Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 11

Ísfirðingur - 14.12.1992, Side 11
ISFIRÐINGUR 11 rúm gátu fengið, en það var að mínu áliti óheppilegra heldur en ífyrstunni að gefa færri kost á inntöku í skólann. Með þes- sum aldurstákmörkunum getur skólinn víst oftast nœr veitt viðtöku all flestum börnum sóknarinnar á þessu reki og með því að mér hefur reynst, að börnin hér eru almennt ekki fyrr orðin svo þroskuð að þau hafi verulegt gagn af skóla- kennslu, en aldurinn frá 10-14 ára er einkum sá tími sem mest ríður á, að uppfrœðing barn- anna sé ekki vanrœkt þá álít ég og með tilliti til þessa þetta aldurstakmark hœfdega sett. Hér við bœtist líka, að ekki er við að búast, að sveitaifélagið geti kostað nema einn kennara; verða því börnin öll að vera í einni deild eða bekk, en þá er það œskilegt að þau séu á sem líkustu reki bæði Itvað aldurog andlegan þroska snertir. Jeg vona því að þessu ákvœði verði ekki breytt... “ Og enn er leitað fanga í Gjörðabók barnaskólans 11. október 1891: „ Var ályktað að ráða kvenn- mann til að hirða um skóla- húsið og ræsting þess yfir kennslutímann, sem og til að þjóna börnum þeim og mat- reiða fyrir þau er byggju að öllu levti í skólahúsinu. Frú Jónína Guðmundsdóttir á Uppsölum hefur gefið kost á sér til þessa starfa og var luín ráðin til lians fyrir 70 króna kaup allan tímann og frían eldivið, Ijós, mat og húsrúm í skólanum. “ Á sama fundi var staðfest inn- takafyrir 16 börn allan skóla- tímann ogfjögur í 3 1/2 mánuð, en þeim var jafnað niður á tímann, tvö hvort misseri. Þar sem strandferðaskipið Thvra var enn ókomið með barnakennarann að norðan, var skólasetningufrestað til 19. okt. “ Og þá er komið að stóru stun- dinni, kennsla að hefjast í nýjum barnaskóla í Súðavík. I bréfi sók- narprestsins til yfirvalda þar sem hann sendir skýrslu um skóla- haldið lýsir hann svo vígslu skólans: „Ár 1891, 20. október var bar- naskólinn í Súðavíkurhreppi vígður af sóknarprestinum Sigurði Stefánssyni í viðurvist kennarans Friðriks Guðjóns- sonar, stúdents frá Möðru- völlum og allmargra hrepps- búa. Var fyrst sunginn sálm- urinn: Guð í þínu nafni nú o.s.frv. og síðan hélt presturinn ræðu, livar í hann talaði fyrst almennt um þýðingu mennt- unarinnar fyrir lífið og svo sérstáklega um stofnun þessa skóla, kröfurnar til hans og þýðing lians fyrir sveitarféla- gið. Að lokinni ræðunni setti liann skólann. Börn þau sem talin eru í skýrslunni hér að framan ttndir tölulið I voru kontin, að tveimur undan- teknum er ekki gátu komist veðttrs vegna en vœntanleg vortt næstu daga. Byrjaði skólinn þannig með 16 nem- endum. Súðavík, sama ár og dag, Sigurður Stefánsson. Til er nákvæm og greinargóð lýsing á skóláhúsinu í Súðavík, sem send var til Stiptsyfirvalda samkvæmt beiðni þeirra og fer hún hér á eftir: „Bantaskólahús Súðavíkurhrepps er 12 álna langt og 10 álna breitt að utan máli. Veggurinn ér 6 álna hár undir þakskegg. Risið á húsinu er nokkttð niður á krossreisingu. Yfirþak hús- sins er pappaþak, vel bikað og sandað, allt er húsið málað utan. Einar dyr eru á húsintt með skúrfyrir sem er 3 álnir á livont veg, (með) 2ur httrðum og einum glttgga. Grunnmúr hússins er 1 1/2 al á hæð, allur sementaður. Kjallari er ttndir nokkru afhúsinu, 3 álnirá hæð og 6 álnir á breidd og leingd. 1 sttðttr enda hússins niðri er kjenslustofa, 6 álnir á leingd, með allri breidd Itússins með 2ur dyrum og 4um ghtgga- fögttnt, 6 rúður í hverju. 1 Magasínofn er í stofunni, sent er2 al. 23 þ.nt.l. á hæð, stendur 16 þ.m.l. frá skilrúms þili, rör frá honum múruð í skilrúms- þili, járnplata á þilinu. Undir honum og framundan er járn- plata á gólft. Hæð ttndir loft í ölltt Itúsinu er 3 álnir 22 þttntl. Glasseruð leirrör, 8 þuml. í innan þvermál, standa neðan úr kjallarabotni upp úr húsinu í mænir og standa þau 1 1/2 al. uppafmænir. I leirrörin eru önnur rör í hú- sinu leidd. I norður enda hússins niðri eru 2 verelsi, nteð skilrúntsþili eptir endilöngu og lnuin dyrum, 2ur gluggafögum, 6 rútður í hverjtt. 1 ofn er í öðrtt verelsinu á hæð 1 al.13 þuml. stendur frá skil- rúmsþili 15 þuml. Járnplata á gólfi undir honum og frantun- dan, rör frá honitin múrað í skilrúmsþilinu og járnplata yfír. I hinu verelsinu er lítil eldavjel, sent er 1 alin og 5 þuml. á lengd og 1 al. á breidd, -1 al. á hœð. - Múrað er á 2 vegtt við hana, rör frá henni ganga í leirrörið og múrað í þar. I sttðitr enda Itússins ttppi á loftinu er 1 verelsi 6 álna með allri breidd Itússins. I verelsinu er 1 ofn, 2 1/2 al á hæð, stendur frá skilrúmsþili 13 þuml., rör frá honum múruð í þilinu, járnplata yftr, undir og fram- undan á loftinu. 2 gluggafög á gafli með 6 rúðum hvort. I norðttr endanum ertt 2 verelsi, skilrúm eptir iniðjit, -1 glttgga- fag á hvorn með 6 rúðum hvort, - enginn ofn. 1 gluggafag á þaki, móti uppgangi, hæð undir hanabjálkaloft er3 al. 18. t. Allt er húsið þyljað og ntálað innan, skilrúmsþil öll tvöföld. I umboði hreppsnefndar Súðavíkurhrepps Súðavík 10. agust 1892, Hjalti Sveinsson (oddviti) Svo sem fram kom í bréfi sr. Sigurðar hér að framan, þá kost- aði bygging þessi um 3000 krón- ur sem var mikið fé fyrir lítið sveitarfélag. í bréfi Stiptsyfirvalda 1. okt. 1892 eru skólanum veittar 210 kr. í styrk fyrir árið 1892 af fé því sem í fjárlögunum er ætlað „barnaskólum í sjóþorpum og verslunarstöðum". Ekki hef ég upplýsingar um hversu mikið skólanum var lagt til úr sveitar- sjóði fyrstu tvö árin, en 1893-94 er lagt til hans 546,60 kr. og 1895-96 kr. 425,56, „sem er ærin upphæð fyrir sveitarfélag sem er jafnilla statt og Súðavíkurhreppur er nú, sökum hins mikla fjárdauða er þar hefur verið síðustu árin að undanförnu." (Bréf sr. Sigurðar til Stiptsyfirvalda). Þetta ár fékk skólinn 130 krónur úr landssjóði. Þess má geta til fróðleiks, að ýmsir töldu að rekja mætti þennan mikla fjárdauða lil hval- lýsis og grútar á fjörum vegna hirðuleysis á hvalstöðvunum. Hér er rétt að fara nokkrum orðum um Barnaskólasjóð Súða- víkurhrepps, sem fékk konung- lega staðfestingu á skipulagsskrá sinni í september 1883. Sjóður þessi hét upphaflega Styrktarsjóður Súðavíkurhrepps og var stofnaður með frjálsum samskotum á árunum 1878-79. Var tilgangur hans að styrkja fá- tæka menn í Súðavíkurhreppi er urðu fyrir einhverju tjóni. Séra Sigurður Stefánsson fékk skipu- lagsskránni breytt þannig að sjóðnum yrði varið til nemenda- styrks fátækum börnum í hrepp- num, er sæktu barnaskóla í Súða- víkurhreppi. Síðan var sjóðurinn efldur bæði með hlutaveltum og frjálsum samskotum og er barnaskóli Súðavíkurhrepps var stofnaður var hann orðinn hátt á annað þúsund krónur. í Gjörðabók Barnaskólans í Súðavíkurhreppi er sagt frá fyrstu úthlutun úr sjóðnum: „Ár 1894, 12. dag desbr. mánaðar átti sóknarnefndin í Súðavíkurhreppi fttnd til þess að útbýta styrk þeim er bar- naskólabörn í Súðavíkurhreppi fá af Barnaskólasjóði Súða- víkurhrepps fyrir yfirstandandi skólaár. Upphæð sút er litbýtast átti var 53 kr. 36 aur. ... Styrk þessttm var útbýtt þannig: 1. Rannveig Sigurðardóttir í Súðvíkfékk kr. 12,00 2. Ingibjörg Þorbergsdóttir, Dvergasteini fékk kr. 12,00 3. Hólmfríður Salómonsdóttir, Fæti fékk kr. 12,00 4. Samúel Samúelsson, Tröð fékkkr. 11,36 5. Agústína Jónsdóttir, Tröð fékkkr. 6,00..." Barnaskólasjóðurinn virðist hafa gegnt allmiklu hlutverki og úthlutað er úr honum árlega allt fram til 1923, og af og til síðan fram til ársins 1947, en þá er inn- istæða sjóðsins skráð kr. 7.496,22. Hér verður látið staðar numið að sinni, þó skemmtilegt hefði verið að segja frá skólastarfinu, kennurum sem störfuðu við skól- ann og ýmsu fleiru. Þó mönnum þyki lestur al' þessu tagi misjafn- lega skemmtilegur, þá er samt sem áður hægt að varpa ljósi á margt í aldarfari og lífsháttum fólks fyrr á tímum með því að fara í gegn um heimildir um skólamál, þar sem þau varða svo marga. Einnig er á það að líta, að vegna kröfu yfirvalda er að finna skýrslur um ýmsa þætti skólas- tarfs í opinberuin gögnum og því ef til vill auðveldara að rekja þessa þætti en ýmsa aðra. Það hefði verið skemmtilegt að koma að skólamálum Súðvíkinga öllu fyrr og geta þannig minnst hundrað ára afmælis skólans, sem var á síðasta ári. Enn er þó ekki of seint að gera þessum kafla skil og verður ef til vill gert síðar með ítarlegri hætti en hér hefur verið gert. Helstu heimildir: Þjóðskjalasafn - Bamaskólar og sveita kennarar 1878-94 Héraðsskjalasafn ísafjarðar - Gjörða- bók Bamaskólans í Súðavíkurhreppi 1891-1908 Héraðsskjalasafn Isafjarðar - Bréfa- bók Súðavíkurhrepps 1883- Þjóðskjalasafn - Fundargerðir safn- aðarfunda í Evrarsókn Anna Rós Bergsdóttir - Upphaf skóla- halds í Botungarvík - Arsrit Sögufélags ísfirðinga 1988-1989 Trausti Einarsson - Hvalveiðar við Is- land, útg. 1987 Súðavík 1935.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.