Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
✝ SigurðurBjörgvin Svan-
bergsson fæddist í
Lögmannshlíð 16.
júlí 1920. Hann lést
á dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri
þann 24. mars síð-
astliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 7. nóv-
ember 1899, d. 4.
febrúar 1926, og
Svanberg Sig-
urgeirsson, vatns-
veitustjóri á Akureyri, f. 14. júní
1887, d. 11. júní 1961. Systkini
Sigurðar eru Fanney Soffía,
Laufey, Sigurgeir og Sumarliði.
Þau eru öll látin. Systkini sam-
feðra eru Hörður, Guðrún, Héð-
inn (látinn) og Regína (látin).
Sigurður kvæntist 21. júní
1943 eftirlifandi eiginkonu Ástu
Sigurlaugu Jónsdóttur, f. 4. októ-
ber 1922. Foreldrar Ástu voru
Elinóra Guðbjartsdóttir, f. 1.
september 1898, d. 4. ágúst 1971,
og Jón S. Hermannsson, f. 29.
júní 1894, d. 29. desember 1991.
Börn Sigurðar og Ástu: 1) Guð-
rún Elín, f. 1943. Sonur: Einar
Guðni Valentine, f. 1987, sam-
býliskona Gísley Sesselja Hrafns-
verkamaður, pípulagningamaður
og verkstjóri. Sigurður tók við
starfi vatnsveitustjóra 1954 og
gegndi því til 1990. Við starfslok
hafði hann unnið hjá Vatnsveitu
Akureyrar í 58 ár. Árin í starfi
vatnsveitustjóra voru annasöm
og krefjandi. Öflug leit að vatns-
bólum og virkjun þeirra stóð frá
1958 til 1972, er næg og góð
vatnsból á Vaglaeyrum voru tek-
in í notkun. Skrifstofu- og verk-
stæðisbygging reis á Rang-
árvöllum 1981 fyrir alla
starfsemina. Hann lét kanna hag-
kvæmni vatnsútflutnings 1982-
1984. Sigurður var söngmaður
og átti langan og gæfuríkan feril
sem kórmaður og einsöngvari í
64 ár. Hann hafði hljómfagra
bassa-baritónrödd og söng óslitið
með karlakórnum Geysi frá 1939
til 1990. Síðar með karlakórnum
Geysi – eldri félögum til 2002.
Hann sinnti ýmsum félagsstörf-
um fyrir báða kórana. Söng í
kirkjukór Akureyrar um árabil
og tók þátt í sönghópi sem síðar
varð Geysiskvartettinn. Sigurður
starfaði til 2002 með hópi sem
kallar sig Karlaraddir og syngur
við kirkjulegar athafnir. Árið
2002 hafði hann, fyrir hönd
karlakórsins Geysis – eldri fé-
laga, umsjón með útgáfu á geisla-
disk með þversniði af söng Geysis
í 80 ár.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 31. mars
2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jarðsett verður að Lögmanns-
hlíð.
dóttir, f. 1988. 2)
Smári Svanberg, f.
1947, kvæntur
Nönnu K. Sigurð-
ardóttur, f. 1947.
Synir: a) Hannes
Þór, f. 1967, kv.
Steinunni Jóns-
dóttur, f. 1968. Þau
skildu. Þeirra börn
Nanna Katrín, f.
1994, og Jón Bragi,
f. 1997. Sambýlis-
kona Unnur Sig-
urðardóttir, f.
1966. Þeirra barn
er Hanna María, f. 2004. Dóttir
Unnar er Sigurbjörg Nanna, f.
2000. b) Sigurður Víðir, f. 1969.
3) Hrafn Óli, f. 1956. Synir: a)
Gunnar Ingi, f. 1984. b) Stefán
Oddur, f. 1994. Sambýlismaður
David N. Ekström, f. 1950. 4) Sig-
urður Arnar, f. 1964, kvæntur
Hörpu Gunnarsdóttur, f. 1965.
Börn: a) Ásta, f. 1983, sambýlis-
maður Jón Eggert Hallsson, f.
1980. Sonur óskírður, f. 2010. b)
Sigurður Aron, f. 1994. c) Viktor,
f. 2002.
Sigurður lauk sveinsprófi í
pípulögnum og fékk meist-
araréttindi í sömu grein 1964.
Árin 1932-1954 starfaði hann hjá
Vatnsveitu Akureyrar sem
Samfylgd við góðan tengdaföður í
rúmlega 40 ár er nú lokið. Kveðju-
stund kallar fram straum minninga
frá fyrstu kynnum til þessa dags. Sig-
urður var mannkostamaður, heil-
steyptur og hlýr. Hann var nýjunga-
maður en jafnframt fastheldinn á það
gamla með tengingu við gengnar
kynslóðir. Var af duglegu fólki kom-
inn, bændum og landpóstum, mann
fram af manni. Móðurmissir við 5 ára
aldur setti svip sinn á barnssálina og
undirtónar sorgarinnar skópu árin
sem fóru í hönd. Frá unga aldri vand-
ist hann á að vinna og taka ábyrgð.
Sigurður sagði okkur frá ýmsu í
þessa veru úr uppvextinum og hin
síðari ár festi hann sumt af því á blað.
Hann lagði áherslu á það í lífinu að
eignast traust og öruggt heimili. Sig-
urður var rausnarlegur heim að
sækja, vildi hafa góðan mat á borðum
og vel fram borinn. Gestgjafahlut-
verkið fórst honum vel úr hendi en
eins og margir aðrir góðir gestgjafar
átti hann erfiðara með að þiggja, vildi
ekki láta hafa fyrir sér. Hann var
skipulagður og stundvís sem í hans
tilfelli táknaði að vera mættur á stað-
inn hálftíma fyrir áætlaðan tíma. Sig-
urður var og kappsamur með það
sem hann tók sér fyrir hendur og
gekk ekki frá hálfköruðu verki. Þess-
ir eiginleikar komu sér vel við ævi-
starfið hjá Vatnsveitu Akureyrar.
Þegar hann hóf þar störf voru skófla
og haki nánast einu verkfærin sem
unnið var með. Þessu breytti Sigurð-
ur og tileinkaði sér sem best allar
þær nýjungar á sviði véla og tækni
sem létta mættu störfin og fjárhagur
bæjarins leyfði.
Söngur var Sigurði í blóð borinn en
föðurfólk hans hafði fallegar raddir.
Frægar „söngmessur“ voru haldnar í
Lögmannshlíðarkirkju þar sem sr.
Geir Sæmundsson sem var fallegur
tenór tónaði frá altarinu og systkinin
í Lögmannshlíð sungu raddað. Þetta
er ein af sögunum hans Sigurðar sem
skiptu hann máli. Söngurinn var hans
líf og yndi alla tíð og tók hann þátt í
sönghópum fram yfir áttrætt.
Sigurður var gæfumaður í einka-
lífi. Hann gekk ungur að eiga Ástu
sína, sem ættuð er frá Aðalvík við
Ísafjarðardjúp. Þau giftu sig á Stað í
Aðalvík 1943. Þar var ekki tjaldað til
einnar nætur eða brúðkaup haldið
með hraði. Enda þótt Aðalvík væri
ennþá í blómlegri byggð á þessum
tíma var það heilmikið ferðalag fyrir
hin væntanlegu brúðhjón að komast
þangað. Þau Sigurður og Ásta hafa
verið samstiga í lífinu. Glímt við mót-
læti og erfiða sjúkdóma hin síðari ár
af dugnaði og æðruleysi. Þau eiga
fjögur uppkomin börn og myndarleg-
an hóp afkomenda. Fjórða langafa-
barnið leit dagsins ljós um það leyti
sem Sigurður kvaddi þetta líf. Það
hefur minnt okkur á hve þær systur
sorgin og gleðin fara oft hönd í hönd.
Nú þegar sól Sigurðar er til viðar
gengin er þakklæti efst í huga. Þakk-
læti fyrir það hvernig hann tók á móti
mér þegar ég kom inn í fjölskylduna.
Hin tengdabörnin hafa sömu sögu að
segja. Drengirnir okkar Smára voru
fyrstu barnabörn Sigurðar og Ástu.
Þeir geyma í hjarta sínu ævintýrið
um afa og ömmu á Akureyri. Öll
barnabörnin og langafabörnin hafa
átt sérstakan sess hjá Sigurði og
Ástu. Fjölskyldan kveður hann með
virðingu og þökk.
Nanna Sigurðardóttir.
Mig langar til að minnast elskulegs
tengdaföður míns Sigurðar B. Svan-
bergssonar í nokkrum orðum en
hann kvaddi þennan heim 24. mars sl.
Ég var ekki nema 15 ára þegar ég
kynntist Sigurði Arnari, yngsta syni
Sigurðar og Ástu þannig að það eru
orðin 30 ár síðan ég kynntist Sigurði
B. Svanbergssyni og betri tengdaföð-
ur er ekki hægt að hugsa sér. Aldrei
féll skuggi á okkar samskipti og við
náðum alveg sérstökum tengslum og
gátum talað um allt milli himins og
jarðar. Milli okkar ríkti alltaf gagn-
kvæm virðing og við treystum hvort
öðru fullkomlega. Ég held að Sigurði
hafi fundist ég vera meira eins og
dóttir hans heldur en tengdadóttir
því ég var svo ung þegar ég flutti inn
á heimili þeirra.
Öll menntaskólaárin okkar bjugg-
um við hjá Sigurði og Ástu í Eyr-
arlandsveginum með Ástu litlu dótt-
ur okkar og betra atlæti er ekki hægt
að finna. Þau vildu allt fyrir okkur
gera til að okkur öllum liði sem best
og studdu okkur á allan hátt. Það eru
ófáar stundirnar sem Ásta litla varði
með afa sínum og ömmu sem aldrei
létu okkur finna að þau vantreystu
okkur sem foreldrum þó við værum
mjög ung þegar hún fæddist.
Sigurður missti móður sína mjög
ungur og þurfti snemma að fara að
bjarga sér sjálfur, ég held að sú
reynsla hafi mótað hann alla tíð því
hann lagði mikið upp úr því að veita
vel og var mjög umhugað um að allir
fengju nóg, bæði gestir og gangandi
og ekkert hjá honum var skorið við
nögl, hvort sem talað er um gjafir til
fjölskyldunnar eða matar- og kaffi-
boð, alltaf svignaði borðið undan
kræsingum hjá tengdaforeldrum
mínum.
Sigurður var góður bassasöngvari
og mikill söngáhugamaður og mikið
þótti mér vænt um þegar hann lét
setja hljómplötuna mína sem ég söng
inn á, þegar ég var barn, á geisladisk
og færði mér að gjöf. Sigurður var
göfugmenni, heiðarlegur og traustur
og var fjölskyldan honum afar mik-
ilvæg og var honum umhugað um að
öllum liði og vegnaði vel. Hann var
mikill Akureyringur og voru skipu-
lagsmál bæjarins honum afar hug-
leikin og var hann mjög framsýnn og
metnaðarfullur í skoðunum sínum
um þróun bæjarins. Elsku Sigurður
minn, nú ert þú kominn í annan heim,
heim sem þú hafðir áhuga á og trúðir
að lífið héldi áfram eftir þessa jarð-
vist. Ég veit að þú heldur áfram að
fylgjast með okkur öllum og passa
upp á okkur eins og þú varst vanur að
gera í lifanda lífi. Þín er sárt saknað
af okkur öllum. Guð blessi þig, kæri
vinur.
Þín tengdadóttir,
Harpa Gunnarsdóttir.
Sigurður Björgvin
Svanbergsson
HINSTA KVEÐJA
Þegar við kveðjum einstakan
afa viljum við þakka af heilum
hug hans framlag til bernsku-
ára okkar. Reykjavíkur-
strákarnir voru alltaf velkomn-
ir til Akureyrar þar sem hann
leyfði okkur að þvælast með sér
um sinn bæ og vinnustað eins
og ekkert væri sjálfsagðara.
Hann var eins og afi úr bók.
Blessuð sé minning hans.
Hannes og Sigurður.
Við eigum bara góðar minn-
ingar um afa. Hann tók alltaf
svo vel á móti okkur og passaði
upp á að hafa á borðum það sem
okkur fannst gott. Afi var mikill
K.A. maður og það erum við
líka. Við kveðjum afa með sökn-
uði.
Gunnar Ingi og Stefán Oddur.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Björgvin Svanbergsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Sigríður Ásgeirs-dóttir fæddist 3.
september 1958.
Foreldrar Sigríðar
voru Ásgeir Gíslason
skipstjóri f. 1926, d.
1983 og Hildur Ein-
arsdóttir Frímann f.
1927, d. 1994. Sigríður
átti fimm systkini; Jón
f. 1947, d. 1974, Gísli f.
1949, Brynja f. 1951,
d. 1981, Ásgeir f. 1962,
d. 2000 og Kristín f.
1964.
Fyrstu æviárin bjó
Sigríður í Hafnarfirði en fluttist árið
1960 með fjölskyldu sinni í vesturbæ
Kópavogs, þar sem hún sleit barns-
skónum. Sigríður gift-
ist árið 1980 Jenna
Guðjóni Axelssyni,
þau skildu. Sigríður
og Jenni eiga saman
tvö börn, Jenný Hildi
Clausen og Brynjar
Örn Clausen. Jenný
Hildur á eina dóttur,
Söru Lind Ómars-
dóttur.
Sambýlismaður Sig-
ríðar var Guðjón Sig-
urðsson f. 1951, d.
2009.
Útför Sigríðar fer
fram frá Laugarneskirkju miðviku-
daginn 31. mars 2010 og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku mamma mín. Ég kveð þig
með söknuði í hjarta. Minningu þinni
verður haldið lifandi, fallegrar mann-
eskju með einstaklega fallegt hjarta.
Við systkinin erum búin að fá mikinn
stuðning í sorginni. Það er yndislegt
að heyra hversu mörgum þótti vænt
um þig. Gjafmildari manneskju er
erfitt að finna. Þó þú hafir ekki haft
mikið á milli handanna þá vildir þú
alltaf gleðja aðra með fallegum per-
sónulegum gjöfum.
Þú varst svo barngóð og börn
hændust að þér. Sara Lind saknar
ömmu sinnar sárt. Hún var svo mikil
ömmustelpa. Þú veittir henni óskipta
athygli þegar þið voruð svo oft tvær
að dúlla saman. Sátuð tímunum sam-
an að föndra og fóruð í dýrabúðir
enda báðar miklir dýravinir. Þennan
tíma sem hún átti með þér getur eng-
inn tekið frá henni og hún mun búa að
honum og hugsa til hans þegar fram
líða stundir.
Það sama gildir um okkur Brynjar.
Við erum búin að sitja tímunum sam-
an undanfarna daga og rifja upp barn-
æskuna. Þú lifðir fyrir okkur börnin
þín. Vannst baki brotnu til að veita
okkur eins gott líf og þú mögulega
gast. Þú varst mamman sem lést eigin
þarfir sitja á hakanum til að geta gert
eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þín
en þú reyndir að fara með okkur til út-
landa annað hvert ár. Það var allt
sparað til svo við gætum átt þann tíma
saman. Yndislegar minningar renna í
gegnum hugann þegar við systkinin
sitjum saman og skoðum myndir frá
þessum ferðalögum og öllu því fólki
sem við kynntumst og eru jafnvel vinir
okkar enn í dag. Þetta er sú minning
sem við munum halda á lofti.
En elsku mamma, lífið var þér ekki
alltaf auðvelt og á unglingsárum mín-
um ágerðust veikindi þín. Ég veit þú
reyndir að vera sterk fyrir okkur
Brynjar, elsku mamma. Núna ertu
komin á betri stað og það er sú hugsun
sem huggar okkur í sorginni. Ég veit
og finn að þú ert nú búin að fá hvíld og
frið og finnur ekki lengur fyrir veik-
indum þínum. Það eru svo margir sem
þú elskar og elska þig sem taka vel á
móti þér á nýjum stað. Mamma þín og
pabbi, systkini þín Jón, Brynja og Ás-
geir og maðurinn þinn, hann Guðjón,
sem lést núna stuttu fyrir jól, fá nú að
njóta kærleika þíns. Hvíl í friði, elsku
mamma. Ég elska þig.
Þín dóttir,
Jenný Hildur Clausen.
Elsku mamma mín, ég á eftir að
sakna þín svo mikið. Þú varst svo ynd-
islega góð alltaf. Þú hafðir bestu sál
sem ég veit um. Varst alltaf að reyna
að hjálpa þeim sem áttu um sárt að
binda og vildir öllum vel enda áttir þú
aldrei neitt annað en gott skilið. Í öll-
um þínum veikindum stóð ég alltaf við
hliðina á þér og lét þig vita hvað ég
elskaði þig mikið. Þú gafst mér óend-
anlega sterka ást.
Ég mun aldrei gleyma okkar sein-
ustu stund saman þegar þú sagðir mér
frá veikindum mínum í barnæsku.
Þegar ég var tveggja ára gamall upp á
barnaspítala og læknarnir þurftu að
vera fimm til að reyna halda mér með-
an þeir reyndu að koma í mig sýkla-
lyfjum en ég barðist svo kröftuglega á
móti að það var ekki fyrr en þú komst
inn um dyrnar, þá sagðirðu mér að ég
hefði verið kallandi á þig með tárin í
augunum. Þú kemur og tekur mig upp
og um leið róast ég niður, því þú varst
komin, því hjá þér var ég öruggur. Það
var ekki fyrr en þá sem þeir komu í
mig lyfjunum. Þessi saga snerti mig
mikið og sagði mér hversu sterklega
ég elskaði þig og hversu mikið ég á
eftir að sakna þín.
Ég veit núna að þú ert hjá foreldr-
um þínum og systkinum og mér líður
svo vel að vita af þér þar öruggri og
þurfa ekki lengur að bera þunga
hlekki veikinda þinna. Í minningu
minni munt þú lifa sem hörkudugleg
kona með yndislega góða sál og þetta
fallega bros sem lifði, ekkert nema
heiðarleiki og góð trú. Góða nótt,
mamma mín. Ég elska þig af öllu
hjarta og ég veit að við munum hittast
aftur á betri stað.
Þinn sonur,
Brynjar Örn Clausen.
Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég
mun sakna þín sárt og erfitt verður
að kveðja þig en ég veit að núna ert
þú á betri stað þar sem þú færð að
hitta mömmu þína og pabba, systk-
ini þín, Jón, Brynju og Ásgeir, og
manninn þinn, Guðjón. Þú varst ein
gjafmildasta manneskja sem ég hef
kynnst. Ég man að þú gafst manni
alltaf fyrirfram afmælis- og jólgjafir
en samt komstu alltaf með aðra gjöf
á sjálfan afmælisdaginn og á jólun-
um. Við áttum margar góðar stund-
ir saman og þegar ég var aðeins
yngri föndruðum við mikið saman,
fórum í göngutúra út á Gróttu, fór-
um saman og fengum okkur ís á
góðum sumardegi og margt fleira
skemmtilegt. Við gátum talað sam-
an um allt mögulegt, mér fannst
alltaf gott að tala við þig og ef mér
leið illa þá hresstirðu mig alltaf við.
Rétt eftir að Guðjón dó þá lýstir þú
því mjög mikið fyrir mér hvað þér
þótti vænt um mig, þú sagðir mér
að þú hefðir svo mikið að lifa fyrir
og ég mun alltaf muna það sem að
þú varst að segja við mig þennan
dag. Þú varst ein yndislegasta og
góðhjartaðasta manneskja sem ég
hef kynnst og ég veit að þín verður
sárt saknað.
Þín
Sara Lind.
Sigríður Ásgeirsdóttir
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Ásgeirsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Til minningar um
hefur Rauða krossi Íslands verið færð gjöf.
Með innilegri samúð
Sendið samúðarkveðju
í minningu um kærkominn
vin og/eða ættingja.
Hringið í síma 5704000
eða farið á raudikrossinn.is
MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS