Morgunblaðið - 02.02.2010, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is, og
í síma 410 4000. Allir velkomnir.
Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða
fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtu-
dagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið nám-
skeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri
yfirsýn yfir fjármál heimilisins.
Í lok febrúar og í marsmánuði verður boðið upp á fjármálafræðslu um skipulag og
stýringu fjármála heimilisins þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að endur-
skipuleggja fjármálin, ávöxtun og sparnað, vaxtakjör, útgjöld heimilisins og kosti
heimilisbókhalds.
Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á rétt-
indum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig
Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri, og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á Réttindasviði
TR, munu kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans.
Réttindi
lífeyrisþega
N
B
Ih
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
ki
n
n
),
kt
.4
7
10
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
40
46
6
Námskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum:
4. febrúar Selfossi, Austurvegi 20 kl. 20
11. febrúar Bæjarhrauni, Hafnarfirði kl. 20
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Í BLÁFJÖLLUM er allt tilbúið fyrir
skíðavertíð vetrarins – ef frá er talið
færið. Ekki er nema rétt svo snjóföl á
jörðu þó komið sé fram í febrúar og
margur skíðaáhugamaðurinn er orð-
inn óþreyjufullur eftir að geta spennt
á sig skíðin og brunað niður brekk-
urnar.
„Það er allt klappað og klárt og
starfsfólk er bara í því að tína til verk-
efni sem má sinna,“ segir Magnús
Árnason, framkvæmdastjóri Bláfjalla.
Honum berst reglulega tölvupóstur
frá fólki sem er farið að leiðast biðin.
„Það er hins vegar fátt sem ég get
gert. Það bíða bara allir eftir snjón-
um.“
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur er í hópi þeirra sem bíða eftir
snjónum. Í nýlegu bloggi hans segir:
„Og Bláfjöllin góðu, sem ekki er hægt
að minnast á ógrátandi. Komið fram í
Þorra og snjórinn þar líkt og væri
miður október. Það er reyndar spáð
dálítilli föl þar næstu daga, en svo
mikið vantar upp á. Það þurfa að
koma þessar ekta „Bláfjalla-
aðstæður“, þ.e. A-átt með eðlilegu
hitastigi og úrkomu. Þá mokar niður
snjónum í Bláfjöllum.
Því miður er ekkert slíkt í sjón-
máli.“ Þó ekki sé nema rétt svo snjó-
föl í Bláfjöllum þessa dagana þarf, að
sögn Magnúsar, ekki nema einn til
tvo daga af duglegri ofankomu til að
opna megi skíðasvæðið.
„Við erum með svo sléttar brekkur
og mikið af snjógirðingum að það hef-
ur sýnt sig að góð snjókoma í ekki
lengri tíma dugar til.“
Síðastliðin tíu ár er skemmsti tím-
inn sem hægt hefur verið að hafa
skíðasvæðið í Bláfjöllum opið 28 dag-
ar. Var það árið 2007, sem Magnús
segir hafa þótt óhemjulélegt ár. Eng-
inn ástæða sé því til að örvænta strax.
Fáist gott skíðafæri, þó ekki væri
nema frá seinni hluta febrúar og fram
í miðjan apríl, teljist það ágætis-
vertíð. Þegar hafa verið seld vetrar-
kort fyrir um 18 milljónir kr. sem er
örlítið minna en í fyrra, en þá var
metsala.
Magnús kveðst vissulega hafa
skilning á óþreyju hins almenna
skíðaáhugamanns hér sunnan heiða.
Það sé þó æfingafólkið sem eigi sam-
úð hans alla. „Það fólk fer norður
hverja einustu helgi og fyrir foreldra
sem eiga börn sem æfa skíðaíþróttir
fer kostnaðurinn ekki undir fimmtán
þúsund krónur fyrir helgina, jafnvel
þó félögin geri allt hvað þau geta til
að halda kostnaðinum í lágmarki.
Þetta sýnir okkur bara mikilvægi
þess að við getum farið að hefja snjó-
framleiðslu hér.“
„Allir bíða eftir snjónum“
Ekki er nema snjóföl á jörðu í Bláfjöllum þó komið sé fram í febrúar Skíðaæfingafólk á höfuð-
borgarsvæðinu fer nú norður um hverja helgi Aðstæður hafa verið góðar í vetur fyrir snjóframleiðslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilbúið fyrir snjóinn Dugleg ofankoma í 1-2 daga er talin duga til að opna megi skíðasvæðið í Bláfjöllum.
Veturinn í vetur hefur, að sögn
Magnúsar, sýnt sig vera kjörinn
til snjóframleiðslu. Áætlanir um
að hefja snjóframleiðslu í Blá-
fjöllum voru raunar langt komn-
ar áður en kreppan skall á. Til-
boð lágu þá fyrir frá erlendum
framleiðendum og til stóð að fá
lán hjá Orkuveitu Reykjavíkur
fyrir framkvæmdunum.
Nú stranda hins vegar allar
slíkar áætlanir á fjárskorti en í
fyrra var talið að grunnkostnað-
ur við að koma upp slíku kerfi í
Kóngsgili og einni af byrjenda-
brekkum Bláfjalla, næmi 380
milljónum kr.
Þó að fjármagn vanti er engu
að síður unnið að því að ljúka
undirbúningsvinnu svo leyfi fyr-
ir að bora niður á nauðsynlegt
vatnsmagn liggi fyrir, en vatnið
sem um ræðir liggur á um 250-
300 metra dýpi undir fjöllunum.
Kostnaður nemur
um 400 milljónum
PERSÓNUVERND hefur komist
að þeirri niðurstöðu, að blaðamaður
á Morgunblaðinu hafi átt rétt á að
vera viðstaddur þegar útgefandi
blaðsins opnaði tölvupóstskeyti, sem
blaðamaðurinn sendi til blaðamanns
á DV í september á síðasta ári.
Óskar Magnússon, útgefandi
Morgunblaðsins, sagði við mbl.is að
með úrskurðinum væri staðfest, að
heimilt hefði verið að opna umrædd
tölvupóstskeyti.
Blaðamanninum var sagt upp í lok
september í hópuppsögn. Af hálfu
Árvakurs, útgáfufélags Morgun-
blaðsins, kom fram að í kjölfarið
hefði Óskar Magnússon fengið upp-
lýsingar um að maðurinn kynni að
hafa sent DV trúnaðarupplýsingar
um rekstur Morgunblaðsins. Því
hefðu þrjú tölvupóstskeyti, sem
blaðamaðurinn sendi úr vinnunet-
fangi sínu hjá Morgunblaðinu til DV,
verið opnuð.
Fram kom hjá blaðamanninum að
gögn, sem hann bauðst til að senda
blaðamanni DV, hefðu aldrei verið
send.
Í niðurstöðu Persónuverndar seg-
ir, að forsvarsmanni Árvakurs, út-
gáfufélags Morgunblaðsins, hafi
borið að gefa blaðamanninum kost á
að vera viðstaddur skoðun á tölvu-
pósti hans. Með því að gera það ekki
hafi verið brotið gegn reglum um
rafræna vöktun og samsvarandi inn-
anhússreglum Árvakurs. Hafi slík
framkvæmd við skoðun umræddra
tölvupóstskeyta ekki samræmst
ákvæðum laga um sanngjarna
vinnslu enda hafi blaðamanninum
hvorki verið gerð grein fyrir vænt-
anlegri skoðun né verið gefinn kost-
ur á að vera viðstaddur hana.
Þá hafi ekki verið sýnt fram á, að
hagsmunir Árvakurs hafi verið svo
brýnir að ekki hafi verið ráðrúm til
að gefa blaðamanninum kost á að
vera viðstaddur.
Í niðurstöðunni segir einnig, að
mikilvægt sé að starfsmenn fjöl-
miðla geti tryggt vernd heimildar-
manna sinna og haldið trúnað við
viðsemjendur sína í ljósi hlutverks
þeirra í upplýstu samfélagi.
Heimilt var að
opna tölvupósta
Morgunblaðið/ Jim Smart
Blaðamaðurinn
átti rétt á því að
vera viðstaddur
RAGNA Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, segir að ekki
hafi verið tekin ákvörðun um að framlengja frest á nauðungarsölum fast-
eigna. Fresturinn gildir út mánuðinn og í upphaflegri tillögu ráðuneytisins
til Alþingis var ekki gert ráð fyrir frekari frestun. Í nefndaráliti sínu tók
allsherjarnefnd fram að hún teldi ekki rétt að útiloka þann möguleika.
Að sögn Rögnu stendur yfir í ráðuneytinu skoðun á ýmsum reglum er
varða réttarstöðu skuldara og fleira, sem varðar skuldamál heimilanna.
Tekið verði mið af því, að mörg hundruð nauðungarsölur séu í lokafresti,
en fresturinn var upphaflega veittur til að einstaklingum gæfist ráðrúm til
að nýta sér þau úrræði sem kynnt hafa verið til sögunnar.
Óvissa um frekari frest á nauðungarsölum