Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 12
12
ISFIRÐINGUR
Stórabeltissamgöngur
milli Fjóns og Sjálands.
Það var á árinu 1986 sem
danska þjóðþingið ákvað að
byggja göng og brú yfir Stóra-
belti, en Stórabelti liggur milli
Sjálands og Fjóns. Allt frá árinu
1934 höfðu verið ræddar áætlanir
bæði á þjóðþingi, sem og á meðal
almennings um bættar samgöng-
ur Sjálands. Með þessum göngum
og brúm yrðu íbúar m.a. Kaup-
mannahafnar lausir við ferjur á
leið sinni niður um Evrópu.
Það eru fjölmargar ferjur sem
sigla frá Sjálandi, bæði beint til
Þýskalands, sem yfir á Fjón. Þetta
eru bæði Danir og svo Svíar og
Finnar sem nýta sér þessar ferðir
á leið sinni suður um Evrópu.
Við byggingu brúar og gagna
um Stórabelti yrði að taka tillits
til margra þátta, bæði í lífríki sem
í samgöngum. Umtalsverðar
samgöngur skipa eru um beltið.
A miðju sundinu var lítil eyja,
(Sprogö) og var hún stækkuð
umtalsvert.
Ákveðið var að byggja göng
frá Sjálandi að Sprogö, tvenn
göng fyrir jámbrautarlestir, alls
um 8 km. og hengibrú sem yrði
skipsgeng. Þessi hengibrú verður
stæsta hengibrú í heimi og liggur
65 metrum yfir sjó. Vesturbrúin,
milli Sprogö og Fjóns yrði lágbrú
um 8 km löng.
Heildarlengt brúar og gangna
yfir Stórabelti yrði um 18 km.
löng, eða staðfært hingað, eins og
brú frá Arnarnesi og inn að
Æðey.
Heildarkostnaður þessara
mannvirkja er um 200 milljarðar,
eða eins og tvenn fjárlög íslenska
ríkisins.
Ég var þarna á ferð í sumar og
skoðaði aðstæður ásamt því sem
ég skoðaði sýningarhús sem
byggingaraðilar hafa komið upp
fyrir almenning til að sjá hvern-
ing allar byggingarframkvæmdir
eru unnar, bæði með líkönum,
myndböndum, línuritum og
Borkrónurnar sem notaðar eru við jarðgangagerðina eru
engin smásmíði og vega hver um sig 990 tonn.
Austurbrúin, er sá hluti brúarsmíðinnar sem stórkostlegastur er. Brúarhafið í siglunga-
rennunni er 1624 metrar.
Sérstakan flotkrana, sem nefndur er Svanurinn, þurfti að
smíða vegna brúarsmíðinnar og sést hann hér vera að koma
fyrir brúargólfi í Vesturbrú.
Hér má sjá model af Stórabeltisjarðgöngunum.
sumun hlutum í fullri stærð.
Fyrst lítillega um jarðgöngin.
Fjórir borar, hver um 210 metra
langur, borar sig áfram, þannig að
borað er frá báðum endum gangna
jafnt.
Þarna háttar svo til að ekkert
þarf af sprengja, eins og við okkar
jarðgöng, heldur þarf að bora
jarðveg og fróðra göngin með
steypueiningum. Alls þarf um
60.000 slíkar steypu einingar, en
6 slíkar þarf í hvern hring. Hver
eining er um 7 tonn. Borarnir eru
svo langir þar sem þeir gegna
fjölþættum tilgangi, svo sem bor-
um jarðvegs, og allt sem lýtur að
flutningi jarðvegs frá borkjarna,
og svo búnaður til geyma, raða og
setja upp og festa steypueiningar.
Göngin liggja samsíða með um 16
metra hvort frá öðru, og með
tengingum á milli á 250 metra
millibili.
Ráðgert var að göngin yrðu til-
búin til umferðar fyrir járnbrautir
1994, en þar sem erfiðlega hefur
gengið að bora, herma nýjustu
fréttar að göngin verði ekki tilbúin
til umferðar fyrr en árið 1996.
Hengibrúin, (Austurbrúin)
Vegalengdin milli Sjálands og
Sprogö er um 7 km, og þar sem
skip þurfa í stórum stíl að fara um
Stórabelti varð að hafa brúna
þannig að hún yrði skipsgeng.
Brúin fer upp í 65 metra hæð yfir
sjávarmál, og verður að hluta
hengibrú.
Hengibrúin sjálf er um 2,7 km.
og því lengsta hengibrú í heimi.
Tveir 260 metra turnar halda uppi
brúnni, og botnstykki þeirra er á
stærð á við tvo knattspyrnuvelli.
Vírinn sem heldur uppi brúargólfi
er um 85 cm. í þvermál.
Austurbrúin er aðeins fyrir
bílaumverð, 2ja akreina í báðar
áttir.
Vesturbrúin.
Vesturbúin liggur milli Sprogö
og Fjóns. Vegalengdin er um 7
km. Brúin liggur í um 18 metrum
yfir sjó og er því skipsgeng milli
bátum. Alls eru 62 brúarstöpplar
og því um 110 metrar á milli
stöppla. f sumar var verkið u.þ.b.
hálfnað.
Vesturbrúin er tvöföld, þ.e.
24ra metra breið fyrir bílaumferð
og 12ra metra breið fyrir járn-
brautir.
Gert var ráð fyrir að brúin yrði
tilbúin fyrir umferð á árinu 1994.
Öll brúin er forsteypt á landi
og flutt með stórum krana á sinn
stað. Kraninn „Svanen“
getur lyft um 7000 tonnum. (Ef
Guðbjörgin væri um 500 tonn að
þyngd, þá gæti kraninn lyft 14
slíkum skipum í einu lagi).
Verkið í heild.
Fyrir utan jarðgöng og brúar-
gerð, þar umtalsverðar aðgerðir
á landi til þess að koma umferð
og jámbrautum að þessum
mannvirkjum.
Talið er að um 50.000 mannár
fari í verkið í heild, brú, göng og
landvinnu.
Þegar þessu verður lokið, og
jafnvel áður, hefst undurbúningur
að brúargerð milli Sjálands og
Svíþjóðar, og þá yrðu samfelld
akbraut frá Svíþjóð niður um
Evrópu, fyrir alla umferð og því
mikilvæg samgöngubót fyrir íbúa
Svfþjóðar og Finnlands.
Ég vil hvetja þá sem leið eiga
um Danmörk, að fara til Korsör
og kynna sér framkvæmdir. Danir
hafa hugsað mjög vel um að
kynna verkefnið, þannig að
ferðamenn fá gott tækifæri til að
sjá og kynnast öllum undirbún-
ingi og framkvæmdum. Reynar
eru byggð tvö stór sýningarhús,
hvort á sínum enda.
Ég hef undir höndum mynd-
band um framkvæmdirnar, og
gæti lánað það ef einhver hefði
áhuga á að kynna sér.
Fylkir Ágústsson, ræðismað-
ur Danmerkur á Isafirði.
Afstöðumynd af bormaskínu eins og notuð er við göngin undir Stórabelti. Fremst er borkrónan sem knúin er af 12 mótorum. Þarna má líka sjá flutnings-
leiðir fyrir jarðefnin sem til falla við borunina og fyrir einingar sem notaðar eru til að fóðra göngin innan.