Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. M A R S 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
56. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«CHILEHAMFARIR
HRIKALEGT AÐ VAKNA
VIÐ JARÐSKJÁLFTANN
«MENNINGFÓLK
Tvíburabræður með
öngulinn í rassinum
6
Miðstjórn Samiðnar samþykkti í
gær harðorða ályktun um stöðu
efnahagsmála. Í henni er lýst yfir
miklum vonbrigðum með aðgerð-
arleysi stjórnvalda og þá stöðnun
sem við blasir í samfélaginu.
Meðal annars er í ályktuninni lýst
vantrausti á þá þingmenn sem
„spila á efnahagserfiðleika þjóð-
arinnar sér til framdráttar“. Þá
segir að ef engin raunhæf úrræði
komi fram á næstu vikum stefni í
næsta hrun. »2
Miðstjórn Samiðnar varar
við öðru efnahagshruni
Skuldir og skuldbindingar Hafn-
arfjarðar og Borgarbyggðar eru of
háar. Þetta er mat eftirlitsnefndar
með fjármálum sveitarfélaga, sem
fer fram á reikningsskil á þriggja
mánaða fresti.
Nefndin tekur sérstaklega fram
að leiguskuldbindingar Borgar-
byggðar vegna menntaskólans séu
óviðunandi. »9
Hafnarfjörður og Borg-
arbyggð skulda um of
Stúlkur eru óæskilegar víða í
Austur-Asíu og er vandinn mestur á
Indlandi og í Kína. Í skýrslu, sem
þróunarstofnun SÞ kynnti á alþjóð-
legum degi kvenna í gær segir að
96 milljónir kvenna hafi „horfið“
því að foreldrar þeirra hafi frekar
viljað eignast drengi. Orsakirnar
eru margs konar. Stúlkubörn eru
myrt, kvenkyns fóstrum eytt og
stúlkur fá lélegri heilbrigðisþjón-
ustu og verri mat en drengir. Hátt
hlutfall karla er því í reiðileysi og
stofnar aldrei fjölskyldu. »16
Í Austur-Asíu komast mun
færri konur en karlar á legg
„ÞESSI verðmunur er með því
mesta sem við höfum séð,“ segir
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðeig-
enda (FÍB), um þann mun á elds-
neytisverði sem er hjá olíu-
félögunum í dag.
Ef tekið er eitt lægsta verð á bens-
íni, rúmar 190 krónur með vildar-
kjörum eins og bensínlykli eða
-korti, og hæsta verð í sjálfsaf-
greiðslu, um 204 krónur, er verð-
munurinn um 7%. Sé miðað við allra
hæsta verð, þ.e. algengt þjónustu-
verð á bensínstöðvum stóru olíufé-
laganna þriggja, þá er verðmunurinn
allt að 9%. Lægsta bensínverð á öllu
landinu er á Vestfjörðum, 192,50 kr. í
sjálfsafgreiðslu, án afsláttar, en
lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu
er rúmar 195 krónur. Runólfur
bendir t.d. á að hjá N1 á Ísafirði sé
sama verð og hjá Orkunni þar í bæ.
Algengt verð hjá N1 um landið er
hins vegar 204,20 kr., eða nærri 12
krónum hærra en á Ísafirði. „Flutn-
ingskostnaður vinnur ekki með verð-
inu á þessum landshluta sem gerir
þessa verðlagningu merkilegri,“ seg-
ir Runólfur. | 7
Allt að 9% munur á lægsta og hæsta bensínverðinu
Verðmunur sjaldan meiri
Hæsta og lægsta
bensínverð
*Sjálfsafgreiðsluverð m. Orkulykli á Vestfjörðum
**Þjónustuverð hjá stóru félögunum
Lægst*
190,5 kr
Hæst**
209,2 kr.
Eftir Helga Bjarnason
og Agnesi Bragadóttur
ÞINGMENN VG sem verið hafa
mótfallnir Icesave-samningunum
eða haft efasemdir um þá vilja halda
viðræðum áfram með það að mark-
miði að ná sem bestri niðurstöðu.
Fyrirfram vilja þeir þó ekki heita
skilyrðislausum stuðningi við niður-
stöðuna heldur segja að þingmenn
og þingflokkar verði að meta hana
þegar hún liggur fyrir.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
og stjórnarandstöðuflokkanna og
fulltrúar úr Icesave-samninganefnd-
inni koma saman til fundar í dag.
Markmiðið er að reyna að samræma
afstöðuna fyrir næstu skref í viðræð-
unum við Breta og Hollendinga.
Viðræðufundir höfðu ekki verið
ákveðnir í gær en Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra ræddi
við Lee Buchheit, formann íslensku
samninganefndarinnar, og hollenska
fjármálaráðherrann. Hann sagði
ljóst að vilji væri hjá viðsemjendum
Íslendinga til að halda viðræðum
áfram á allra næstu dögum.
Ekki liggur fyrir hvort ákveðið
verði að semja nýtt samningsumboð
fyrir íslensku samninganefndina.
Viðmælendur blaðsins töldu meiri
líkur en minni á því að stjórn og
stjórnarandstaða myndu áfram
reyna í sameiningu að leiða Icesave-
málið til lykta. Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, formaður þingflokks VG,
telur mikilvægt að þverpólitísk sam-
staða haldist um samningana.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
telja að ýmislegt þurfi að skýra frek-
ar, áður en viðræðunum verður hald-
ið áfram. Þeir segja að enn hafi ekk-
ert komið fram um það hvort Bretar
og Hollendingar séu tilbúnir að
koma til móts við Íslendinga og deila
ábyrgð á eftirstöðvum lánsins sem
kunna að verða eftir árið 2016.
Heita ekki stuðningi
Þingmenn úr VG vilja halda áfram
viðræðum og fá betri niðurstöðu » Hóparnir bera sam-
an bækur sínar í dag
» Óljóst með afstöðu
Breta og Hollendinga
Þarf betri samninga | 4
FIMM Litháar voru í gær dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að flytja hingað til lands með blekkingum 19 ára stúlku í þeim tilgangi að hagnýta sér hana
kynferðislega. Íslendingur sem var einnig ákærður var hins vegar sýknaður af öllum kröfum. Lögmaður eins Litháans sagðist eftir dómskvaðningu telja
dóminn mjög þungan, sérstaklega ef litið er til dómafordæma. Allir sakfelldir munu áfrýja dómnum. | 2
LITHÁARNIR FIMM MUNU ÁFRÝJA DÓMI Í MANSALSMÁLI