Austri - 15.12.1960, Qupperneq 8
8
AUSTRI
Jólin 1960.
EGAR ég var tveggja ára
gamall, man ég fyrst eftir
mér, segir Einar Sigurðs-
son og brosir sínu góðlátlega en
glettna brosi. Við vorum þá úti að
leika okkur börnin að Hálsi í Geit-
hellnahreppi, þar sem ég er fædd-
ur. Man ég, að við hlupum öll á
spretti með ærslum og aðgangi
heim til bæjar, en vegna þess að
ég var yngstur, urðu hin börnin á
undan mér inn göngin og upp stiga
sem lá upp á baðstofuloftið. Sneru
þau sér þá við á pallskörinni til
þess að horfa til mín, en eitthvert
þeirra henti í mig klút eða tusku,
'sem lagðist yfir höfuðið á mér.
Þótt einkennilegt megi virðast,
varð mér svo mikið um þennan
lirekk, þótt lítill væri, að ég mun
ekki gleyma honum á meðan ég
lifi.
Eitt af því bezta veganesti sem
ég hlaut í föðurhúsum, heldur
Einar áfram, var það, að ég lærði
snemma að vinna. Ólst ég þó upp
við margt gott og mikið eftirlæti.
Fyrir mig bar ekkert, sem í frá-
sögur er færandi, eða í letur má
færa, fyrr en ég var fjórtán ára
gamall. Þá bjuggu foreldrar mínir
að Kambsseli í Geithellnahreppi, af
dalajörð, með okkur þrjú systkinin
og eina fósturdóttur. Fóru þau þá
í kynnisför um haustið út í sveit-
ina að morgni dags, og komu heim
aftur um kvöldið. Báðu þau mig
að hirða um hey sem var nokkuð
frá bænum og voru hin börnin með
mér. Meðan ég var að snúa í hey-
inu fóru þau í berjamó. Það hag-
aði þá svo til þar í sveit, að geld-
neyti hreppsins voru þama á af-
rétt. Myndi það ekki hafa þótt
fullnægjandi girðing nú sem þau
voru höfð í. Var það grjótgarður
á að gizka mjaðmar hár. Höfðu
nautin nú rutt skarð í garðinn og
komizt þannig út. Þegar ég var
búinn að snúa í heyinu fór ég að
horfa eftir hinum börnunum. Sá
ég þá nautin koma hlaupandi á
svokölluðum Eyram þar skammt
frá, með orgum og illum látum.
Skaut mér þá mjög skelk í bringu
vegna minna yngri systkina.
Kallaði ég þá til barnanna, sem
voru skammt frá mér, og sagði
þeim að hlaupa sem fljótast heim.
Tók ég þá yngsta barnið, sem ekki
var nema sjö ára gamalt og eðli- 1
lega átti erfitt með að fylgja okk-
ur hinum, á bakið og reyndi svo
að komast sem hraðast áfram.
Neyttum við nú allrar orku til þess
að komast sem fljótast heim. Á
leiðinni var yfir smá læk að fara
og þegar þangað kom voru nautin
um það bil tíu faðma á eftir okk-
ur. Munaði þá minnstu að við
finndum nasablásturinn frá þeim
sem næst voru að baki okkar.
Voru nautin sex að tölu og eru
mér enn í fersku minni þau tvö
sem- fremst rannu. Var annað
iþeirra stór svartur tarfur, en hinn
rauðskjöldóttur. Þegar við komium
að læknum, þreif ég Sigurð bróður
minn undir aðra hendina og stökk
með hann yfir á hinn bakkann.
Efalaust tel ég, að nautin hefðu
náð okkur þarna á lækjarbakkan-
um hefði það ekki orðið okkur til
hjálpar að kýrnar voru heima á
túni og einmitt staddar utan við
lækinn skammt fyrir neðan þar
sem við fórum yfir hann. Vildi nú
svo til, að ein kýrin varð nautanna
vör og rak upp öskur rétt í þann
mund sem þau voru að komast að
læknum. Varð það til þess, að þeim
virtist verða hughvarf og sneru
sér nú þangað sem kýrnar voru.
En í bæinn komumst við og vor-
um þar þangað til foreldrar okkar
komu heim og með þeim gangna-
menn sem ætluðu í fjárleit daginn
eftir. Þótti föður mínum Ijót heim-
koman og voru það snör handtök
hjá honum, og þeim sem með hon-
um voru, að fjarlægja nautin af
túninu. Voru þau sett í rétt og
síðan flutt til næsta bæjar daginn
eftir og þaðan svo farið með þau
heim til sín. Höfðu nautin verið
vel að verki meðan þau dvöldu
heima á túninu og unnið ýms
skemmdarverk. Ruddu þau meðal
annars um tveimur heyjum og
eyðilögðu rófnagarð. Þótti okkur
börnunum það einna sárast.
Þegar ég var fimmtán ára gam-
all fór ég frá foreldrum mínum að
austasta bæ sveitarinnar, Mel-
rakkanesi. Var það tvíbýli og voru
átta manns yfir bæði heimilin að
telja áður en ég kom. Þar af tvær
gamlar konur sem bjuggu sér, og
minnist ég þeirra með þakklæti á
meðan ég lifi. Leið svo tíminn
fram á vor, þar til á skírdag, að
húsbóndi minn fór austur á Djúpa-
vog. Var ég þá eini karlmaðurinn
á því búi, ef karlmann skyldi telja.
Átti ég að gæta heimilisins og
passa fé á beitarhúsum sem voru
nær klukkutíma gang frá bænum.
Á föstudagsmorgun var ískyggi-
legt veður og spyr húsmóðir mín
mig að því, hvort ég treysti mér
til þess að fara austur á beitar-
húsin. Sagði ég já og lagði af stað
klukkan hálf níu.
Þegar ég kom á beitarhúsin var
komið argasta veður, dimmviðris-
snjóbylur svo ekki var til þess
hugsandi að láta-féð út. Gaf ég þá
fénu, en að því loknu treysti ég
mér ekki eða sá mér ekki fært, að
fara heim aftur að svo komnu.
Hafði ég undan veðrinu á beitar-
húsin, en á móti að sækja heim.
Beið ég svo þarna og vissi ekki
hvað tímanum leið. Úti hamaðist
hríðin með ógn og hávaða og alls
staðar kváðu við margbreytileg
j hljóð sem stormurinn og snjóiðan
framleiddu. Ekki einungis í vind-
1 skeiðunum á þakinu og í gættun-
um á fjárhúsinu sem ég var í,
heldur einnig í fjöllunum og úti í
náttúrunni allt um kring. 1 fjár-
húsunum var hlýtt og notalegt og
í raun og veru leið mér þar vel.
En skuggalegt var í torfhúsunum
gömlu og fljótlega varð dimmt í
kofanum hjá mér þegar leið undir
kvöldið og snjórinn og frosthélan
lá yfir glugganum. Ekki hafði ég
neina ljóstýru að kveikja á, og
þarna ' í óhugnaðinum sem leiddi
af illviðrinu, myrkrinu og einver-
unni, læddust nú til mín alls kon-
sr kynjasögur sem ég hafði heyrt
og það þá einna helzt, að þaraa
einmitt á þessum beitarhúsum átti
að vera reimt svo um munaði. Ég
trúði ekki svona sögum og hef
aldrei lagt trúnað á þær um ævina,
en þarna stóðu þær mér fyrir hug-
segir f rá
1 skotssjónum og komu í mig ónot-
um. Freistaði ég þess nú að leggja
af stað og reyna að komast heim,
en komst ekki nema stuttan spöl
og sá þá minn kost vænztan að
snúa aftur til beitarhúsanna og
fann þau við illan leik. Mun ég
eitthvað hafa lent af leið áður en
ég komst í þau aftur.
Á að gizka um miðnætti birti í
lofti en var þó hvassviðri mikið.
Lagði ég þá aftur af stað heim á
leið. Frusu þá mikið á mér fötin
sem áður höfðu fennt upp og
snjórinn síðan bráðnað á eftir að
ég kom aftur í fjárhúsin. Var ég
því mjög stirður til gangs. Klukk-
an þrjú um nóttina kom ég heim
og var þá feginn mjög að fá mat
minn og komast í rúm til þess að
njóta hvíldar.
Á Melrakkanesi var ég í eitt ár,
en fór þaðan að Búlandsnesi við
Djúpavog, til Ólafs Thorlacíusar,
héraðslæknis. Tvö ár var ég á Bú-
landsnesi, og leið þar vel. Þaðan
fór ég svo að Karlsstöðum á Beru-
fjarðarströnd og fluttist þaðan
að tveimur árum liðnum til Eski-
fjarðar, vorið 1906. Voru foreldr-
ar mínir þá búsettir þar (Fluttust
þangað árið áður, eða 1905). Vor-
um við Jón bróðir minn þar til
húsa hjá þeim. Reri ég þá á ýms-
um mótorbátum frá Eskifirði um
árabil og vann alla algenga vinnu
þess á milli. Lengst reri ég á mót-
orbátnum Svaninum, eign Finn-
boga Þorleifssonar, eða í tólf ár.
Þaðan réðist ég á mótorbátinn
Njál, eign Friðgeirs Hallgríms-
sonar, kaupmanns og útgerðar-
manns á Eskifirði. Formaður á
honum var þá Ágúst Guðjónsson.
Eftir eitt ár urðu eigendaskipti á
þeim báti. Keypti Ólafur Sveins-
son, þá búsettur á Eskifirði (son-
ur Sveins Ólafssonar, alþingis-
manns) hann, og varð Óli Þor-
leifsson, bróðir Finnboga Þorleifs-
sonar, sem áður er getið, þá for-
maður á honum. Var Óli formaður
á mótorbátnum Njáli í þrjú ár,
eða þar til báturinn fórst sumarið
1931.
Einn dag, sem oftar, eða hinn
tíunda júlí 1931, lögðum við frá
bryggju á Eskifirði í róður á mót-
orbátnum Njáli. Klukkan var sex
að kvöldi og þoka mjög dimm.
Sigldum við þá í þrjár klukku-
stundir til hafs, eða þangað til við
komum á miðin þar sem við lögð-
um línuna. Klukkan á ellefta tím-
anum höfðum við lokið við að
leggja og lágum við baujuvakt.
Voru þá allir undir þiljum nema
ég, sem átti baujuvakt. Ekkert
hljóð barst mér að eyrum og þok-
an var eins og þykkur veggur á
allar hliðar. Það voru að verða
vaktaskipti og minnist ég þess að
Eiríkur Kristjánsson, sonur Krist-
jáns Jónssonar, fyrrum pósts á
Eskifirði) var að koma upp stig-
ann í þeim tilgangi að taka við
vaktinni af mér. Varð mér þá lit-
ið út um glugga bakborðsmeginn
og sá þá stefni á skipi í fárra feta
fjarlægð koma fram úr þoku-
mökknum og sigla beint á miðjan
bátinn með þriggja mílna hraða.
Fannst mér þetta fremur óglæsi-
leg sjón því þama voru engin
undanbrögð framkvæmanleg. Ég
hrópaði þá eins hátt og mér var
unnt til félaga minna, að það
væri ásigling, en um leið fór skip-
ið inn í miðjan bátinn, eða inn und-
ir lúgu og hélt honum þar föstum.
Ég var í stýrishúsinu og féll við
höggið, fékk miklar skrámur á
andlitið og meiddist á hægri hand-
legg. Draghurð var á stýrishúsinu
og lokaðist föst. Var hún opin, en
skall aftur við hnykkinn sem kom
á bátinn þegar áreksturinn varð.
Var mjög vont að opna hurðina
og hugði ég þá að ég myndi fara
niður með bátsflakinu vegna þess
að mér var ekki auðvelt að neyta
afls svo meiddur sem ég var, eink-
um þó í handleggnum. Heppnað-
ist mér þó einhvera veginn að
komast út hjálparlaust. Tveir af
bátsverjum voru komnir í koju
þegar áreksturinn varð. Komust
þeir þó allir upp á þilfar en fá-
klæddir og við illan leik. Skipið
hélt áfram ferð sinni með bátinn á
stefni sínu og urðum við ekki
manna varir á því. Voru nú góð
ráð dýr. Hugkvæmdist okkur þá
að lyfta léttasta manninum upp á
skipið og varð fyrir því Kláus
Kristinsson, frá Hafranesi. Þegar
hann kom upp á skipið fann hann
þar kaðal og renndi honum tafar-
Einar Sigurðsson
Skráð hefur Bergþóra Pálsdóttir