Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 5

Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 5
ISFIRÐINGUR 5 Því er nauðsynlegt að fara mjög varlega og fylgjast gaumgæfilega með afstöðu nágrannaþjóðanna til Evrópusamvinnu. Kjördæmisþingið leggur á- herslu á að umhverflsvernd og mengunarvarnir eru að verða mál málanna á hinni ofsetnu jörð. Is- lendingar þurfa að ganga vel um land sitt og nýta auðlindir þess af fyllstu hagsýni. Meðal annars þarf að efla gróðurvernd og upp- græðslu örfoka lands. Gjalda þarf sérstakan varhug við mengun sjávar og vera þar sífellt á verði. Þessa þætti þarf að hafa í huga þegar unnið er að eflingu þjónus- tu við ferðamenn, en á Vest- fjörðum bíða ýmsir ónýttir mö- guleikar á því sviði. Heilbrigt fjölskyldulíf er meðal nauðsynlegustu hornsteina sam- félagsins. Stuðla verður að því að sem flestirgeti stundað atvinnu sína og sett börn sín til mennta í heimabyggð, svo ekki þurfi að sundra fjölskyldum vegna erfið- leika í þessum efnum. * Alyktun um s veitarstj órnarmál Kjördæmisþing framsóknar- manna á Vestfjörðum haldið í Bolungarvík 24.-25. október 1992, telur rétt að sveitarfélög annist staðbundin verkefni, en ríkisvaldið hafi með höndum þau verkefni sem hagkvæmara sé að leysa á landsvísu. Telur þingið rétt að verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga sé eins skýr og kosturer. Ríkisvaldið skal tryggja að sveitarfélögin fari að lögum og að almennum markmiðum um þjón-ustu við íbúa þeirra sé náð, en hafi ekki afskipti af því hver- nig þjón-ustan er veitt. Kjördæmisþing leggur áherslu á að sveitarstjórnarstigið verði eflt, m.a. með tilfærslu verkefna frá ríkisvaldinu. Til að svo geti orðið þurfa sveitarfélögin auknar tekjur er taki mið af stærð þeirra og mismunandi aðstæðum. Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga mun gegna hér mikilvægu hlutverki. Kjördæmisþingið bendir á mikilvægi samvinnu sveitar- félaga um ýmis sameiginleg ver- kefni á vettvangi landshluta- samtaka, héraðsnefnda og byggðasamlaga. Kjördæmisþingið telur að undirbúa þurfi og kynna vel hug- myndir um sameiningu sveitar- félaga. Forsendur sameiningar eru bættar samgöngur. Þingið leggur áherslu á að sameiningu verði ekki þröngvað í gegn með valdboði í andstöðu við vilja íbúanna, heldur gefist þeim kostur á að láta í ljós skoðun sína í al- mennum kosningum. Kjör- dæmisþingið telur eðlilegt að skoða nánar hugmyndir um svo- kölluð „tilrauna-sveitarfélög“, sem taki að sér fleiri verkefni gegn auknum tekjustofnum, enda liggi vilji heimamanna fyrir. Kjördæmisþingið hafnar með öllu auknum álögum og skatt- heimtu á sveitarfélög og telur nauðsynlegt að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og auka trúnað þeirra í milli. w Isf irðingar — Vestf irðingar Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Kaupfélag Suðurnesja t Haukur Morthens 17.05.1924 -13.10.1992. Kveðja Haukur Morthens. Mig langar að koma á framfæri örfáum minningarorðum um vin minn Hauk Morthens, en öll þjóðin þekkir þennan ljúfa og góða dreng. Kynni okkar hófust fyrir 16 árum, en ég hef reyndar alltaf dáð hann og söng hans. Hver man ekki eftir því þegar lögin: „Hvar ertu vina“ og „Til eru fræ,“ komu svífandi á vængjum söngsins til allra sem unnu fallegum meló- díum á þessu fallega landi okkar til sjávar og sveita, því ef fólk ann góðum söng hljómaði rödd Hauks allt frá litlu útvarpi í smá trillu úti á sjó, til skemmtistaða vítt og breitt um landið. Mér hefur aldrei dulist hve ég var hepjjinn að fá að kynnast Hauki. Eg gat alltaf leitað til hans með mín mál í sambandi við minn söngferil, og þar fékk ég gott veganesti sem kenndi mér að reyna að gera alltaf mitt besta og vera um leið trúr sjálfum mér og þá um leið þeim sem á mig hlýddu hverju sinni. Ég kveð svo minn góða lista- mann og vin með þessum orðum: Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (höf. óþekktur) Jón Kr. Olafsson, söngvari Bfldudal. Óskum viðskiptavinum okkar til lands og sjávar, svo og öllum Vestfirðingum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. ' " fift tíjk▼T* oWmmm 1 MPr p: irt:9 ; ii » fl t i\ u '1 ..... W9 ji:u x -• . bj-i ««.. <■'»- i. Ub. ~ ^ —

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.