Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 7
ISFIRÐINGUR
7
Ingibjörg Einarsdóttir, kona
Jóns Sigurðssonar.
lega. Þá yrði m.a. auðveldara en
fyrr að koma út góðum bókum
(bls. 159-160).
Loks ræðir Jón svo fjárhags-
legar skyldur dönsku stjórnarinn-
ar í íslenskum skólamálum.
Bænarskrá um
þjóðskóla.
Á alþingi hinu fyrsta í Reykja-
vík 1845 fylgdi Jón Sigurðsson
ritgerðinni í Nýjum félagsritum
vel eftir með því að mæla fyrir
bænarskrá frá 24 stúdentum og
kandidötum í Kaupmannahöfn
um skólamál. Hafði Jón samið
bænarskrána sjálfur.
Jón sagði: „Þá hefur menntun Is-
lendinga verið að tiltölu í beztu
horfi, þegar þjóðskóli var að kalla
mátti í hvers göfugs manns húsi,
en á hinum síðari öldum hefur
ekki enn tekizt að koma góðu lagi
á þjóðmenntun vora.“ Og hann
bætti við: „Vér köllum skóla
þenna þjóðskóla, meðfram vegna
þess, að vér æskjum, að öll
kennsla renni af þjóðlegri rót, það
er að skilja menntun þeirri sem
Islendingum er eðlileg og þar
hefur lifað í landinu frá alda öðli.
Þar af leiðir einnig beinlínis að
vorri hyggju, að kennslan ætti að
verða sameiginleg fyrir alla, sem
mest má ... þó hún greinist hér
eins og sjálfar aðalgreinar hennar
skiljast í sundur.“ (Saga ísl. VIII,
bls. 108-109).
Jón vildi að latínuskólinn gæti
tekið á móti 60 nemendum.
Gagnfræðakennsla skyldi hafin í
skólum fyrir þá sem vildu búa sig
undir atvinnu- en ekki embættis-
nám. Loks skyldi efnt til sérnáms
í Reykjavík fyrir presta, lækna og
lögfræðinga.
Árið 1849 birti Jón Sigurðsson
í Nýjum félagsritum ritgerð með
heitinu „Um bændaskóla á ís-
landi“. Vill hann að einstaklingar
setji upp skóla fyrir bændur, og
námið verði langt og yfirgrips-
mikið (Páll. E. Ólason, bls. 182).
Prestaskóli var stofnaður í
Reykjavík 1847 (Saga ísl. VIII,
bls. 121). Að öðru leyti tók lang-
an tíma að koma þessum tillögum
í framkvæmd.
Eins og kunnugt er var sjó-
mannaskóli stofnaður á Isafirði
1852. Þeir sem mest stóðu fyrir
því máli höfðu náið samband við
Jón Sigurðsson, þingmann sinn,
og útvegaði hann og sendi til
skólans frá Danmörku ýmis tæki
(Jón Þ. Þór, bls. 173- 175).
Þannig sá hann hefjast kennslu í
stýrimannafræðum, sem var eitt
af því sem hann nefndi í ritgerð-
inni 1842 að koma þyrfti á fót.
Að öðru leyti leið langur tími
uns hugmyndir Jóns komust til
fulls í framkvæmd. Frumkvæði
hans og djarflegri forystu um
skólamálin hefur ekki til þessa
verið haldið á lofti svo sem vert
væri. Naumast stæði nokkrum
nær en Vestfirðingum að gera það
með eftirminnilegum hætti.
(Heimildir: Ný félagsrit, annað
ár. Kaupmannahöfn 1842, bls.
67-167. - Páll Eggert Ólason: Jón
Sigurðsson, foringinn mikli, líf
og landssaga. Reykjavík 1945-
46. - Einar Laxness: Jón Sigurðs-
son forseti, 1811-1879. Reykja-
vík 1979. - Saga íslendinga, VIII.
bindi, 1, tímabilið 1830-1874,
eftir Jónas Jónsson. Reykjavík
1955. - Saga íslendinga, IX.
bindi, síðari hluti, tímabilið
1871-1904, eftir Magnús Jóns-
son. Reykjavík 1958. - Jón Þ. Þór:
Saga Isafjarðar og Eyrarhrepps
hins foma, I. bindi. ísafirði
1984.).
- Björn Teitsson tók saman.
ísafjarðarkaupstaður
Bœjarstjórn Isafjardar
óskar ísfirðingum
gleðilegra jóla og
gœfuríks komandi árs
og þakkar þeim fyrir árið,
sem er að líða.
Bæjarstjórinn á ísfirði
Messur á Vestfjörðum um jól og áramót:
Prestbakkaprestakall:
Prestur sr. Ágúst Sigurðsson.
Aðfangakvöld kl. 17:00 Prestbakkakirkja.
Jólanótt kl. 22:00 Staðarkirkja.
Jóladagur kl. 16:00 Óspakseyrarkirkja.
Hólma víkurprestakall:
Prestur sr. Sigríður Óladóttir.
Aðfangadagur kl. 18:00 Aftansöngur í Hólmavíkurkirkju.
Jóladagur kl. 14:00 Hátíðaguðsþjónusta í Drangsneskapellu.
Annar jóladagur kl. 14:00 Hátíðaguðsþjónusta í Kollafjarðarneskirkju.
Árnesprestakall:
Prestur sr. Jón Isleifsson.
Anna jóladag kl. 14:00 Hátíðamessa í Ámeskirkju.
Vatnsfjarðarprestakall:
Prestur sr. Baldur Vilhelmsson.
Jóladag kl. 14:00 Messa í Vatnsfirði.
Annan jóladag kl. 14:00 Messa á Melgraseyri.
Nýársdag kl. 14:00 Mesa í Ögurkirkju
ísafjarðarprestakall:
Prestur sr. Magnús Erlingsson.
Hnífsdalskapella:
Aðfangadag kl. 18:00 Aftansöngur.
Isafjarðarkapella:
Aðfangadagskvöld kl. 23:00 Miðnæturguðsþjónusta.
Jóladag kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta.
Gamlársdag kl. 18:00 Aftansöngur.
Súðavíkurkirkja:
Jóladag kl. 18:00 Hátíðaguðsþjónusta
Bolungarvíkurprestakall:
Prestur sr. Sigurður Ægisson.
Aðfangadag kl. 18:00 Aftansöngur.
Jóladagur kl. 14:00 Hátíðamessa.
kl. 15:00 Helgistund á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur.
Annan í jólum kl. 14:00 Jólamessa barnanna.
Gamlársdagur kl. 18:00 Aftansöngur
Staðarprestakall:
Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir.
Aðfangadag kl. 18:00 Aftansöngur.
Jóladag kl. 14:00 Hátíðamessa.
Gamlársdag kl. 18:00 Aftansöngur í Staðarkirkju.
Holts- og Þingeyraprestaköll:
Prestur sr. Gunnar Björnsson.
Miðvikudag 16. des. kl. 21:00 Aðventukvöld á Flateyri.
Sunnudag 20. des. kl. 15:00 Aðventusamkoma í Holti.
Aðfangadag kl. 18:00 Aftansöngur á Flateyri.
Aðfangadagskvöld kl. 23:00 Aftansöngur á Þingeyri.
Jóladag kl. 14:00 Hátíðaguðsþjónusta í Holti.
Annan jóladag kl. 14:00 Hátíðaguðsþjúnusta á Mýrum.
Sunnudag 27. des. kl. 14:00 Hátíðaguðsþjónusta á Sæbóli.
Gamlársdag kl. 18:00 Aftansöngur á Flateyri.
Nýársdag kl. 14:00 Hátíðaguðsþjónusta í Holti.
Nýársdag kl. 18:00 Hátíðaguðsþjónusta á Núpi.
Bíldudals- og Tálknafjarðarprestaköll:
Prestur sr. Karl V. Matthíasson.
Aðfangadag kl. 18:00 Bíldudalskirkja.
Aðfangadagskvöld kl. 22:00 Stóra-Laugardalskirkja.
Jóladag kl. 14:00 Bíldudalskirkja.
Jóladag kl. 17:00 Stóra-Laugardalskirkja.
Annan í jólum kl. 14:00 Hagakirkja.
Annan í jólum kl. 16:00 Brjánslækjarkirkja.
Gamlársdag kl. 18:00 Stóra-Laugardalskirkja.
Nýársdag kl. 17:00 Bíldudalskirkja.
Patreksfj arðarprestakall:
Prestur sr. Hannes Bjömsson.
Miðvikudag 16. des. kl. 20:00 Aðventukvöld.
Sunnudag 20. des. kl. 11:00 Bamamessa.
Aðfangadag kl. 17:00 Helgistund á sjúkraliúsinu.
Aðfangadag kl. 18:00 Aftansöngur.
Jóladag kl. 14:00 Hátíðamessa.
Gamlárskvöld kl. 18:00 Aftansöngur.
Reykhólaprestakall:
Prestur sr. Bragi Benediktsson.
Jóladag kl. 14:00 Reykhólakirkja.
Jóladag kl. 15:00 Barmahlíð.
Jóladag kl. 17:00 Garpsdalskirkja.
Annanjóladag kl. 14:00 Gufudalskirkja.