Morgunblaðið - 02.02.2010, Page 15
Daglegt líf 15ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Tíðin hefur verið einstaklega hagfelld
undanfarnar vikur og má segja að
flestir þeir sem á vegi pistilhöfundar
hafa orðið taki undir það. Hver góður
dagur mót hækkandi sól styttir vet-
urinn og dagurinn í dag, sem er kynd-
ilmessa, gæti hugsanlega sett eitt-
hvert strik í reikninginn ef hin forna
þjóðtrú sem sjá má í eftirfarandi
þjóðkvæði, rætist. Sólin sem farin er
að skína á flesta í sýslunni nema ábú-
endur á Mosfelli í Svínadal mætti að
skaðlausu fela sig á bak við ský í dag
fyrir þá sem rammir eru í þjóðtrúnni
en ef litið er á veðurspár þá getur
brugðið til beggja vona.
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu
Snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Blönduósbær og Húnavatnshreppur
hafa boðað til almennra íbúafunda
um tillögur að aðalskipulagi sveitar-
félaganna 2010 til 2022. Íbúafund-
urinn í Húnavatnshreppi var haldinn
í gærkvöldi en fundurinn á Blönduósi
verður í dag. Á fundunum eru kynnt-
ar tillögur að landnotkun fyrir við-
komandi sveitarfélög í heild og þétt-
býlið á Blönduósi annars vegar og á
Húnavöllum hins vegar og auk þess
umhverfisskýrsla aðalskipulagsins.
Fulltrúi frá Vegagerðinni kynnti til-
lögu að nýjum stofnvegi, svokallaðri
Húnavallaleið, á fundinum á Húna-
völlum. Þessi hugmynd um flutning á
þjóðvegi 1 frá Blönduósi hefur mætt
töluverðri andspyrnu og þá einkum á
Blönduósi. Telja menn þessa breyt-
ingu vega m.a. verulega að ferðaþjón-
ustu á Blönduósi en undanfarin ár
hefur verið unnið kappsamlega að
uppbyggingu hennar.
Þorrablótin eru nú í hámarki og eru
að minnsta kosti haldin fjögur stór
þorrablót í sýslunni. Þessar sam-
komur eru ætíð hin besta skemmtun
og þjappa fólkinu saman. Brottfluttir
Húnvetningar eru nokkuð duglegir
við að sækja þessi mót og rifja upp
gömul kynni. Heimamenn leggja
mikið á sig við að rifja upp atburði lið-
ins árs og færa það í spéspegil. Marg-
ur maðurinn fær sinn glósuskammt
en það er aðdáunarvert hversu hár-
fínt er leikið á línu gamans og alvöru
og menn fara ætíð móðir en ósárir
heim að blóti loknu.
Ábæjarstjórnarfundi fyrir skömmu
var ákveðið að opnun nýrrar sund-
laugar yrði 15. maí nk. en vígsla
hennar yrði síðan í tengslum við
Húnavöku í sumar. Það er mörgum
fagnaðarefni að geta á ný brugðið sér
í sundfötin sér til ánægju og heilsu-
bótar og velkjast fáir í vafa um að
þetta verður ekki bara mikil lyfti-
stöng fyrir bæjarbúa heldur líka
ferðaþjónustu í héraði.
Handboltinn hefur haft mikil áhrif á
A-Húnvetninga líkt og aðra lands-
menn síðustu daga. Fólk er þakklátt
fyrir það að geta sameinast um eitt-
hvað eitt og getað gleymt íþyngjandi
ágreiningsefnum. Veðrið, vandamálin
og dægurþras vatnast út og umræðan
gengur bara út á eitt. Þegar svona
sameiningar-stórmótum er lokið
halda allir til síns heima og snúa sér
að hversdagslegum hlutum og halda
áfram þar sem frá var horfið.
Lítið hefur frést af framboðsmálum
fyrir væntanlegar sveitarstjórnar-
kosningar í vor. E-listinn sem fékk
fjóra menn og hreinan meirihluta við
síðustu kosningar hefur núna kallað
inn tíunda mann af listanum til að
sitja bæjarstjórnarfundi, slík hefur
frambjóðendaveltan verið á þeim
lista. Fyrst bæjarstjórnarkosningar
nálgast er ekki úr vegi að koma með
tillögur að kosningaloforðum og skal
tvennt tiltekið sem dvelur á vörum
margra. Má þar nefna brú yfir ós
Blöndu og jarðgöng undir þjóðveg
eitt sem tengja mundi sumarhúsa- og
tjaldsvæði á öruggan hátt við þjón-
ustuna í bænum.
BLÖNDUÓS
Jón Sigurðsson
Morgunblaðið/ Jón Sigurðsson
Þingeyrakirkja Kirkjan sú stendur styrkum stoðum í miðju Húnaþingi og
sést þar vítt um héraðið. Grunnurinn er góður og byggingin gerð úr traust-
um einingum sem vandlega eru valdar og ekki teknar að láni.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í REYKJAVÍK er töluvert um stíga
sem bæði eru ætlaðir hjólreiðamönn-
um og gangandi vegfarendum. Sú
sambúð er ekki alltaf vandalaus, enda
stígarnir þröngir og umferðarregl-
urnar sem þar gilda óljósar og lítt
kynntar. Sambúðarvandinn lýsir sér
einnig í því að sandurinn sem borinn
er á göngustíga, sem er nauðsynlegur
svo gangandi vegfarendur fljúgi ekki
á hausinn í hálku, er þyrnir í augum
margra hjólreiðamanna sem segja að
í honum séu hvassar steinflísar sem
sprengi dekkin.
Um þetta skrifar Albert Jakobs-
son, formaður Hjólreiðafélags
Reykjavíkur á heimasíðu félagsins:
„Hvað er til ráða þegar verktakar
Reykjavíkurborgar dreifa litlum hár-
beittum steinflísum á stíga með sand-
burðinum, steinflísar sem stingast í
dekkin á hjólum fólks og skera sig
síðan í rólegheitunum í gegn og inn
að slöngu? Síðan vinnur flísin á slöng-
unni og það lekur hægt úr dekkinu.
Og svo er það lögmál Murphy’s sem
tekur yfirhöndina og það fer að leka
úr dekkinu þegar hjólreiðamaðurinn
má síst við því.“
Ekkert venjulegt sandkorn
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Albert að hjólamenn hefðu fyrst tekið
eftir þessum hvössu steinflísum fyrir
2-3 árum. Hann hefði fengið þær upp-
lýsingar hjá borginni að sjávarsandur
væri borinn á stígana en greinilegt er
á Alberti að honum finnst það sér-
kennileg skýring. Sjávarsandur ætti
ekki að hafa svo hvassar brúnir.
„Þetta eru ekkert venjuleg sand-
korn,“ sagði hann. Hann hefði fyrir
stuttu plokkað 20 svona steinflísar úr
dekki og kunningi hans hefði orðið að
henda dekki sem orðið var gatslitið af
þeirra völdum.
Þá finnst Alberti sem borgin mætti
sópa göngu- og hjólastígana fyrr.
Þegar hjólamenn taka götuhjólin
fram á vorin komist þeir oft bara rétt
upp fyrir Grafarvog þegar ein stein-
flísin stingst í gegnum dekkið og
sprengir það. Hörðustu keppnis-
mennirnir nota svokölluð tubular-
dekk en þau eru þeirrar gerðar að
slangan er saumuð við dekkið.
Springi slíkt dekk er ekki hægt að
gera við það. Stykkið kostar 10.000
krónur og því er tjónið umtalsvert.
Sópa ekki og dreifa í senn
Guðni Hannesson, yfirverkstjóri
götuhreinsunar hjá Reykjavík, þekk-
ir kvartanir yfir því að steinflísar
sprengi dekkinn en hann segir að ein-
göngu náttúrlegur sjávarsandur sé
borinn á stíga.
Hvað varðar ósk hjólreiðamanna
um að stígar verði sópaðir fyrr og tíð-
ar benti Guðni á að sópað væri á vor-
in, tvisvar á sumrin og einu sinni að
hausti. Vorhreinsunin færi fram í
apríl þegar menn teldu að ekki frysti
aftur. „Því við sópum ekki meðan við
erum að dreifa sandi,“ sagði hann.
Hver vinnutími við sópun kosti 10.000
krónur og taki þrjá daga. Sópun kost-
ar því um 240.000 krónur.
Að sögn Gunnlaugs Kristjáns-
sonar, forstjóra Björgunar, er sand-
urinn sem Reykjavíkurborg kaupir
sigtaður þannig að ekkert sandkorn
sé stærra en 8 mm. Sandurinn er
ekki unninn að öðru leyti og er ekki
aukaafurð s.s. vegna steinbrots.
„Þetta er bara náttúrulegur sandur,
við höfum enga stjórn á því hvernig
kornin eru í laginu. Það getur vel ver-
ið að það komi eitt og eitt hvasst
korn,“ Sagði hann.
Morgunblaðið/Golli
Heilbrigður ferðamáti Sprungið dekk tefur verulega för þeirra sem fara allra sinna ferða á reiðhjóli.
Sprengja dýr dekk á
hvössum steinflísum
Þrennt er til ráða til að verjast sandflísunum hvössu, að sögn Alberts
Jakobssonar. Fara reglulega yfir dekkið og plokka steinflísarnar úr,
leggja plastinnlegg í dekkin til að verja slönguna fyrir þessum flísum
eða vera með slöngur sem loka sjálfar fyrir götin, svokallaðar „self-
seal“ slöngur.
Beitt Hér sést flís sem Albert náði úr dekki. Myndin er tekin í gegnum
víðsjá. Til samanburðar er 0,5 mm blý í skrúfblýanti.
Plokka, kaupa innlegg eða
fá sér sjálflokandi slöngur
5.000 umslög
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka3-7. 110Reykjavík. Sími5155000. www.oddi.is
Oddi fyrir þig, þegar hentar,
eins og þér hentar.
Prentun frá A til Ö.
Eva Sif Heimisdóttir aðalbókari
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA