Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 15
ISFIRÐINGUR
15
Eðvarð Sturluson:
Hugleiðingar
Eðvarð Sturluson á Suðureyri við Súgandatjörð sendi
Isfirðingi eftirfarandi ljóð, eftir harða atlögu ritstjórans,
sem hafði ásælst þau fyrr.
Svo sem mörgum er kunnugt er Eðvarð góður hagyr-
ðingur, en ljóðin sem hér fylgja sýna það að hann er einnig
skáld gott, en þetta tvennt fer ekki alltaf saman.
Heimabyggð Eðvarðs, Suðureyri, hefur séð tímana
tvenna. Þar hefur verið unninn fiskur um langt skeið og
ófáar þær milljónir sem þaðan hafa runnið til sameiginle-
gra sjóða landsmanna. Hins vegar hefur oft verið á brattann
að sækja varðandi örlög byggðarinnar og ljóðið I Selárdal
er eins konar óður til heimaslóðanna, með hliðsjón af þá-
verandi ástandi þar.
í Selárdal
Nú er sól og sumarblíða,
Selárdalur er í ljóma.
Lækir senda tóna tíða,
töfra alla hljóma þýða,
sem að veröld víð á til,
veita gleði og hjartans yl.
Þegar blómabrekkur fríðar
berjum skreyta allar hlíðar,
finnst mér yndi að eiga heima
elska heitt og löngum dreyma,
að lífið hér í litlum firði
er líka einhvers virði.
Við slulum aldrei, aldrei gleyma,
að alltaf er best að dvelja heima.
Uni þar glaður við amstur og leiki,
átökin herða þó margt sé á kreiki.
Þá fögnum við degi og fegurð jarðar
og framtíð Súgandafjarðar.
Aðsendar
Limrur
Fréttamyndir, teknar með flassi
Vonandi einlægt að alltaf skarti
ysti hlutinn af Vestfjarðaparti.
Fólkið tengist í trausti byggðar,
takmarkið höfði til æðstu dyggðar,
svo vonin og trúin og traustið á landið
treysti hér framtíðarbandið.
Byggðinni fjölgar í föstum skorðum,
fólkið nær jafnvægi í hugsun og orðum.
Atvinna tryggir þeim afkomu góða,
afla nægan og jarðargróða.
Þá verður bjart og hver byrði þess virði,
að búa í Súgandafirði.
Selárdal, 23.ágúst 1990.
Hugleiðing um áramótin 1990-91
(með fyrirvara)
Hugurinn leitar horfinna stunda til baka,
Hjartað slær ákaft, minningar koma til fundar.
Forðum var yndi og ánægja lífsins að vaka
við áhyggjuleysi og gleði líðandi stundar.
Með tímanum þroskast menn burtu frá glaumi og glysi,
gaman og alvara lífshlaupi reglurnar setur.
Eg var lítið í skóla, en löngum núna ég kysi,
að lært hefði meira, það hefði komið sér betur.
Eg keypti mér bíl og byrjaði snemma að keyra,
böðlaðist áfram og vegina þræddi um landið.
Ég fékkst við að beita, slægja og fjöldamargt fleira,
uns fæturnir gáfu sig - það var nú ljóta standið.
Ég svallaði mikið, þó síður ég vildi það ræða
og sullaði í víni, varð snemma alkóhólisti.
A svoleiðis lífi var akkúrat ekkert að græða,
ég æruna, peninga, samvisku og heilsuna missti.
Það fór ekki hjá því ég eignaðist konu og krakka
og kraftaverk er hversu Adda hefur þolað mig lengi.
Það verður að játast, ég ýmislegt á henni að þakka,
ástríki og tryggð hennar hrærir blíðustu strengi.
Bömin mín uxu úr grasi og gengu í skóla.
Þeim gekk bara vel, voru heilbrigð og prúð í fasi.
En ég var gikkur og á mig var ekkert að stóla,
var annað hvort fullur, timbraður, eða með bjór í glasi.
Þannig gekk lífið og ævin er bráðum á enda.
Engin breyting þó viljalaus gegn þessu hamli.
Ég hugleiði stundum, hvort á ég nú eftir að lenda
uppi eða niðri - hann togar fast í mig, sá gamli.
Já, svona fór það hjá mér, þessum kynlega kvisti,
sem kyndari verður er jarðarvistinni lýkur.
A sögunnar spjöld má segja að ekkert ég risti,
það saknar mín enginn - í sporin mín undireins fýkur.
Ólimpíp.
Þjóðirnar gagnteknar góna
á garpana frægðinni þjóna.
Með sólbrúna kroppa
þeir synda og lioppa
Suður í Barselóna.
Mikill er fræknleikur fimra,
í fullkomnun stjörnurnar glimra.
Til upphefðar snjöllum
konum og köllum
er kveðin hér ólympísk limra.
Samdráttur
Þjóðin er orðin að ambátt,
auralaust hyskið er framlágt.
Ráðamenn standa
í stöðugum vanda
stundandi lífsgæða samdrátt.
Bókmenntahátíð
Þótt yfirleitt fremur sé fátíð
í fortíð og nútíð og þátíð
með ófölskum tón
vor inspírasjón
-við uppfærum bókmenntahátíð!
Areitni á vinnustað
Strákurinn stelpuna greip í,
strauk hana, þuklaði, kleip í.
viðþolið missti
meyjuna kyssti
umlandi:- „Æ lövvjú beibf'!
Mastrikk.
I kjálkunum þjáðir af þrasgikt,
þreyttir á inengun og gaslykt,
búsældarfórnun
og brusselskri stjórnun
Baunverjar höfnuðu Mastricht.
Hátignir
Hugþekkar hefjast til skýjanna
hátignir Dana og Svíanna.
En vert er að geta
um vandamál Breta;
- Vesalings Kalli og Díana!
Fegurðarsamkeppni
Glæsileg mörg sýnist mey vor,
mjúkvaxinn kroppurinn ei slor,
barmurinn kæri
lendar og læri
líkt og á Elísabet Taylor!
Ófriður
Djöflast í ófriðaraninu
ýmsir á veraldarplaninu.
Til aðstoðar guði
þótt prestarnir puði
- og páfinn í Vatikaninu.
Gorbi
Hann Gorbasjoff borðaði brasost
boðandi lýðfrelsis þraskost.
Færði með prýði
puðandi lýði
perestrojku og glasnost.
Járnkarl
Af ótta við kvalræði hvellt hrín,
kvíðandi aftöku, gelt svín.
En háskanum storkar
og heilmiklu orkar
rússnenski járnkarlinn Jeltsín.
Ágirnd
Hinn gráðugi Geirþjófur dósent
græddi víst þónokkur prósent
er seldi hann Merði
á margföldu verði
mölétið Jónsbókar ljósprent.
Kaupfélag Dýrfirðinga
Fáfnir h/f
Arnarnúpur h/f
Þingeyri
óskum öllum starfsfólki okkar á sjó og landi,
viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum,
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,
og þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Vaxtarrækt
Hér útþenjast aflraunavöðvar
við æfingar kjötræktarstöðvar.
Ekkert má fela!
prúður á pela
pissar því hálftröllið Böðvar.
Afþreying
Margur var postillupésinn
og prelátaboðskapur lesinn.
Sá langfeðgasiður
lagðist þó niður
sem afdankað óþarfavesin.
Lífsstíllinn núna er námstrit
við „náttúrufræði" - með blám lit.
Vísa leið sálum
í viðkomumálum
vídeóspólur - og klámrit.
Ganila sagan
Hún Systa var sexí og kókett,
- en svo varð hún dálítið ólétt!
Hún hlcypur um nætur
náföl og grætur -
ælandi oft fram á klósett!
Harmsaga að austan.
Ungmeyja austur í Japan
öslaði hnédjúpan krapann,
rakst þar á Kana
- hann klóraði hana!
Þá réðst hún á dónann - og drap hann.
Kvennaguðfræði
Faðir vor kvað vera kvenmaður
og kona var sonurinn blessaður.
Efum samt ei
að María rney
var mikill os harðsnúinr. karlmaður.
Síbylja
Hann Sigurður heitinn á Hamri
var hrjáður af síbyljuglamri.
Er heyrð' 'ann í Bubba
hann byrjaði að gubba
og andaðist úti á kamri.
Manga
Fallin af tróninum Tatcher
tilreiðir ódýran mat sér.
Á borð trúi ég beri
brauðið með sméri
- en það er nú fráleitl neitt fratsmér!
Að loknum Flóabardaga.
Erfið’er stríðsrekstur stússgrein,
stúrinn því nagar sín hrússbein
austur hjá Evrat
- engan fær kornmat -
vesalings harðstjórinn Hússein.
E.G.G