Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„MIG langar svo sannarlega að
bleyta í ef aðstæður leyfa en ætli ég
mæti ekki nærri hádeginu þegar það
hefur hlýnað svolítið og athugi að-
stæður,“ sagði Geir Thorsteinsson,
einn þeirra stangveiðimanna sem
þekkja Elliðavatn hvað best. Stang-
veiðitímabilið hefst á morgun, 1. apr-
íl, og að þessu sinni má hefja veiði í
Elliðavatni í fyrsta sinn í aprílbyrjun
en ekki mánuði síðar eins og vant er.
Geir er einn þeirra veiðimanna sem
hafa barist fyrir því að opnun vatns-
ins verði flýtt en hann ætlar samt
ekki að mæta klukkan sjö í fyrra-
málið, enda er spáð norðanblæstri
og frosti. Seinnipartinn í gær virtist
nær allt Elliðavatn vera komið undir
ís, állinn við brúna var þó auður.
Geir sagði að sér fyndist að vatnið
ætti í raun að vera opið veiðimönn-
um allan ársins hring, þannig að þeir
geti veitt þegar viðrar. „Ég fór upp
eftir um daginn í góða veðrinu og þá
sá ég uppítökur, fiskurinn er því
kominn af stað,“ sagði hann. „Það
væri vissulega gaman að setja í fisk á
opnunardaginn en það þarf kannski
að fara á skautum út á Engi!“
Veiði hefst í mörgum vötnum
Af straumvötnum sem verða opn-
uð á morgun má nefna Varmá og
Sogið, Brúará, Minnivallalæk og á
sjóbirtingsslóð í Skaftafellssýslum,
m.a. Tungufljót, Tungulækur, Geir-
landsá og Vatnamótin. Þá hefst veiði
í Litlá og Brunná í Öxarfirði.
Nokkur vatnanna sem Veiðikortið
veitir aðgang að verða opnuð á
morgun. Það eru Vífilsstaðavatn,
Þórisstaðavatn, Hraunsfjörður,
Meðalfellsvatn, Syðridalsvatn og
Þveit. Á vef Veiðikortsins segir enn-
fremur að þegar ísa leysi verði Vík-
urflóð, Baulárvallavatn, Hrauns-
fjarðarvatn, Hópið, Kringluvatn,
Urriðavatn og nýjasta vatnið á
Veiðikortinu, Sauðlauksdalsvatn,
opnuð. Veiðimenn á Vestfjörðum
staðhæfa að Sauðlauksdalsvatns sé
perla sem fólk eigi eftir að uppgötva
og njóta, þar sé oft mjög góð veiði
þegar líður á sumarið.
Veiðikortið nýtur sívaxandi vin-
sælda enda hefur það auðveldað að-
gang að veiðistöðum hringinn í
kringum landið. Ingimundur Bergs-
son, framkvæmdastjóri Veiðikorts-
ins, var á ferð um Norðurland í gær
og viðurkenndi að stöngin væri ekki
með, enda veðurhorfur slæmar.
„Mér sýnist ekki vera mikil veiði í
kortunum, spáin er köld,“ segir Ingi-
mundur. „Það verður ekki mjög
notalegt þennan 1. apríl. Það er væn-
legra að hitinn sé réttum megin við
núllið.“ Hann kveðst ætla til veiða
um leið og hlýnar, enda þarf meiri
hlýindi til að lífríkið taki við sér og
silungurinn fari á hreyfingu.
„Það væri gaman að setja í fisk“
Stangveiðitímabilið hefst á morgun
Kuldaspá um allt land og vötn ísi lögð
Morgunblaðið/Einar Falur
Vorfiskar Magnús Már Vilhjálmsson og Vilhjálmur sonur hans fengu
fallega silunga í opnun Elliðavatns í fyrra. Þá hófst veiði þar 1. maí.
Í HNOTSKURN
» Á morgun hefst veiði í El-liðavatni í fyrsta skipti í
aprílbyrjun. Hingað til hefur
hún hafist 1. maí.
» Kuldaspá mun líklegadraga úr sókn veiðimanna
fyrstu dagana.
» Sauðlauksdalsvatn er nýttá Veiðikortinu sem veitir
aðgang að 32 veiðivötnum.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
MÚRBÚÐIN ætlar að kæra ís-
lenska ríkið til Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) fyrir ólögmæta sam-
keppnishindrun á bygginga-
vörumarkaði, en Landsbankinn, sem
er í eigu ríkisins, hefur afskrifað 10
milljarða skuldir hjá Húsasmiðjunni
og rekur núna fyrirtækið með tapi.
Strax og Landsbankinn yfirtók
Húsasmiðjuna í október í fyrra sendi
Baldur Björnsson, eigandi Múrbúð-
arinnar, bréf til Samkeppniseftirlits-
ins og kvartað undan þessari ákvörð-
un. Hann sagðist ekki hafa fengið
neitt svar frá stofnuninni og er afar
óánægður með hvernig Samkeppn-
iseftirlitið hefur staðið að málum.
Hann sagði að hrunið hefði sýnt að
stofnanir ríkisins væru ekki færar
um að taka á málum og þær væru
ekki heldur færar um að taka á af-
leiðingum þeirra. Embættismenn
væru meðvirkir með kerfinu og ætu
úr lófa þess sem borgaði þeim laun-
in.
Sættir sig ekki við þetta
„Ég ætla að kæra þetta til ESA.
Ég sætti mig ekki við að við-
skiptabanki minn styrki Húsasmiðj-
una. Mér stendur ekkert svona til
boða. Ég sætti mig ekki við að það sé
mokað 10 milljörðum í Húsasmiðj-
una. Ég og þau fyrirtæki sem ég á og
rek borga milljóna tugi í tekjuskatt á
hverju ári til ríkisins. Síðan eru þeir
peningar notaðir til að endurreisa
Landsbankann,“ sagði Baldur.
Baldur sagði að Múrbúðin væri
nánast skuldlaust fyrirtæki. Fyr-
irtækið hefði verið byggt upp á var-
færinn hátt án skuldsetningar.
Reksturinn gengi vel. Það eina sem
hann sagðist fara fram á væri að fá
að keppa á þessum markaði á sann-
gjörnum grunni.
Baldur sagði að Húsasmiðjan
hefði sótt að Múrbúðinni með til-
boðum sem væru út úr kortinu. Múr-
búðin hefði í upphafi byggst upp á
sölu á múrvörum og Húsasmiðjan
hefði í vetur sent inn tilboð í sölu á
múrvörum á Akureyri þar sem Múr-
búðin starfar, á 1.400 kr. en sama
vara væri seldi í verslunum Húsa-
smiðjunnar á 2.900 kr. Múrbúðin
bauð 2.100 kr. Baldur sagðist vera
stærsti innflytjandi á flotefni á land-
inu og þekkja markaðinn vel. Þetta
verð sem Húsasmiðjan hefði verið að
bjóða dygði ekki fyrir innkaups-
verði. „Svona tilboð sjást ekki í sölu
á timbri enda hefur aldrei verið nein
samkeppni á þeim markaði. Sam-
keppni Húsasmiðjunnar og Byko
hefur í gegnum árin byggst á sam-
keppni um ímynd og lóðir.“
Baldur sagði að á Þorláksmessu í
fyrra hefði Húsasmiðjan boðið 20%
afslátt af öllum vörum. Þetta hefði
verið metdagur í sölu hjá fyrirtæk-
inu. „Þetta er ekki eitthvað sem ég
get gert. Ef ég ætla að vera ábyrgur
og borga mínar skuldir þá get ég
ekki hagað mér svona.“
Baldur sagði að samkvæmt hluta-
félagalögum bæri stjórnanda fyr-
irtækisins sem væri með neikvætt
eigið fé og væri ekki gjaldfært að
biðja um gjaldþrotaskipti. Þessi lög
hefðu ítrekað verið hundsuð á síð-
ustu misserum m.a. með þeim rök-
um að verið væri að hugsa um hags-
muni neytandans. Baldur sagði að
þetta væru öfugmæli því að ef Húsa-
smiðjan hefði verið tekin til gjald-
þrotaskipta, eins og hefði átt að
gera, hefði Bauhaus strax hafið
starfsemi á Íslandi. Það hefði verið
afar jákvætt skref við samkeppni á
byggingavörumarkaði og fyrir neyt-
endur.
Sendir kæru til ESA
Eigandi Múrbúðarinnar segir Húsasmiðjuna vera með
undirboð á markaði fyrir byggingavörur í skjóli ríkisins
Á síðasta ári breytti Landsbankinn 10,2 milljarða skuld Húsasmiðjunnar í
hlutafé. Verðmæti félagsins er mun minna þannig að bankinn á eftir að
verða fyrir miklu tjóni vegna lánveitinga til félagsins. Húsasmiðjan tapaði
á síðasta ári 814 milljónum þrátt fyrir að hafa selt á árinu varanlega
rekstrarfjármuni fyrir 614 milljónir. Fyrirtækið skuldaði um síðustu ára-
mót 6 Milljarða og eigið var jákvætt um 583 milljónir.
Mikið tap vegna Húsasmiðjunnar
Morgunblaðið/ÞÖK
Múrbúðin Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, segir að rekstur verslunarinnar gangi vel enda hafi rekst-
urinn byggst á varfærni. Hann er hins vegar óhress með samkeppnisaðstæður á markaði fyrir byggingavörur.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VIÐSKIPTAVINUM Fjarðarkaupa
fjölgaði á síðasta ári og velta fyr-
irtækisins jókst um hálfan milljarð.
Árið 2008 voru um 610 þúsund af-
greiðslur í versluninni, en í fyrra
voru þær 680 þúsund. Þetta er um
12% fjölgun viðskiptavina og 20%
aukning í veltu. Gísli Sigurbergsson,
einn af eigendum fyrirtækisins, seg-
ir að á þessum markaði greiði við-
skiptavinir atkvæði með fótunum,
þ.e. færi sig til þeirra sem séu
traustir, bjóði gott verð og góða
þjónustu.
Gísli sagði að því væri ekki að
leyna að umræðan um Bónus hefði
hjálpað Fjarðarkaupum. „Það er
margt fólk sem ákvað að greiða at-
kvæði með fótunum. Við tókum ekki
þátt í neinum útrásarævintýrum.
Síðan held ég að við höfum verið að
gera góða hluti í búðinni. Vöruúrval
hefur verið stöðugt á meðan hinar
búðirnar hafa stöðugt verið að
breyta. Við erum gamaldags og
komust í tísku á svona 10 ára fresti,“
sagði Gísli.
Fjarðarkaup hafa í þrígang á
skömmum tíma fengið verðlaun.
Frjáls verslun valdi Sigurberg
Sveinsson og syni hans Gísla og
Svein menn ársins í íslensku við-
skiptalífi. Félagi viðskiptafræðinga
og hagfræðinga veitti fyrirtækinu
þekkingarverðlaunin og í vetur
mældust Fjarðarkaup með hæstu
einkunn í íslensku ánægjuvoginni
með einkunnina 91,3 af 100 sem er
hæsta einkunn sem mælst hefur.
Gísli sagðist ekki verða var við
breytta stöðu á matvörumarkaði þó
að Arion banki hefði yfirtekið Haga.
„Það má segja með dálítilli kald-
hæðni að það væri best fyrir okkur
að Bónus-feðgar fengju að eiga þetta
áfram. Við myndum hagnast á því.
Til langs tíma væri hins vegar best
ef hægt væri að breyta stöðunni á
markaðinum þannig að einn aðili
væri ekki svona stór. Það er ekki
gott fyrir markaðinn að einn aðili sé
svona stór. Mér finnst að það ætti að
nota tækifærið núna og brjóta þetta
upp. Ég veit hins vegar ekki hvernig
best er að gera það.“
Gísli sagðist ekki sjá fram á að
eigendur Fjarðarkaupa færu út í að
kaupa verslanir ef ákvörðun yrði
tekin um að skipta Högum upp.
Hann sagði að eigendur væru sáttir
við sinn hlut. Þeir legðu áherslu á að
standa vel að rekstri verslunarinnar
í Hafnarfirði en væru ekki uppteknir
að því að stækka.
„Fólk greiðir
atkvæði
með fótunum“
20% veltuaukning hjá Fjarðarkaupum
Morgunblaðið/Ásdís
Kaupmaður Gísli Sigurbergsson er
einn af eigendum Fjarðarkaupa.
Í HNOTSKURN
»Stjórnendur Fjarðarkaupasegjast reka fyrirtækið á
grunni kolahagfræðinnar.
»Kolahagfræðin gengur útá að eyða ekki um efni
fram og taka aldrei meira út
úr fyrirtækinu en inneign er
fyrir.
»Félagið leggur áherslu ásamfélagslega ábyrgð og
vill að allir fái eitthvað fyrir
sinn snúð, hvort sem það eru
birgjar, starfsmenn, við-
skiptavinir eða eigendur.