Monitor - 22.04.2010, Side 15

Monitor - 22.04.2010, Side 15
„Þessi sýning hefur verið að gerj- ast í hausnum á mér í þrjú ár,“ segir Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir Faust sem sýnt er í Borgarleikhús- inu um þessar mundir. „Það var mjög snúið og flókið mál að takast á við þetta stykki og mikil vinna sem liggur þarna að baki. Það er kannski eðlilegt að maður vandi sig við þetta verk og taki góðan tíma í það enda tók það Göthe 60 ár að skrifa það,“ segir Gísli og bætir við: „Markmiðið er að fólk sem sér sýninguna í fyrsta skipti fái bragðið af Faust og öðlist skilning á verkinu auk þess að eiga góða leikhúsupp- lifun. Mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Gísli sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Prince of Persia sem verður frumsýnd í maí. „Ég er nú bara í aukahlutverki í þeirri mynd. Ég mun líklega fara á frumsýning- una úti og hérna heima en þar með held ég að mínu hlutverki sé bara lokið,“ segir Gísli, hógvær að vanda. Flókið að fást við Faust FAUST Borgarleikhúsið 20:00 fílófaxið sunnudagur SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, litli salur 12:00 og 14:00. Tilvalin sýning tilað fara með krakka á enda hafa Skoppa og Skrítla verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 og 15:00 Fíasól í Hosiló ersprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Sýningunni er leikstýrt af Vigdísi Jakobsdóttur. ÓLÍVER! Þjóðleikhúsið 15:00 og 19:00. Eftir tuttugu árahlé gefst Íslendingum aftur færi á að slást í för með götustráknum Ólíver Twist sem lendir í ýmsum ævintýrum og hindrunum í lífsbaráttu sinni. Ólíver!, byggð- ur á ódauðlegri sögu Charles Dickens, er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Leikstjórn er í höndum Selmu Björnsdóttur. ÚRSLITARIMMA Í HANDBOLTA KVENNA Framheimilið 16:00 Úrslitin gætu ráðist hjástelpunum í handboltanum. Þessi leikur fer einungis fram ef Framstúlkur ná að knýja fram sigur í föstudagsleiknum, að öðrum kosti eru Valsstúlkur Íslandsmeistarar. TVEIR FÁTÆKIR PÓLSKU- MÆLANDI RÚMENAR Norðurpóllinn 20:00 Fátæka leikhúsið spreytir sigá þessu víðförla og umtalaða verki, en höfundur þess, Dorota Maslowska, er einn fremsti ungi rithöfundur Pólverja. Leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. FAUST Borgarleikhúsið 20:00 Fjörutíu ár eru liðin síðanFaust var síðast sett á svið á Íslandi en nú gefst áhugasömum tækifæri til að berja sýninguna augum í Borgarleik- húsinu. Í þetta skiptið er leikstjórn í höndum Gísla Arnar Garðarssonar en það er enginn annar en Nick Cave sem sér um tónlistina í sýningunni ásamt Warren Ellis. TÓNLEIKAR Kaffi Rósenberg 22:00 Rósenberg býður upp átónleika alla helgina. Í þetta skiptið stígur hljómsveitin Dægurflugurnar á svið og leikur fyrir gesti. KJARTAN TRÚBADOR English Pub 22:00 Kjartan tekur gítarinn meðsér og er aldrei að vita nema hann spili nokkur vel valin lög ef rétta stemmningin myndast. ÞYNNKUBÍÓ Á PRIKINU Prikið 22:00 Prikið býður landsmenn semþjást af timburmönnum sér- staklega velkomna á bíósýningu í notalegu og hlýlegu umhverfi. Að þessu sinni verður hið geysivinsæla léttmeti Clueless á boðstólum. TÓNLEIKAR PENTA Hressó 22:00 Hljómsveitin Penta leikurfyrir dansi í Hressingarskál- anum. Tilvalið fyrir þá sem vilja sýna lipra takta á dansgólfinu. LIFANDI TÓNLIST Dubliner 22:30 Boðið verður upp á trúba-dorastemningu fyrir gesti og gangandi. Tilvalið að fara með félögunum og detta í tvo til þrjá kalda og njóta tónlistar- innar.  #  $        ıwww.itr.is sími 411 5000 Sundsamlega gott! Heilsulindir í Reykjavík 25 apríl

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.