Austri


Austri - 15.12.1960, Qupperneq 11

Austri - 15.12.1960, Qupperneq 11
Jólin 1960. AUSTRI 11 m ©kki undir 200 fjár á bæ. Víða er búið að byggja ágæt fénaðanhús. — Að lokum, Björn. Nokkuð nýtt í samgöngum? — Vegagerð er nú hafin á Hell- isheiði. Mér sýnist val vegastæðis hæpið að ekki sé meira sagt. :—■ En þessi vegur tengir Vopnafjörð og Fljótsdalshérað og er hinn þýðingarmesti fyrir báða. RISTJÁN í Einholti: — Hvernig líður þér, Krist- ján minn? — Og hinum Skaftfell- ingunum? — Menn hafa það yfirleitt gott. Árið hefur verið ágætt. Veturinn var enginn, ákaflega blíðviðra- samt. Heyskapartíð var góð, þrátt fyrir nokkum deyfukafla í júlí, urðu ekki teljandi hrakningar. — Þið búið upp á þrjár greinar? — Það má segja svo. — Fé er fremur fátt en fjölgar með aukinni ræktun, Dilkar voru í meðallagi í haust. — Hér er mikil garðrækt, ágæt spretta í sumar og erfitt með geymsluna þrátt fyrir myndarlegt fjárræktar-, Fóðurbirgða- og Bún- aðarfélög starfa með ágætum að dómi ráðunauta. — Mannfjöldi í sveitinni? — Rétt uim 120 núna. Var kom- ið niður fyrir 100 fyrir nokkrum árum. Eftir að farið var að halda vötnunum í skefjum þ. e. verja nytjalöndin, og brúa verstu tor- færurnar, óx mönnum bjartsýni og trú á framtíðina. Útstreymi minnkaði — og sumir fluttu heim aftur. Nokkur nýbýli hafa verið reist. Hér er samhjálp við byggingar talin sjálfsögð. Þegar einhver byggir fara allir til hjálpar sem vettlingi geta valdið. Án samhjálp- ar værum við einskis megnug. —■ Ég stilli mig ekki að spyrja um Steinþór á Hala. I mínum huga eru þessir tveir óaðgreinanlegir: sérlegir sendimenn sýslunnar við ýmis tækifæri. Kristján: — Jú, Steinþóri vegn- ar vel. Við vorum á fundi á Höfn í gær. átta um áramót geymsluhús á Höfn. — Mjólkur- framleiðsla er enn lítil nema í Nesjum. Menn fjölga varla kúm hér á Mýrunum fyrr en brúin kemur á Hornafjarðarfljót. — Hvenær er þess að vænta? — Á næsta sumri. — Búið er að steypa stöpla, aðeins gólfið eftir. — Þetta er mikið mannvirki og mjög mikil samgöngubót. Margt verður þó eftir óbrúað. Fjallsá á Breiðamerkursandi verður líklega tekin næst. — Framkvæmdir einstaklinga ? — Þær dragast mjög saman. Menn berjast við að ljúka því sem byrjað var á en forðast yfirleitt að hefja nýjar. — Það er ekkert hægt að hreyfa sig. — Og félögin ykkar? — Kvenfélagið er helzti kraft- urinn í skemmtanalífinu. Ung- mennafélag er líka til. — Sauð- KÖLASTJÓRINN á Eiðum: — Hvernig gengur, Þórar- inn? — Það gengur alveg ótrúlega vel. — Að visu eru hér mikil þrengsli —• og þetta getur ekki gengið til frambúðar. — En fólk- ið er ákaflega jákvætt, svo nem- endur sem starfsfólk. Og þegar allir leggjast á eitt, þá leysist all- ur vandi. — Hvað eru margir nemendur? — Þeir eru 97, sem er raunar alveg full tala. — Það varð að þrengja að á herbergjum svo sem fært þótti og taka í notkun tvær margbýlisstofur. — Hvað var gert í húsnæðismál- unum eftir brunann? — Verknámshúsið var tekið og þar innréttaðar 3 kennslustofur og ein margbýlisstofa. — Rishæð heimavistarhússins var innréttuð Annríki í fiskinum. og fengust þar 17 ágæt tveggja manna herbergi. Þar var og gerð setustofa í baðstofustíl af sand- blásnum viði, en húsgögn vantar enn. — Þá var rústin hreinsuð og sett bráðabirgðarþak á þann hlut- ann, sem minnst skemmdist, þar fékkst ein kennslustofa og ein fjölbýlisstofa. — Sundlaugin var komin í gagnið seint í nóvember og leikfimi getur byrjað eftir áramót, — Hvar býrð þú sjálfur? —■ í heimavistarhúsinu í íbúð sem hafði verið gerð fyrir barnlaus hjón úr nemendaherbergjum. Þar er vitanlega þröngt. Og mjög er þrengt að öllu starfsfólki. — Við þurfum og að tvísetja í eina kennslustofuna. —■ Næsta sumar? — Enn er óráðið hvað gert verð- ur. Sigvaldi Thordarson vinnur að teikningum. Byggt mun verða á gamla staðnum. Fjárveiting er nokkuð naum. — Og að lokum? — Heilbrigði hefur verið með ógætum til þessa. Og ég endurtek: Þetta gengur betur en hægt var að búast við. Og það er fólkinu að þakka, nemendum og starfsfólki. — En þetta er nú samt ekki hægt til lengdar. RLINGUR á Víðivöllum. — Ég held öllum líði sæmi- lega. Þetta er ágætistíð. Kannske nokkuð rigningarsamt í nóvem- ber. En jörð er nú alauð upp á brúnir. Fjárhöld hafa verið ágæt í ár. Heimtur alveg sæmilegar. — Já. Þið hafið stórar göngur. Hversu langan tíma taka þær? — Einu sinni komst ég að þeirri niðurstöðu, að ætti einn maður að annast göngur Fljótsdæla, þá fc-ngi hann oftast frí á hlaupárs- daginn! — Þetta er nóg, Erlingur! Hvert rekið þið svo til slátrunar? •— Við erum hættir að reka slát- urfé. Allt flutt á bílum til Egils- staða eða Reyðarfjarðar eftir at- vikum. — Og þið þurfið að gefa fénu? — Ójá, með aukinni ræktun og auknum heyskap aukast gjafim- ar. Nú tíðkast það t. a. nokkuð að gefa lömbum inni allan veturinn. — Nú eru mikil hey hér í sveit, mikill heyfengur í sumar og marg- ir áttu fyrningar. — Er dálítið líflegt í félagsmál- um? — Nei, þvert á móti. Mannfæð á bæjum torveldar alla mannfundi, einkum á vetrum. — Byggðasafnið að Klaustri? — Það er opið almenningi, a. m. k að sumri. Ragnar Ásgeirsson vann að uppsetningu þess í byrj- un. Ég hygg, að fremur lítið bæt- ist við af munum á ári hverju. — Hreindýrin, Erlingur? — Þegar ég fór fyrst í göngur á Brúaröræfi, sá ég fyrst hrein- dýr. Ég gizka á 150 í hóp og lík- lega hafa þau verið þar svo til öll. Nú fjölgar þeim ár frá ári. Ljós- myndir úr lofti sýna þúsundir dýra. Þá héldu þau sig mikið í Kringiisárrana. Nú leita þau meira út. Sumir tala um nauðsyn á flutn- ingum. Ég held, að þau dreifi sér | sjálfkrafa, a. m. k. um norð-aust- anvert landið. /\ NNA Þorleifsdóttir. Hún er formaður Austur-Skaft- fellskra kvenna. Ég bað hana að segja ögn um Hafnleysið skapar marga örðug- leika. Farþegar teknir um borð á Borgarfirði. /W^VWN/WV/^/WWWWWVWWWWVWWWWWWVWVWWVWWWWWWWWVWWSA/WVWSO Vilhjálmur Hjálmarsson

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.