Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010
SAMFARA þjóðaratkvæðagreiðslu
um Icesave fór fram skoð-
anakönnun meðal Álftnesinga til
sameiningar við önnur sveitarfélag.
Þetta kemur fram á vef sveitarfé-
lagsins, og boðað að niðurstöðurnar
verði gerðar aðgengilegar þar kl.
16 í dag. Þátttakan er sögð hafa
verið góð og í samræmi við þátt-
töku í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Endanlegur þátttakendafjöldi verð-
ur kynntur samhliða niðurstöðum
könnunar til sameiningarmála.
„Bæjarstjórn vill koma á fram-
færi við íbúa þökkum fyrir þátttöku
sína í skoðanakönnuninni en bæj-
arstjórn taldi sér bæði rétt og skylt
að kanna hug íbúa til sameiningar,“
segir á vef Álftaness.
Íbúar Álftaness
fá svarið í dag
Morgunblaðið/Ómar
Á Akranesi hefur verið sett á stað
nýtt verkefni sem kallast „Hug-
myndasjóður“. Megintilgangur
Hugmyndasjóðs er að hvetja fólk til
að koma fram með alls kyns hug-
myndir sem efla eiga Akranes,
mannlíf, atvinnulíf og vellíðan fólks
í bænum. Allir geta tekið þátt og
lagt hugmyndir sínar í Hugmynda-
sjóð. Á forsíðu Akranesvefsins hef-
ur verið settur sérstakur hnappur
sem fólk smellir á til að koma hug-
myndum sínum í farveg. Fjallað
verður um allar hugmyndir, kosti
þeirra og galla. Öllum þeim sem
senda inn hugmyndir verður svarað
og allar hugmyndir verða teknar til
skoðunar.
Hugmyndasjóður
STUTT
notkunar í Helguvík þá á Grundar-
tanga. Þá hafi verið gert ráð fyrir að
90 megawött frá Hverahlíð og 45
megawött frá Gráuhnjúkum fari til
notkunar í síðari áföngum í Helguvík.
„Skuldbindandi samningar liggja
ekki fyrir milli OR og Norðuráls um
kaup á raforku frá Hverahlíðar-
virkjun,“ segir Hjörleifur. „Fyrir-
hugað var að raforka frá Hverahlíð-
arvirkjun færi inn í annan áfanga í
Helguvík, en meðan ekki hefur verið
gengið frá fjármögnun á þeim hluta
álversins hefur ekki verið gengið frá
samningi um orkuna. Auk þess er OR
ekki með Hverahlíðarvirkjun inni á
þriggja ára áætlun.
Orkuveitan gerði samning við
sveitarfélagið Ölfus um að það hefði
forgang að þessari orku í tiltekinn
tíma. Í framhaldi af því var samið við
fyrirtækið Thorsil, sem ætlar sér að
reisa verksmiðju til að framleiða sól-
arkísil í Ölfusi. Takist fyrirtækinu að
ganga frá skuldbindandi orkusamn-
ingi með tilheyrandi tryggingum í
næsta mánuði þá fer Hverahlíðar-
orkan í Ölfus en ekki í Helguvík.
Orkuveita Reykjavíkur er ekki bú-
in að fjármagna að fullu stækkun
Hellisheiðarvirkjunar. Þegar því lýk-
ur tekur við að fjármagna Hverahlíð-
arvirkjun þannig að virkjun við Gráu-
hnjúka er talsvert inni í framtíðinni,“
segir Hjörleifur.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku,
segir að umsóknin um stækkun
Reykjanesvirkjunar sé í eðlilegu ferli.
Nú þegar athugasemdum og spurn-
ingum hafi verið svarað hafi Orku-
stofnun frá þremur vikum upp í tvo
mánuði til að afgreiða umsóknina eft-
ir því hversu ný gögn, meðal annars
um rekstrarsögu, séu metin umfangs-
mikil.
Fjármögnun næsta verkefni
Áætlað er að 50 MW stækkun
Reykjanesvirkjunar kosti um tólf
milljarða, en 80 MW virkjun rúmlega
20 milljarða. „Fjármögnun vegna
virkjunarinnar er síðan næsta verk-
efni hjá okkur,“ sagði Júlíus Jónsson,
forstjóri HS Orku, í gær.
„Bankarnir spyrja eðlilega hvort
fyrirtækið sé komið með virkjanaleyfi
áður en þeir lána mikla peninga. Svo
er líka spurning hver staðan er hjá
notanda orkunnar. Allt hangir þetta
saman, en ef þeir ætla að vera til-
búnir með álverið í lok árs 2011 þá
þurfum við að byrja um mitt þetta ár
miðað við að geta afhent rafmagn á
tilsettum tíma.“
Búið er að afla með borunum um
15 megawatta af 50 megawatta orku,
en hver borhola kostar 3-400 milljónir
króna.
Júlíus segir að fyrirhugað sé að
orku í annan áfanga álvers í Helguvík
verði aflað í Eldvörpum og Krísuvík.
Samhliða því þarf að fara í ákveðna
skipulagsvinnu hjá viðkomandi sveit-
arfélögum, Grindavík og Hafnarfirði.
„Við höfum gengið út frá því að
orka í fyrsta áfanga kæmi frá
Reykjanesvirkjun, en síðan hefur
verið talað um að sækja orku í Eld-
vörp og Krísuvík fyrir annan áfanga í
Helguvík. Við bíðum enn eftir breyt-
ingum á skipulagi þar svo hægt sé að
fara í tilraunaboranir vegna annars
áfanga, en sú vinna hefur gengið
hægt. Raforkuöflun og virkjun vegna
annars áfanga gætu þá farið fram ár-
in 2011 og 2012,“ segir Júlíus Jóns-
son.
Raforkuöflun í deiglunni
HS Orka sendi Orkustofnun viðbótargögn vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar
Skuldbindandi samningar ekki milli OR og Norðuráls um raforku frá Hverahlíð
Undirbúningur 50 MW gufuhverfill hefur að undanförnu verið í smíðum hjá Fuji Electric í Japan vegna fyrirhug-
aðrar stækkunar Reykjanesvirkjunar. Afhenda á hverfilinn 15. mars og kemur hann til landsins í lok maí.
Guðni Jóhannesson orku-
málastjóri segir að nú sé ákveð-
inni forvinnu lokið varðandi um-
sókn um leyfi vegna stækkunar
Reykjanesvirkjunar. Orkustofnun
hafi óskað eftir nánari upplýs-
ingum um ýmis atriði og nú hafi
svör borist frá HS Orku.
Hann segir að ákveðin og eðli-
leg samskipti séu í gangi, en vill
ekki upplýsa um hvers eðlis at-
hugasemdir og spurningar Orku-
stofnunar hafi verið. Ýmis sér-
fræðivinna sé í gangi af hálfu
Orkustofnunar en ekki sé líklegt
að frekara umsagnarferli verði
sett í gang.
Guðni vill ekki nefna dagsetn-
ingar um hvenær umsóknin um
virkjanaleyfið verði afgreidd.
Hann telur að það verði þó ekki
síðar en í aprílmánuði. Orkustofn-
un starfar undir yfirstjórn
iðnaðarráðherra og er m.a. rík-
isstjórninni til ráðuneytis um
orkumál og önnur auðlindamál
sem stofnuninni eru falin með
lögum. Meðal hlutverka stofn-
unarinnar er að standa fyrir rann-
sóknum á orkubúskap, orkulind-
um og á öðrum jarðrænum
auðlindum þannig að unnt sé að
meta þær og veita stjórnvöldum
ráðgjöf um skynsamlega og hag-
kvæma nýtingu þeirra.
Þá á stofnunin að fylgjast í
umboði ráðherra með fram-
kvæmd opinberra leyfa sem gefin
eru út til rannsóknar og nýtingar
jarðrænna auðlinda og reksturs
orkuvera og annarra meiri háttar
orkumannvirkja.
Ákvörðun Orkustofnunar ekki síðar en í apríl
Orkuöflun vegna álvers Norðuráls
í Helguvík er í deiglunni. Hluti ork-
unnar í fyrsta áfanga mun koma
frá Hellisheiðarvirkjun sem Orku-
veita Reykjavíkur er að reisa. Orka
vegna fyrsta áfanga á einnig að
koma úr stækkaðri Reykjanes-
virkjun og sendi HS Orka Orku-
stofnun umbeðin viðbótargögn
vegna stækkunar Reykjanesvirkj-
unar í síðustu viku.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
Í LOK síðasta árs sótti HS Orka um
leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun
um 50 megawött. Orkustofnun óskaði
nánari upplýsinga og sendi HS Orka
umbeðin gögn í síðustu viku. Reyndar
yrði um 80 MW virkjun að ræða þar
sem 30 megawött fengjust með betri
nýtingu á vatninu sem þegar væri bú-
ið að taka úr jarðhitakerfinu. Vinna
Orkustofnunar nú snýst því fyrst og
fremst um fyrrnefnd 50 megawött.
Væntanlegur kaupandi orkunnar
er Norðurál vegna álvers í Helguvík.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að
framkvæmdir við byggingu álversins
færu aftur í fullan gang um leið og
orkufyrirtækin hefðu gengið frá sín-
um undirbúningi. Vonast er til að það
verði ekki síðar en um mitt þetta ár.
Haft var eftir Ágústi Hafberg, fram-
kvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá
Norðuráli, að fyrirtækið vilji einnig
sjá fyrir framhald orkuöflunar vegna
seinni áfanga.
Framleiðslugeta álversins sem
Norðurál hyggst reisa í Helguvík er
360 þúsund tonn. Framkvæmdinni er
skipt í fjóra áfanga, 90 þúsund tonn
hvern, og er gert ráð fyrir að gang-
setning fyrsta áfanga hefjist fyrri
hluta árs 2012 en að álverið verði
fullbúið árið 2016. Orkuþörf 360 þús-
und tonna álvers er áætluð um 625
MW, þ.e. rúm 150 megawött á hvern
áfanga. Miðað við þennan tímaramma
þarf orkuöflun að skýrast sem fyrst.
Orka frá Hellisheiðarvirkjun
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, segir að samið
hafi verið um að 47,5 MW af þeim 90
megawöttum sem fáist með stækkun
Hellisheiðarvirkjunar fari í fyrsta
áfanga álversins í Helguvík. Norðurál
hafi skuldbundið sig til að kaupa
þessa raforku á næsta ári, ef ekki til
ÁKVEÐIÐ hefur verið
að landsmót hesta-
manna árið 2012 fari
fram á félagssvæði
Hestamannafélagsins
Fáks í Reykjavík.
Hestamannsfélagið Fák-
ur og Landsmót ehf.
munu hefja undirbúning
að mótinu á vordögum
og stefna á að halda
glæsilegt landsmót fyrir
hestamenn og gesti.
Landsmót draga að
sér mikinn fjölda inn-
lendra sem erlendra gesta og á
síðasta landsmóti voru um 14.000
gestir og 1.100 hross skráð til
leiks svo það má búast við mikilli
hátíð. Ætla má að tíundi hver Ís-
lendingur stundi hestamennsku
með reglubundnum hætti og
fimmti hver erlendur ferðamaður
sem kemur til landsins fer á hest-
bak.
Frá undirskrift samningsins,
talið frá vinstri: Sigurður Æv-
arsson, Haraldur Þórarinsson, for-
maður LH, Kjartan Magnússon,
formaður ÍTR, og Bjarni Finns-
son, formaður Fáks.
Landsmótið haldið
á Fákssvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsmót 2012 Frá undirritun samninga.
ANNA Jóhanns-
dóttir, skrif-
stofustjóri í
utanríkis-
ráðuneytinu, hef-
ur tekið til starfa
sem alþjóða-
fulltrúi í forsæt-
isráðuneytinu.
Hún tekur við
störfum af Sturlu
Sigurjónssyni
sem hefur flust til starfa sem sendi-
herra í Kaupmannahöfn.
Anna er lögfræðingur með meist-
aragráðu í Evrópurétti frá Ed-
inborgarháskóla. Hún starfaði sem
héraðsdómslögmaður um fimm ára
skeið en hefur undanfarin átta ár
starfað í utanríkisþjónustunni.
Tekur við starfi
alþjóðafulltrúa
Anna
Jóhannsdóttir
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Næsta námskeið byrjar 10. mars 2010