Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,*) )-*,. )*/,.0 */,/)0 *),1-/ )+,-) ))2,1- ),03+. )-0,+1 )+/,10  456  4 2"  5 *3)3 )*+,1) )-/,3+ )*0 */,/2* *),.1+ )+,-.* ))2,-* ),0))+ )-1,// )+0 **-,//02 %  78 )*+,2) )-/,10 )*0,/. */,01 *),+*) )2,3)0 ))-,*1 ),0)12 )-1,-) )+0,0- Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C Suðaustlæg átt, víða 3-8 m/s. Bætir í vind og úrkomu á Suður- og Vesturlandi. » 10 Alþýðu- og heims- tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin dagana 10.- 13. mars. »27 TÓNLIST» Handspiluð tónlist KVIKMYNDADÓMUR» Sæbjörn fór á spennu- myndina Legion. »29 Íslandsmeistara- keppnin í freestyle verður haldin á laug- ardaginn kemur en áhugi á forminu hef- ur aukist. »28 DANS» Freestyle á Akureyri AF LISTUM» Karl Blöndal skrifar um kvenleikstjóra. »30 ÓSKARSVERÐLAUNIN» Verðlaunahafar og allir flottustu kjólarnir. »33 Menning VEÐUR» 1. Tvær norskar telpur drukknuðu 2. Langar 17 sekúndur 3. Þyrlan kölluð til leitar 4. Lítil ummerki um erfiðleika Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is  Svo kann að fara að Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, snúi aftur til Danmerk- ur að þessu tíma- bili loknu eftir að hafa leikið með Rhein-Neckar Lö- wen í Þýskalandi síðan í september. Danski skartgripasalinn Jesper Nielsen, bakhjarl Löwen, er að koma upp geysiöflugu liði í Dan- mörku, AG Håndbold, og þangað gæti Snorri farið í sumar en hann fór til Þýskalands frá danska liðinu GOG í haust. HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjónsson aftur til Danmerkur?  Á morgun mun Sigríður Soffía Níelsdóttir dans- höfundur halda til Bytom í Póllandi til að vinna með dans- flokknum Sielesian Dance Theatre. Pólskur danshöfundur mun koma til landsins til að vinna með Íslenska dansflokknum en verkefnin eru hluti af pólsk-íslenskum danshöf- undaskiptum á vegum Íd. Sigríður mun velja dansara úr pólska dansflokknum til að vinna með og verkin verða sýnd á Íslandi í haust. DANS Heldur til Póllands til að setja upp dansverk  Þórarinn Ey- fjörð hefur verið kjörinn formaður Ferðafélagsins Útivistar. Þórarinn er mikill nátt- úruunnandi og ferðamaður mikill. Hann er alæta á ferðamáta; fer um á jeppa, gönguskíðum og tveimur jafnfljótum svo dæmi séu nefnd. Þórarinn er þekktur fyrir fleira en ferðamennsku því hann gegnir starfi framkvæmdastjóra Stéttarfélags í almannaþjónustu. Forveri Þórarins í embætti er Árni Jóhannsson sem lét af formennsku eftir 10 ára starf. ÚTIVIST Þórarinn Eyfjörð kjörinn formaður Útivistar LISTAMAÐURINN og lífskúnstnerinn Hugleikur Dagsson heillaði nemendur Menntaskólans í Kópavogi upp úr skónum í gær með smellnum fyr- irlestri sínum um jafnrétti og fordóma. Fyrirlestur Hugleiks var einn af fjölmörgum at- burðum sem fram fara í jafnræðisviku skólans. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða fyrir eru mansal, viðskipti án misnotkunar, ofbeldi á Ís- landi og fordómar gagnvart arabamenningu. Hver dagur er þemakenndur og lýkur vikunni á fimmtudag, sjálfan hamingjudaginn, með uppi- standi og tónlistaratriði. Jafnræðisvika haldin í Menntaskólanum í Kópavogi Hugleikur fræddi um fordóma Morgunblaðið/Ernir SIGURJÓN Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi hefur unnið að tveimur kvikmyndum með leik- stjóranum Kathryn Bigelow sem hreppti Óskarsverðlaun í fyrradag sem besti leikstjórinn, fyrst kvenna, fyrir kvikmyndina The Hurt Lock- er. „Hún telur sig bara vera leik- stjóra, hefur ekki viljað láta skil- greina sig sem kvenleikstjóra,“ segir Sigurjón um Bigelow. Áður en hún réðst í gerð The Hurt Locker unnu þau Sigurjón að gerð stórmyndar sem byggð er á skáldsögunni The Devil in the White City og segir af fyrsta rað- morðingjanum í Chicago og fléttast inn í söguna heimssýningin sem haldin var þar árið 1893. Sigurjón segir það verkefni í biðstöðu. | 31 Unnu saman að stórmynd Sigurjón Sighvatsson Kathryn Bigelow Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EF við erum sjálf dugleg að gera eins og hundar, lesa í atferli og hreyfingar hjá mannfólkinu, getum við oft séð á líkamsbeitingu og hegðun hver er feiminn, hver er stressaður, hver er að ljúga,“ segir Heiðrún Villa Ingudóttir sem lært hefur að lesa í atferli hunda. „Ef barn sest hjá hundi og hann sleikir út um og kannski geispar er hann að sýna merki um streitu. Þessi litlu tákn í hegðun hunda fara oft fram hjá okk- ur. Hann er að reyna að róa sig niður með þessu atferli en um leið segir hann: Mér líður ekki nógu vel í þess- um aðstæðum. Það þarf ekki að vera að hann sýni meiri viðbrögð en það er vissara að fjarlægja barnið, annars gæti orðið slys. Hundurinn er greinilega ekki nógu yfirvegaður. Sumir hundar jafna sig fljótt en aðrir geta gert eitthvað af sér í fáti, jafnvel glefsað.“ Alltaf þurfi að vera alveg ljóst að eigandinn ráði en ekki hundurinn, segir Heiðrún. Eigandinn sé eins og forystuúlfurinn í úlfaflokknum sem allir hinir eigi að hlýða. Hundur sem komist alltaf upp með að fara inn á bannsvæði í húsinu, fái að flaðra upp um gesti og hlaupa út og suður með eiganda sinn á gönguferðum, sé í slæmri klípu. Hann þrái lög og reglu. | 15 Geispað af streitu  Hundaráðgjafi segir dýrin eiga sitt eigið tungumál og mik- ilvægt að eigendur reyni eftir mætti að læra að skilja það Voffi! Heiðrún leggur áherslu á að foreldrar kenni börn- um framkomu við hunda svo að ekki verði óþarfa óhöpp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.