Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
✝ Fjóla Gísladóttirfæddist í Hafn-
arfirði 11. janúar
1924. Hún lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 21. mars
2010.
Foreldrar hennar
voru Stefanía María
Jónsdóttir, f. 16.11.
1901 á Seyðisfirði, d.
1987. Faðir hennar
var Gísli Halldórsson,
pípulagninga-
meistari, f. í Sauð-
holti, Ásahreppi,
Rangárvallarsýslu 19. desember
1898, d. 1990. Hálfsystkini Fjólu í
föðurætt eru Þorbjörg og Halldór
Gíslabörn. Stefanía, móðir Fjólu,
giftist Karli Kristjánsyni, f. 1900,
og áttu þau saman fimm börn: Elínu
Margréti, f. 1926, Jón Óskar, f.
1928, d. 1996, Nikolínu Einöru , f.
1929, d. 2007, Karl Magnús Svavar,
f. 1931, og Evu Bryndísi, f. 1935, d.
1987.
Fjóla og Gunnlaugur Lárusson
gengu í hjónaband 14. september
1946 en áður höfðu þau eignast
tvær dætur, Stefaníu
Erlu, f. 1942, og Ólöfu
Kristínu, f. 1943, síð-
an eignuðust þau Lár-
us, f. 1949, Jónínu, f.
1954, og Margréti, f.
1959.
Allan sinn búskap
bjuggu Fjóla og
Gunnlaugur í Reykja-
vík, lengst af í Skeið-
arvogi 11, eða í sam-
fellt 45 ár.
Barnabörnin eru 10
talsins og lang-
ömmubörnin eru orð-
inn 12.
Fjóla var alla sína búskapartíð
heimavinnandi húsmóðir, vakin og
sofin yfir velferð barna sinna. Fjöl-
skyldan var henni allt. Hún var
mikil handavinnukona, saumaði og
prjónaði svo að segja allt á börnin.
Má með sanni segja að henni féll
aldrei verk úr hendi. Blómakona
var hún mikil og annaðist þau eins-
og börnin sín.
Útför Fjólu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 31. mars 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
Hún mamma er dáin, eftir langa
og erfiða baráttu við hinn íllvíga
sjúkdóm, sem hún greindist með fyr-
ir tæpum 4 árum. Eftir margar að-
gerðir steig hún alltaf upp aftur,
kvartaði aldrei, þó maður sæi að hún
væri sárþjáð, sigurviljinn og kraft-
urinn var svo mikill. Hún ætlaði sér
heim aftur, en í þetta sinn gekk það
ekki.
Þessi fallega, smávaxna kona sem
kvartaði aldrei, hvort sem var í
verkjum, sorg eða í lífsins átökum,
lifði fyrst og fremst fyrir fjölskyldu
sína og velferð hennar.
Eiginmaður, börn, barnabörn og
langömmubörn voru henni allt.
Barnabörnin og langömmubörnin
gáfu henni mikla gleði og sól í hjarta,
enda voru þau dugleg að heimsækja
ömmu Fjólu og Gunnlaug afa á
Sléttuveginn.
Mamma var mikil húsmóðir og þá
meina ég húsmóðir með stórum stöf-
um. Við áttum heima í Skeiðarvogi
11 flest okkar uppvaxtarár, en pabbi
byggði þar raðhús, sem við fluttum í
þegar ég var 5 ára. Áttu þau þar
heima í 47 ár.
Í uppvexti okkar systkina minnist
ég þess að mamma var alltaf heima
og tók á móti okkur þegar við kom-
um heim úr skólanum. Tilbúin með
heitan mat eða annað góðgæti á
borðum. Ekki var það svo sjaldan
sem vinir okkar og skólafélagar
komu með til að fá eitthvað í svang-
inn heima hjá mömmu Fjólu í Skeið-
arvogi.
Mamma var mikil handavinnu-
kona. Hún saumaði og prjónaði mik-
ið alla ævi og vann margoft nætur-
langt við þá iðju. Handavinna hennar
var listavel gerð. Ég hef alltaf haldið
því fram að hún hafi verið sjálf-
menntaður listamaður, því aldrei fór
hún í hannyrðaskóla eða á önnur
námskeið, heldur lærði af sjálfri sér
og sinni reynslu.
Blóm hafði hún mikið yndi af og
lagði mikið uppúr að skapa okkur og
heimili okkar fallegt og gott um-
hverfi.
Hennar verður sárt saknað.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku pabbi, sorgin er sár eftir allt
að 70 ára samveru með mömmu.
Guð styrki þig og verndi á erfiðum
tíma.
Jónína.
Elsku mamma mín.
Það er stundum sagt að ég sé svo-
lítill mömmustrákur en í mínum
huga er það bara allt í lagi, ég átti
nefnilega frábæra mömmu. Það væri
hægt að segja margt um hana
mömmu en þess þarf eiginlega ekki,
því þeir sem þekktu hana vissu fyrir
hvað hún stóð. Hæglát, ljúf og harð-
dugleg húsmóðir, eiginkona,
mamma, amma og langamma. Heim-
ilið var hennar vígi, þar var allt í röð
og reglu. Hún naut þess að hafa fínt í
kringum okkur. Heimili mömmu og
pabba í Skeiðarvogi 11 var alltaf opið
fyrir alla okkar vini en þó bundumst
við sérstökum og einstökum vináttu-
böndum við fjölskylduna á Skeiðar-
vog 1.
Ég bjó alllengi fyrir norðan og
þegar ég var að koma í heimsókn þá
vissu systur mínar það alltaf því að
mamma bakaði alltaf súkkulaðitertu
sem enginn fékk að snerta og heyrð-
ist þá í systrum mínum „Er nú elsku
drengurinn að koma?“ Mamma elsk-
aði að hafa blóm hjá sér en einnig var
hún mikil hannyrðakona og var t.d.
nýbúin að prjóna peysur á afastelp-
urnar mínar, Telmu Ýr og Hebu á
Akureyri. Þeirri yngri fannst sín svo
æðislega falleg að hún harðneitaði að
fara úr henni á leikskólanum þó að
hún væri orðin rennsveitt og rauð í
framan.
Elsku mamma mín, ég þakka þér
fyrir þessi 60 ár sem ég fékk að vera
samvistum við þig. Ég bið algóðan
Guð að leiða þig á nýjum vegum og
ég bið um styrk og stuðning okkur til
handa, þá sérstaklega pabba sem sér
á eftir ástkærum ævifélaga. Þín er
sárt saknað.
Að minnast góðrar móður
er mannsins æðsta dyggð
og andans kærsti óður
um ást og móðurtryggð.
Hjá hennar blíðum barmi
er barnsins hvíld og fró.
Þar hverfa tár af hvarmi
og hjartað fyllist ró.
(Freysteinn Gunnarsson.)
Þinn sonur,
Lárus Gunnlaugsson.
Elsku amma mín.
Minningarnar eru óteljandi þegar
ég reyni að setja eitthvað niður á
blað, en ég geymi þær í huga mínum.
Ég man alltaf þegar ég kom til
ömmu og afa í Skeiðarvoginn, þá var
alltaf allt gert fyrir mig: „viltu ekki
borða, viltu grjónagraut, viltu vöfflur
eða eigum við að baka hjónabands-
sælu“. Og alltaf valdi ég grjóna-
grautinn.
Á sumrin fór ég stundum með
ömmu í garðinn því amma var með
græna fingur og garðurinn hennar
var alltaf glæsilegur. Amma og afi
komu oft á sumrin í sumarbústaðinn
okkar og áður en maður vissi af var
amma farin að taka til hendinni í
gróðrinum. Þú og afi hafið alltaf
stutt mig í mínu söngnámi og fylgt
mér eftir með því að mæta á tónleika
og hvatt mig áfram.
Mig langar til að þakka fyrir allar
þær góðu minningar sem við áttum
saman.
Fjóla Gísladóttir
FYRIR skömmu fór
fram umræða á síðum
Morgunblaðsins um
kostnað við auga-
steinsaðgerðir á Ís-
landi. Þar kom fram að
kostnaður við auga-
steinsaðgerðir á Land-
spítala væri meira en
þrefalt lægri en verð
fyrir slíkar aðgerðir á
Norðurlöndunum. Því
var haldið fram að kostnaðartölur
Landspítalans væru svo lágar að þær
væru ótrúlegar og það gæti ekki stað-
ist að þjónusta veitt á Íslandi væri
margfalt ódýrari en í nágrannalönd-
um.Af þessu tilefni höfum við aflað
upplýsinga um heildarkostnað við
rekstur nokkurra augndeilda á Norð-
urlöndunum, sem telja má sambæri-
legar við augndeild Landspítalans.
Við skrifuðum yfirlæknum viðkom-
andi deilda og báðum um upplýsingar
um árlegan rekstrarkostnað deild-
arinnar og þann íbúafjölda sem þeir
þjónuðu. Svör hafa nú borist frá yf-
irlæknum augndeildanna í Bergen,
Óðinsvéum, Umeå í Svíþjóð og Kuopio
í Finnlandi.
Sjá töflu
Eins og sjá má af meðfylgjandi
töflu er rekstrarkostnaður augndeild-
ar Landspítalans á árinu 2009 miklu
lægri en rekstrarkostnaður augn-
deilda þessara fjögurra háskólaspít-
ala. Augndeildin er rek-
in fyrir 28-43%
kostnaðar augndeilda í
nágrannalöndum, að
teknu tilliti til fólks-
fjölda, sem hver há-
skólaspítali þjónar.
Þessir háskólaspítalar
eru um margt sam-
bærilegir Landspít-
alanum. Þeir þjóna
fólksfjölda sem er af
sömu stærðargráðu og
Íslendingar og a.m.k.
tveir þeirra eru fremur
afskekktir. Auðvitað verður að gera
ýmsa fyrirvara við grófan sam-
anburð sem þennan. Háskólaspít-
alarnir í nágrannalöndum okkar hafa
með sér margs konar samvinnu og
skiptast á verkefnum. Þannig sinna
þessir háskólaspítalar tilteknum
verkefnum fyrir stærri fólksfjölda,
en senda á móti frá sér önnur sér-
hæfð verkefni til annarra háskóla-
spítala í landinu. Vegna land-
fræðilegrar einangrunar verður
Landspítalinn hins vegar að hafa til
staðar sérfræðinga og sérhæfðan
tækjabúnað til nær allra verkefna.
Að hluta til skýrist munurinn á milli
Íslands og hinna Norðurlandanna á
gengisskráningu íslensku krón-
unnar. Hún á þátt í því að launa-
kostnaður er margfalt lægri hér en á
öðrum Norðurlöndum, en á móti
kemur að aðföng og lyf koma í flest-
um tilvikum frá útlöndum. Þessi lági
rekstrarkostnaður á augndeild
Landspítalans hlífir deildinni ekki
við frekari sparnaðarkröfu. Rekstr-
aráætlun ársins 2010 gerir ráð fyrir
því að minnka rekstrarkostnað deild-
arinnar niður í u.þ.b. 325 milljón
krónur á ári. Það er ekki öfundsvert
verkefni að halda gæðum og afköst-
um uppi með rétt um fimmtung þess
fjár sem sænsku og finnsku augn-
deildirnar þurfa til sams konar starf-
semi. Stærsti hluti þess sparnaðar
liggur í aðgerðum í lyfjamálum, en
einnig er verulega dregið saman í
launakostnaði og fleiru. Þrátt fyrir
að augndeild Landspítalans sé marg-
falt ódýrari en sambærilegar ein-
ingar í nágrannalöndum, þá er ís-
lenska heilbrigðiskerfið í heild ekki
ódýrt í evrópsku samhengi. Sumar
rekstrareiningar eru ódýrar en aðrar
dýrar í slíkum samanburði. Það hef-
ur hins vegar skort á að alþjóðlegur
samanburður sé notaður til þess að
meta rekstrarkostnað, árangur og
gæði einstakra eininga í íslenskri
heilbrigðisþjónustu og finna þannig
þær einingar, sem mest má hagræða.
Ótrúlega ódýrt á Landspítala
Eftir Einar
Stefánsson » Augndeildin er rekin
fyrir 28-43% kostn-
aðar augndeilda í ná-
grannalöndum, að teknu
tilliti til fólksfjölda, sem
hver háskólaspítali
þjónar.
Einar Stefánsson
Einar Stefánsson er yfirlæknir og
prófessor á augndeild Landspítala.
Háskólaspítali -
Augndeild
Kostnaður í
eigin mynt
Kostnaður í ísl.
krónum Íbúafjöldi
Kostnaður
miðað við
320.000 íbúa
Landspítali 450 milljón ÍKR 450 milljónir 320.000 450 milljónir
Kuopio 7 milljón Evrur 1200 milljónir 250.000 1540 milljónir
Umeå 43 milljón SEK 770 milljónir 155.000 1600 milljónir
Odense 69 milljón DKR 1590 milljónir 450.000 1130 milljónir
Bergen 70 milljón NKR 1470 milljónir 450.000 1050 milljónir
SORPA, sameign-
arfélag 7 sveitarfélaga,
hefur smám saman ver-
ið að fjölga gjald-
stofnum í endur-
vinnslustöðvum sínum
gagnvart ein-
staklingum. Þannig er
ekki langt síðan byrjað
var að taka móttöku-
gjald af einstaklingum,
sem þurftu að losa sig
við lítið magn (smábílsfarm) af
steypu- eða múrbrotum eða þá hluta
innréttingar. Nú um áramótin hófst
svo gjaldtaka af skilum á jarðvegs- og
garðúrgangi. Ákvörðun um síðast
töldu gjaldtökuna má lesa í fund-
argerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. des-
ember síðastliðnum, sem finna má á
heimasíðu fyrirtækisins: „Stjórn sam-
þykkir eftirfarandi fyrirkomulag: Við-
skiptavinum sem koma með jarðveg
eða garðaúrgang á endurvinnslu-
stöðvar eftir 1. janúar 2010 ber að
greiða móttökugjald 3.140 kr. m. vsk.
per rúmmeter. Þeir sem koma með
gras eða greinar klipptar eða heilar fá
afhentan miða eða spjald þegar
greiðslan hefur verið innt af hendi, þar
sem fram kemur að hann eigi kost á að
fá afhentan ½ rúmmeter moltu/
moltublöndu að verðmæti 2.270 kr
m.vsk. á móti hverjum 1 rúmmeter af
ofangreindum garðaúrgangi meðan
birgðir endast. Moltan fæst afhent á
endurvinnslustöðvum SORPU bs í
júnímánuði ár hvert.“ Sorpa útfærir
gjaldtökuna þannig, að greiða skal 790
kr. fyrir allt að ¼ hluta úr m3, 1580 kr.
fyrir allt að ½ m3 og svo koll af kolli. Í
þessu felst að sá sem kemur með
minnsta magn eða hálf-
an svartan ruslapoka af
afklippum nú í mars eða
grasi í sumar þarf að
greiða þátttökugjald í
verkefninu „Vor í lofti“
eða fegrunarskatt að
upphæð 790 kr. og þeir
sem eru stórtækari í
hreinsunarátakinu og
fara margar ferðir eða
með mikið magn greiða
mun meira Í staðinn er
hægt að fá moltu eins og
tilgreint er í fundargerð-
inni, ef svo heppilega vill til, að eitt-
hvað verði til! Í auglýsingu hvetur
Reykjavíkurborg borgarbúa til að
„snyrta, fegra og hreinsa burt óhrein-
indi í nágrenni við heimili sín frá og
með 29. mars“ með annarri hendinni,
en með hinni hefur hún falið stjórn-
armönnum sínum í Sorpu að inn-
heimta fegrunarskatt af þeim borg-
arbúum sem svara kalli og koma
glaðhlakkalegir með afrakstur erfiðis
síns í endurvinnslustöðvarnar.
Breytt viðhorf
sveitarfélaganna
Árum saman gátu íbúar Reykjavík-
urborgar farið með afklippur út í lóða-
mörk á vorin þar sem þær voru hirtar,
þetta var gert undir slagorðinu hreins-
unardagar eða „Hrein torg fögur
borg“. Á hreinsunardögum mátti sjá
garðúrganga við næstum hvert hús.
Rökin fyrir hreinsunardögum voru
væntanlega að hvetja íbúana til sam-
eiginlegs átaks borgaryfirvalda og
borgarbúa til þess að fegra umhverfi
borgarinnar. Borgaryfirvöld telja skv.
auglýsingunni enn fulla þörf á sameig-
inlegu átaki með borgarbúum, en sjá
nú einnig sóknarfæri til skattlagn-
ingar í verkefninu. Fróðlegt væri að
vita hvaða heildartekjum þessum nýja
skattstofni er ætlað að skila og hvað
rök sveitarfélögin hafa fram að færa?
Ef rökin kynnu að vera þau, að þeim
sem nota þessa þjónustu beri að
greiða fyrir hana á það sama aug-
ljóslega við um margt annað sem
sveitarfélögin koma að.
Afleiðingar
Afleiðingar þessara ákvarðana
sveitarfélaganna til skemmri tíma litið
gætu orðið þær, að garðúrgangur yrði
skilinn eftir vítt og breitt um borg og
bý eins og tíðkaðist á árum áður, en til
lengri tíma óhrein og illa hirt borg.
Tímasetning nýrrar skattlagningar,
séu einhver rök fyrir henni, er afleit
eins og ljóst má vera, margir borg-
arbúar eru því miður atvinnulausir um
þessar mundir og enn aðrir hafa þurft
að taka á sig umtalsverða kjaraskerð-
ingu, þannig að ný skattlagning er úr
takti við raunveruleikann í dag. Aug-
ljóslega heggur nú sá er hlífa skyldi.
Undirritaður hvetur sveitarfélögin,
eigendur Sorpu, til að endurskoða
fyrri ákvörðun og halda áfram á fyrri
braut sameiginlegs hagsmunamáls
borgaryfirvalda og íbúa um fallegt og
snyrtilegt borgarumhverfi.
„Vor í lofti“ – Nýr skattstofn
sveitarfélaganna
Eftir Gylfa
Sigurðsson » Afleiðingar þessara
ákvarðana sveitarfé-
laganna til skemmri
tíma litið gætu orðið
þær, að garðúrgangur
yrði skilinn eftir vítt og
breitt um borg og bý
Gylfi Sigurðsson
Höfundur er verkfræðingur.