Austri - 15.12.1960, Blaðsíða 9
Jólin 1960.
AUSTRI
'IIK
Ö
laust niður til okkar. Ætluðum við
að handstyrkja okkur á kaðlinum
upp á skipið og reyndist það auð-
velt fyrir félaga mína, en þegar ég
ætlaði að grípa til hægri handar-
innar var hún gjörsamlega mátt-
laus. Brá þá formaðurinn kaðlin-
um undir hendurnar á mér og yf-
ir herðarnar og þannig drógu fé-
lagar mínir mig upp á skipið.
Reyndist þetta vera brezkur tog-
ari frá Grimsby.
Þegar við vorum allir komnir
upp, urðum við fyrst varir við
mann á skipinu. Var það háseti.
Spurði hann okkur hvort við
hefðum verið fleiri á bátnum og
svöruðum við því neitandi.
Sögðu togaramenn, að í stýris-
húsi hefðu verið tveir menn, stýri-
maður og háseti, og einn maður í
vélarúmi skipsins þegar árekstur-
inn varð. Fórum við nú af hval-
baki niður á dekk. Kom þá skip-
stjórinn til okkar. Var það mið-
aldra maður, mjög viðkunnanleg-
ur sem og skipshöfnin öll. Þegar
skipstjóri hafði fengið fulla vissu
um það, að við vorum allir komn-
ir á dekk, skipaði hann stýrimanni
að sigla skipinu aftur á bak, og
þegar skipið skreið til baka, losn-
aði báturinn samstundis af stefni
þess og sökk á fimm mínútum.
Vorum við nú gestir í togaranum
í tuttugu og fjórar klukkustund-
ir, í góðu yfirlæti. Lét skipstjóri
liggja við akkeri þangað til þok-
unni létti, en sigldi þá inn til Norð-
fjarðar. Þar var þá konsúll brezku
stjórnarinnar Páll Þormar.
Þegar til Norðfjarðar kom, fór
ég til læknis, Eiríks Björnssonar,
og gerði hann að meiðslum þeim
er ég hlaut þegar slysið varð.
Byrjuðu svo réttarhöldin og vor-
um við yfirheyrðir í þrjú skipti.
Komumst við svo heim að kvöldi
hins þriðja dags. Ekki man ég
nafn togarans, en nafn skipstjóra
var Sigurður, borið fram á ís-
lenzku.
I nóvember, þetta sama ár, kom
togari þessi til Eskifjarðar með
veikan mann. Hitti ég þá þennan
sama skipstjóra sem var á togar-
anum þegar slysið vildi til á Njáli.
Heilsaði hann mér þá eins og
kunnugum manni og var mjög
vingjamlegur. Var hann þá stýri-
maður og sagðist hafa misst skip-
stjóraréttindi í tvö ár fyrir þetta.
Ári síðar sigldi Einþór Stefánsson
(sonur Stefáns Þórarinssonar
fyrrum bónda á Mýrum í Skrið-
dal) á báti til Englands. Var Ein-
þór túlkur við réttarhöldin út af
ásiglingunni á Njál. Hitti hann þá
aftur skipsjtóra þennan og spurði
hann þá enn um líðan okkar og lét
þess getið að hann fengi ekki skip
til umráða fyrr en að tveim ár-
um liðnum frá slysinu, og hefði
hann orðið manni að bana, hefði
hann ekki fengið skipstjórarétt-
indi aftur fyrr en eftir fimm ár.
Þess má geta, að þegar mótorbát-
urinn Njáll fórst, var Magnús
Gíslason sýslumaður í Suður-
Múlasýslu.
Trésmiðjan Einir
óskar öllum viðskiptamönnum sinurn
gleðilegra jóla
og góðs komandi árs
og þakkar viðskiptin á árinu, sem er að líða.
Jóhann P. Guðmundsson.
Byggíngafélagið Brúnás hf.
sendir öllum viðskiptaviaum sínum og starfsfólki beztu
óskir um
gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
BRtJNÁS H F.
Jóla- og
nýársmessur
Aðfangadagur:
Messa í Sjúkrahúsinu kl. 4.
Messa kl. 8.
Jóladagur:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 2.
2. í jólum:
Messa í samkomuhúsi Norð-
fjarðarhrepps kl. 2.
Gamlárskvöld:
Messa kl. 8.
Nýársdagur:
Messa kl. 2.
Vilhjálmur Sigurbjörnsson
ábyrgðarmaður
NESPRENT HF
Allar myndir í blaðinu, að und-
anteknum þremur, hefur Reynir
Zoega tekið.
LANDSSMIÐ3AN
Sími 16680 (4 línur). Símnefni. Landssmiðjan, Reykjavík.
SELJUM.
Súgþurrkunartæki, rafstöðvar, dieselvélar, bátavélar, dælur,
bílavogir, málma o. fl. o. fl.
JÁRNIÐNAÐUR :
Járnsmíði (eldsmíði), ketil- og plötusmíði, rennismíði, raf-
og logsuða. Framkvæmdar viðgerðir á skipum, vélum og
eimkötlum o. fl. Utvegum m. a. hita- og kælilagnir, olíu-
geyma og síldarbræðslutæki.
TRÉIÐNAÐUR:
Skipasmiði, rennismíði, kalfakt. Framkvæmir viðgerðir á
c
skipum, húsum og fleiru.
MÁLMSTEYPA:
Járn- og koparsteypa, aluminíumsteypa. Alls konar véla-
hlutir, ristar o. fl.
Forstjóri: Jóhannes Zoéga, verkfrJeðingur.
WVWVWWWWV/WWV/'AA/WWWWv/
^WWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW^A/WWWWWWWWWWWWW