Morgunblaðið - 31.03.2010, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
ÞÚ TALDIR RÉTT:
2 MILLJARÐAR OG
400 MILLJÓNIR KRÓNA
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
AT
HU
GI
Ð
AÐ
SÖ
LU
LÝ
KU
R
NÚ
KL
. 1
6
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„HIN nýja og glæsilega sundlaug
er ekki aðeins mikil bylting fyrir
sundkennsluna og fyrir unga sem
aldna íbúa á Hofsósi, heldur er ég
þess fullviss að laugin muni vekja
athygli ferðamanna, sem nú þegar
sækja Hofsós heim í þúsundatali
vegna Vesturfarasetursins,“ segir
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðs-
stjóri markaðs- og þróunarsviðs
sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem
annaðist opnun sundlaugarinnar á
Hofsósi um helgina. Talið er að um
500 manns hafi verið við vígsluna
og síðan í kaffisamsæti í félags-
heimilinu Höfðaborg í boði sveitar-
félagsins. Frítt var í laugina um
helgina, sem á fjórða hundrað
manns nýtti sér. Að sögn Áskels
Heiðars verður það að teljast gott
þar sem íbúar Hofsóss eru tæplega
200 talsins.
Sundlaugin, sem hefur verið tæp
tvö ár í byggingu, er gjöf þeirra
Lilju Pálmadóttur á Hofi og Stein-
unnar Jónsdóttur í Bæ til íbúa
Skagafjarðar, en báðar eiga þær
ættir að rekja til héraðsins austan
vatna, eins og sagt er.
Nýja laugin er 25 metra löng og
10,5 m á breidd og við hana er heit-
ur pottur og vaðlaug. Aðstöðuhúsið
er um 380 fermetrar að grunnfleti
og fellur sundlaugin einkar vel inn í
umhverfið. Hún er niðri á sjávar-
bakka sunnarlega á Hofsósi, ofan
við svonefnda Staðarbjargarvík. Er
laugin þannig frágengin að þegar
synt er frá suðri til norðurs rennur
vatnsflöturinn saman við hafflötinn
neðan hennar með beina stefnu á
Drangey. „Sundlaugin er afar
glæsilegt mannvirki og hugmyndin
um að skapa ákveðna upplifun með
þessari staðsetningu á sjávarbakk-
anum, með samspili laugarinnar og
ólgandi Atlantshafsins, hefur tekist
fullkomlega. Fyrir vikið er það
mikil upplifun að fara núna í sund á
Hofsósi,“ segir Áskell Heiðar en yf-
ir páskana verður sundlaugin opin
á skírdag, laugardag og páskadag,
en lokuð föstudaginn langa og ann-
an í páskum.
Langþráður draumur
Við vígluathöfnina sagði Þórdís
Friðbjörnsdóttir, formaður byggð-
arráðs Skagafjarðar, að ræst hefði
langþráður draumur allra Hofós-
inga og nærsveitamanna. Sagði hún
það sennilega vera einsdæmi að
sveitarfélagi eða íbúum þess væri
færð gjöf af þessari stærðargráðu,
að því er segir í tilkynningu frá
sveitarfélaginu. Sagði Þórdís enn-
fremur að með sinni einstöku gjöf
hefðu Lilja og Steinunn sýnt í verki
hug sinn og vinarþel í garð íbú-
anna, sem hún fyrir hönd sveitarfé-
lagsins þakkaði þeim af heilum
hug.
Synt í beinni stefnu á Drangey
Ný sundlaug vígð á Hofsósi Gjöf þeirra Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur til íbúa
Skagafjarðar Bylting í sundkennslu grunnskólabarna og kærkomin viðbót fyrir ferðamenn
Ljósmyndir/Rafn Sig.-Verkís
Vígsla Um 500 gestir voru við vígslu sundlaugarinnar. Að henni lokinni var öllum boðið í kaffi í Höfðaborg. Fyrst til
að stinga sér í laugina voru krakkar frá Hofsósi og hin hálfskagfirska sunddrottning Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Gjöf Steinunn Jónsdóttir og Lilja
Pálmadóttir við vígsluna með hnaus
frá fyrstu skóflustungunni.
Í HNOTSKURN
»Nú eru komnar sundlaug-ar í öllum þéttbýlis-
kjörnum í Skagafirði.
»Auk Hofsóss eru sund-laugar á Sauðárkróki,
Hólum, Steinsstöðum, í
Varmahlíð og að Sólgörðum í
Fljótum.
»Sigríður Sigþórsdóttirarkitekt hannaði sund-
laugina, Verkís sá um burð-
arvirki og lagnahönnun og
aðalverktaki var Sveinbjörn
Sigurðsson hf.