Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 ✝ Þorleifur Hann-es Sigur- björnsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1962. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. jan- úar síðastliðinn. Eftirlifandi for- eldrar Þorleifs eru Hanna Signý Georgsdóttir, f. í Reykjavík 5. októ- ber 1942, gift Úlfari Björnssyni, f. á Hvammstanga 7. mars 1938, og Sigurbjörn Finn- bogason, f. í Hlíð í Strandasýslu 4. janúar 1941, kvæntur Sig- urbjörgu Ísaksdóttur, f. á Hóli í Kelduhverfi 8. október 1940. Systkini Þorleifs sammæðra eru Ragnheiður Birna, f. 15. október 1963, Guðrún Alda, f. 5. október 1965, og Sigurður Viktor, f. 18. apríl 1974. Systkini Þorleifs samfeðra eru Klara Guðbjörg, f. 27. október 1963, Ægir Rúnar, f. 13. júlí 1965, og Finnbogi Grét- ar, f. 2. júní 1971. Þorleifur Hannes var ókvænt- ur og barnlaus en sambýliskona hans til tíu ára var Sumarrós Kristín Jóhannsdóttir, f. á Þórs- höfn 2. september 1958, á hún þrjú börn. Slitu þau samvistir á síðasta ári. Þorleifur Hannes ólst upp í Reykjavík en síðustu tíu árin bjó hann á Þórshöfn og undi þar hag sínum vel í nánum tengslum við náttúruna. Þorleifur hneigð- ist snemma til vinnu og byrjaði ungur að bera út blöð og selja. Á unglingsárunum vann hann hjá Tímanum við sendlastörf með skóla en einnig fyrir Íslenska end- urtryggingu. Strax um fermingu fór hann í saltfisk- svinnslu hjá ömmu- bróður sínum í Þor- lákshöfn og kom þar glöggt í ljós hvað hann undi sér betur á landsbyggð- inni en á mölinni. Þorleifur stundaði ýmis störf á ferli sínum og má þar nefna afgreiðslu- störf hjá Ræsi og Bílanausti og útkeyrslu hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Þá ráku hann og Sumarrós, sambýliskona hans, veitingastaðinn Hafnarbar- inn á Þórshöfn um nokkurra ára skeið. Sjómennskan var þó sú starfs- grein sem átti hug hans allan stóran hluta ævi hans og kom hann þar víða við. Krókurinn beygðist snemma. Vorið þegar hann var sjö ára fékk hann að fara í róður með Birni grá- sleppubónda við Ægisíðuna að vitja um netin og þótti það mjög skemmtilegt. Hann fór mjög ungur með vini sínum Ella Hintze og föður hans í milli- landasiglingu á Hofsjökli, reri á fiskibát frá Skagaströnd með frænda sínum Ómari og frá Þórshöfn í seinni tíð. Hann starfaði á varðskipum, skuttog- urum, og undanfarin ár sem ba- dermaður á frystitogurum. Útför Þorleifs Hannesar var gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 1. febrúar 2010. Meira: mbl.is/minningar Kveðja til Hannesar Það heilsufár var fært að þér sem fjör þitt lagði að velli. Það vantar oft í veröld hér að vegferð ljúki í elli. Það vantar græðslu á mannleg mein og margt til lausnar vanda, – þá heilsu fyrir hold og bein sem hæfir sál og anda. Því allt of fljótt þú farinn ert, mér finnst það öfugstreymi. En vona þó að sæll þú sért í sólskinsbjörtum heimi. Ég man þig ungan æskusvein á árum bernsku þinnar, með birtu í augum, brosin hrein og bústnar eplakinnar. Ég man þig ungan, man þig vel, við minninganna arinn, ég sit því nú og dapur dvel er dáinn ertu og farinn. En bestu heilla bið ég þér, á bak við dauðans annes er meira að sjá en sjá má hér, þú sérð það núna – Hannes. Og síðar eins það sjáum við er sálum að mun hlúa. Sá Guð er til sem gefur frið og gott er því að trúa. Rúnar Kristjánsson. Þorleifur Hannes Sigurbjörnsson Elsku besta amma okkar er dáin, við ætl- uðum ekki að trúa því. Við kveðjum þig með miklum söknuði, tárin streyma fram þar sem við sitjum og framköllum í huga okkar minningarnar sem við áttum með þér. Þessi morgunn, 20. janúar, var svo óraunverulegur og langur, að vakna við þau orð: „Amma Alda er dáin“ er eitthvað sem við höfðum aldrei hugsað um og eftir á hyggja gerðist þetta svo snöggt. Þú sem varst alltaf svo hress og kát og aldrei lést þú bera á þínum veikindum, elsku amma. Þetta var allt svo skrítið, sérstaklega þar sem þú varst komin heim af spítalanum og við héldum að allt væri á góðri leið. Þegar ég, Alda Rut, kom að heimsækja þig á sunndagskvöldinu varstu svo hress og þú sagðir mér að þér liði svo vel að vera að fara heim og þá gæti ég alltaf komið í heimsókn og verið eins lengi og ég vildi hjá þér. Ég, Alda Rut, man svo vel þegar þú og afi áttuð heima á Breiðvang- inum og þú sóttir mig svo oft í leik- skólann og við dúlluðum okkur sam- an bara ég og þú. Við vorum svo líkar að mörgu leyti og þú varst svo stór partur af lífi mínu. Ég man líka hvað mér fannst gaman að hjálpa þér í garðinum og eins þegar við systurnar fórum með þér upp í afa- sjoppu og hreinsuðum blómabeðin. Það var allt í röð og reglu allt svo hreint og fínt. Öll matarboðin sem þú varst með eru síðan ógleymanleg enda óteljandi og þú passaðir alltaf að við borðuðum nóg. Þú fylgdist svo mikið með öllu sem við barnabörnin vorum að gera. Þú varst alltaf með allt á hreinu þegar við vorum að fara að keppa eða fara að gera eitthvað sérstakt, þú hafðir svo mikinn áhuga á okkur. Það var svo gaman þegar við hringdumst á og það sem við gátum talað um var svo mikið, þú vissir svo mikið um lífið. Minningarnar um þig eru svo margar og flestar þeirra munu aldr- ei gleymast. Þegar ég, Arnar Daði, heyri stefið í hádegisfréttatíma RÚV minnir það mig alltaf á þig og alltaf fæ ég upp myndina þegar ég ligg í leðursófanum á Breiðvangin- Sigríður Alda Eyjólfsdóttir ✝ Sigríður AldaEyjólfsdóttir fæddist í Laugardal í Vestmannaeyjum 19. mars 1930. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 20. jan- úar sl. Útför Öldu var gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 27. janúar 2010. um veikur heima hjá ömmu og þú inni í eld- húsi að elda hádegis- matinn fyrir mig og afa. Svo er eitt sem við munum alltaf til- einka þér, og væri synd að minnast ekki á, Regnbogatertan þín – kakan sem allir í fjölskyldunni elska, það verður nú skrítið að fá sér Regnboga- tertu í næsta barna- afmæli frá einhverjum öðrum en þér. Það er eitt sem má svo ekki gleyma, það var hvað þú varst allaf elskuleg þegar við vorum heima- liggjandi veik. Þegar við vorum yngri fengum við alltaf að vera hjá þér meðan foreldrar okkur voru í vinnunni, þú hugsaðir svo vel um okkur, það mætti halda að við hefð- um verið á fimm stjörnu hóteli hjá ömmu Öldu og afa Ragnari. Og þeg- ar við urðum eldri og vorum veik ein heima klikkaði það ekki að fá símtal frá þér, og hvað þá heitan mat frá þér sem þú sendir afa með og það eru nú ekki liðnir nema þrír mánuðir síðan Arnar Daði lá heima veikur í mánuð og hafðir þú þá mikl- ar áhyggjur af honum og þú varst dugleg að senda afa til hans með mat og ef ekki mat þá einungis til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með strákinn. Þú varst einstök. Arnar Daði og Alda Rut. Orð geta því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín. Þegar ég heyrði af andláti þínu fannst mér eins og ég hefði verið stunginn í hjartað, tíminn einn mun græða það sár. Ég vil þakka þér fyrir alla okkar góðu tíma saman, heima hjá þér í Breiðv- anginum var mitt annað heimili og nærvera þín fyllti líf mitt hamingju. Það var alltaf hægt að treysta á það að koma í mat til ömmu þegar mér fannst maturinn heima ekki jafn góður og hjá þér. Fyrir mér varstu alltaf heimsins besti kokkur. Jólin hjá þér eru mér alltaf minn- isstæð og eyddum við ófáum stund- um saman ég, þú og afi. Einnig man vel eftir Kanaríferðum ykkar afa og ég beið hvað spenntastur eftir heim- komu ykkar eins og ég væri að bíða eftir mínum eigin foreldrum. Ófáar ferðir voru farnar að loka sjoppunni og fylgdi ávallt ís með í kaupbæti. Það hafa verið forréttindi að eiga þig sem ömmu enda var alltaf nóg að gera á og í kringum þitt heimili sem rifjar upp skemmtilegar minn- ingar hvort sem það var að moka snjóinn af stéttinni, slá garðinn með gömlu handafls-sláttuvélinni, vökva blómin eða hjálpa við að tengja sjónvarpið. Ég man enn hvað ég gat dundað mér með bílana inni í búri hjá þér klukkutímum saman. Eftir að ég flutti til Spánar var alltaf hægt að treysta á að þú værir fyrst með fréttirnar og þú hafðir alltaf frá svo miklu að segja í hvert skipti sem við töluðum saman. Ég er viss um að þú hefur það gott á þínum næsta viðkomustað, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, elsku amma mín. Þinn Ragnar. Elsku besta amma okkar. Nú er komið að því að við kveðjum þig. Söknuðurinn verður mikill þar sem þú varst besta amma sem hægt er að hugsa sér og ávallt til staðar fyr- ir okkur. Gestrisni þín var ólýsan- leg, þú passaðir alltaf að eiga eitt- hvað að bjóða upp á og að okkur liði vel hjá ykkur afa þegar við komum. Þú vildir alltaf hafa svo hreint og fínt hjá þér enda duglegri mann- esku varla hægt að finna. Elsku amma, þú verður ætíð fyrirmynd okkar og munum við ávallt geyma allar yndislegu minningarnar um þig í hjarta okkar. Guð veiti afa og okkur fjölskyld- unni styrk á þessum erfiðu tímum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín barnabörn, Alda Ragna, Nikólína, Elísabet, Hólmfríður og Vigfús. Mig langar að minnast yndislegr- ar konu með nokkrum orðum. Það var fyrir 11 árum sem ég var nýbúin að kynnast strák sem vildi endilega fá mig með heim til ömmu sinnar og afa í næstu götu, undir því yfirskini að hann þyrfti að ná í eitt- hvað. Fljótlega áttaði ég mig þó á því að brögð voru í tafli og ég var lent í hádegismat hjá ömmu hans og afa. Strákinn hafði ég þekkt í viku og hann heitir Ragnar og amma hans var hún Alda. Þarna sat ég 17 ára gömul meðan þessi kona brasaði í eldhúsinu og við spjölluðum um alla heima og geima, eins og við átt- um eftir að gera í óteljandi skipti eftir þetta. Fljótt fann ég að ömmu- drengurinn átti sérstakan stað í hjarta þessarar konu og hún í hans. Ekki grunaði mig þó að þarna að þennan dag hefði ég, orðin þetta gömul, eignast auka ömmu sísvona. Því þannig upplifði ég samband okkar Öldu, allt í einu var hún orðin amman okkar Ragnars. Alda var stórmerkileg kona, hún var og er besti kokkur sem ég hef kynnst og ég sagði henni það í hvert skipti sem við borðuðum hjá henni, hún hafði unun af því að bjóða í mat og halda heimili og átti það til að hringja í okkur unga parið og spyrja hvort við vildum koma í mat og lét okkur ráða hvað hún byði upp á. Minnugri konu hef ég ekki kynnst því Alda mundi allt og fylgdist vel með því sem var um að vera hjá öll- um í fjölskyldunni sem er í stærra lagi. Alda var nú ekki síðri langamma en amma og komst hann Aron Elí okkar fljótt að því að í skápunum hjá ömmu Öldu, eins og við kölluðum hana öll, kenndi ým- issa grasa og í frystinum var alltaf til ís og alltaf passaði hún upp á að hann fengi eitthvað nytsamlegt í jóla- og afmælisgjafir. Ég bið um styrk fyrir Ragnar og alla í fjölskyldunni til að takast á við sorgina en við eigum erfitt með að sætta okkur við að komast ekki heim frá Spáni í faðm fjölskyldunn- ar og til að vera viðstödd jarðarför- ina. Við litla fjölskyldan erum þakk- lát fyrir þær stundir sem við eyddum með Öldu og Ragnari þessi jól þar sem við vorum saman á að- fangadag og við fleiri tækifæri. Við yljum okkur við allar þær minn- ingar sem við eigum um þessa góðu konu sem við vitum að er stolt af okkur og ég trúi því að hún haldi áfram að fylgjast með okkur, bara úr aðeins meiri fjarlægð en áður. Ólafía Björk Ívarsdóttir (Olla). Elsku langamma okkar. Þegar mamma sagði okkur að þú værir dáin vorum við svo sorg- mædd. Við litum á hvert annað og síðan á mömmu og sögðum: „Langamma sem alltaf var svo góð við okkur. Hún gaf okkur alltaf nammi og kökur og var með fullt af dóti í plasttunnu inni í skáp.“ Við vildum svo mikið koma með mömmu til Íslands svo við gætum verið með í jarðaförinni og kvatt þig en að- stæður leyfðu það því miður ekki. Við munum kveikja á kerti með pabba í Danmörku og biðja bæn og biðja Guð að passa þig í himnaríki. Mamma sagði líka að næst þegar við færum til Íslands færum við að leiðinu til þín og það huggar okkur. Elsku langamma, hvíldu í friði, við munum passa vel upp á allar góðu minnigarnar um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmubörn, Viktor Máni, Lára Kristín og Natan Kári. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.