Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 11
Númer eitt Fyrsta kisa safnsins, samúðargjöfin franska.
sóttkví þó þeir séu fluttir á milli
landa og ekki þarf að bólusetja þá
eða gefa þeim að éta. En ég reyni
að pússa af þeim rykið fyrir jólin.“
Vinir færa þeim ketti í safnið
Örlygur segir að hann hafi í byrj-
un haldið skrá yfir kisurnar í safn-
inu en nú sé hann hættur því. Þó
veit hann að þær eru orðnar um
130. Og þeim fjölgar stöðugt.
Engar tvær kisur eru eins af
þessum ríflega hundrað kisum, þær
eru úr ólíkum efniviði og koma frá
hinum ýmsu heimshlutum.
„Flestar eru þær frá Frakklandi
og Þýskalandi en við hjónin höfum
haft augun opin fyrir kisum til að
bæta í safnið á ferðum okkar um
heiminn. Nokkrar kisur keypti ég í
Strassburg þegar ég hélt þar til um
tíma, meðal annars fann ég eina þar
frá Litháen. Vinir og kunningjar
hafa líka verið mjög duglegir við að
færa okkur ketti í safnið.“
Þegar kisurnar eru skoðaðar
kennir ýmissa grasa. Ein er að
veiða og hún kemur frá Filipps-
eyjum, önnur er úr grænum jað-
esteini og hana keypti Örlygur í
Kína. Tvær koma alla leið frá Japan
og ein trékisan er frá ítölsku eyj-
unni Sardiníu. En sú stærsta í safn-
inu kemur frá Mexíkó. Einn kött-
urinn er næla úr málmi sem dóttir
Örlygs á, nokkrar kisurnar eru mál-
aðar á stein og svo er ein stór-
merkileg sem er máluð á pínulítið
fuglsegg. Annað listaverk er lítil ka-
rafla frá Kína, en á hana inn-
anverða er máluð undurfögur katta-
mynd. Tveir konunglegir kettir
tilheyra safninu, báðir frá Bret-
landi, annar með kórónu en hinn er
í drottningarlíki. „Þetta er sjálf
Bretadrottning, ég keypti hana í
Englandi,“ segir Örlygur og dregur
fram annan kött úr Bretaveldi, sá
er frá Edinborg og er kúlulaga og í
honum má geyma leyndarmál.
Sumir kattanna eru agnarsmáir,
ýmist úr gleri eða málmum, aðrir
útsaumaðir í Brussel, einn er ítalsk-
ur bjölluköttur og annar skreyttur
skeljum frá Nýja-Sjálandi. Svona
mætti lengi telja.
Nammikisa fyrir nemendur
sem hrósað er eða skammaðir
Örlygur heldur í lófa sínum á
smárri fingrabrúðu af kisu í tré-
kassa en hún er gjöf frá vinkonu
hans sem býr í Suður Frakklandi.
„Hún er prestsfrú og prjónaði þetta
handa mér og sendi mér. Þetta er
mikið listaverk. Þau presthjónin
hafa líka gefið mér aðrar kisur,
meðal annars gula kisu sem er
servéttuhringur.“
Örlygur á einnig í fórum sínum
þrjá nammiketti, kisur sem eru sæl-
gætisbox. „Ég hef nammi í þessum
köttum, en annan þeirra fékk ég
fyrir löngu síðan og ég hef notað
hann lengi á skrifstofunni minni í
skólanum, stundum til að bjóða
nemendum nammi eftir að ég hafði
kannski skammað þá eða hrósað, en
einnig til að sýna starfsfólkinu smá
alúð.“ Hinir nammikettirnir eru frá
Kasmírhéraði á Indlandi og fékk ég
þá í gjöf nú í janúar frá Jóni Özuri
samkennara og Indíafara.“
Örlygur segir að aðeins sé farið
að róast í söfnuninni, hann hafi ekki
verið eins duglegur undanfarið að
viða að sér köttum og í byrjun.
„Mér hefur ekki verið strítt á þessu
uppátæki en það er náttúrulega
bara fáránlegt að safna þessum
köttum.“ segir hann og hlær.
Egg Sem kisa hefur verið máluð á.Kisulóra Agnarsmá þrílit læða í lófa.
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Síðustu dagar sýningar Minjasafnins
á Akureyri „Allir krakkar, allir krakk-
ar... líf og leikir barna“ er núna um
páskana. Á henni gefst gestum safn-
ins kostur á því að dusta rykið af
gömlum minningum og deila upplifun
æskuáranna með afkomendum sín-
um.
Sýningin, sem tekur á völdum þátt-
um í lífi barna, byggist á munum,
ljósmyndum og minningabrotum.
Saman skapa þessir þættir skemmti-
legan ramma sem hefur frá opnun
dregið upp mismunandi myndir í
huga þeirra gesta sem komið hafa og
ýtt undir samtöl kynslóða á milli.
Stór sólskinsdagur í lífi ak-
ureyrskra barna er öskudagurinn. Ör-
sýningin „Allir hlæja á öskudaginn“
hefur því verið tvinnuð saman við
fyrrnefnda sýningu. Þar má sjá
heimagerða öskudagsbúninga sem
ýmist hafa verið lánaðir á sýninguna
eða eru úr fórum safnsins. Þarna má
sjá öskupoka frá því snemma á síð-
ustu öld, tunnukóngsmerki og ýmsa
gripi sem notaðir voru í öskudagslið-
unum.
„Allir krakkar, allir krakkar... líf og
leikir barna“ var opnuð síðasta sum-
ar og hefur notið mikilla vinsælda.
Var sýningartíminn því framlengdur
fram yfir páska.
Minjasafnið á Akureyri er opið á
skírdag, föstudaginn langa, laug-
ardaginn fyrir páska, páskadag og
annan í páskum frá kl. 14-17. Safnið
er í Aðalstræti 58 og heimasíða þess
er: www.akmus.is.
Sýningarlok
Bangsabíll Til sýnis á Minjasafninu.
Sýning um líf
og leiki barna á
Minjasafninu
Allt fyrir baðherbergið
Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard.
11-16.
DÆMI:
Krókur kr. 895
Ruslafata kr. 1.495
WC bursti kr. 895
Handklæðaslá kr. 2.645
WC rúlluhaldari kr. 1.795
Upphengt WC og seta kr. 14.800
Snyrtihandklæði 30x50 kr. 295
Handklæði 50x100cm kr. 795
VEMAR st. handlaugartæki kr. 4.890
Sápu og tannburstaglas kr. 1.050
Innrétting 60cm, handlaug og spegill kr. 38.900
68.455Samtals alltá mynd kr.
Endurútgefin
hefur verið og
endurbætt bókin
Íslenskt vætta-
tal eftir Árna
Björnsson. Ritið
hefur verið ófá-
anlegt um árabil
en birtist nú í
nýjum búningi,
ríkulega aukið
og endurbætt.
Íslenskt vættatal segir frá íbúum
huliðsheima sem birst hafa alþýðu
manna hér á landi í aldanna rás og
allt fram á þennan dag. Hér má finna
upplýsingar um álfa og huldufólk,
tröll, dverga, kynjadýr, loftanda, jóla-
sveina, fornmenn, landvætti, goðver-
ur og drauga.
Þekkir þú Ullartásu, Bjálfans barn-
ið, jólasveininn Redda, Hafnarskottu,
drauginn Flóalalla, álfadrottninguna
Bóthildi, kvendrauginn Hrúgu, Urð-
arbola, Úríði eða Villa gamla úr Esj-
unni? Í bókinni eru nafngreindar
helstu hollvættir og meinvættir í ís-
lenskum sagnaarfi. Þeim er raðað í
starfrófsröð og getið heimkynna,
uppruna og helstu afreka þeirra. Vís-
að er í þjóðsagnasöfn og marg-
víslegar heimildir til frekari fróðleiks
um verunar og greinargóð kort benda
á helstu dvalarstaði þeirra. Bókin
hentar vel öllum sem vilja kynnast
landinu og vættunum sem það geym-
ir, hvort sem þeir leggja land undir
fót eða láta hugann reika.
Bókin
Íslenskt
vættatal
Ljósmæðrafélag Íslands heldur úti
vefsíðunni www.ljosmodir.is. Síðan er
fróðleiksbrunnur fyrir konur á með-
göngunni og um fyrstu vikurnar eftir
fæðingu barnsins. Vefsíðan er líka
hugsuð sem upplýsingavefur fyrir
feður og aðra sem áhuga hafa á því
sem viðkemur meðgöngu, fæðingu
og sængurlegu.
Á síðunni má finna ítarlegar upp-
lýsingar um meðgönguna, meðal ann-
ars hvað er að gerast hjá fóstrinu
viku fyrir viku, hægt er að reikna út
meðgöngulengd, upplýsingar eru um
þau líkamlegu einkenni sem geta
komið fram á fyrstu vikum meðgöng-
unnar, fjallað er um kynlíf og næringu
á meðgöngu, líðan föður á með-
göngutímanum, ótta á meðgöngu og
mikið, mikið meira.
Fæðingin fær sérkafla þar sem
m.a. má finna upplýsingar um fæð-
ingarstaði á Íslandi, fæðingarstig,
keisaraskurði og vatnsfæðingar. Svo
er annar kafli um sængurleguna þar
sem allt sem henni fylgir fær umfjöll-
un, svo sem brjóstagjöf og lík-
amlegar breytingar móður eftir fæð-
ingu barnsins. Í liðnum Spurt og
svarað er hægt að senda inn spurn-
ingar til ljósmæðra sem svara þeim
eftir bestu getu. Mikið er af spurn-
ingum og svörum á síðunni sem ættu
að svara mörgu af því sem þungaðar
konur og nýbakaðar mæður eru að
velta fyrir sér.
Ljosmodir.is er virkilega þörf og vel
unnin vefsíða.
Vefsíðan www.ljosmodir.is
Morgunblaðið/Kristinn
Nýfædd Margar spurningar kvikna þegar gengið er með barn.
Allt um meðgöngu og fæðingu