Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 13
ISFIRÐINGUR
13
Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum:
Þrenning sönn og
i.
„Land þjóð og tunga,
þrenningsönn og ein,
þér var ég gefinn, bam á
móður kné;..“
Þannig hefst eitt af öndvegis-
ljóðum okkar, og mætti gjarnan
boðskapur þess vera greyptur í
huga hvers uppvaxandi Islend-
ings á komandi tímum. Þar er
snertur strengur sem margir
höfðu reyndar slegið áður, en til
hans hefur lítið heyrst í seinni tíð
vegna síbylju annarra og hávær-
ari tóngjafa.
Svo vill þó til að nokkur um-
ræða hefur orðið upp á síðkastið
um þjóðerni og þjóðernishyggju,
og ber ýmislegt til þess. Blaða-
greinar hafa birst, málin verið
rædd og reifuð í fréttum og um-
ræðuþáttum, „Þjóðarsálin“ hefur
látið í sér heyra og þar fram eftir
götunum. Venjulega virðist þá
umræðan hníga í þá átt, sam-
kvæmt kröfum tísku og tíðaranda,
að fordæma allt ,sem gæti bent til
þjóðemishyggju og stimpla það
sem kynþáttafordóma og fasisma.
Þá er þjóðemishyggja á íslandi
jafnvel sett undir sama hatt og við
hlið ódæðisverka þýskra nasista.
Þeir sem gerast svo djarfir að
ympra á að okkur beri að varð-
veita íslenskt þjóðerni eru gjarn-
an afgreiddir með þeirri fullyrð-
ingu, að háðulegt sé að heyra slrk
sjónarmið, nú í lok 20. aldar.
Venjulega duga slík rök til að
þagga niður í fólki - eða hver vill
vera hallærislegur og púkó?
II.
Það heyrast stundum þær radd-
ir að hugtakið þjóðerni sé ekki
annað en blekking og vitleysa.
Mannkynið sé eitt, og allt sömu
gerðar. Engin ástæða sé til að
flokka það niður eftir slíku hug-
taki, heldur eigi að blanda því
saman í einn graut eins og verkast
vill. Þá gætu kannske allir lifað
saman í friði hér á jörð, undir
einni stjórn og mælt á eina tungu.
Og hversu skiljanlegar eru ekki
slíkar vangaveltur, ef litið er til
allra þeirra hörmunga sem átök
og styrjaldir, milli þjóða og
Irjóðabrota, hafa leill yfir mann-
heim.
Menn hafa reyndar á liðnum
tíma reynt að sameina ólíkar
þjóðir undir einni stjórn; þjóðir
með ólíkan mennningararf, sögu
og tungumál; fólk af gerólíkum
uppruna. Og hvernig hefur það
reynst? Benda má í því sambandi
á Rómaveldi, Breska heimsveld-
ið, Sovétríkin og Júgóslavíu.
Aðrir benda reyndar á Banda-
ríkin sem vel heppnaða tilraun til
sameiningar, en þar voru aðstæð-
ur þó gjörólíkar. Þar var ekki
reynt að sameina í eitt gamalgróin
þjóðfélög, heldur ung ríki, þar
sem íbúarnir í hverju fyrir sig
voru alls staðar að úr víðri veröld.
Ung ríki, sem ekki gátu talist eiga
eigin tungu, sjálfstæðan menn-
ingararf, né fólkið djúpar rætur í
sinni jörð.
III.
Hvað skyldi valda því að ó-
kleift hefur reynst að sameina ó-
líkar þjóðir undir einni stjóm,
nema þá með ofbeldi og undir
harðstjórn? Er það ekki auðséð?
Að baki liggur árþúsunda þróun
mannkyns sem greindi okkur í ó-
líka hópa; mismunandi að útliti,
siðum, trú og menningu. Aðlag-
aði þá að gerólíkum siðum og gaf
þeim fjarskyld tungumál. Skap-
aði ólíka kynflokka, ólík samfé-
lög, ólíkar þjóðir.
Að afneita þeim staðreyndum
og reyna með valdi að knýja slíka
hópa til aðsameinast; kannske
gamalgrónar þjóðir, endar jafnan
og óhjákvæmilega með ósköpum
og uppgjöf. Dæmanna þarf víst
ekki langt að leita. Straumur inn-
flytjenda getur verið vel þeginn,
þar sem vinnuafl skortir. En hvað
gerist þegar sneyðist um verkefni,
eða herraþjóðin fær andúð á
minnihlutahópi af einhverjum
sökum? Dugar þá að segja fólki
að allir skuli láta sér falla vel?
Hvað segja Gyðingar eða Kúrdar
um það? Eða fólkið sem nú sætir
ofsóknum úti í Evrópu?
Líklega verðum við að viður-
kenna að æskilegast væri að hver
þjóð fengi að lifa í friði í eigin
landi, við eigin menningu, trú og
tungu, í frjálsu samfélagi þjóð-
anna, ef einhver möguleiki er á að
koma slíku við.
IV.
Þarna er auðvitað við ramman
reip að draga. Fæstar þjóðir búa í
löndum með svo sjálfsögð landa-
mæri frá náttúrunnar hendi að
ekki megi um þau deila. Fá munu
þau ríki einnig vera, sem hafa
innan sinna vébanda eina sam-
stæða þjóð, með eina tungu, trú-
arbrögð og menningararf. í Evr-
ópu, sem er í raun aðeins horn eða
skagi út úr stærsta meginlandi
jarðar, er þau naumast að finna.
Þar hafa frá ómunatíð fjöldi að-
kominna þjóðflokka barist um
völd og tilverurétt, og sýnist þeirn
ósköpum seint ætla að linna.
Þegar til þess er litið að þar er
eitthvert þéttbýlasta svæði jarðar,
þrátt fyrir allar styrjaldirnar og
það að Evrópuinenn hafa flætt
yfir heimsbyggðina á liðnum
öldum, má það virðast undarlegt
að á síðustu tímum hafa Evrópu-
lönd kallað yfir sig flóðbylgju
innflytjenda frá ýmsum heims-
hornum. Að hluta hefur það gerst
vegna mannúðarsjónarmiða en
því miður sýnist hitt hafa ráðið
meiru, að þama fékkst vinnuafl til
að sinna störfum sem við erum
orðin of fín og langskólagengin
til að vinna sjálf. Nú þegar
hrannast upp vandamálin út af
þessu, og þurfti víst engum að
koma á óvart.
V.
Eitt er það land í Evrópu, og
kannske heimsbyggð allri, sem
sker sig úr, - ennþá a.m.k. A Is-
landi býr ein þjóð sem talar eitt
tungumál - land, þjóð og tunga
eru þarþrenning sönn og ein. Hún
á sér dýran menningararf og
þekkir sögu sína frá upphafi, játar
að mestu eina trú, hefur aldrei
barist til landa og hrakið frum-
byggja brott, aldrei kúgað minni-
hlutahópa. Hún endurheimti
frelsi sitt eftir langa baráttu, og
syngur enn um það á hátíða-
stundum, að aldrei framar skuli
íslands byggð vera öðrum þjóð-
um háð.
Oft þykjumst við hafa sýnt
fram á að við séum fullgildir
þátttakendur í samfélagi þjóð-
anna, þrátt fyrir fámennið og
fjarlægð frá öðrum. Sýnt að „ætt
vor stóð engum að baki, að at-
gervi drengskap og snilld.“
Margir hafa látið sér detta í hug
að vel gætum við unnið hrjáðum
heimi eitthvert gagn með því að
vera áfram við sjálf, varðveita
þjóðerni okkar og sjálfstæði, vera
jafnvel öðrum til fyrirmyndar í
því efni.
Og vel mættum við til þess
hugsa stundum, að án þeirrar
þjóðernishyggju sem við höfum
til þessa borið í brjósti, en sumir
vilja nú fordæma, værum við alls
ekki sjálfstæð þjóð nú. Hefðu ekki
Eggert og Fjölnismenn, Jón Sig-
urðsson, skáldin okkar, ung-
mennafélögin, að ógleymdum
mörgum okkar bestu stjómmála-
mönnum og þjóðskörungum
blásið okkur í brjóst ættjarðarást,
þjóðemiskennd og framfaravilja
- eða aðrir í þeirra stað - hvar
stæðum við þá? Kannske sem
umkomulaus minnihlutahópur í
danska konungsríkinu, eða
marklausir einstaklingar dreifðir
út um heiminn, mælandi á ýmsar
tungur; örsmáir týndir dropar í
heimshafi þjóðanna.
VI.
Enginn sigur vinnst í eitt skipti
fyrir öll. Erfiðara getur reynst að
gæta fengis fjár en að afla þess, og
það á vissulega við um tilveru
smáþjóðar í viðsjálli veröld.
Ekki högum við okkur alltaf í
samræmi við það. Við höfum þurft
að búa við erlenda hersetu lengi,
en svo mætti virðast, að í stað þess
að líta á hana sem illa nauðsyn sé
vaxandi sá hópur, sem ekki má til
þess hugsa að missa hana. A
margan hátt förum við illa og gá-
leysislega að ráði okkar; spillum
landkostum, flönum úl í van-
hugsaðar framkvæmdir og fjár-
festingar, stígum hrunadans lífs-
gæðakapphlaups og
neyslugræðgi; söfnum botnlaus-
um skuldum, nennum helst ekki
lengur að vinna framleiðslustörf
en virðumst trúa því að þjóðin geti
framvegis lifað á innflutningi,
skriffinnsku og þjónustustörfum.
í búð getum við helst ekki
skroppið nær en í Newcastle, og
líklega höfum við gleymt baráttu
Jóns forseta fyrir því á sínum tíma
að fá verslunina inn í landið!
Mörgum sýnisl þjóðráð að
leggja Vestfirði, Grímsey og aðra
„utanhöfuðborgarsvæðislandshlu
ta“ í eyði, flytja eftirlegukindurn-
ar þar suður, og síðan áfram út í
heim. Einnig það að stinga okkur
til sunds í nornaketil EB til að
halda þar áfram dansinum um
gullkálfinn - syndandi.
Við höfum sem sagt gert okkur
sek um marga vitleysuna síðan
við fengum forræði allra okkar
mála, þó að hitt sé vonandi fleira
sem áunnist hefur, okkur til góðs.
Meðan við fleygjum ekki frá
okkur heilbrigðum þjóðarmetnaði
getum við þó vonandi unnið okk-
ur út úr vandanum, ef við höldum
frelsi okkar til þess!
Að afsala okur fullveldi höfum
við prófað áður og fyrr hefur verið
nefnt að eftirláta útlendingum
Grímseyjarnar okkar. Hvort
tveggja líkega varasamar gróða-
leiðir.
VII.
Fjarri sé það mér að fordæma
þá sem tryggja vilja efnahag
okkar með samstarfi við aðrar
þjóðir. Þeir eru að glíma við
vanda sem við höfum flest átt þátt
í að skapa á liðnum árum. Einnig
þá sem reyna að brjóta niður
þjóðemiskennd og sjálfstæðis-
vilja íslendinga til þess að hægt sé
að innlima þá í stórveldi úti í
heimi - hálfri öld eftir lýðveldis-
stofnun. Þeir sýnast einfaldlega
ekki vita hvað þeir eru að gera -
og það hefur hent menn áður!
Síst af öllu vildi ég þó verða til
þess að vekja upp andúð á útlendu
fólki sem sest hefur að á meðal
okkar. Það hefur ekkert til saka
unnið, fremur en fórnarlömb
nýnasista úti í Evrópulöndum.
En það er illt verk og ómaklegt
að brjóta niður þjóðernisvitund
okkar, ættjarðarást og sjálfstæð-
isvilja og steypa þjóðinni þannig
í þá glötun sem upplýstu fólki
hlýtur að vera augljós. Þannig
eigum við ekki að launa þeim sem
börðust fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar á sínum tíma og fórnuðu
öllu sínu þreki niðjum sínum -
okkur - til heilla.
Þó að þjóðernisofstæki og
kynþáttahatur hafi stundum leitt
þjóðir og einstaklinga út í meiri
svívirðu og niðurlægingu en öll
önnur vitleysa, er ekki til þes vit-
að að þjóðernishyggja okkar ís-
lendinga eigi þar hlut að máli. Að
flokka hana með áðurnefndum
fyrirbærum, að telja hana hættu-
lega á einhvern hátt verður að
teljast furðulegur en augljós
aulaskapur. Hún er okkur þvert á
móti lífsnauðsynleg ef við viljum
framvegis vera sérstök og sjálf-
stæð þjóð.
VIII.
Flest orkar raunar tvímælis, og
einnig það, að til eigi að vera
sjálfstæðar þjóðir yfirleitt. Hugs-
andi menn hafa löngum velt fyrir
sér hvort hægt sé að sameina
mannkynið í eina heild á þann
hátt sem nefnt er hér að framan.
En staðfestir ekki reynslan að
slíkt sé ekki hægt - og væri það
æskilegt þó hægt væri? Væri ekki
mannkynið æði miklu fátækara
þegar búið væri að steypa allt í
sama mót, þurrka út öll sérkenni
þjóða, menningu þeirra og
tungumál, gera allt að sama graut
í sömu skál?
Þegar búið væri að staðla allt
mannlíf jarðar og fella undir eina
stjórn. Þegar búið væri að eyði-
leggja úrval náttúrunnar, sem
þróað hefur mismunandi kyn-
llokka frá örófi alda og aðlagað
að hinum breytilegustu lífsskil-
yrðum og aðstæðum. Ætli það sé
nokkuð slæmur kostur að Inúítar
og Samar búi í kuldabeltinu en
negrar frekar í grennd við mið-
baug? Tfbetar í Himalayafjöllum
og Hollendingar á sínu votlenda
Hollandi o.s. frv.?
Þjóðir geta vissulega heimsótt
hver aðra, skipst á því sem þær
vanhagar um, kennt hver annarri
ýmislegt og miðlað kunnáttu,
reynslu og aðstoð eflir vild. En
troði þær öðrum um tær, reyni að
drottna yfir öðrum, sölsa undir sig
annarra lönd, þá er fjandinn laus,
eins og allir vita. Þá tjóir lítt að
biðja mannskapinn að láta sér
ein
falla og vera til friðs - sama hvort
landssvæðið heitir Sovétríki,
Júgóslavía, Þýskaland eða eitt-
hvað annað.
Og ætli það sé nokkuð slæmur
kostur, þegar öllu er á botninn
hvolft að á Islandi búi áfram að
sínu og ráði sínum málum að
fullu, sú þjóð sem hér hefur lifað
af í ellefu aldir og hefur fyrir
löngu myndað þá þrenningu með
landi og tungu sem áður er nefnd.
Okkur þykir sjálfsagður hlutur að
varðveita tunguna og landið okk-
ar; sögu þess og menningarverð-
mæti, bókmenntir og gömul hús,
en - gerist einhver svo djarfur að
nefna að við eigum líka varðveita
þjóðina sjálfa - kynstofninn sem
hreinræktaðist hér um aldir, og
margir telja einstæðan fyrir
margra hluta sakir, þá kveður
heldur betur við annan tón. Þá
heyrast slagorð um kynþáttahat-
ur, fasisma, úrelt sjónarmið, for-
dóma, sjálfsupphafningu og lít-
ilsvirðingu á öðrum. Sem sagt;
bannað að ræða slíkt ef við viljum
ekki vera hallærisleg. Kynþátta-
vandamáli verðum við að koma
okkur upp eins og aðrar þjóðir,
fyrst við höfum það ekki - ef við
viljum ekki vera púkó.
IX.
Alþjóðahyggja er góð til að
glamra með og er ekki ný af nál-
inni. Þjóðernishyggju er auðvelt
að rakka niður og úthrópa vegna
þeirra voðaverka sem framin hafa
verið í hennar nafni. Sannleikur-
inn er þó líklega sá að eina færa
leiðin lfamvegis sé sú, að þjóðir
heimsins lifi sem rnest í friði, hver
út af fyrir sig, hafi frjáls sam-
skipti, frekar en vera hlekkjaðar
saman; rækti hver sinn garð og
sína menningu.
í stórum fyrirtækjum er talið
nauðsynlegt að skipta rekstrinum
í deildir ef vel á að ganga. Jörðin
með sínu mannhafi verður víst að
teljast allstórl fyrirtæki og fjöl-
mennur vinnustaður. Areiðanlega
verður að skipta starfsemi þess
fyrirtækis niður í hentugar
rekstrareiningar ef vel á að fara.
Annað er líklega brot á lögmálunr
náttúrunnar - eða guðlegrar for-
sjónar.
Undanfarið hefur alþjóða-
hyggjan verið allhávær og trúboð
hennar frekjulegt. Fleiri en und-
irritaður hafa þá líklega hugsað
líkt og Jón heitinn Loftsson:
„Heyra má ég erkibiskups boð-
skap en ráðinn er ég í að hafa
hann að engu, því hvorki hygg ég
hann viti betur né vilji en mínir
foreldrar...“
Ovíst kann hitt líka að vera að
fordæmendur íslenskrar þjóðern-
ishyggju séu glöggskyggnari en
Stefán Klettafjallaskáld sem orti,
mitt í þjóðakraðaki Vesturheims:
„Heimsborgari er ógeðs yfirklór.
Alþjóðrækni er hverjum manni of stór,
út úr seiling okkar stuttu höndum.
Hann, sem mennir mannafæstu þjóð,
menning heimsins þokar fram á slóð,
sparar hræ og hrösun stærri löndum."