Austri - 15.12.1960, Side 10
10
AUSTRI
Jólin 1960.
ÞAÐ ER komið fram í miðjan
desember. Dagurinn getur
ekki orðið mikið styttri.
Jólin nálgast. Prestar og kirkju-
kórar undirbúa hátíðaguðsþjón-
ustur, húsmæður sauma á börnin
og undinbúa jólin á heimilinu.
Þúsundir ungmenna í skólum
landsins taka sér hvíld frá námi
næstu daga. Verzlunarfólkið er í
önnum. Og jólaútgáfur blaðanna
koma hver af annarri.
Austri vill enn reyna að segja
nokkrar fréttir víðsvegar að úr
fjórðungnum í sínu jólablaði. —•
Fréttaritari settist um kyrrt í
Neskaupstað einn dag að hringja
í hina og þessa. Valið var nokkuð
af handahófi gem fyrr, en þó
fremur sneitt hjá þeim stöðum,
Stefán Ben kemur til Neskaupst.
sem fengu upphringingu í fyrra.
— Og byrjað á bæjarstjóranum
hér á staðnum, sem nú var hægt
að ræða við án milligöngu síma-
meyja .
CPURÐU, segir Bjarni, þegar
^ hann heyrir erindið. Við byrj-
um á útgerðinni, atvinnulífinu.
— Það var fremur dauft yfir
fyrstu mánuði ársins, 2—3 bátar
reru að heiman, einkum á vegum
SUN (Samvinnufél. útgerðarm.).
Með vori jókst atvinna gífurlega
og allt sumárið og fram á haust
stöðug vöntun á vinnuafli. Sumar-
afli smærri báta var óvenju góð-
ur. Allir hinir stærri á síld og gekk
eftir atvikum vel, flestum. Saltað
var á einu plani og bræðslan vann.
Haustróðrar meiri en lengi áður,
um 10 stærri bátar, auk hinna
smærri, fiskur meiri en oft áður
og gæftir einstakar í október en
síðan afleitar. Mjög mikil atvinna
hélzt fram í nóv., t. d. höfðu
frystihúsin ekki undan þegar
mest barst að í haust.
— Og hvernig horfir?
— Horfur í jan.—marz virðast
betri en í fyrra. SON hefur keypt
Goðaborg, leigt Stefán Ben og
gerir Pálínu út í félagi við Gull-
faxa hf. — Þessir munu róa að
heiman strax frá áramótum og
svo bætast fleiri vitanlega í hóp-
inn þegar líður út á.
Þrír sækja um að salta síld til
viðbótar þeim sem fyrir eru. Þar
í söítunarfélag útgerðarmanna,
sem verið er að stofna.
Togarinn Gerpir var seldur á
miðju ári. Hjá því varð ekki kom-
izt. Þar er stórt skarð, sem f-ramá-
menn bæj-ar- og atvinnuim'ála hafa
fullan hug á að fylla með fleiri
stórum b-átum, sem geti róið að
heiman á vetrarvertíð.
— Almennar framkvæmdir?
—■ Þrátt fyrir „viðreisn“ eru
framkvæmdi-r töluverðar, einkum
á vegum hins opinbera. Byggð var
mjölskemma við bræðsluna.
Bryggjan inn hjá SÚN var nú full-
gerð, en hún er einnig löndunar-
staður fyrir síldarbræðsluna.
Gagngerar endurbætur voru gerð-
ar hjá Slippnum á þeim hluta
brautan-na sem eru í sjó. — Á
vegum bæjarins var unnið tölu-
vert að vegum m. a. að holræsum
og byrjað á gangstéttagerð nú í
hauist. — Má segja, að þetta sé
undirbúningur þess er síðar kem-
ur: Göt-ur úr varanlegu efni.
Flugvallargerð miðar. í sumar
var dælt í 3—4 mán. og gerð braut
fyrir litlar vélar, 500x20 m. Við
tengjum vonir um bættar sam-
göngur fyrst og fremst við flugið.
Syðra eru uppi ráðagerðir um
minnka-ndi strandsiglingar, fjöllin
og snjórinn lífc og fyrr. — En það
er mín skoðun, segir Bjarni; þó
yfirmenn flugmála syðra líti flug-
vallargerð hér hornauga, þá munu
verkefnin verða ærin í reynd, og
miklu meiri en fy-rirfram var ætl-
að.
— Hvað svo um byggingar?
Síldailbræðslan í Neskaupstað. Enn vantar margar slíkar.
Austfjarðaþnkan fylgir snldarbat af miðunum.
— Gagnfræðaskólinn er kominn
undir þak. Bústaður sjúkrahús-s-
læknis verður fullgerður snemma
á næsta ári. Vel hefur miðað fé-
lagsheimilinu í ár, húðun utan
lokið og mikið málað, einnig mik-
ið unnið inni.
Lítið er um ný íbúðarhús en
reynt að ljúka þeim sem byrjað
var á.
Kristján-sson í Grófarseli í Jökuls-
árhlíð:
— Það er all-t gott að frétta
héðan — en ósköp tíðindalítið. —
Tíðarfar hefur verið gott mestan
hluta árs, slæmur kafli á slætti
(júlí—ág.), sem ágæ-tt haust og
töluverð heyskapa-rtækni bætti
verulega. Mildur vetur til þessa.
En framkvæmdir dragast sam-
Horft til ýmissa
— Menningarmálin ?
— Almennt fremur dauft yfir
félagslífi. Ýmis félög starfa þó
töluvert. En vöntun húsnæðis
veldur erfiðleikum. Og -almennt
an-nríki.
Menningarnefnd kaupsltaðarins
efnir til listkynningar. Tónlistar-
skóli starfar á vegum áhuga-
manna.
— Enn fleira?
—- Manni verður kannske helzt
fyrir að nefna það, sem maður
hefur sjálfur afskipti af en gleyma
öðru. — En ég vil nefna „unglinga-
vinnu“ bæjarins — fyrir drengi á
12—14 ára aldrinum. I sumar var
unnið við íþróttavöllinn, — og svo
við ga-tnagerð.
Dagheimili fyrir tveggja til sjö
ára börn var rekið á vegum bæjar-
sjóðs í sumar, hefur starfað fullan
tug ára, og notið mikilla vinsælda.
—• Fólk hefur flutt burt? Hvað
veldur ?
—• Flutningarnir eru einkum í
sambandi við atvinnuskipti og aðr-
ar persónulegar ástæður. í ár
fiytja fleiri út en in-n. Mismunur
lifandi fæddra og dáinna, brúar
ekki bilið, að þvi er lausleg athug-
un á manntalinu bendir £il.
— Já, manntalið, þú munt hafa
skoðað sérlega húsnæðisdálkinn ?
— Upplýsinga-rnar þar tala
skýru máli um algera breytingu á
húsnæði og aðbúnaði síðasta ald-
arfjórðung. Ég er að taka saman
yfirlit, byggt á manntalinu, til
birtingar í Austurlandi síðar.
\iIÐ símann. Lagðar inn pant-
■ anir.
Fyrstur mætir Björn bóndi
an. Þó voru byggðir 3 12 m vot-
heysturnar í skriðmótum, 2 fjár-
hús kláruð, miklu sáð í flög, sem
búið var að brjóta. — Engin íbúð-
arhús í byggingu, enda n-ær a-lls
staðar nýleg hús. Hvergi mun hafa
verið byrjað á verulegum fram-
kvæmdu-m.
—• Túnin eru orðin stór?
— Ræktunin hefur vaxið. Drátt-
arvél er á hverjum bæ og sums
staðar tvær. Nýju hjólamúgavél-
arnar eru afbragstæki. Auðvitað
má engan hlekk vanta í keðjuna,
en múga-vélina vildi ég sízt missa.
Hún fer að útrýma hrífunum, þar
sem vel hagar til.
— Garðrækt, Kornrækt?
—- Flestir eru sjálfum sér nógir
með kartöflur, en lítið meira. Kart-
öflurækt er erfið hér, einkum um
ytri hluta Hlíðarinnar, vegna
hvassviðra síðari hluta sumars.
Sama hygg ég að gildi um korn-
rækt á ytri bæjunum. — Korninu
var sáð hér á tveim bæjum í vor
og spratt vel. Kornræktaráhugi er
mjög vaxandi víða á Héraði.
— Sauðféð er aðalbúgreinin?
— Já, við slátrum á Fossvöllum
ásamt þrem öð-rum hreppum. Þar
var í haust slátrað um 15 þús.
fjár og nokkrum tugum stórgripa.
Féð var til muna lakara en í fyrra
á Út-Héraði, munaði minnu þegar
cfar dró eða engu.
— Hvað veldur?
— Sumir segja of margt í hög-
um. Ég hygg þó fremur kuldakast
á sauðburði, sem gætti misjafnlega
mikið á Héraði.
— Hvað er flest á fóðrum á bæ ?
— Um 1000, en þá eru fleiri
saman, víða 300—400 og yfirleitt