Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
✝ Áslaug Haf-berg fæddist í
Reykjavík 12. maí
1921. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 17. mars
2010.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarney
Anna Hafberg,
húsmóðir, f. 26.7.
1895 að Hrauni í
Keldudal í Dýra-
firði, d. 20.2. 1938,
og Helgi Sigurgeir
Hafberg, kaup-
maður, f. 2.11. 1896 að Grænhól
á Álfanesi, d. 6.6. 1948. Áslaug
var yngst þriggja systkina,
stúlkubarn f. 7.10. 1918, lést 3
mánaða gömul, síðan Ingólfur
Einar Jens, kaupmaður, f. 7.1.
1920, d. 24.9. 1996. Áslaug átti
einn uppeldisbróður Alfreð, f.
30.4. 1918, d. 6.5. 1926.
Áslaug ólst upp á Berg-
þórugötu 11 í Reykjavík. Það var
margt um manninn á heimilinu,
meðal annars Ingibjörg, föð-
uramma hennar, sem ól upp son-
arson sinn, Þórarin Hafberg.
Nokkur sumur var hún í vist að
Hrepphólum í Hrunamanna-
hrepp og Hraungerði í Hraun-
gerðishrepp. Á þessum árum
kynnist hún Árna Elíassyni
skipasmiði frá Hólshúsum í Gaul-
verjabæjarhreppi f. 11.4. 1917, d.
6.5. 1995. Foreldrar hans voru
Guðrún Þórðardóttir, húsmóðir,
og Elías Árnason, bóndi að Hóls-
húsum í Gaulverjabæjarhr. Árni
átti 8 systkini sem öll eru látin.
Áslaugu, sambýlismaður Magnús
Arason, börn þeirra eru Svan-
fríður Harpa og Ari Þór. b) Jón
Má, sambýliskona Áslaug Jós-
epsdóttir, börn þeirra eru Ólafur
Freyr og Bjarndís Lind, áður átti
Jón Már Þorgeir Má, sambýlis-
kona Anna Katrín Arnfinnsd.,
móðir Þorgeirs er Elín Þor-
geirsd. 4) Bjarney Anna, f. 18.1.
1955, gift Friðfinni Halldórss.,
þau eiga þrjá dætur a) Verna
Kristín, gift Gísla Guðjóni
Ólafss., dóttir þeirra Gabríela
Þórunn, áður átti Gísli soninn
Elvar Örn, móðir hans er Una
Björk Kristófersd. b) Áslaug
Guðfinna, sambýlismaður henn-
ar er Benedikt Þór Jakobsson,
börn þeirra eru Brynja Katrín og
Arnar Kári. c) Maríanna Valdís.
Afkomendur barna Áslaugar eru
32.
Áslaug gekk í barnaskóla
Austurbæjar, hún var virkur fé-
lagi í KFUM og KFUK frá unga
aldri, var hún mörg ár í bas-
arnefnd þar sem hún var meðal
annars um tíma formaður bas-
arnefndar. Árið 1941-42 fór hún í
Kvennaskólann á Blönduósi. Ár-
ið 1955 stofnaði Áslaug ásamt
Margréti Sigurðardóttur barna-
fataverslunina Vögguna á
Laugavegi 12a í Reykjavík, í
sama húsi og fjölskyldan bjó í.
Síðustu 14 árin bjó Áslaug á
Vesturgötu 7 í Reykjavík og tók
virkan þátt í félagsstarfi sem þar
var í boði. Áslaug var mikil hann-
yrðarkona, meðal annars saum-
aði hún öll jólakortin fyrir síð-
ustu jól.
Útför Áslaugar fer fram frá
Dómkirkunni í Reykjavík í dag,
31. mars 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
Áslaug og Árni
giftu sig 3.7. 1943
og eignuðust þau 4
börn. 1) Elías, f.
25.12. 1943, kvænt-
ur Jette Svövu Jak-
obsd., eiga þau þrjú
börn a) Elín Svava,
gift Jóni Bjarna
Steingrímss., börn
þeirra eru Dag-
björt Svava, sam-
býlismaður Þor-
geir Jónsson, börn
þeirra eru Hjörtur
Logi og Aldís Una.
Steingrímur Elías, sonur hans er
Elías Snær, móðir hans er Erla
Lind Gunnarsd. Jette Magnea,
sambýlismaður Eiríkur S. Arn-
dal. Ásta María, unnusti Haukur
Ó. Snorrason. b) Árni kvæntur
Veru Kalashnikova, dóttir þeirra
er Katrín Skuld, áður átti Árni
Þórunni Meredith, móðir hennar
er Serina Meredith, c) Ásta
Bjarney. 2) Helgi Sigurgeir, f.
9.9. 1946, d. 19.9. 1994, var
kvæntur Guðlaugu Björgu
Björnsd., dóttir þeirra er Áslaug,
sambýlismaður hennar er Jó-
hann Páll Sigurðars., synir
þeirra eru Kristján Helgi og
Hrafn Hákon, áður átti Áslaug
börnin Guðlaug Helgu og Sig-
trygg, faðir þeirra er Ellert Sig-
tryggss. 3) Gunnar Viðar, f. 18.3.
1951, sambýliskona hans er
Bjarnveig Valdimarsd., dóttir
þeirra er Katrín Hrönn, sam-
býlismaður hennar er Snorri
Marteinsson, áður átti Bjarnveig
með Jóni Má Gestssyni börnin a)
Elsku besta amma, nú ertu farin!
Það er rosalega erfitt að sjá á eftir
þér en mikil huggun er að vita með
hverjum þú ert núna; afa, Helga,
Ingólfi og öllum hinu. Minningar
tengdar Laugavegi 12a eru margar
og eru næturgistingarnar ofarlega í
hugum okkar, við vorum svo
montnar að amma og afi áttu heima
á Laugaveginum. Það var svo
margt spennandi við að koma í
heimsókn til ykkar enda var mikið
líf og fjör hjá ykkur. Þú varst ró-
lyndismanneskja og leið okkur svo
vel hjá þér. Þú tókst öllum uppá-
tækjum okkar með stökustu ró,
sama hver þau voru. Eftir að afi dó
fluttir þú á Vesturgötuna. Þaðan
eru margar minningar. Einkennd-
ust heimsóknirnar okkar þar af
spjalli og var ættfræðin mikið rædd
enda stórt áhugamál hjá þér. Við
gleymum því aldrei þegar við
kynntum kærastana fyrir þér, það
var viss spenna og kvíði. Þú lést þá
koma til þín, horfa í augun þín og
kleipst þá í kinnarnar … loftið var
spennuþrungið – er hann sam-
þykktur eða ekki? Mikill léttir var
þegar þú samþykktir maka okkar,
enda varstu góður mannþekkjari.
Okkur þykir svo vænt um gleðina
sem þú gafst okkur. Þú varst svo
glöð að geta upplifað stóra viðburði
með okkur; útskriftir, giftingu og
fæðingar litlu molanna þinna. Við
kveðjum þig með miklum söknuði,
elsku amma, eftir lifa fallegar og
góðar minningar.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Saknaðarkveðja og risaknús frá
okkur systrum.
Við elskum þig að eilífu.
Verna Kristín, Áslaug
Guðfinna og Maríanna
Valdís Friðfinnsdætur.
Það er komið að kveðjustund, nú
ertu farin elsku Ása. Minningarnar
líða um hugann og mitt í táraflóðinu
myndast lítið bros og við minnumst
alls þess góða og skemmtilega sem
lífið gaf. Alveg frá því ég man fyrst
eftir mér hefur þú verið hluti af lífi
mínu. Merkilegt hvað við vorum
tengd, ég skildi það ekki alltaf, en
skil það í dag. Þú varst mér sem
önnur móðir og hjarta þitt var fullt
af kærleik til mín og minna. Ég er
þakklátur fyrir það og þakklátur
fyrir svo margt annað.
Þegar við Ásdís byrjuðum að
búa saman fyrir bráðum 17 árum
tókstu henni eins og dóttur og
börnum hennar sem barnabörnum,
strákarnir okkar voru nýbúnir að
heimsækja þig á Eir og höfðu orð á
því að þú eltist bara ekkert og vær-
ir alltaf jafn yndisleg, það voru orð
að sönnu. Heilsan var ekki alltaf
góð en alltaf varstu hress og vildir
vita allt um börnin okkar og hvern-
ig okkur liði, settir ekki sjálfa þig í
fyrsta sætið. Spjall yfir kaffibolla,
hvort sem var á Laugaveginum eða
Vesturgötunni, var notalegt og
fræðandi, þú vissir svo margt og
mikið og varst dugleg að leyfa okk-
ur að fylgjast með fjölskyldu þinni,
það var þitt stolt og þín gleði
hversu vel hópurinn þinn dafnaði
og stækkaði.
Við eigum ótal margar ljúfar
minningar sem ylja okkur um
ókomin ár. Elsku frændfólk, við
vottum ykkur samúð og biðjum
góðan guð að blessa yndislega
konu.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Þinn
Bjarni Ómar, Ásdís og börn.
Látin er ein af uppáhalds frænk-
um mínum, hún Áslaug Hafberg
fyrrverandi kaupmaður á Lauga-
veginum í Reykjavík.
Áslaug frænka, eins og við köll-
uðum hana alltaf, var einstaklega
góð, hjálpleg og velviljuð kona.
Faðir minn, Einar, lengst af búsett-
ur á Flateyri, sagði okkur systk-
inunum margar sögur af því þegar
Áslaug hjálpaði honum og bjargaði
úr ýmsum raunum sem hann lenti í
sem ungur og uppreisnargjarn
maður á sínum yngri árum. Pabbi
var ekki sá eini sem Áslaug hjálp-
aði, hún hjálpaði öllum sem til
hennar leituðu og taldi það ekki eft-
ir sér.
Fjölskylda mín frá Flateyri
kynntist sannarlega gestrisni og
góðvild Áslaugar þegar lagt var í
langferð til Reykjavíkur, þá stóð
heimili þeirra Áslaugar og Árna að
Laugavegi 12 alltaf opið fyrir okkur
ferðalangana og gistum við oft þar í
umræddum ferðum. Það var svo
gaman að gista hjá Áslaugu, þar
hittust flestir í fjölskyldunni, bæði
fjarskyldir og náskyldir, enda
heimili þeirra í þjóðbraut við neð-
anverðan Laugaveginn, oft var eins
boðið hefði verið til ættarmóts í
stofunni þeirra. Ég minnist margra
ferða þar sem ég ungur drengur
gisti hjá Áslaugu frænku og við
Viðar, sonur hennar og frændi
minn, fórum margar ævintýraferðir
um miðbæinn og niður í Slipp þar
sem Árni starfaði. Fyrir mig,
sveitastrákinn, voru þessar ferðir
hrein ævintýri og minnist ég þeirra
enn með þakklæti og ævintýra-
ljóma og gott var að koma aftur
heim á Laugaveginn því þar beið
þétt faðmlag og góðgæti.
Eitt af áhugamálum Áslaugar var
ættfræði og ættrækni og tók hún
sig til fyrir 20 árum og tók saman
og gaf út í bókarformi ættartölu
Hraunholtsættar í Garðahreppi.
Bók þessi er hreinn dýrgripur og
fletti ég henni reglulega til að fræð-
ast frekar um forfeður mína og
skyldmenni. Nú er það okkar yngri
afkomendanna að bæta við þessa
bók frá þeim tíma sem bók Áslaug-
ar náði. Þessi bók hefur hjálpað
mörgum, frændum og frænkum, að
nálgast og kynnast frekar skyld-
mennum sínum.
Áslaug var gæfukona í sínu
einkalífi þótt vissulega hafi sorgin
ekki látið hana ósnerta, eiginmaður
Áslaugar var Árni Elíasson, gegn-
heill og grandvar sómamaður og
stóðu þau hjón alla tíð þétt saman
og voru traustir félagar og ólu
börnin sín upp sem góðar fyrir-
myndir og í miklu ástríki.
Mér er sérlega minnisstætt sam-
tal okkar Áslaugar fyrir hálfu öðru
ári, þá vorum við „Hafbergar“ að
undirbúa ættarmót. Við frænka
hittumst og sagði hún mér margar
sögur af ættfeðrum mínum. Sög-
urnar voru vissulega misjafnar en
frásögn hennar snerist um að koma
á framfæri því jákvæða og besta
sem býr í okkur öllum og kenndi
það mér margt.
Nú við leiðarlok vil ég, og við öll
Einarsbörn frá Flateyri, þakka Ás-
laugu frænku og allri hennar góðu
fjölskyldu fyrir velvild og stuðning
við okkur og þann mikla vinarhug
sem hún bar alltaf til okkar og allt
það góða sem hún kenndi okkur.
Um leið og við kveðjum mikla
sómakonu viljum við senda samúð-
arkveðjur til barna hennar og fjöl-
skyldna. Allar góðu minningarnar
um Áslaugu frænku munu lifa.
Ægir E. Hafberg
og systkinin frá Flateyri.
Áslaug Hafberg er ein af KFUK-
konunum sem ég man eftir sem
barn. Hún var verslunarkona og
rak verslun á Laugaveginum og ég
man eftir hvað mér fannst það
merkilegt að koma inn í litla og
troðfulla búðina af barnafötum.
Áslaug var félagskona í KFUK
frá unga aldri og sýndi afar mikla
tryggð við félagið. Í huga mínum
átti hún tvö óskabörn í félaginu:
Basar KFUK og Vindáshlíð, auk
þess sótti hún vel AD-fundi meðan
hún gat. Hún var í basarnefnd fé-
lagsins í mörg ár og fylgdist vel
með og hafði yndi af að koma á bas-
arinn meðan heilsan leyfði og fagna
með félagskonum á þessum hátíð-
isdegi sem basarinn er. Áslaug var
í vinnuhópi hjá Helgu Friðriksdótt-
ur frá upphafi sem vann að und-
irbúningi basarins mikinn hluta
ársins. Hún lánaði verslunarglugga
sinn til að sýna basarmuni í mörg
ár fyrir basarinn.
Kynni okkar Áslaugar endurnýj-
uðust í Vindáshlíð þegar ég var í
stjórn sumarbúðanna fyrir mörg-
um árum. Hún kom í kvennaflokka
eins lengi og hún gat og herbergi
hennar var Lækjarhlíð. Hún átti
sitt herbergi eins og aðrar „stelp-
ur“ sem koma í Hlíðina og naut
þess í ríkum mæli og oft var hlegið
dátt en hún hafði einstaklega smit-
andi hlátur. Áslaug var mjög kær-
leiksrík kona og faðmur hennar var
einstaklega hlýr eins og hún vildi
umvefja alla með ástúð sinni. Það
fengum við Gyða Karlsdóttir, fram-
kvæmdastjóri KFUM og KFUK,
að finna þegar við heimsóttum
hana á Eir fyrir síðustu jól. Það var
okkur ógleymanleg heimsókn.
Það var einstaklega ánægjulegt
að spjalla við Áslaugu og heyra
hana segja frá starfi KFUM og
KFUK frá liðinni tíð. Hún var haf-
sjór af fróðleik og sagði skemmti-
lega frá og félagið er svo lánsamt
að Þórarinn Björnsson tók upp við-
tal við hana á haustmánuðum um
félagið.
Áslaug var einlæglega trúuð
kona sem setti von sína á Jesú
Krist og bað fyrir öðrum og starf-
inu í Guðsríki. Hún bað öllum
blessunar Guðs sem voru í návist
hennar. Einkunnarorð KFUK eiga
vel við hana: „Ekki með valdi né
krafti heldur fyrir anda minn, segir
Drottinn allsherjar“ (Sakaría 4:6).
Í virðingu og þökk kveðja
KFUM og KFUK kæra félagssyst-
ur.
Við biðjum Drottin að blessa
minningu Áslaugar Hafberg. Að-
standendum hennar færum við
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. KFUM og KFUK,
Kristín Sverrisdóttir.
Áslaug Hafberg HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, við sökn-
um þín svo mikið. Viltu vera svo
góð að vera með okkur, gæta
okkar og vaka yfir okkur? Takk
fyrir öll knúsin og allar stund-
irnar sem við áttum með þér.
Elskum þig endalaust.
Elvar Örn og Gabríela
Þórunn Gíslabörn og
Brynja Katrín og Arnar
Kári Benediktsbörn.
✝
Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar,
HULDU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Hólabraut 5,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Sveinsson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar,
SIGRÍÐAR HILDAR ÞÓRÐARDÓTTUR
vélritunarkennara,
áður til heimilis Sporðagrunni 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar
Hrafnistu í Reykjavík, H-2.
Guðlaug Ingunn Jóhannsdóttir,
Jóhann G. Jóhannsson
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR STEINSSON,
Gullsmára 5,
Kópavogi,
áður garðyrkjubóndi
í Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
24. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00.
Gunnhildur Ólafsdóttir, Agnar Árnason,
Jóhanna Ólafsdóttir, Pétur Sigurðsson,
Steinn G. Ólafsson, Guðrún Sigríður Eiríksdóttir,
Símon Ólafsson, Kristrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.