Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
svörtum b-myndum, sem flestar
sýndu skuggahliðar stórborganna.
Stundum voru þó kunnugleg hryll-
ingsmyndastef tekin upp, eins og í
Dr. Black, Mr. Hyde og jafnvel kú-
rekamyndum voru gerð skil með
Boss Nigger. Í sérstöku uppáhaldi
er hin dökka stórborgarlýsing Ac-
ross the 110th Street frá 1972 og
einnig myndir megaskvísunnar
Pam Grier, Coffy og Foxy Brown.
Undir lok áratugarins má segja að
hin eiginlega blaxploitation-
kvikmyndabylgja hafi liðið undir
lok.
Stórleikstjórar á borð við JohnSingleton og Quentin Tarant-
ino hafa minnt oftsinnis á þessar
gömlu myndir. Minnisstæðust var
Tarantino-myndin Jackie Brown
einmitt með Pam Grier í aðal-
hlutverki. Höfundar Black Dyna-
mite vinna úr menningararfinum á
allt annan hátt heldur en Tarant-
ino. Myndin er drepfyndin skop-
stæling með öllum klisjunum í sam-
tölum, slagsmálunum og eltingar-
leikjunum.
Uppúr stendur þó virðing kvik-
myndagerðarmannanna fyrir
gömlu myndunum. Black Dynamite
heppnast því fullkomlega fyrir
aðdáendur blaxploitation mynda,
en það er einnig óhætt að mæla
með Black Dynamite fyrir þá sem
vilja njóta grófrar gamanmyndar
af bestu sort.
ornthor@mbl.is.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
NUDE magazine heitir nýtt ís-
lenskt tímarit um tísku sem ein-
göngu er að finna á vefnum, og því
vefrit. „Það dettur voða mörgum í
hug nekt og einhver dónaskapur en
það var ekki það sem við höfðum í
huga heldur frekar liturinn nude,
sem er svona hlutlaus. Þá er þetta
svona eins og hlutlaus grunnur fyrir
síbreytilega tísku sem við erum að
fjalla um,“ segir Edda Sif Páls-
dóttir, blaðamaður á Nude magaz-
ine, og vísar þar í hörundslit.
Ritstjóri tímaritsins og hönnuður
er Jóhanna Björg Christensen,
grafískur hönnuður. Auk Eddu
starfa við blaðið ljósmyndarinn Árni
Torfason og Daníel I. Bjarnason
kvikmyndatökumaður, en Katrín
Magnea Jónsdóttir snyrtifræðingur
og förðunarmeistari sér um alla
förðun og umfjöllun um snyrtivörur
fyrir tímaritið.
Spurð að því hvað eigi að leggja
áherslu á í blaðinu segir Edda að
það verði það heitasta í tískunni
hverju sinni, blanda af íslenskri og
erlendri hönnun m.a.
– Sækið þið fyrirmyndir í einhver
ákveðin tískublöð?
„Já, aðallega þessi dönsku blöð,
t.d. tímarit sem heitir Eurowoman,
þetta er kannski frekar meira „ma-
instream“ heldur en einhver há-
tískutímarit eins og Vogue sem fólk
tengir ekki eins vel við, þar er verið
að fjalla um rándýr merki og svo-
leiðis. Við reynum að höfða til
fjöldans, þess sem hann hefur
áhuga á.“
Vantaði tískutímarit
fyrir konur
– Er þetta ekki strembinn rekst-
ur að ráðast í, erfitt að afla tekna til
dæmis?
„Nei, í rauninni ekki. Það er ekk-
ert íslenskt tískurit til og heldur
ekkert tímarit sem sinnir þessum
markhópi, konum á aldursbilinu 20-
40 ára. Það tóku allir þessu mjög
vel, verslanir og tískufyrirtæki
vantaði vettvang til að auglýsa, það
var ekkert blað til sem passaði við
það sem þau þurftu. Það gekk bara
mjög vel að selja allar auglýsingar,
betur en við bjuggumst við.“
Hlutlaus grunn-
ur fyrir hina sí-
breytilegu tísku
Nýtt íslenskt tískurit, Nude magazine,
er komið á vefinn Leitað fyrirmynda í
tímaritum á borð við Eurowoman Morgunblaðið/ErnirRitstjórnin Daníel, Árni, Edda Sif og Jóhanna.
Sýnd m
eð íslen
sku tal
i
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA
“...fullkomin...”
LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT
“Meistaraverk“
PETE HAMMOND - BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
“…frábær þrívíddar upplifun…”
JEFF CRAIG, SIXTY SECOND PREVIEW
„Besta mynd Tim Burton‘s
í áraraðir“
DAN JEWEL - LIFE & STYLE WEEKLY
Disney færir okkur hið
stórkostlega ævintýri
um Lísu í Undralandi
og nú í stórkostlegri
þrívídd
Aðsóknarmesta mynd
Tim Burtons fyrr og síðar
SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI
RÓMANTÍSK GAMANMYND
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR
THE PROPOSAL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
HHHH
- EMPIRE
HHHH
- ROGER EBERT
„A FLAT-OUT
FANTASTIC FILM“
– A.N. BOXOFFICE
„GEORGE CLOONEY
IS HILARIOUS“
– P.T. ROLLING STONE
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SPARBÍÓ 600krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
HOW TO TRAIN YOUR DRAGON ísl. tal kl. 5:50 - 8 L
BOUNTY HUNTER kl. 10:20 12
ALICE IN WONDERLAND kl. 5:50 L
GREEN ZONE kl. 8 12
FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:20 16
HOW TO TRAIN YOUR DRAGON Frumsýning kl. 63D ísl. tal L
HOW TO TRAIN YOUR DRAGON Frumsýning kl. 83D enskt tal L
HOT TUB TIME MACHINE Frumsýning kl. 10D 16
WHEN IN ROME kl. 6 - 8 L
THE LOVELY BONES Frumsýning kl. 10 12
HOT TUB TIME MACHINE kl. 5:50 16
HOW TO TRAIN YOUR DRAGON kl. 5:50 ísl. tal L
FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:10 16
L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
Gæti valdið óhug
ungra barna