Morgunblaðið - 31.03.2010, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 31.03.2010, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Ricky Martin kominn út úr … 2. Litlar líkur á frekara gosi 3. Mónakó vill fá Eið Smára til baka 4. Reyndi að fá samfanga sinn í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rokksveitin Elektra hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir ljósblátt myndband sitt sem hefur verið bannað á öllum helstu vefveit- um. Á stórskemmtilegri Fésbókarsíðu sveitarinnar eru óháðir dagskrár- gerðarmenn farnir að falast eftir myndbandinu, auk þess sem lesa má um árangur bassaleikarans í athygl- isverðum þrekraunum. Tilsvör með- lima og athugasemdir á síðunni eru þá vægast sagt kostulegar. Elektra grillar hressilega í landslýð  Belginn Wim Van Hooste er enginn venjulegur tónlistar- áhugamaður. Hann heldur úti umfangsmiklu bloggi í heima- landi sínu þar sem nálgast má ótrú- legasta fróðleik um íslenska tónlist auk þess sem hann aðstoðar fólk um heim allan í leit sinni að íslenskum tónlistargersemum. »36 Íslenskri tónlist allt  Örn Þórisson skrifar um kvik- myndina Black Dynamite, sem dregur hinar svokölluðu „blaxploitation“ myndir í senn sundur og sam- an í háði um leið og þeim er vottuð virðing. Frægasta mynd þeirr- ar tegundar er efalaust Shaft en gróskan í gerð þeirra var á áttunda áratugnum. »40 Svartar hasar- myndir skopstældar Á fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi) Norðanátt, víða 8-13 m/s og él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 12 stig, minnst við suðurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s og él N- og A-lands, annars léttskýjað. Frost yfirleitt 1-10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Frostlaust sums staðar sunnanlands. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á framandi slóðum hvað þá íþrótt varð- ar. Það er komið til London og leikur í kvöld gegn Bret- landi í undankeppni Evr- ópumótsins. Breska liðið er skipað mörgum stúlkum af skandinavískum uppruna og er með danskan þjálfara. Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari segir íslenska liðið ekki hafa efni á neinu van- mati. »2 Handbolti gegn Bretum í London Mónakó vill fá Eið Smára Guðjohnsen til sín á ný þegar keppnistímabilinu í Englandi lýkur. Hann er hinsvegar ekki á sama máli. „Eið- ur er mjög ánægður hjá Tottenham og vill vera áfram hjá liðinu,“ sagði Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára og umboðs- maður hans, í samtali við Morgunblaðið í gær. »1 Eiður Smári vill vera áfram hjá Tottenham Ekki var nóg með að Manchester United fengi á sig mark á lokasek- úndunum í München í gærkvöldi, heldur meiddist Wayne Rooney á ökkla. Örstuttu áður en Ivica Olic tryggði Bayern sigurinn, 2:1, með síð- ustu spyrnu leiksins, fór Rooney í ná- vígi við Mario Gomez og lenti illa á ökklanum. Var þetta fyrri leikur lið- anna í Meistaradeildinni. »2 Rooney meiddist í leik gegn Bayern ÍÞRÓTTIR Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Króatíu seth@mbl.is ÓTRÚLEG uppákoma átti sér stað á Town Stadium-leikvanginum í bænum Vrbovec í Króatíu í gær á síðustu æf- ingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króatíu í undan- keppni heimsmeistaramótsins í fót- bolta. Eftir að eftirlitsmaður UEFA gerði athugasemdir við hæð grassins á vellinum fór vallarstjórinn rakleiðis út á völl á sláttuvélinni og hóf að slá völlinn á miðri æfingu íslenska lands- liðsins og var sláttuvélinni ekið örfá- um metrum frá leikmönnum Íslands sem voru með hugann við æfingu liðs- ins. Vallarstjórinn hafði áður gert at- hugasemdir við ákvörðun eftirlits- manns UEFA og taldi vallarstjórinn ekki nauðsynlegt að slá grasið fyrir kvennaknattspyrnuleik, þar sem það gæti reynst þeim of erfitt að hemja boltann á snöggslegnum vellinum. „Aldrei lent í öðru eins“ Klara Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands og að- alfararstjóri landsliðsins, tók í taum- ana og staðsetti sig fyrir framan sláttuvél vallarstjórans til þess að stöðva uppátæki hans. Klara og króatíski vallarstjórinn hnakkrifust í stutta stund og gerði vallarstjórinn tilraun til þess að aka á Klöru þar sem hún stóð fyrir framan sláttuvélina. Klara gaf sig ekki þrátt fyrir gríðarleg mótmæli frá króatíska vallarstjóranum. „Ég get fullyrt að við höfum aldrei lent í því að vera trufluð með þessum hætti á síðustu æfingu fyrir leik. Það var ekki aðeins vallarstjórinn sem truflaði liðið. Það var fullt af fólki að skokka í kringum völlinn. Þetta var ótrúleg uppákoma, en sem betur fer koma svona atvik sjaldan upp í okkar ferðum,“ sagði Klara við Morg- unblaðið í gær. 20 ár aftur í tímann „Mér finnst verst að vita til þess að þetta viðhorf til kvennaknattspyrnu er enn til staðar. Vallarstjórinn fullyrti við eftirlitsmanna UEFA að ekki væri þörf á því að slá grasið fyrir kvenna- knattspyrnuleik – þar sem leikurinn væri svo hægur. Mér brá bara þegar maðurinn sagði þetta, því ég hélt að þessir tímar væru liðnir. Mér fannst ég vera komin 20 ár til baka. Eftir á að hyggja þá skil ég betur þá stöðu sem kollegar mínir eru að glíma við í þess- um löndum þar sem kvennaknatt- spyrnan nýtur ekki virðingar. Ef þeir koma svona fram við okkur þá koma þeir líklega svona fram við eigin leik- menn,“ sagði Klara og bætti því við að KSÍ hefði nú þegar sent formlega kvörtun til framkvæmdastjóra Knatt- spyrnusambands Króatíu. Ótrúleg uppákoma í Króatíu  Vallarstjórinn hótaði að keyra yfir starfsmann KSÍ á sláttuvél Morgunblaðið/Sigurður Elvar Ekki lengra Klara Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands, stillti sér upp fyrir framan sláttuvélina á Town Stadium í gær þegar króatíski vallarstjórinn hóf að slá keppnisvöllinn á miðri æfingu íslenska liðsins. Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta leikur gegn Króatíu í dag klukkan 13.30 í Vrbovec. Það er 15 þúsund manna bær, um 40 kílómetra norðaustur af höf- uðborginni Zagreb þar sem ís- lenska liðið hefur aðsetur á með- an það dvelur í Króatíu. Leikurinn fer fram á heimavelli NK Vrbovec sem spilar í 3. deild karla. Leikurinn í dag er liður í undankeppni heimsmeist- aramótsins, rétt eins og við- ureignin við Serba á laugardag- inn þar sem Ísland vann, 2:0, með tveimur mörkum Hólmfríðar Magnúsdóttur. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum í keppninni til þessa, 5:0 og 2:0 gegn Serbíu, 12:0 gegn Eistlandi og 1:0 gegn Norður-Írlandi. Liðið tapaði hinsvegar 0:2 í Frakklandi en Frakkar hafa unnið alla fimm leiki sína. Frakkland og Ísland heyja ein- vígi um sigur í riðlinum sem gef- ur rétt til að leika í umspili um sæti á HM. Króatar eru neðstir í riðlinum en lið þeirra fékk sitt eina stig til þessa með jafntefli, 1:1, við Serba. Það tapaði 0:7 fyrir Frakk- landi, 0:1 fyrir Norður-Írlandi og mjög óvænt 0:3 fyrir Eistlandi á heimavelli á laugardaginn.  Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is. Leikið við Króatíu kl. 13.30 í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.