Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 10
10
ISFIRÐINGUR
Pétur Bjarnason:
Upphaf skólahalds
í Súðavík
Hér á eftir verða tíndir til
nokkrir fróðleiksmolar um að-
draganda og upphaf reglulegs
skólahalds í Súðavík, en til eru
allgóðar heimildir um þetta efni,
þó þær dreifist allvíða. Hér er þó
alls ekki um tæmandi frásögn að
ræða, heldur stiklað á stóru.
Þann 9. janúar 1880 voru gefin
út lög „um uppfræðing barna í
skripl og reikningi11. I kjölfar
þeirra glæddist umræða og áhugi
víðs vegar um landið á menntun
barna og unglinga og skólum
fjölgaði, þótt hægt færi. Áður
hafði kennsla að rnestu farið fram
á heimilum, einkurn efnaðri
manna, og barnafræðslan að
rniklu leyti í umsjá og á ábyrgð
prestanna.
Eini starfandi skólinn á Vest-
fjörðum við setningu umræddra
laga var Barnaskólinn á ísafirði,
sem stofnaður var 1874. í Bol-
ungarvík var stofnaður skóli
1887, sem hel'ur verið starfræktur
síðan, en áður hafði verið skóla-
hald þar veturna 1881-83. í
Hnífsdal hófst skólahald haustið
1882 og skóli var í Haukadal í
Dýrafirði árin 1885-1889.
f fundargerð frá almennum
safnaðarfundi í Eyrarsókn, 11.
júni 1882, er eftirfarandi bókað
um kennslumálin:
„/ þessari sókn hafði barna-
kennsla verið höfð á 3 bœjum
með aðfengnum kennurum,
semsé í Súðavík hjá Hjalta
Sveinssyni, í Hattardal hjá
Þórði Magnússyni og Kleifum
hjá Rannveigu Olafsdóttur.
Skýrði fundarstjóri frá árangri
þessarar kennslu og hvatti
sóknarmenn til að halda því
áfram að taka kennara til að
kenna börnum sínum greinir
þœr er lögin frá 9. jan. 1880
fyrirskipa, þar sem þeir sjálfir
ekki vœri fœrir um að veita
slíka uppfræðingu. “
Lítið er síðan að finna um
fræðslumál í bókum safnaðar
Eyrarhrepps, þar til á safnaðar-
fundi 1. júní 1888, þá er gerð
svofelld bókun:
„ 1. Var rœdd sú uppástunga
frá sóknarprestinum að sveitin
kœmi upp barnaskólahúsi fyrir
hreppinn og skaut hann því til
sveitarnefndarinnar sem var
viðstödd hvort luín mundi sjá
sérfœrt að taka lánfyrir sveit-
ina til að koma þessu á stofn.
Eptir allmiklar umrœður var
samþykkt að fresta málinu þar
til sveitarnefndin hefði útvegað
sér skýrslur mn Itve mikið
hœfilega stórt hús mundi kosta
og hvort Th. Amlie á Langeyri
mundi fáanlegur til að útvega
efnivið til hútssins með vœgari
kjöntm en almennt gjörist.
Sóknarpresturinn bar fram þá
tillögu að sóknarmenn réði sér
umgangskennara nœstkomandi
vetur og var ályktað að fela
prestinum á hendur að fá
hœfan húskennara fyrir haustið
gegn því að 3-4 menn í sveitinni
ábyrgðust honum atvinnu fyrir
fœði og þjónustu. “
Þessi ákvörðun fundarins vir-
ðist hafa borið þann árangur að
undirbúningur að málinu var ha-
í'inn. Th. Amlie sem þarna er
nefndur, er Thomas Amlie,
kaupmaður frá Kristianíu, sem þá
hafði tekið við rekstri hvalveiðis-
töðvarinnar á Langeyri af Sven
Foyn, sem stofnsetti stöðina 1883
á vegum félagsins Mons Larsen
& Co. Því er þessa getið hér, að
vænta má að drift sú sem fylgdi
hvalveiðunum hafi ýtt undir stof-
nun skólans í Súðavík.
Þá er ljóst að hreppsnefndin
hefur tekið sitt hlutverk föstum
tökum, svo sem eftirfarandi bréf
hennar ber með sér:
„Eyrardal, 30. desbr. 1889.
Séra Sigurður Stefáinsson,
Vigur.
Hér með gefur hreppsnefndin
yður til vitundar að hún skal
hafa til á reiðum höndum 1200
kr. til þess fyrirhugaða skóla-
Itúss, og jafnframt því standa í
ábyrgðfyrir 800 kr. efþér getið
fengið frest á seinni upphœðin-
ni til nœsta sumars. Að öðru
leyti leyfir nefndin sér að biðja
yður að haga þessu eptir því
sem yðttr þykir haganlegast.
Þann l.júní 1890er svofært lil
bókar safnaðarfundar:
„ 1. Barnaskólamálið. Hrepp-
snefndin hafði keypt efni til
skólahúsbyggingar í Súða-
víkiirlireppi. Hafði nefndin
falið Bjarna hreppstjóra Jóns-
syni í Tröð að annast um að
byggja grttnnmúr og rúðusmíði
til að koma upp húsinu á yfir-
standandi sumri. En með því að
ýmislegt vantar til þess að
húsið geti orðið albútið í haust
verður ekki kennsla byrjuð þar
næstkomandi vetur. “
Af þessari bókun má ráða að
skólahúsinu hafi þegar verið va-
linn staður, þó að það fáist ekki
staðfest fyrr en með eftirfarandi
afsali:
„Eg sem rita nafn mitt hjer
undir, Óðalsbótuli Guðmundur
Arason, Eyrardal, Súðavíkur-
Itrepp, Isafjarðarsýslu gef og
afsala hjerfrá mjer og mínum
erfmgjum „ Grunnlóð “ ttndir
þá fyrirhuguðu Barnaskóla-
stofnun í Súðavíkurhreppi að
stærð 15 áln á kant, eða 225
kvaðratálnir, af eignarjörð
minni Saurum, ofan til við
hreppavegagötuna á svo-
kallaðri Sauragritnd.
Skal ofannefnd lóðgjöf verafrá
þessum degi óraskanleg eign
hreppsins ásamt húsinu.
Þessu gjafabréfi mínu getur
núverandi hreppsnefnd látið
þinglýsa á næsta manntals-
þingi á kostnað sveitarsjóðs.
Lóðin metin þinglesturs vegna
á 25 kr..
Þesstt til staðfestu er mitt
undirskrifað nafn og tveggja
vitundarvotta.
Eyrardal, 18. Júlý 1890
Guðmundur Arason
Vitundarvottar:
Bjarni Jónsson
Bergsveinn Olafsson. “
Á árlegunr safnaðarfundum er
þessu rnáli ávallt hreyft og
bókað um það. Hinn 31. maí,
1891:
„Var tekið til umræðu bar-
naskólamálið. Hreppsnefndin
lýsti því yfir að skólahúsið
myndi verða fullsmíðað í
haust svo að kennsla gæti
byrjað í því. Var því nœst
ályktað að fela sóknarprest-
imtm á hendur að semja
reglugjörð fyrir skólann og
útvega kennara til skólans. “
Hreppsnefndin hefur ályktað
um málið hvorl heldur er á
safnaðarfundum eða hrepps-
nefndarfundum og framkvæmt
samkvæmt því, enda er nú
kominn skriður á skólamálið.
Hinum væntanlega barnaskóla
hefur verið skipuð skólanefnd
og hún byrjar að færa Gjörðabók
Barnaskólans í Súðavíkur-
hreppi. Hér er vitnað í fyrstu
fundargerð hennar:
„Ár 1891, 2. október átti
hreppsnefiidin í Súðavíkur-
hreppi fund með sér í Sútðavík
ásamt sóknarprestinum t'
Ögurþingum til þess að ræða
um stjórn og fyrirkomulag
hins fyrirhugaða barnaskóla í
Súðavíkurhreppi. Skóla-húsið
var þegar fullgert og sam-
kvæmt umboði því er hrepps-
nefndin lutfði veitt sóknar-
prestinum á safnaðatfundi 31.
maí nœstliðinn, hafði hann
ráðið kennara fyrir skólann
næsta vetur, Friðrik Guðjóns-
son að nafni, stúdent frá Möð-
ruvallaskól-anum og var hann
væntan-legur með strandfer-
ðaskipinu er kemttr að norðan
5. okt. þ.á. Sömuleiðis skýrði
sóknarpresturinn frá, að hann
samkvæmt ályktun sama saf-
naðarfundar hefði samið frum-
varp til reglugjörðar fyrir skó-
lann; var frumvarp þetta lesið
upp á fundinum og samþykkt
breytingalaust sem Reghtgjörð
fyrir barna-skólann í Sútðaví-
kurhreppi. “
Reglugerðin er mjög ýtarleg, í
22 greinum, og er þar tekið á
öllum helstu þáttum skóla-
starfsins, hvað snertir inntöku-
skilyrði, námsgreinar, agamál,
menntun kennara, fjármál, skóla-
gjöld og ýmsu öðru. Hér eru
aðeins birtar tvær fyrstu greinar
reglugerðarinnar:
1. gr.
Tilgangur skólans er að veita
börnttm þeim er á hann ganga
þá uppfrœðing er útheimtist til
þess, að þau geti orðið vanda-
ðir menn og nýtir borgarar í
þjóðfélagintt.
2. gr.
Skilyrði fyrir inntöku í skólann
eru þessi:
1. Að barnið sé nokkurn-
veginn bóklæst.
2. Að það eigi heima í Sútða-
víkurhreppi.
3. Að það sé ekki yngra en 10
ára og ekki eldra en 14 ára
nema ófennt sé.
Undantekningar frá þessum
aldurstakmörkunum má þó
skólanefndin veita ef hústými
skólans leyfir og sérstakar
ástœður mœla með því.
Svo má og taka utansveitar-
börn á skólann ef rúm leyfir, en
gjalda verður Itærri kennslu-
eyri fyrir þau en innansveitar-
börn.
Á sama l'undi eru kosnir í
skólanefndina ásamt sóknar-
prestinum þeir Bjarni Jónsson,
hreppstjóri í Tröð og Ari Guð-
mundsson bóndi á Uppsölum.
Reglugerðin var síðan send
suður og beðið um staðfestingu
réttra yfirvalda með bréfi sr.
Sigurðar Stefánssonar lil Stipts-
yfirvaldanna yfir Islandi, sem hér
birtist að hluta:
„Síðast liðið haust var stofn-
aður barnaskóli í Eyrarsókn í
Seyðisfirði, annari af sóknuin
prestakalls míns; hefur
hreppsnefndin í Súðavíkur-
hreppi látið á sveitarinnar
kostnað byggja barnaskólahús
í svo nefndu Súðavíkurþorpi,
sem er allfjölmennt sjóþorp. I
skóla þessum njóta nú 18 börn
kennslu. Þar sem sveitaifélagið
hefur kostað stóifé (vfir 3000
kr.) til byggingar húsi þessu er
í alla staði má lieita frenutr
vandað, þá er það mjög
þurfandi fyrir sem ríflegastan
styrk útr landssjóði fyrir skóla
þennan; en þar (sem) það
samkvœmt auglýsingu lands-
höfðingja 16. nóbr. 1889 ereitt
af aðalskilyrðunum fyrir styrk-
veiting úr landssjóði til
barnaskóla að kennslan fari
fram samkvœmt reghtgjörð er
Stiptsyfirvöld samþykkja, þá
levfi ég mér liér með virðing-
aifyllst að senda hinum háut
Stiptsyfirvöldum reglugjörð
fyrir skóla þennan með þeim
tilmælum, að þeim mætti þók-
nast að samþykkja hana með
þeim breytingum erþeim kynni
að virðast nauðsynlegar.
Það kann að virðast athugavert
að yngri börnum en 10 ára er
ekki veitt inntaka í skólann
nema sem undantekning, en
þetta ákvæði er einkum iniðað
við það, að ekki er nægilegt
rútm í skólahúsimi fyrirfleiri en
20 börn, með því að börnumfrá
hinum fjarlægari bæjttm sveit-
arinnar og kennara skólans er
œtlaður bústaður í skólahús-
iiut. Ef aldurstakmarkið liefði
því verið sett lœgra, mátti búast
við, aðfleiri börn hefðtt sótt en