Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 3
ÍSFIRÐINGUR
3
BLAD TRAMSOKNAKMANNA f VES TFJARÐAKJOPDGMf
42. árg. mánudagur 14. desember 1992 2 tbl.
Séra Magnús Erlingsson, Isafirði:
Jólafriður
Sr. Magnús Erlingsson.
„Dýrð sé Guði í upphœðum og friður á jörðu með
mönnum sem hann hefur velþóknun á, “ sögðu englarnir við
fjárhirðana á Betlehemsvöllum.
Hver varfriðurinn sem englarnir töluðu um?
A jólum slíðra menn oft sverðin. Jafnvel í styrjöldum er
gert hlé á bardögum yfir sjálfa jólahátíðina. En það var ekki
slíkur friður, sem englarnir rœddu um.
Friður er annað og meira en það eitt að vopna-skakinu
linni um stund. Að skilningi Biblíunnar er friður ákveðið
ástand, þar sem ríkir jafnvœgi og réttlœti. Þegar höfundar
Biblíunnar tala um réttlœti verður þeim oft hugsað til út-
lendinganna sem eru í landinu og að réttur munaðarleysin-
gja og ekkna sé ekkifyrir borð borinn. Til að mynda má með
nokkrum rétti segja að undanfarin ár hafi ríkt ófriður í
Þýskalandi og víðar vegna ofsókna hœgri öfgamanna á
hendur útlendingum og lituðu fólki. Þegar réttlœtið er
afrœkt erfriðurinn úti.
Til aðfriður nái að blómstra og skjóta rótum þarf einnig
að vera jafnvœgi milli allra hluta. Bœndur, sjómenn og
iðnaðarmenn þurfa að geta unnið sín verk og fengið fyrir
réttláta umbun. Þjóðfélagið þarf allt að vera í jafnvœgi;
þéttbýli og dreifbýli, ekki má vanrœkja menninguna, það
þarf að hugsa um smœlingjana og liina veiku og öldruðu.
Stjórnendur þjóðfélagsins mega ekki vera um of uppteknir
af einum geira þjóðlífsins, til dœmis vöxtum og gengis-
skráningu, svo' að þeir gleymi öðrum þáttum í héildinni.
Hvað verður um sjúklingana þegar deildinni þeirra á sjú-
krahúsinu er lokað í sparn-aðarskyni! Hvað umfólkið sem
býr og á allar sínar eignir og lífsstarf ái stöðum, sem sam-
kvœmt nýjustu skilgreiningum erufjárhagslega óliagkvœmir
til búsetu! Þegar jafnvœginu er raskað er friðurinn úti í
þjóðfélaginu.
Daglega berast okkur fréttir af glœpum og misferli.
Vímuefnavandi, hjónaskilnaðir, verkföll gjaldþrot og deilur!
Stundur er líkt og myrkur grúfi yfir mannfólkinu og allt tal
umfrið og jafnvœgi sé hjóm eitt. Karl Marx taldi þetta vera
einkenni áþjóðfélagi auðvaldsins. Biblían hefur hins vegar
alltaflitið svo á að meinsemdir samfélagsins stöfuðu afþví að
þegnar þess hefðu ákveðna galla, sem Biblían nefnir synd. Til
að útskýra þetta segir Biblían okkur söguna afAdam og Evu í
paradís og hvernig þau gerðu það sem þau vissu að var rangt
og átu afávexti skilningstrésins. Mannlegt eðli einkennist því
afbreyskleika. Maðurinn er í uppreisn gegn sjálfum sér. Hann
er ósáttur við náungann og við Guð. Það er þetta sem Svein-
björn Egilsson á við íjólasálminum þar sem segir: „En gjörvöll
mannkind meinvill í myrkrunum lá. “ Maðurinn er villtur, hann
hefur tapað áttum í tilverunni. Þessi villa mannsins verður
síðan uppsprettan að öllum hans vandamálum og þjáningum.
Það er inn íþennan skattskrifaða heim sem Ijós Guðs berst.
Englarnir á Betlehemsvöllum kunngjöra fœðingu frelsarans.
„Friður ájörðu þvífaðirinn erfús að líkna þeim, sem tilreiðir
sér samastað syninum hjá. “ Þannig hljóðar tilboðið frá Guði
um sátt og frelsun mannanna. Þeir sem tilbiðja Jesú Krist sem
son Guðs og frelsara heimsins öðlast frið við sjálfan sig og
Guð, en hvort tveggja er undirstaðan aðfriði manna á milli.
Jólafriður er því ekki það að eiga frí frá daglegum
skyldustörfum, geta etið sig saddan og lagst svo á meltuna í
friði og spekt. Friður jólanna er engin rólegheit.
Boðskapur jólanna er sá að Guð hefur tekið manninn í sátt
við sig.
Eftir að maðurinn var rekinn út úrparadís þá var hann ekki
lengur hjá Guði. Maðurinn var einn og ráðafár. En á jólunum
kom Guð til okkar mannanna í syni sínum. Þar með hefur
sambandið milli manns og Guðs verið endurnýjað. Jafnvœgi
hefur verið komið á. Það erfriður.
Dýrð sé Guði,föður og syni og heilögum anda. Svo sem var
í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.
Með bestu óskum um gleðileg jól.
Magnús Erlingsson.