Austri - 15.12.1960, Qupperneq 13
Jólin 1960.
AUSTRI
13
„Fálí segir af einum"
Framh. af 5. síðu.
gengi fljótt yfir. Svo varð þó ekki,
heldur herti vindinn, úrkoman óx
og var brátt brostin á iðulaus stór-
hríð. Fyrst flaug að mér að snúa
við á eftir Sigurði, en féll þó frá
því. Við höfðum haldið í andstæða
átt. Talsvert var þegar á milli
okkar. I slíku veðri væri hending
ein, ef ég rækist á Sigurð, þótt ég
drægi hann uppi. Auk þess taldi
ég víst, að hann hefði náð Vatns-
klettinum, áður en veðrið skall á
og nú væri hann sennilega hólpinn
niðri í Vestsdalsbrekkum. Ég
lamdi því á móti hríðinni. Hest-
arnir fengust varla til að ganga á
móti. Tók ég það ráð, að binda
annan hestinn aftan í sleðann og
teyma hinn. Nú tóku fljótt að
myndast skaflar í öllum lægðum,
en á milli var berrifið og mjög illt
að fóta sig í veðurofsanum. Ég
þóttist nokkuð öruggur að halda
réttri stefnu út dalinn. Öllu verra
yrði að hitta á að taka rétta
beygju fyrir Skagann. Úr því að
þangað kemur dýpkar gilið að
ánni og varð að varast það, en
mjög óhægt í svarta mynkri og
grenjandi hríð, enda kom í ljós, að
ég hafði ekki tekið sveiginn nógu
krappann. Ég sá skyndilega ein-
hverja dökknu við fætur mínar og
hesturinn, sem ég teymdi, stakk
við fótum. Kannaði ég þá fyrir
mér með fætinum og þokaði mér
framar, en hélt föstu taki í hest-
inn. Varð ég þess þá vísari, að ég
var kominn fram á klettabrún og
grillti í foss í ánni rétt við fætur
mér. Ég vissi hvar foss þessi var
og var í aðra röndina feginn að
vita nákvæmlega hvar ég væri
staddur. Sveigði ég nú meira til
hægri frá ánni, enda dýpkar gilið
og verður því hættulegra, sem
nær dregur byggð.
Veðrið hélzt stöðugt óbreytt.
Hestarnir urðu tregari að halda á
móti veðrinu. Flaug mér þá í hug,
er ég var staddur í þvergili
nokkru, að láta þar fyrirberast
þar til veðrinu slotaði. Ég hafði
iheypoka á sleðanum og hugsaði
mér að reisa sleðann upp á rönd
og gera mér þannig afdrep, en
hressa hestana á heytuggu. Þegar
ég ætlaði að taka til pokans, var
hann horfinn. Hafði rifið af sleð-
anum í rokinu. Fór þar með nestis-
biti minn, sem ég hafði stungið í
pokaopið inn við Hellur. Þótti mér
því ófýsilegt að setjast að í gilinu,
en hvíldist þar stutta stund og
reyndi að hreinsa klakann framan
úr mér og hestunum. Svo var hald-
ið af stað.
Þegar kom út úr Gilsárdalnum
fór mér að miða betur. Nú hallaði
undan fæti og ég rakst á holt og
melabörð, sem ég þekkti og gat
haldið réttri stefnu — og heim í
Gilsárteig náði ég um miðnætur-
skeið. Veður var enn illt, aðeins
rofaði til við og við, en veðurofs-
inn hinn sami.
Veðrið gekk niður um nóttina.
Að morgni var bjart en mikið
frost. í þann mund er ég ætlaði að
senda mann niður í Eiða til að
grennslast eftir, hvernig Sigurði
hafði reitt af, sást til ferða manns
að neðan. Reyndist það vera Páll
Stefánsson og sagði þau tíðindi,
að Sigurður hefði ekki til Seyðis-
fjarðar komið. Þótti þá sýnt, að
eitthvað hefði út af brugðið, en þó
engan veginn vonlaust, að Sigurð-
ur hefði haldið lífi þessa óveðurs-
nótt, þótt hann hefði villzt og orðt
ið að láta fyrirberast úti.
Var nú brugðið við skjótt og
leitarflokkar sendir báðum megin
frá. Frá Eiðum komu þrír eða
fjórir menn og með þeim fór
Magnús Þórarinsson á Brennistöð-
um, sem var þaukunnugur á þess-
ari leið. Ég gat ekki tekið þátt í
leitinni, var bæði þrekaður og
nærri blindur eftir barninginn
kvöldið áður.
Frá Seyðisfirði komu leitar-
menn og héldu inn Vestdal og upp
Vestdalsbrekkur, enda ætlaði Sig-
urður þá leið. Urðu þeir einskis
varir, fyrr en þeir komu upp á
Vestdalsheiðarvatn. Syðst á vatn-
inu fundu þeir farangur Sigurðar
og rákust víða á sporklaka, en
gátu ekki áttað sig á því til fulln-
ustu, hvert sporin lágu, en fannst
helzt, að slóðirnar stefndu niður í
V estdalsbrekkur og beindu því
leitinni þangað.
Héraðsmenn höfðu lengri leið
að fara, og þegar þeir komu inn á
vatn, sáu þeir slóðir Seyðfirðinga
og þess merki, að þeir höfðu farið
með skíðagrind niður brekkur og
töldu því að leit þeirra hefði ekki
orðið árangurslaus. Hinsvegar
fundu Seyðfirðingar engin um-
merki eftir að vatninu sleppti og
komu niður til Seyðisfjarðar, án
þess að Sigurður findist. Var þá
dagur þrotinn og frekari leit til-
gangslaus.
Næsta morgun var enn haldið
af stað með birtu. Var nú leitar-
liðinu skipt. Sumir leituðu enn um
Vestdal, en aðrir fóru upp á Neðri-
Staf og stefndu í Stafdal sunnan
Bjólfs. Höfðu þeir skammt farið
aí Stafnum, þegar þeir fundu Sig-
urð. Lá hann á grúfu í snjónum og
var örendur.
—□—
Þótt hríðin hefði sléttað yfir
slóðir Sigurðar frá nóttunni, mátti
þó sjá sporklaka og ógreinileg
slóðarbrot á stangli. Af þeim er
sæmilega ljóst, hvað fyrir hafði
borið. Hríðarveðrið hafði náð Sig-
urði, meðan hann var enn á vatn-
inu, og brostið svo snögglega á,
að honum hefur ekki gefizt tóm
til að átta sig á stefnu og vind-
stöðu. Hafði hann komið af vatn-
inu rétt sunnan við Vatnsklett,
gengið stutt upp í vatnsbakkann,
ekki áttað sig á, að þarna verður
dálítill hryggur, áður en Vatns-
brekkan byrjar. Þess vegna hafði
hann snúið við niður á vatnið og
skilið eftir farangurinn allan, sem
vafalaust hefur verið honum til
mikils ama í stórviðrinu. Nóttina
alla hefur hann eytt orku sinni í
að snúast á vatninu, aðallega und-
an veðrinu suður með landinu og
hvað eftir annað haldið skammt
upp í brekkurnar, en stöðugt snú-
ið niður á vatnið aftur, enda vissi
hann, að hin rétta leið átti að
liggja undan brekkunni, ekki á
móti. Undir morgun, þegar birti
til, hafði hann verið kominn vestr
ast á vatnið og séð Stafdalinn og
tekið stefnu á hann. Efst í Staf-
dalnum var slóðin glögg og ekki
annað að sjá en hann hefði gengið
hiklaust og eðlilega. Neðarlega í
dalnum hafði hann hvílt sig við
stein, Þegar hann hélt áfram för-
inni hafði skipt um. Nú voru spor-
in mjög óregluleg og eins og reik-
andi, stöðugt varð styttra hvert
fótmál og að lyktum hafði Sigurð-
ur fallið áfram og ekki hreyft sig
úr því.
Hve langa hvíld hann hefur haft
við hinn veðurbarða, klökuga
stein, veit enginn. Vafalaust hefur
hann verið þrotinn að kröftum
mr
eftir náttlanga göngu í stórhríð
og ófærð, svangur og þjakaður.
Kuldinn hefur því fljótt setzt að
honum. Og þegar hann hefur
göngu sína á ný, eru klæðin fros-
in, hann er stirður og magnþrota,
lífsneistinn blaktir á skari, og fyrr
en varir þrjóta hinztu kraftarnir
og í frostköldum snjónum, sem
stormurinn lætur nú loiks í friði,
sígur óminnishöfginn að.
Sigurður Hannesson var efnis-
maður. Mjög hægur, glaðlyndur og
hvers manns hugljúfi. Hann var
jarðsunginn á Seyðisfirði hinn 24.
janúar.
Mörgum árum eftir þetta
hörmulega slys, — sem er síðasta
banaslys á Vestdalsheiði, — var
ég staddur á miðilsfundi í Reykja-
vík, ásamt 12—14 mönnum öðrum.
Var þar aðeins ein kona,, sem vissi
nokkur deili á mér, en hún hafði
enga hugmynd um þá atburði, sem
hér hafa verið raktir. Kom þar
fram Sigurður Hannesson og rakti
fyrir mér ýmsa atburði, sem við
einir vissum viðstaddra. Bað hann
mig að síðustu fyrir kveðju til
móður sinnar, sem þá var enn á
A^^^^^^^VWWSA/WVW<OA/W/V/WW>A/WWV>/WW\/WWWS/V/WN/WWS/VW\A/WWN/VWWW>/V<
Gleðileg jól
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin.
Sigfúsarverzlim
Gleðileg jól
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin.
Kaupfélag Stöðfirðinga
Stöðvarfiúði og Breiðdalsvík.
A^W^AAAAAAAAAAAAAAAA^^^^^W^WWWVWWWWWVWWVWWWWV^W^WV^WWW\/W>.s
Sendum öllum viðskiptavinum og samstarfsmönnum beztu
jóla og nýársóskir
með þakklæti fyrir samvinnu og samstarf.
Kaupféiag Fáskrúðsfirðinga
Fáskrúðsfirði.
nnan/DViiYMViViVMViYiViViVi***^***************************************^**********