Austri - 15.12.1960, Side 12
12
T
AUSTRI
Jólin 1960.
Annríki á síldarvertíð. Netamenn við starf.
félagsmálin heima þar. Hún lætur
tilleiðasit, en upphringingin kom
henni á óvart eins og fleirum.
— Sýslusamband kvennanna
hefur starfandi deildir í öllum
hreppum, nema Öræfum. Viðfangs-
efni þeirra eru lík og annarra
'kvenfélaga. Sambandið hefur
byrjað fjársöfnun til byggingar
elli- og hjúkrunarheimilis á Höfn,
komið á basar og selt merki við
ágætar undirtektir. — Heimilis-
iðnaður er alltaf nokkur. Samband-
ið hefur efnt til sýningar á handa-
vinnu á aðalfundum sínum, sem
haldnir eru til skiptis í hreppunum.
Slysavarnardeild er starfandi á
Höfn og ungmennafélög í hrepp-
unum. í Nesjum efna ungmenna-
og kvenfélagið til leiksýninga
flesta vetur.
Sérstæðasti félagsskapurinn er
Menningarfélag A-Skaftfellinga.
Það starfaði af miklum krafti í
mörg ár undir forystu Sigurðar á
Stafafelli, en hefur nú hægar um
sig.
Svo spyr ég um rafmagn þar í
sveit.
— Virkjunarskilyrði á bæjum
eru ekki góð. Nokkrar mótor-
stöðvar hafa verið í gangi nokkur
ár, flestar smáar. — Nú er verið
að leggja út frá Höfn og fær þá
öll sveitin rafmagn, að undan-
tekinni Innbyggð, sern mun þó fá
línu síðar. Stóð til að hleypa
straumi á fyrir jólin, en Herðu-
breið komst ekki inn síðustu ferð-
ina með síðustu efnissendinguna.
Seinkar það verkinu.
— Og að lokum: Búskapurinn?
— Framúrskarandi gott árferði,
sennilega aldrei meiri ikartöflu-
uppskera, sem sagt búskapur
stendur méð blóma. Nú er orðið
færra fólk á bæjum en var fyrr
meir, en í krafti vélanna hefur
framleiðslan vaxið þótt víðast sé
nú aðeins á bæjum hjónin með
börn sín.
ORSTEINN á Djúpavogi:
— Við höfum fengið nýjan
Sunnutind, 140 lestir, í stað hins
gamla sem var 75. Hann verður
gerður út að heiman á vetrarvertíð,
ásamt Mánatindi og smærri bátum.
Atvinna hefur verið fremur lítil
þessar vikurnar. En eftir áramót-
in lifnar yfir, ef ógæftir hamla
ekki sjósókn. — Nýr 17 lesta bát- |
ur, Mýrdælingur, hefur einnig
komið í plássið á árinu.
— Byggingar — ræktun í
eveitum ? i
— Það er með langminnsta móti
um allar framkvæmdir. Unnið hef-
ur verið að nýjum læknisbústað,
húsið komið undir þak. Annars
ekki byrjað á neinum byggingum
hér. — I sveitunum hefur verið
byrjað á einu íbúðarhúsi. — Lítil-
lega var unnið með skurðgröfu á
Útströnd.
Sumarið var hagstætt bændum.
Slátrað var með fleira móti, um
8500, meðalþungi öllu betri en í
fyrra. — Fyrirhugað er að byrja
mjólkurmóttöku og vinnslu á
næsta ári.
— Fleiri tíðindi úr staðnum?
— Fólksfjöldi stendur að mestu
í stað, samkv. nýteknu manntali.
Félagslíf er ekki mikið né fram-
kvæmdir á þeim sviðum. Á Beru-
fjarðarströnd er byggingu skóla
og félagsheimilis langt komið. Hér
er notazt við gamalt hús og skól-
ann við hátíðlegri tækifæri, en
safnað er í húsbyggingarsjóð. —
Ríkisveiturnar hafa yfirtekið raf-
stöð okkar sem orðin er of lítil.
— Hvað um vegina?
— Gerður var kafli á Lónsheið-
arvegi, næst Starmýri, og þar með
lokið vegagerð á heiðinni. Unnið
var að smáköflum í byggð, t. d
við Berufjörð, en sá spotti er enn
ónothæfur þrátt fyrir tveggja ára
vinnu þar.
Brotizt yfir Öxi, eins og þú
veizt, fyrir framlög frá 5 hreppum.
Hjálmar í Fagrahvammi stýrði
verkinu af miklum dugnaði.
— Og kvað stökur?
—- Já, og það varð fært yfir.
Von er til að hægt Verði að lag-
færa ruðninginn að ári.
SlRA Sigmar á Skeggjastöðum.
Austri hefur aldrei fengið
fréttir úr Bakkafirðinum og
hringjum nú í síra Sigmar, að
hann leggi eitthvað til í frétta-
spjallið úr nyrztu byggð fjórð-
ungsins:
— Við búum hér á langri strand-
lengju. Á Bakkafirði eru gerðar út
nokkrar trillur, annars stunda all-
ir búskapinn. Ibúar eru 175, þar
af 62 í þorpinu.
Vegurinn er orðinn allgóður, og
sums staðar ágætur og akfært á
tvo vegu, norður til Þórshafnar og
til Vopnafjarðar. Þessir vegir eru
oftast færir á vetrum, þótt auð-
vitað lokist tíma og tíma. — Höfn
er slæm á Bakkafirði. Herðubreið
kemst að bryggju í góðu og fyrir
hugað að stækka bryggjuna. —
En beztu samgöngubótina fyrir
langferðir tel ég flugvöllinn hjá
Þórshöfn, á Sauðanesi. Þangað er
um klukkustundar akstur. Menn
ferðast orðið mest með flugvélum,
sem koma vikulega á vetrum en
tvisvar í viku á sumrum.
— Afkoman í ár?
— Tíðarfar var fremur hagstætt
bændum. Slátrað hefur verið á
1 Bakkafirði þangað til í haust, að
neitað var um leyfi og rekið ým-
ist á Vopnafjörð eða Þórshöfn.
Dilkar heldur í rýrara lagi. Afli
var með minna móti hjá trillunum.
Aflinn er saltaður, úrgangur og
sá fiskur, sem ekki er hægt að
salta, fer í sjóinn. Uppi eru ráða-
gerðir- að koma á fót fiskvinnslu
úti á Höfn og yrði þá reynt að
sameina allt í senn: Slátrun og
kjötfrystingu, og svo síldar- og
fiskimjölsvinnslu. Myndi þá að-
staða til útgerðar gjörbreytast,
jafnframt því, sem þá yrði hægt
að byrja söltun síldar.
— Framkvæmdir við ræktun og
byggingar?
— Hér var fyrst unnið með
skurðgröfu 1955. Önnur umferð
hófst í fyrra og lauk í vor. Jarð-
ræktarsamband var stofnað 1955
og hafa tún stækkað til muna síð-
an. Fé er óvíða yfir 200 á bæ.
Ágæt heiðalönd eru að baki sveit-
arinnar.
Engar teljandi byggingarfram-
kvæmdir í ár, utan að ljúka því,
sem byrjað var á. Víða er mikil
þörf að byggja yfir búpening.
Og svo spyr ég um félagslíf,
kirkju og skóla.
—- Ungmennafélag er í sveitinni,
en fremur dauft yfir starfsemi
þess. Margt af ungu fólki fjarvist-
um og byggðin dreifð yfir langa
strandlengju. — Kirkja er ein í
þessu prestakalli, á Skeggjastöð-
um. — Kennslufyrirkomulagið er
farskóli á pappír, en heimavist í
reynd síðustu 10 árin. Kennt er á
heimili prestshjónanna á Skeggja-
stöðum og annast þau kennsluna.
Börnin 18 og kennt í tveim deild-
um, skipt á tveggja til þriggja
vikna fresti, skólatiminn alls 6
mánuðir.
Og hér líkur þessum þætti.
Hann er samantíndur úr ýmsum
áttum og í flaustri og einnig í flýti
saman skrifaður. Engi'nn hefur
haft svigrúm að búa sig undir við-
tal og ekki er að treysta að ekki
skolist hjá fréttaritara. Með þess-
um skyndisamtölum er þó brugð-
ið upp svipmynd úr fjórðungnum,
þessu víðlenda svæði, þar sem
fólkið á það sameiginlegt, að
glíma við miklar vegalengdir og
fámenni og heyja lífsbaráttuna
jöfnum höndum á landi og sjó.
Þrátt fyrir allt sem unnizt hefur
á líðandi ári, og þeim liðnu, þá er
enn svo margt ógert, að segja má,
að við eigum undir því hvað mest,
að geta haldið áfram.
V. H.
[A 1^-7
Bunaðarbanki fslands
útibúið Egilsstaðakauptúni.
Annast öll bankavið skipti innanlands.
Aukið sparnaðinn og eflið eigin hag.
Stuðlið að framförum í landinu.
Gleðileg jól
gott og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
útibúið Egilsstaðakauptúni.
Séð út Eskifjörð.
*■’