fullu starfi hjá óvinum þjóð-
arinnar, stjórnvöldum í Bretlandi
og Hollandi. Þökk sé guði að for-
seti okkar man hver kaus hann til
embættisins og þjónaði hags-
munum þjóðarinnar með því að
hafna lögum um skilyrðislaust
skuldafangelsi um mörg ókomin
ár.
Það er borðleggjandi að Bretar
og Hollendingar ætla ekki að gefa
eftir þá kröfu að íslenska þjóðin
greiði þessa skuld með vöxtum.
Það sem við erum tilbúin að af-
henda þeim eru mennirnir sem
báru ábyrgð á Icesave sem og þeir
sem skrifuðu upp á samþykki þess
efnis að upphæðir þær sem
greiddar voru út til sparifjáreig-
enda í Bretlandi af bresku rík-
isstjórninni væru í raun lán til Ís-
lendinga en ekki liður í aðgerðum
bresku ríkisstjórnarinnar til að
fyrirbyggja áhlaup á sína eigin
banka kortéri fyrir kosningar. Það
eru jafnframt fleiri ESB-þjóðir
sem við töldum vera vinaþjóðir
sem dæma okkur nú sem af-
brotamenn. Við ættum að okkar
dómi að halda okkur sem lengst
frá þessum vinum okkar og líta í
kringum okkur eftir öðrum og
traustari vinum. Merkilegast af
öllu er þó að lýðræðislega kosin
ríkisstjórn okkar stendur fast á
því enn í dag að okkur beri að
greiða þessa skuld án skilyrða
þrátt fyrir að æ fleiri sérfræðingar
telji að um þvingað samþykki hafi
verið að ræða og okkur beri í raun
ekki að greiða þessa skuld. Ástæð-
an er vitaskuld sú að Samfylkingin
með niðurlægða vinstri græna sem
taglhnýtinga telur að það auki lík-
ur okkar á að fá inngöngu í hið
langþráða Evrópusamband sitt að
láta rassskella okkur opinberlega.
Þessi stjórn hefur vægast sagt
valdið miklum vonbrigðum og ætti
að segja af sér án tafar og boða til
kosninga.
KARL JÓNATANSSON og
INGI KARLSSON,
Grensásvegi 46, Reykjavík.
Icesave-svínaríið
Frá Karli Jónatanssyni
og Inga Karlssyni
VIÐ þurfum að
auka gagn-
kvæmt samstarf
okkar við Kín-
verja og Rússa
sem báðir aðilar
hagnast á. Getur
orðið okkur til
mikils góðs og
framfara og unn-
ið á móti skipu-
lagðri kreppu
AGS og stjórnvalda á Íslandi.
Ef byrjað er að ræða um Rússa
þá getum við hjálpað Rússum að
berjast við áfengið, sem er að-
allega of mikil drykkja á vodka að
eigin sögn Rússa. Setja má SÁÁ-
stöðvar upp til afvötnunar í skjóli
lækna. Við bjóðum Rússum líka
upp á að hjálpa með AA og getum
notað eigin reynslu í baráttu við of-
drykkju á Íslandi. Svo skemmti-
lega vill til að greinarhöfundur var
beðinn að fara yfir endanlega þýð-
ingu á AA-prógramminu, sem ekki
var til á íslensku. Um leið og
greinarhöfundur hafði farið yfir
málið og stappað stálinu í aðila var
prógrammið birt opinberlega
næsta dag. Þar með var ísinn brot-
inn og AA breiddist út með mikl-
um hraða á Íslandi. Greinarhöf-
undur var aðeins hlutlaus
áhorfandi.
Íslendingum væri mikil hjálp í
því, ef nokkrir togarar okkar
fengju að veiða norður af Rúss-
landi. Þar er ísinn að bráðna og
með því munu fiskistofnar stækka
og vaxa. Togarar okkar myndu
landa afla sínum í Rússlandi sem
greiðslu á aðstoð Rússa við okkur.
Þannig myndum við borga allt sem
við fengjum.
Við gætum sett upp veitingahús í
Moskvu með okkar mat. Þar
myndu listamenn okkar koma
fram. Bækur frá Íslandi væru gefn-
ar þeim, sem væru gestir á þessu
veitingahúsi. Vikulegar flugferðir
væru teknar upp og flogið inn með
nýjan makríl sem veiddist hér í
vaxandi mæli. Við gætum sett upp
sundlaugar víða í Rússlandi eins og
þær sem eru hér. Víða er heitt
vatn. Flogið væri reglulega til
Moskvu og áfram til Kína. Fleira
gott má nefna. Jóhanna söngkona
færi og myndi syngja fyrir Rússa.
Svo er að ræða um Kínverja,
sem voru að kaupa nýtt og stórt
hús fyrir sendiráð sitt. Þeim er
óskað til hamingju með húsið og
þess óskað að það verði sem glæsi-
legast. Við getum byggt fleiri hita-
veitur, sem vel hefur gengið að
byggja í Kína í samvinnu við okk-
ur. Við gætum flogið reglulega til
Peking um Moskvu og opnað þar
veitingahús til að kynna okkur. Svo
getum við gert sérstakan menning-
arsáttmála við nýja sendiráðsbygg-
ingu Kínverja. Við gætum spilað
reglulega handbolta við Kínverja.
Svo geta Kínverjar sótt okkur
heim. Farið á skíði á Akureyri,
stigið á hestbak á Suðurlandi og
skoðað Reykjavík. Svo væru þeir
velkomnir í laxveiði.
Kínverjum er aftur óskað til
hamingju með nýja sendiráðið.
Við þurfum meira og nýtt sam-
starf við Kínverja og einnig við
Rússa, sem vinni okkur út úr
kreppunni. Bæði Kínverjar og
Rússar eru boðnir velkomnir í sam-
starf og vöruskipti, sem væri hag-
stætt hvorum tveggja að jöfnu.
LÚÐVÍK GIZURARSON
hæstaréttarlögmaður.
Kínverjar og Rússar
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík
Gizurarson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111