Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 4

Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 4
4 ISFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Pétur Bjarnason, ritstjóri (ábyrgðamaður) Kristjana Sigurðardóttir, Magni Guðmundsson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir. Pósthólf 253, ísafirði. Prentvinnsla ísprent hf. ísafirði Veljum íslenskt um jólin Um þessar mundir er hart deilt í blöðum og ýmsum vettvangi öðrum um vöruverð. Það er deilt um mismun á vöruverði í Bretlandi og á Islandi, á Ameríku og á Islandi og það er líka deilt um mismun á vöruverði á Vestfjörðum og annars staðar á landinu. Deilurnar virðast snúast um hvað sé sambærileg vara og hvað ekki. Hvað megi bera saman og hvað ekki. Hér verður ekki gengið til þessa leiks eða reynt að skera úr um hvað er sambærilegt og hvað ekki. Hins vegar hlýtur það að vera varan sjálf, hvert sem merki hennar er, sem fólkið þarf til neyslu og verðlag hennar sem skiptir máli fyrir allan almenning. Þeir sem sækjast eftir hinni svokölluðu „merkjavöru“, einkum í fatnaði eru fórnarlömb tískunnar hverju sinni og mat á slíkri vöru fer eftir öðrum lögmálum en notagildinu. Vissulega skiptir verðlag miklu, einkum þegar harðnar á dalnum hvað atvinnutekjur snertir. Nú stendur yfir mikil herferð ýmissa aðila til að vekja athygli á íslenskri vöru og hvetja íslendinga til þess að kaupa hana frekar en hina erlendu. Þessar ábendingar eru löngu tímabærar og full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að taka þær alvarlega.Margir virðast standa í þeirri trú að íslensk framleiðsla sé oftast dýrari en hin erlenda og oftar en ekki lakari. Hvort tveggja er byggt á miklum mis- skilningi. Það sem menn þurfa að gera sér ljóst, er hin kröftuga og auðuga áróðursvél sem er á bak við mörg hinna erlendu vörumerkja notar sér út í æsar nútíma auglýsingatækni í sjón- varpi, útvarpi og blöðum og á þannig auðveldan aðgang að þeim sem lítið velta þessum málum fyrir sér og láta því stýrast af þessari máttugu tækni. Hér er ekki einungis verið að tala um neytendur, heldur einnig og ekki síður um kaupmenn. Mjög oft vantar íslenska vöru til hliðar hinni erlendu í hillur verslananna. Nú fer í hönd einhver mesta kauptíð ársins, jólavertíðin. Þar gefst kjörið tækifæri til þess að efla innlent framtak og iðnað og velja íslenska vöru fram yfir hina erlendu. Tökum á og stöndum saman í því að efla íslenska atvinnu- vegi og treysta þannig undirstöður íslensks þjóðlífs. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum Frá kjördæmisþingi framsóknarmanna. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Vestfjörðum. Dagana 24.-25. október héldu framsóknarmenn á Vestfjörðum árlegt kjördæmisþing sitt, að þessu sinni í Bolungarvík. Þingið var vel sótt af fulltrúum hvaðan- æva af Vestfjörðum. Þingforsetar voru Valdimar Guðmundsson frá Bolungarvík og Hafdís Stur- laugsdóttir frá Húsavík í Stranda- sýslu. Góðar umræður urðu á þinginu og eru ályktanir þess birtar í heild hér á síðunni. Kosið var í stjórn kjördæmis- sambandsins og til miðstjórnar Framsóknarflokksins. Sveinn Bernódusson var endurkjörinn formaður en auk hans eru í stjórn: Magnús Bjöms- son Bíldudal, Sigurður Viggósson Patreksfirði, Bergþóra Annars- dóttir Þingeyri, Einar Hreinsson Isafirði, Valdimar Guðmundsson Bolungarvík og Eðvarð Sturluson Suðureyri. I varastjórn: Kristjana Sigurðar dóttir Isafirði, Jakob Kristinsson Bíldudal, Geir Sigurðsson Isa- firði, Einar Harðarson Flateyri og Kristján Jóhannsson Isafirði. I blaðstjórn ísfirðings: Pétur Bjarnason Isafirði, Kristjana Sigurðardóttir ísafirði, Magni Guðmundsson ísafirði, Guð- mundur Sigurvinsson Súðavík, Helga Dóra Kristjánsdóttir Önundarfirði og Gréta Gunnars- dóttir Isafirði. Endurskoðendur voru kosnir: Jóhannes G. Jónsson og Kristján Jóhannsson. Til vara: Sigmundur Sig- mundsson. I miðstjórn voru kosnir: Magdalena Sigurðardóttir Isa- firði, Guðmundur Hagalínsson Ingjaldssandi, Sigurður Viggós- son Patreksfirði, Guðbrandur Björnsson Strandasýslu og Mag- nús Björnsson Bíldudal. Til vara í miðstjórn: Bergþóra Annarsdóttir Þingeyri, Jón Al- freðsson Hólmavík, Jakob Kristinsson Bíldudal, Hulda Kristjánsdóttir Látrum, Ragnar Guðmundsson Brjánslæk. Ungir menn í miðstjórn: Óskar Torfason Drangsnesi, Kristófer Heiðarsson Súðavík og Elín Gunnarsdóttir Bolungarvík. Ungir menn til vara: Hafdís Sturlaugsdóttir Strandasýslu, Anna Margrét Valgeirsdóttir Hólmavík, Gréta Gunnarsdóttir Isafirði. * Alyktun um atvinnumál. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Vestfjörðum, haldið í Bolungarvík 24. - 25. október 1992, hafnar stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- ílokks í atvinnumálum. Stefnu sem felst í því að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er atvinnuleysi notað sem hagstjórnartæki. Skipulegt afskiptaleysi stjórna- rinnar af atvinnumálum, leiðir til gjaldþrota fjölda fyrirtækja jafnt og einstaklinga. Gjaldþrotastefnan hefur verið reynd í öðrum þjóðfélögum s.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem hefur haft þær afleiðingar að þes- sar þjóðir hafa orðið fátækari. Þar ríkir ntikið atvinnuleysi og þær hafa misst forustu í heims- viðskiftum. Þingið gerir sér grein fyrir þeim vanda sem er í íslensku atvinnu- lífi vegna aflasamdráttar og niðurskurðar í landbúnaði, en telur að þar sé um tímabundið vandamál að ræða, sem ábyrg stjórnvöld ættu að aðstoða við að leysa. Þingið telur að blandað hag- kerfi henti Islendingum best, enda hefur það reynst vel þar sem það hefur verið við lýði, m.a. í Japan og Þýskalandi. Þrátt fyrir gæfuleysi þjóðarin- nar að sitja uppi með núverandi ríkisstjórn horfið þingið til þess að aðilum vinnumarkaðarins ta- kist að vinna lausnir á vanda at- vinnulífsins. Þingið fagnar því framtaki kvenna á Vestfjörðum að koma á tveggja ára þróunarverkefni í at- vinnumálum kvenna í kjör- dæminu og hvetur til áfram- haldandi starfs á þeim vettvangi. ✓ Alyktun um landbúnaðarmál. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Vestfjörðum haldið í Bolungarvík 24.-25. okt. 1992 horfir með ugg til framtíðar landbúnaðar á Vesttjörðum, þar sem ekkert tillit hefur verið tekið til sérstöðu kjördæmisins. Þingið átelur að ekki sé tekið tillit til landnýtingarsjónarmiða í allt að 22% niðurskurði í sauðfjárrækt á Vestfjörðum. Stjórnmálaályktun kjördæmisþings 1992 Kjördæmisþing framsóknar- manna í Vestfjarðakjördæmi, haldið í Bolungarvik 24.-25. ok- tóber 1992 ályktar, að ekki sé lengur fært að halda áfram á gjaldþrotabraut ríkisstjórnar- Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- ílokks. Afleiðingar þessararas- tefnu hljóta að verða atvinnuleysi og fátækt svo sem reynsla Breta sýnir. Eindregið er lagst gegn frekari sölu ríkisfyrirtækja, svo sem bankanna. Á tímum kreppuástands þarf að veita fé til opinberra fram- kvæntda fremur en oftast annars, svo bægja megi atvinnuleysinu frá. Urn leið kann að reynast óhjákvæmilegt að hækka skatta, einkum hjá hátekjufólki og skatt- leggja ber fjármagnstekjur. Jafna þarf hlut landsbyggðar í þjónus- tustörfum, sem nú fjölgar helst í Reykjavík. Kjördæmisþingið telur, að skapa þurfi fyrirtækjunum, t.d. í sjávar- útvegi og iðnaði verulega bætta starfsaðstöðu m.a. með lækkun vaxta og niðurfellingu aðstöðu- gjalds. Mikilvægt er að gengi krónunnarsé ávallt rétt skráð. Kjördæmisþingið mótmælir aðför ríkisstjórnarinnar að vel- ferðarkerfi þjóðarinnar. Sú aðför hefur beinst sérstaklega að lands- byggðinni. Heilbrigðisþjónustan býr við geðþóttaákvarðanir og lítið samráð virðist vera haft við heilbrigðisstéttirnar. Á sviði menntamála er óvissa urn stefnumörkun en ákvarðanir látnar bresta á án skipulagðrar umræðu. Héraðsskólunum á Vestfjörðum, helur verið lokað. Hinn nýi Framhaldsskóli Vest- fjarða hefur ekki fengið fjármagn til að gegna því hlutverki sem honum er ætlað og kennsla er skert í grunnskólum. Meðal annarra þjóða er talið að styrkja þurfi skólakerfið þegar atvinnu- leysi eykst, þannig að skólarnir geti tekið á móti ýmsum sem ekki hafa vinnu og um leið eflt miðlun þekkingar, sem síðan fæðir af sér almenna hagsæld. Kjördæmisþingið lýsir yfir fylgi við hugmyndir um samei- ningu sveitarfélaga, enda verði valdssvið þeirra um leið aukið og þeim fengnir nýir tekjustofnar. Stefna verður að því að dreifa með þessu móti valdinu um landið meira en gert hefur verið. Kjördæmisþingið ályktar að halda beri fast við þá fyrirvara sem framsóknarmenn hafa sett frarn varðandi samninga um Evrópskt efnahagssvæði (EES), þ.e. að ekki verði leyfðar fjár- festingar erlendra aðila í útgerð og fiskvinnslu hérlendis, né hel- dur verði þeim leyft að kaupa upp orkulindir okkar eða landareignir. Um leið verður að ítreka að Is- lendingar haldi rétti sínum til að takmarka flutninga útlendinga til Islands og atvinnuréttindi |reirra hér. Fiskveiðar erlendra aðila í fiskveiðilögsögu íslands geta ekki orðið hluti þessa samnings. Valdaafsal samningsins samrý- mist ekki stjórnarskránni. Þingið telur sjálfsagt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla hérlendis um aðild okkar að EES. Þjóðir Evrópu virðast enn ekki hafa áttað sig til fulls á þeint breyting- um á valdajafnvægi sem leitt hefur af sameiningu Þýskalands og upplausninni í Austur-Evrópu.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.