Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, FINNST ÞÉR EKKI AÐ ÞÚ OG FRÚ FJÓLA ÆTTUÐ AÐ SÆTTAST OG VERÐA VINIR? HJÁLPAÐI EITTHVAÐ AÐ TALA VIÐ HANN? HANN VARÐ TÖLUVERT HRESSARI HA! HA! HA! HA! ÁRANS NEI, ÉG REYNI AÐ VERA EKKI AFBRÝÐISÖM ÚT Í NEINN... AFBRÝÐISEMI ER TILFINNING SEM HJÁLPAR ENGUM ERTU AFBRÝÐISÖM VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER MEÐ KRULLUR? ÉG HÉLT AÐ „HUNDADAGAR“ VÆRU BARA ORÐATILTÆKI ALLT Í LAGI. ÉG SKAL KAUPA ALVÖRU BEIN HANDA ÞÉR HÆ! HVERNIG VAR Í TÍVOLÍINU? GÓÐU FRÉTTIRNAR ERU AÐ KRAKKARNIR UNNU GULLFISKA VAAH!! SLÆMU FRÉTTIRNAR ERU AÐ ÞEIR KOMUST EKKI ALLIR HEIM Á LÍFI HVAÐ VARÐ UM FRÉTTINA HENNAR MARÍU LOPEZ? VIÐ ÆTLUÐUM AÐ TAKA VIÐTAL VIÐ VULTURE Í FANGELSINU... EN ALLT KOM FYRIR EKKI... EKKI SEGJA MÉR AÐ HANN HAFI SLOPPIÐ ...ÞAR SEM HANN LIGGUR MEÐ FLENSU LÍFIÐ ER GOTT! VÁ! ÞÉR TÓKST AÐ SMITA BÆÐI VULTURE OG JAMESON! Marklaus þjóðarat- kvæðagreiðsla? JÓHANNA Sigurð- ardóttir forsætisráð- herra og fleiri reyndar úr þeim hópi halda því fram að þjóðar- atkvæðagreiðslan um Icesave-reikningana hafi verið marklaus. Ég mótmæli þessu fyr- ir hönd tugþúsunda Ís- lendinga sem ekki eru henni sammála. Stjórn- arskráin segir að ef forseti hafnar að und- irrita lög frá Alþingi skuli fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla. Er þetta ekki nógu skýrt? Þjóðin hefur einu sinni áður verið svikin um lögmætan rétt sinn til að hafa áhrif á gang mála þegar ríkistjórn Davíðs Oddssonar dró til baka fjölmiðlalögin. En stjórnarskráin veitir enga heimild til slíks gjörnings. Því miður telja margir íslenskir ráðamenn að þeir geti farið sínu fram í skjóli meiri- hluta á Alþingi og má rekja stóran hluta þeirra vandamála sem við er að glíma á Íslandi í dag til spilltrar og lélegrar stjórnsýslu. Er ekki kominn tími til að þessir menn og konur sem helga sig stjórnmálum fari að taka til í sínum ranni? Það er ekki að ástæðulausu sem þingið og stjórnvöld almennt njóta lítils trausts hjá þjóðinni. Það styttist í kosningar og þá er kjörið tækifæri fyrir þjóðina að sýna stjórn- málamönnum gula spjaldið. Það mun væntanlega gerast í ríkari mæli ef fram koma ný framboð. Jóhanna segir að nýr samningur feli í sér 70 milljarða króna afslátt frá Ice- save-lögunum. Sem sagt skítur á priki. Við eigum ekki að sam- þykkja neitt annað en að Bretar og Hollend- ingar hirði eigur gamla Landsbankans og noti þær til að greiða Ice- save-reikningana. Ef það dugir ekki til verða þeir sjálfir að greiða mismuninn. Íslenska ríkinu ber alls ekki nein skylda til að ábyrgjast þessa greiðslu. Hvorki Evr- ópulög, bresk lög, hollensk lög, ís- lensk lög né nein alþjóðalög gera ráð fyrir slíku. Evrópudraumur Jó- hönnu og Evrópukratanna í öllum flokkum á ekki að hafa áhrif á gang mála í þessu tilviki. Jóhanna er heill- um horfin í augum þjóðarinnar og vaxandi andstaða er gegn Stein- grími Sigfússyni í hans eigin flokki og hann rúinn trausti kjósenda sinna. Það er kominn tími til þess að þessir svokölluðu vinstrimenn fari að gera sér ljósa stöðu sína. Sam- fylkingin er ekki Alþýðuflokkurinn og VG er ekki Alþýðubandalagið. Þessir nýju flokkar eru ekkert ann- að en hægrisinnaðir miðjuflokkar sem feta í fótspor gamla Framsókn- arflokksins. Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Ást er… … stundum dulbúin sem harka. Einkunna- spjald Þú verður að reyna betur en þetta Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatns- leikf. (Vesturbæjarr.) kl. 10.50, postulín kl. 13, leshóp.kl. 14. Árskógar 4 | Smíði/útskurður/ leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, handavinna 12.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefn. f. hád., línudans kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Vinnust. kl. 9, fram- sögn kl. 13, félagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vídeó kl. 14. Listamaður mánaðarins. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, málsv., helgistund, sr. Íris Kristjánsd. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlask. kl. 15, EKKÓ-kórinn æf. í KHÍ kl. 16.30. Árshátíð verður í Grand hóteli fös. 12. mars, skrán. í s. 595-1111 til 9. mars. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05/9.55, gler-/postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30, fræðslukv. Glóðar kl. 20 – Bertha María Ársælsd. nær.fr. fjallar umfæðuval og sykursýki. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga/ myndl. kl. 9.30, trésk./ganga kl. 10, málm-/silfursm. kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Trésm./gler kl. 9, vatnsleikf. kl. 11/12, opið hús í kirkju, línudans, karlaleikf., bú- tas./trésmíði kl. 13, botsía kl. 14, miðar á Gerplu seldir 18. mars. Skráning á brids- námskeið. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9, glersk., perlus./stafg. kl. 10.30, postul. kl. 13. Á morgun kl. 10.30 leikfimi. Hraunbær 105 | Handav/postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, botsía kl. 11, matur, Bón- usbíll kl. 12.15, ganga m. Begga kl. 14. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- mennt /qI-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.30, boltaleikf./brids kl. 12, myndm. kl. 13, vatnsleikf. kl. 14.10. Hvassaleiti 56-58 | Bútas. kl. 9, leikfimi kl. 9/10, myndlist kl. 13, helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Létt stóla- leikfimi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogssk. framh.hópur II kl. 14.30, fram- h.hópur I kl. 16 og byrj. kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman á morgun kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi, vísnaklúbb. kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksst. kl. 11, postulín ofl. kl. 13, karlaklúbbur kl. 13.30, kaffi. Norðurbrún 1 | Útskurður/myndlist kl. 9, leikfimi, postulín/handav. kl. 13, hljóð- bók kl. 14. Vesturgata 7 | Handav./spænska kl. 9.15, spurt/spjallað og leshópur, búta- saumur, frjáls spil kl. 13.Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðarstund kl. 12.10, súpa á eftir, 250 kr., spilabingó, handa- vinna í safnaðarh. kl. 13, kaffi 250 kr. Haraldur Sveinbjörnsson sendirþættinum kveðju: Af því að þú ert farinn að skrifa um Ingvar Ásmundsson og Sigurkarl Stef- ánsson langar mig til að minna á eftirfarandi vísu. Nona Gapr- indasvili sem var heimsmeistari kvenna tefldi hér á skákmóti ásamt Ingvari. Teflt var að kvöldi dags og Ingvar vann Nonu. Þá orti Sigurkarl. Afskiptur öllu víli Ingvar Gaprindasvílu sínu með sexappíli sigraði og gekk til hvílu. Þetta er skrifað eftir minni og kann að hafa skolast eitthvað til. Haraldur fær þakkir fyrir að bregðast fljótt við ákalli eftir vís- um Sigurkarls. Það var ekki heigl- um hent að komast á kjörstað í sumum landshlutum í þjóð- aratkvæðagreiðslunni á laug- ardag. Davíð Hjálmar Haraldsson lét ekki veðrið aftra sér: Hleyp ég um bæinn í hláku og vindi, hlymjandi regn kveður dropaljóð þung. Hyldjúpa pollana suma ég syndi, á Síðubraut gösla ég flauminn í pung og vaskur ég snarast með vindgang og frýs í Verkmenntaskólann að lokum og kýs. Hólmfríður Bjartmarsdóttir lagði leið sína á kjörstað frá Sandi í Aðaldal: Vegurinn okkar er allsherjar for og ataði bílinn minn ljósa, hann reyndi í dag bæði á þrek mitt og þor en þó er ég búin að kjósa. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Gabrindasvílu og kosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.