Morgunblaðið - 31.03.2010, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.2010, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 75. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF»10-11 MEÐ 130 STYTTUR Í KATTASAFNINU ÍÞRÓTTIR»3 HERMANN Á LEIÐ Í AÐGERÐ Á HÁSIN 6  Baldur Björnsson, eigandi Múr- búðarinnar, ætlar að kæra íslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir ólögmæta samkeppn- ishindrun á byggingavörumarkaði. Landsbankinn yfirtók Húsasmiðj- una á síðasta ári og breytti 10 millj- arða skuld félagsins í hlutafé. Baldur segir að Húsasmiðjan sé með undirboð á markaði fyrir múr- vörur. Fyrirtækið hafi fyrir jólin boðið 20% afslátt af öllum vörum. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get gert. Ef ég ætla að vera ábyrgur og borga mínar skuldir þá get ég ekki hagað mér svona,“ segir Baldur og gagnrýnir eftirlitsstofnanir sem hann segir ekki færar um að taka á málum. »12 Kærir Baldur Björnsson eigandi Múrbúð- arinnar ætlar að senda kæru til ESA. Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA  Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, leggur í dag fram frumvarp um að Alþingi ákveði að fara skuli í fram- kvæmdir við neðrihluta Þjórs- ár, líkt og „breið- ur stuðningur“ sé fyrir á þingi. „Þetta fór í gegnum rammaáætl- un fyrst og þetta er einn af þeim kostum sem menn eru sammála um að séu mjög hagkvæmir,“ segir Ólöf sem telur öll rök hníga að því að farið sé í framkvæmdirnar. »6 Alþingi samþykki að farið sé af stað í neðri Þjórsá Ólöf Nordal  Útlán MP banka til eignarhalds- félaga námu í árslok 2009 um 4,6 milljörðum króna. Um er að ræða ríflega 40% af heildarútlánum bankans. Gunnar Karl Guðmunds- son, forstjóri MP, segir að stærstur hluti þess lánaflokks sé í skilum. Gunnar segir jafnframt að stjórn- endur bankans telji hann hafa mætt hugsanlegri afskriftaþörf að fullu, en um 3,6 milljarðar hafa verið færðir á afskriftarreikning bank- ans frá lokum árs 2008. Um það bil 600 milljónir króna hafa verið end- anlega afskrifaðar. »17 Um það bil 40% lána MP til eignarhaldsfélaga Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SETJA á upp girðingu til að bægja fólki frá hættulegri nálægð við hraun- strauminn á Fimmvörðuhálsi. Þeim sem eru þar við gæslu óar við því hvað margir fara óvarlega og óttast mjög að slys geti orðið verði ekkert að gert. Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, sagði að sér þætti fólk fara mjög glannalega í nánd við hraunið sem er að brjótast fram. Honum þótti „skuggalegt“ hvað margir fara nærri því. Þessir ofurhugar eru þó ekki að orna sér heldur að taka ljósmyndir. Vilja helst vera alveg ofan í glóðinni. Gerðar verða ráðstafanir til að halda fólki frá hrauninu, því ljóst þyk- ir að framferði margra er stórhættu- legt. Búið er að panta girðingu úr Reykjavík og á að reyna að nota hana til að halda fólki frá hættulegri ná- lægð við hraunstrauminn. „Hraunið er að renna undir snjóinn og svo hrynur niður þar sem fólk er nýbúið að standa,“ sagði Svanur. Hann sagði líka ógnvænlegt að sjá hvað margir fara tæpt á brúninni á Hrunagili. Þar fari það jafnvel fram á snjóhengjur sem geti brostið hvenær sem er. Fólk getur nú gengið í átt að gos- stöðvunum frá Þórsmörk. Þeim til- mælum hefur verið beint til fólks að það fari ekki lengra en upp á Morins- heiði. Svanur sagði að í kvöld hefðu verið brögð að því að menn hefðu ekki virt þessi tilmæli heldur gengið upp Heljarkamb til að komast svolítið nær eldstöðinni. Á þeirri leið þarf að ganga upp snjóbrekku sem getur mögulega brostið og skriðið fram. „Fólk virðist vera tilbúið að leggja sig í lífshættu til að komast kannski örlítið nær,“ sagði Svanur. Björgunarsveitir aðstoðuðu 15-20 lúna og kalda göngumenn á Fimm- vörðuhálsi í gær. Fólkið hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað gangan er krefjandi og aðstæður erfiðar. Hrynur þar sem fólk stóð skömmu fyrr  Setja upp girðingu við hraunið  Í lífshættu fyrir ljósmyndir Ljósmynd/Halldór Kolbeins Hætta! Margir fara of nálægt. KALT verður um páskana fram á laugardag en þá minnkar frostið. Búast má við snjókomu norðan- og austanlands, en mesta sólin verður suðvest- anlands. Þetta segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem rýnt hefur í páskaveðrið. Búast má við því að þúsundir Íslendinga verði á faraldsfæti um páskana ýmist til þess að heimsækja ættingjana, skella sér á skíði ýmist vestan-, norðan- eða austanlands, fara upp að gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi í fylgd með Útivist eða FÍ eða njóta þeirra menningarviðburða sem boðið er upp á páskadagana. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður trekkir að fjölda gesta og leiklistin er fyrirferðarmikil bæði fyrir vestan sem og á Akureyri. | 6 Morgunblaðið/Skapti Fjölbreytt páskadagskrá Kalt, bjart og úrkoma um páskana Gaman og alvara Margir ljúka ferð í Hlíðarfjall með því að renna sér niður að bænum Hlíðarenda ofan Akureyrar eins og þessi ungi maður í gær. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra um að fækka lögreglu- umdæmum úr 15 í 6 en yfirstjórn lögreglu verður einnig færð frá emb- ættum sýslumanna 1. janúar 2011. Breytingin er hluti af víðtækri sameiningu ríkisstofnana í hagræð- ingarskyni en talið er raunhæft að ríkisstofnunum fækki úr um 200 nú í 120-140. Miðað er við að rammi um aðgerð- irnar liggi fyrir í síðari hluta apríl. Meðal hagræðingaraðgerða sem fyrir liggja er sameining Keflavíkur- flugvallar ohf. og Flugstoða ohf. en jafnframt stendur til að búa til tvær stofnanir úr Flugmálastjórn, Vega- gerðinni, Umferðarstofu og Sigl- ingastofnun. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin leggja fram frumvarp um að Varn- armálastofnun verði lögð niður en stefnt er að því að á sjötta tug starfs- manna stofnunarinnar verði tryggð vinna hjá öðrum stofnunum. | 4 Lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.