Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Það virðast nánast allar þjóðir
vera að falla fyrir sögunum um Ólaf
Ragnar, Georg og Daníel í Vakta-
seríum Ragnars Bragasonar; Næt-
urvaktinni, Dagvaktinni og Fanga-
vaktinni.
Nýlega var greint frá því að
þættirnir yrðu endurgerðir í
Bandaríkjunum og nú eru þeir
komnir til Finnlands. Það er
Finnska ríkissjónvarpið, YLE, sem
hefur tryggt sér sýningarrétt á öll-
um vaktaseríunum. Búast má við að
þær eigi eftir að falla vel í kramið
hjá Finnum enda er alltaf sagt að
þeir hafi svipaðan húmor og Íslend-
ingar, svolítið svartan.
Vaktaserían verður
sýnd í Finnlandi
Fólk
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
HALLVARÐ Ásgeirsson Herzog þekkja margir
úr heimildarmyndinni Varði Goes To Europe.
Undanfarna tvo vetur hefur hann búið í New
York og gaf fyrir stuttu út plötu á netinu sem
unnin var af fjórum einstaklingum í jafn mörg-
um borgum, New York, Reykjavík, Kaup-
mannahöfn og Tókíó. „Þetta byrjaði þannig að
ég var úti í Bandaríkjunum og Sigþór Hrafns-
son vinur minn hefur samband og langar að
fara að gera tónlist með mér,“ segir Hallvarður
um uppruna plötunnar. „Síðan kom japönsk
stelpa inn í þetta. Hún heitir Yukiko Shimizu og
kom til Íslands til að spila með vini Sigþórs og
fór svona að taka þátt í þessu. Svo fengum við
líka trommara til að vera með.“
Allir saman
Trommarinn heitir Jón Indriðason en Yukiko
söng, Sigþór spilaði á gítar og hljóðgervil og
sjálfur bjó Hallvarður til hljóðskúlptúra með
gítarnum. Vinnsla plötunnar fór þannig fram að
þau sendu hljóðbúta á milli sín í tölvupósti og
þannig lagði hvert þeirra sitt af mörkum. „Að
vinna plötuna svona gaf okkur öllum meira
frelsi til að nostra við hlutina og gefa ímynd-
unaraflinu frjálsan tauminn,“ segir Hallvarður
um samstarfið sem gekk mjög vel. Hljómsveitin
hittist ekki nema tvisvar sinnum meðan á plötu-
smíðinni stóð en þau fiktuðu og bættu við þá
búta sem þau fengu frá öðrum og úr varð fyrsta
plata The Coma Cluster.
Tónlistinni lýsir Hallvarður sem framúr-
stefnulegri rokkmúsík sem þau kjósa að kalla
„ambient space rock“. Hann segir aðferðafræð-
ina á bak við samningu plötunnar óneitanlega
hafa haft áhrif á tónlistina sjálfa og að hún
verði meira abstrakt fyrir vikið.
Platan kemur aðeins út á netinu og það
stendur ekkert endilega til að fylgja plötunni
eftir með tónleikum eða samspili. Hallvarður
segir ástæðuna þá að hljómsveitarmeðlimirnir
séu mishrifnir af tónleikahaldi, en þó sé það
draumurinn að fá að spila í Tókíó. Það er þó
ekki í bígerð enn sem komið er en þau eru farin
að huga að annarri plötu. „Yukiko ætlar að
spila á píanó á næstu plötu. Og hún er með
ótrúlega rödd,“ segir Hallvarður og talar um að
í tónlistinni séu þau að leika sér með menningu
eyríkjanna tveggja, Íslands og Japans. „Ég syng
líka og þetta blandast bara einhvern veginn. En
hún gefur þessu mjög sérstakan blæ og það
verður til eitthvert svona mjög flott „cross-
over.“
Plata unnin í tölvupósti
Ásláttur Meðlimir The Coma Cluster spila á uppákomu með slagverkssveitinni Þrælaskipinu.
The Coma Cluster
er samstarfssveit fjögurra
einstaklinga í jafn
mörgum borgum
Fréttir um niðurskurð og annan
bölmóð hafa komið úr höll Ríkis-
útvarpsins að undanförnu. Er því
einstakt ánægjuefni að flytja þá já-
kvæðu frétt frá þessari stofnun
allra landsmanna að nýr útvarps-
þáttur fer þar í loftið á Rás 2 í
kvöld. Þátturinn nefnist Haförninn
og er það hinn skeleggi Dóri DNA
sem stýrir honum. Í Haferninum
verður fjallað um allt sem viðkemur
íslensku rappi, og skyggnst inn í
senuna frá áður óþekktum sjónar-
hornum.
Dóri DNA hefur um árabil verið
einn af lykilmönnum í íslensku
rappi, auk þess sem hann er með-
limur í uppistandarahópnum Mið-
Ísland.
Haförninn verður á dagskrá eftir
miðnæturfréttir öll þriðjudags-
kvöld frá og með kvöldinu í kvöld.
Dóri DNA fjallar um
íslenskt rapp á Rás 2
Þann 27. febrúar næstkomandi
verður kvikmynd Júlíusar Kemp,
Reykjavik Whale Watching
Massacre, sýnd á hryllingsmynda-
hátíðinni FrightFest í Glasgow.
FrightFest hefur verið haldin í
London síðastliðin ellefu ár, en er
einnig haldin samhliða öðrum kvik-
myndahátíðum í Bretlandi og hefur
í Glasgow verið angi af hinni ann-
ars virðulegu Glasgow Film Festi-
val.
FrightFest er einn af helstu við-
burðum ársins í hryllingsmynda-
senunni í Bretlandi og eru nýjar
hryllingsmyndir iðulega frum-
sýndar á hátíðinni. Á heimasíðu
hennar er Reykjavik Whale Watch-
ing Massacre kynnt til sögunnar
sem fyrsta íslenska splatter-myndin
og er hún sögð vera súrrealískur
hryllings- og gamanmyndablend-
ingur.
Íslenskur hryllingur
á hátíð í Glasgow
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIR hálfu öðru ári óskaði kana-
díska fyrirtækið Nettwerk eftir því
að fá að gefa út væntanlega plötu tón-
listarkonunar Lovísu Elísabetar Sig-
rúnardóttur, eða bara Lay Low. Svo
fór og að Lay Low gerði samning við
fyrirtækið og platan, Farewell Good
Night’s Sleep, kom út í mars sl. í Evr-
ópu og stóð til að gefa hana út í
Bandaríkjunum og Kanada í maí.
Mál þróuðust þó á annan veg eins
og Kári Sturluson, umboðsmaður
Lovísu, rekur söguna: „Við urðum
fljótlega ósátt við það hvernig Nett-
werk ætlaði að standa að málum og
sérstaklega þegar fyrirtækið gaf
plötuna út í Evrópu, því þá áttuðum
við okkur á því að það hentaði bara
alls ekki að vinna með því og
ákváðum því að rifta samningum.“
Það gekk og eftir, útgáfusamningum
var rift í júní sl. og Kári segir að það
hafi gengið sáraukalaust fyrir sig
sem sjáist meðal annars af því að þau
Lay Low eiga allan rétt á plötunni.
100% eftir kostnað
„Við gefum plötuna svo út sjálf í
Bandaríkjunum 9. mars og höfum
verið að vinna að því, erum búin að
semja um dreifingu við fyrirtæki sem
heitir Redeye Distribution, við kynn-
ingarfyrirtækið Shore Fire Media
sem sér mun um blöð og netið, en það
vinnur meðal annars með Noruh Jon-
es. Annað fyrirtæki, Planetary, sér
um háskólaútvarpsstöðarnar og svo
má telja,“ segir Kári en við þetta má
svo bæta að skammt er síðan Lovísa
gerði höfundarréttarsamning við
Songs Publishing og þaðan berst líka
ákveðinn stuðningur.
Kári segir að allt sé með áþekkum
blæ og ef stórfyrirtæki stæði að öllu
saman og vissulega kosti það sitt, en
á þessu tvennu sé sá grundvallar-
munur að í stað þess að fá 16% af inn-
komunni af plötusölu eftir kostnað ef
stórfyrirtæki hefði tekið að sér að
gefa út fái þau 100%. „Áherslan sem
við leggjum á útgáfu í Bandaríkj-
unum er náttúrlega vegna þess að við
teljum að þar sé vænlegasti markað-
urinn í ljósi þess hvernig tónlist um
er að ræða, en við höfum líka fengið
góða útvarpsspilun þar og góða svör-
un við tónlistinni og því um að gera að
láta reyna á útgáfuna. Ég efast ekki
um að við munum fá útlagðan kostn-
að til baka og ef vel gengur er nátt-
úrlega mun meira í húfi.“
Þó Kári segir að þau Lay Low séu
búin að koma saman góðu teymi vest-
an hafs þurfi þau líka að leggja land
undir fót og þannig er Lovísa á förum
í skreppuferð með kassagítarinn til
Bandaríkjanna um miðjan febrúar,
hyggst leika á tvennum kynningar-
tónleikum í New York og einnig er
hún bókuð í fjölda viðtala við blöð,
tímarit, nettímarit og útvarpsstöðvar
þar sem hún mun jafnan taka upp eitt
eða tvö lög í bland við spjall. „Bók-
unarskrifstofa sem við vinnum með í
Bandaríkjunum er svo á fullu að setja
saman tónleikaferð í sumar og haust
og við erum líka að setja saman tón-
leikaferð um Evrópu, þannig að það
verður nóg að gera á árinu.“
Lay Low gerir það sjálf
Ný plata Lay Low kemur út vestan hafs í byrjun mars Sama vinna –
meiri ávinningur Tónleika- og viðtalaferð til New York framundan
Morgunblaðið/Golli
Sjálfstæð Lay Low sér fram á annasama daga á árinu.
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
vakti fyrst athygli fyrir tónlist
þegar hún setti nokkur lög inn á
rokk.is fyrir sex árum undir
nafninu Lay Low, en hún var þá
gítar- og hljómborðsleikari í
hljómsveitinni Benny Crespo’s
Gang.
Fyrsta platan, Please Don’t
Hate Me, kom út 2006, og ári
síðar kom fyrsta plata Benny
Crespo’s Gang.
Ökutímar, sem á var tónlist
úr samnefndu leikriti, kom út
2008.
Sama ár kom út sólóskífan
Farewell Good Night’s Sleep
sem var svo gefin út í Evrópu á
síðasta ári og kemur út vestan
hafs á næstunni.
Tónlistarmyndin Flatey kom
út 2009 hér á landi.
Lay Low útgefin