Monitor - 07.10.2010, Page 3

Monitor - 07.10.2010, Page 3
Monitor rakst á einstaklegagóða rannsókn í vikunni. Búið er að sýna fram á að svefn er afar mikilvægur þáttur í að hjálpa fólki að grennast. Tveir hópar fólks, skipaðir fólkisem var að reyna að grennast, voru fengnir í tveggja vikna tilraun. Annar hópurinn svaf 5,5 klukku- stundir á nóttu en hinn svaf 8,5 klukkustundir á nóttu. Hópurinn sem svaf minna hafðiumtalsvert meiri matarlyst en hópurinn sem fékk nægan svefn og borðaði meira á tímabilinu. Þegar upp var staðið hafði svefnmeiri hópurinn misst meiri fitu en sá svefnminni, þótt fólkið hefði stundað sömu æfingar. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyriralla sem njóta þess að sofa og hafa áhuga á því að líta vel út, en meirihluti landsmanna tilheyrir báðum þessum hópum. Næst þegar einhver ætlar aðvekja þig og þú vilt ekki fara á fætur segir þú einfaldlega: „Hvort viltu að ég mæti í vinnuna/skólann eða líti vel út?“ Svo leggstu aftur á koddann og lokar augunum. ZZZzzzzz... Handbókin Svona á að... inniheldur leiðbeiningar um alls kyns hluti. Þú getur lært að prjóna, byggja trjákofa, flysja papriku, dansa tangó, eiga við drukkinn veislugest og 500 aðra hluti í þessari frábæru og furðulegu bók. Allir verða að bæta síð- unni Dearblank- pleaseblank.com á netrúntinn. Margar ógeðslega fyndnar kveðjur þarna og auðvelt að týna sér algjörlega í lestrinum. The Town er ein svaðalegasta spennu- mynd ársins og vilja margir meina að hún sé eins og ef The Dep- arted og Heat hefðu eignast barn saman. Ben Affleck kemur hrikalega skemmtilega á óvart. Myndin er frumsýnd um helgina og Monitor er að gefa miða á Facebook. Monitor mælir með Í BÓKAHILLUNA Á VEFNUM 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Forsíða: Ernir Eyjólfsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Monitor Feitast í blaðinu Áður en þau urðu fræg unnu Brad Pitt, Madonna og fleiri ýmis- konar störf. 4 Stíllinn talaði við Önnu Sóleyju Viðarsdóttur sem kann að klæða sig. Hjörvar Hafliðason knattspyrnumaður er hræddur við að verða þrjátíu ára. 7 Emmsjé Gauti rappari með meiru þreytir Lokaprófið að þessu sinni. 14 Ólöf Jara Skagfjörð leikkona úr söngleiknum Buddy Holly er í viðtalinu. 8 6 Haffi Haff JUUUST got home from DAY 1 of the “DIRTY SIDE” video shoot. Amazing stuff... Tomorrow is DAY 2, and going to be ALL about the boys! Goodnight everyone... have fun partying! Im gonna get some rest.... LOVE! -Hh- 3. október kl. 02:55 Vikan á... Óli Geir á laugardaginn verður gaman, það verður rosa gaman, og allir blindufull.....iii....iirrr í splash partý.....inu.... (syngdu þetta í sömu laglínu og er notuð í “í leiksóla er gaman”) ayyayay 4. október kl.23:17 Logi Geirsson Eftir viku eða 10.10.10 þá er bókin mín að koma út !!!!!!!!!!!!!! sæll ég get ekki annað en sagt að það eru blendnar tilfinningar ;) ég fer allavega ekki aftur til þýska- lands að spila handbolta ;) ;) 3. október kl. 15:16 „Við getum sagt að þetta séu best geymdu leyndarmál samkynheigðra karlmanna. Það er nú ekkert svakalega flókin lógík á bak við þetta, við erum með sömu tólin og vitum hvað við viljum,“ segir Hákon Hildibrand sem hefur undanfarnar vikur staðið fyrir námskeiðum þar sem hann kennir konum að fullnægja karl- mönnum og gefa góðar munngælur. Námskeiðin heldur hann ásamt frænku sinni, spákonunni Höllu Himintungl, og taka þau á móti kvennahópum um helgar. „Hún fer í gegnum stjörnuspekina með þeim, kynlífið og stjörnumerkin og hvernig konur passa við væntanlega maka. Svo tek ég við og kenni þeim alls konar leyndardóma karlmannsholdsins,“ segir Hákon og nefnir „deepthroat með bönunum“ sem dæmi um það sem er á kennsluskránni. „Það er alveg magn- að, ég hef haft 65 ára gamlar konur á námskeiði sem láta bananann renna ofan í hálsinn á sér með glöðu geði.“ Hugmyndin kviknaði í skóla í Sviss Hákon er 22 ára og er að læra fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Hann segist fyrst hafa tekið upp á þessu þegar hann var í Sviss í námi í hótel- og veitingastjórnun fyrir nokkrum árum. „Ég var mjög blankur og vantaði pening. Ég hafði verið að skemmta í dragi í skólan- um og þessi hugmynd kviknaði út frá því. Það var náttúrulega nóg af forríkum svissneskum kerlingum sem vildu fá þetta heim í partí,“ segir Hákon, en tekur fram að svissnesku konurnar hafi ekki verið eins opnar og frjálslegar og íslenskar kynsystur þeirra. Kemur fram í dragi Hákon segir feimni aldrei vera vandamál hjá þeim konum sem koma til hans og hann sér til þess að allt sé á léttu nótunum með því að koma fram í dragi. „Það hjálpar þeim mikið að þetta sé sett fram í þessum búningi. Um leið og það er búið að taka kynið í burtu og þær eru komnar með hálfgert frík fyrir framan sig þá er þetta bara skemmtilegt,“ segir Hákon og hlær. Aðeins nokkrar vikur eru síðan fyrsta nám- skeiðið var haldið og hafa viðtökurnar verið góðar. „Það eru mjög fínar bókanir hjá okkur og þær sem koma til okkar fara út með rjóðar kinnar og eru örugglega með harðsperrur í maganum í tvo daga,“ segir Hákon. Spurður hvort hann hafi ekki vel upp úr þessu segir hann: „Við getum að minnsta kosti sagt að það sé erfitt að finna skemmtilegri vinnu.“ Mynd/Allan Hákon Hildibrand fær til sín konur á besta aldri og kennir þeim að fullnægja karlmönnum Námskeið Hákons og Höllu fer jafnan fram á vinnustofu Hákons á Smiðjustíg. Dagskráin er um fjórir tímar að lengd og er aðgangseyrir um 3.000 krónur á mann. Árni Torfason Eru fleiri en ég að reyna að ákveða hvaða pósu þau eiga taka ef þau lenda á forsíðunni á Tímaritið Monitor? 6. október kl. 14:52 HÁKON HILDIBRAND KENNIR KONUM ÞAÐ SEM ÞÆR LÆRA EKKI Í SKÓLA Efst í huga Monitor Svefn er besta megrunin Kennir húsmæðrum landsins munngælur „Ég hef haft 65 ára gamlar konur á námskeiði sem láta ban- anann renna ofan í háls- inn á sér með glöðu geði.“ HVERSU GOTT ER AÐ SOFA MEÐ PÚÐA Á MILLI FÓTANNA? Vala Grand omg var að koma úr æfingu með daddy og vá hvað gamli er sterkur shittt og ég er alveg buin hlakka til að fá mér að borða eftir 2 tíma æfingu 6. október kl. 10:55 MYNDSKEIÐ Á MBL.IS Í BÍÓ BANANI ER TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGUR KERLING EINS OG JÓN GNARR „Ég er alveg hræðileg dragdrottning. Eins myndarlegur karl- maður og ég er þá er mér alveg lífsins ófært að verða myndarlegur kvenmaður. Ég verð einhvern veginn alltaf eins og Fjóla ömmusystir þín. Þetta er svipað og hjá Jóni Gnarr, okkur er bara fært að vera kerlingar,“ segir Hákon Hildibrand léttur.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.