Austri


Austri - 15.12.1960, Síða 3

Austri - 15.12.1960, Síða 3
Jólin 1960. AUSTRI 3 120. árgangi AUSTRA 1910. iþ. 12. marz, bls. 33, stendur þessi klausa: „Þann 4. þ. m. strandaði frakk- neskt seglskip á svokallaðri Stapavík undir Ósfjöllum. Var það fullfermt vistum o. fl. til hinna frakknesku fiskiskipa hér við land. Mannbjörg varð en engu af vör- unum varð bjargað. Skipið er nú allt liðað í sundur, en eitthvað lít- ilsháttar kvað hafa rekið af strandgóssinu. Skipbrotsmennirnir fóru héðan með Láru“. Líklega er þetta fyllsta frásögn- in um strand þetta, sem á prent hefur komið og getur hún varla fátæklegri verið, en skipsströnd eru svo algengur atburður hér á landi, að þótt frönsk seglskúta reki á land, þykir slíkt varla í frá- sögur færandi, þegar svo líka mannbjörg verður. Og þótt hafið hefði nú fengið nokkra Frakka í venjulega reynt að sæta færis að senda skip með vörur á Höfðann, þegar veðurútlit var gott. Stund- um brimaði þó skyndilega þegar uppskipun stóð sem hæst, svo ófært varð við Höfðann, en stundum var þá landað í tveimur víkum rétt austan við Höfðann. Heitir önnur Fossvík og er nær, en Stapavík sú sem fjær liggur. Mjög bratt og illt er að korna vörum upp úr víkum þessum. Veturinn 1910 átti ég heima á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþing- há, þá 15 ára gamall. Það þótti ekki litlum tíðindum sæta, er sú fregn barst fram í sveitina, að frakkneskt skip, hlaðið alls konar vistum, hefði strandað undir Ös- björgum. Skipið hefði siglt í hæg- viðri og þoku upp á flúðimar und- ir björgunum og stóð þar grunn örfáa metra frá landi. Skipsmenn, sem munu hafa verið sjö eða átta, komust allir í stóra skipsbátinn og héldu inn með björgunum. Um ! morguninn sást til þeirra frá Höfð- minnir mig að væri „Saints Frer- es“ en það mun þýða „Helgir bræður". Fyrstu dagana eftir að skipið strandaði var veður hægt og lítið brimsog, en þó nóg til þess, að björgun var ekki reynd. Voru verðir settir til að vaka á strandstaðnum um nætur, en örð- ugt var að komast þangað á landi, svo sem síðar mun sagt verða. En þriðju nóttina sem vakað var yfir skipinu, spilltist veður. Gerði þá mikið brim og varð næturvaktin áuæðisöon undir Ösbjörgum, því brimlöðrið gekk hátt upp í urðina. Var ægilegt að sjá og heyra þegar skipið tókst á loft í briminu og barðist við klappir og stórgrýtið, svo brasf og brakaði í því. Var auðsætt, að skipið mundi brátt liðast sundur og enda ástæðulaust að gæta þess, þar sem sjór var með öllu ófær, svo næturvaktin flýði til byggða. Morguninn eftir var skipið brot- ið í spón. Tók nú að reka úr skip- inu og fóru miklar sögur af þeim eyrar stórar eftir læki, sem falla úr fjallshlíðinni fram í fljótið. Flóðs og fjöru gætir þarna mikið langt inn eftir fljótinu. Á einni eyrinni sást hilla undir tunnu væna. Förunautar mínir beygðu af leið og stefndu að henni. Enginn krani eða op var á tunn- urmi, en þeir kunnu ráð við því. Boruðu þeir dálítið gat á einn staf- inn með pennahníf. Að þetta ráð var ekki nýtt, sýndu nokkrir tré- tappar, sem reknir voru í stafninn hér og þar. Þegar gat var komið á tunnuna, streymdi út um það tær vökvi. Lögðumst við þá á hnén, hver eftir annan, og drukkum af. í þessari tunnu, sem var á stærð við olíufat, var einhvers konar öl- tegund, súr á bragðið. Var hún nefnd „Sider“. (Líklega réttara ,,Cidre“, sem mun vera eplavin). Sennilega óáfeng að mestu eða öllu og fannst mér hún ekki taka fram góðri skyrblöndu. Þegar skammt var ófarið að verzlunarhúsunum á Krosshöfðan- um, beygðum við niður fyrir höfð- ann. Þar undir klettunum, í skúta einum, vissu samferðamenn mínir af annari tunnu og af henni drukk- um við allir, áður en gengið var til bæjar. 1 þessari tunnu var rauðvin og fannst mér það miklu betra en Siderinn. „Sainis Feres"-strandið tilbót, þá hefðu það varla þótt stórtíðindi. Flestir mundu hafa látið sér það í léttu rúmi liggja, ef til vill hugsað eins og karlinn, sem skýrði frá slysförum nokkr- um með þessari viðbót: „Gerir ekkert, voru þýzkir“. En þótt strand einnar frakk- neskrar seglskútu sé lítill við- burður á heimsmælikvarða og jafnvel líka á landsvisu, þá er það allmikill viðburður í samgöngulít- illi og símalausri sveit, þar sem sjaldan gerast fréttnæmir við- burðir og fólkið hefur vanizt þvi að láta sér nægja bergmál þeirra atburða, er gerast í fjarlægð og sem sjaldan berast því til eyrna fyrr en atburðimir eru hálf- gleymdir, þar sem þeir gerðust. Ósfjöll heita yztu fjöllin við sunnanverðan Héraðsflóa. Norð- vestan í fjöllunum eru hamrar miklir, er heita Ósbjörg. Ganga þau sums staðar þverhnýpt í sjó niður eða undir þeim eru stórgrýt- isurðir og flúðir í sjó fram. Aust- ur af þeim gengur mikill skerja- klasi er nefnist Ósfles. Þama und- ir björgunum og í skerjunum er sífelldur súgur og oft ægilegt brim í hafátt. Selfljót fellur þama út með Ös- fjöllum og um þröngan ós út í Héraðsflóa. Liggja Héraðssandar norður frá Ósnum, en rétt sunnan við Ósinn er dálítill höfði, en á þessum höfða hafði verzlunin Framtíðin á Seyðisfirði látið hyggja verzlunarhús og rak þar fasta verzlun um nokkur ár. Árið 1910 var þar verzlunarstjóri Jón Scheving, sonur séra Stefáns á Kolfreyjustað. Uppskipun á Höfðanum (stytt- ing úr Krosshöfði) var mjög örð- ug og ógerleg neraa í landátt. Var anum. Þar var þá hjá Jóni Sheev- ing maður, sem nefndist Jón al- máttugi. Fékkst hann við ýmis- legt, einkum smíðar. Nafnið mun hann hafa fengið af því, að hann þótti laginn að bjarga sér, þótt lítil hefði hann tæki. Hann var lítill maður, sköllóttur, dálítið kokmæltur, nokkuð mikill á lofti, þótti gott í staupinu, en kvikur í lireyfingum og ekki hlífinn sér. Hann mun hafa verið sunnlenzkur að ætt. Um hann var þetta kveðið: Montinn lalla leiðir vann lízt þá valla fríður. Meður skalla skyrhvítann, skekst á allar síður. Þótti honum sjálfum þetta góð vísa. Þegar sá til skipbrotsmanna, fór Jón almáttugi og einhverjir fleiri, sem af tilviljun voru stadd- ir á Höfðanum og gáfu þeim merki um að leita lendingar í annað hvort Fossvík eða Stapavík. Lend- ingin tókst vel þótt nokkur súgur væri í víkinni og sögðu sumir, að helzt hefði þurft að gæta þess, að Jón almáttugi færi sér eklci að voða, svo mikið fum og bægsla- gangur var á honum. Strandmenn- irnir fengu svo aðhlynningu á Höfðanum og dvöldu þar í nokkra daga. Þeir voru óhraktir, flestir nokkum veginn klæddir, en engan farangur höfðu þeir haft með sér úr skipinu. f fyrstu var þess vænzt, að hægt yrði að bjarga einhverju úr skipinu, þar sem það stóð á grunn undir björgunum, en það var, sem fyrr er sagt, hlaðið af ýmsum mat- föngum, vínum og veiðarfærum. Ekki var þetta stórt skip, líklega ekki yfir 200 tonn. Nafn þess dýrindis varningi, sem barst á land. Tíðræddast var mönnum þó um koníak og rauðvínstunnur, sem flytu í stríðum straum upp að ströndinni. Fýsti nú marga að komast á strandstaðinn og verða þátttakendur í þessu ævintýri. Þar á meðal var ég, og fékk ég loks fararleyfi, og vil ég nú skýra nokkuð frá því, sem fyrir augun bar, þann eina dag, sem ég tók þátt í björgunarstarfinu. Geri ég ráð fyrir, að flestir aðrir dagar, sem unnið var þama að björgun- inni, hafi verið áþekkir. Ég lagði af stað árla morguns í Á Höfðanum voru allmargir ungir menn úr sveitinni saman- komnir. Ákveðið var þennan dag að halda út undir Ósbjörg og ganga á reka út að Kögri, sem er utan á fjöllunum. Starsýnt var mér á Fransmenn- ina, en þeir áttu þennan dag að halda yfir fjallið til Njarðvíkur og svo þaðan til Borgarfjarðar. Voru þeir ferðbúnir. Man ég sér- staklega eftir þremur: Unglings- pilti á mínu reki, fálátum og held- ur illa búnum. Ungum manni, rösklegum og laglegum, sem lék á alls oddi. Var hann kominn á ís- Eftir Ólaf Jónsson kyrru, frostlitlu veðri og svarta þoku. Mikið hjarn lá yfir öllu og gekk ég á skíðum. Yzti hluti hér- aðsins er óslitin slétta norður að sjó og er heldur tilbreytingarlaust og óyndislegt að eiga þar ferð um í svarta þoku, þegar hjam hylur allar ójöfnur. Var ég ekki ó- hræddur um að villast, svo ég hélt fyrst austur af fjöllunum, austan Héraðsins, og svo norður með þeim. Bar ekkert til tíðinda, þar til ég kom norður á milli Hrafna- bjarga og Óss, en það er yztu bæ- irnir við austurfjöllin. Þar náði ég tveimur ungum mönnum, sem vom á leið á strandstaðinn. Voru þeir búnir að vera þar áður og öllum lmútum kunnugir. Þótti mér gott að njóta handleiðslu þeirra. Frá Ósi, sem heitir fullu nafni Unaós, og út á Krosshöfða, er löng bæj- arleið. Liggur leiðin meðfram Sel- fljótinu og era þar sums staðar lenzka skó, réð ekki við sig, stökk hátt i loft upp, dansaði og spjall- aði jafnt við félaga sína og Islend- ingana og kærði sig kollóttan, þótt við skildum ekkert af því, sem hann sagði. Sá þriðji var alger mótsetning við unga, fjöruga manninn. Hann var stór, sver og luralegur, alskeggjaður og skap- vonzkulegur. Mikið var hann klæddur og á fótunum hafði hann gríðarmikil trébotnastígvél og sýndist mér sá fótabúnaður ekki heppilegur til fjallgöngu. Frökkunum hafði verið fenginn röskur maður til fylgdar, en ekki voru þeir lagðir upp þegar við, sem ætluðum undir Ósbjörgin, héld um af stað; mun þá hafa verið nær hádegi. Við héldum fyrst upp fjallið fná Höfðanum; því austur með sjónum er ófært vegna hamra- ldeina, er ganga þar víða í sjó fram. Þokan hélzt sama og áður.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.