Austri - 15.12.1960, Blaðsíða 7
Jólin 1960.
AUSTRI
m
dálítið, en fær ekki ans í Slippn-
um. — Spauglaust að svelgja
kalda mjólk í svona tíðarfari, seg-
ir Lárus.
Nesprent hf. var stofnað fyrir
nokkrum árum. Helzti hvatamað-
ur mun hafa verið Bjarni Þórðar-
son bæjarstjóri, og aðrir hluthaf-
ar Lúðvík, Jóhannes og félagar.
— Já, kæri lesari. Kommunum
hérna er það að þakka (eða
kenna?) að blöð eru nú prentuð á
Austurlandi! Haraldur tók svo
prentsmiðjuna á leigu, þegar hann
kom austur og helzt sú skipan
enn. — Húsnæðið er hvorki rúm-
gott né veglegt en hefur þó verið
látið nægja enn sem komið er.
Rekstur prentsmiðju á Austur-
landi er sennilega ekki stórgróða-
fyrirtæki, en hefur sannarlega
komið sér vel.
Messa — Listkynning —
Héraðssýning
Uppi á vegg eru límdar nokkrar
stórletraðar auglýsingar, sem gefa
til kynna að ýmsir hafa fengið
fyrirgreiðslu hér í Nesprenti. Ég
fæ að blaða í möppum fullum með
alls konar smáprenti: Bréfhaus-
ar fyrir SÚN, nótur fyrir Fram,
aðgangskort fyrir Slysavarnarfé-
lagið verkbeiðni fyrir Elís Guðna-
son, resept fyrir Þorstein lækni,
„vörufréttir" fyrir Guðna á Eski-
firði, kjörseðlar, verðlaunakort
fyrir hrúta með eyðum fyrir
brjóstmál, fótleggi o. s. frv. (sbr.
Tívolí og Langasand) forkunnar-
falleg hlutabréf fyrir Brúnás.
Þannig lengi.
— Helvítis kuldi! Haraldur
hættir að spila á setjaravélina. Ég
set straum á plötuna, bætir hann
við. — Og seztu svo á hana! segir
lærlingur með hægð. — Haraldur
'kveikir á plötunni og hringir dá-
lítið ennþá. Og nú er anzað hjá
Dráttarbrautinni. Hann iheldur
áfram að setja.
Ólafur karlinn Jónsson, bókbind-
ari, lítur inn og fær síðasta
Austra. Og eftir andartak, svart-
ur haus fannbarinn, Sigurður Arn-
finnsson frá Slippnum: Gú moren!
Hvar er miðstöðin? Haraldur
sprettur upp og þeir fara niður.
Ég nota tækifærið að glugga í
handritið: Handjárnað stjórnarlið
fellir tillögu um að leyfa engri
þjóð veiðar í fiskveiðilandhelginni.
— Nú, já, já. Þetta er Bjami. —
Haraldur er sem sé byrjaður að
setja næsta tölublað Austurlands.
Lárus stendur við borð. Hann
er svartur á fingrunum. Fyrir
framan hann liggja þrjár síður úr
síðasta Austrablaði — úr blýi. —
Hann pillar í sundur línur og stafi.
Allt smáa letrið fer í bræðslu.
Fyrirsagnaletur og kubbamir sem
gera línubil og orða, er tekið frá
og raðað í mörg hólf. — Þetta
heitir að „leggja af“ segir Láms,
og bætir við: án þess að megrast!
— Og ofurlítið meinlega: Þetta er
skemmtilegasta verkið!
Það er mikið „patent“
prentverkið
Meistari kemur nú frá miðstöð-
inni. Sigurður segir eldsneytið
vatn og druliu, svo ekki var von á
góðu. Fær léða spöndu að tappa af.
Við förum að skoða vélarnar,
sem eru þrjár. — Setjaravélin er
síðan um aldamót, eitthvað sein-
virkari en þær nýju auðvitað, en
engu að síður mikið furðusmíð í
augum leikmanns. Haraldur sýnir
mér hvernig stafamótin koma þeg-
ar stutt er á hvem staf í setjara-
borðinu, sem er líkt og á ritvél,
nema stærra. Stafamótin raða sér
settar fyrirsagnir og efni skipað
niður unz síður hafa myndast. Það
heitir að brjóta um blaðið og skipt-
ir miklu fyrir útlit þess, að það sé
vel og smekklega af hendi leyst.
S-vo þegar búið er að afmarka
hverja síðu á borðinu er enn tek-
in próförk af henni og leiðrétt.
Eftir það er fyrst hægt að fara að
prenta. — Og það er minnsta verk-
ið. Við erum 2—2 i/2 klst. að
prenta Austra í 900 eintökum, en
meira en dag að setja og búa und-
Haraldur spilar á setjaravélina.
saman í línu. Þegar línan er full-
gerð, kemur blýið sjóðandi úr
bræðsluofninum og línan steypist
á andartaki og raðast í skúffu,
sem þeir kalla skip, og tekur einn
dálk. Hnífar skera ójöfnur af lín-
unni, en frekjulegur fálmari kem-
ur ofan frá efsta hluta vélarinnar,
hrifsar stafamótin og færir þau
upp á eins konar rennibraut, þar
eem hver stafur ratar rétta leið til
síns heima. Er raunar tilgangs-
laust fyrir leikmann að lýsa þessu
instrúmenti öllu saman.
Prentvélin er einnig nokkuð rosk
in, en þó prýðilega verkfær. En sú,
sem leysir af höndum smáprentið
er nú, eitthvað þriggja ára, ættuð
austan fyrir tjald frá Tékkó-Sló-
vakíu. Er hún skolli hraðvirk og
þarf ekki nærri henni að koma
meðan hún vinnur, stoppar svo
sjálf, þegar búið er verkefnið.
Svona eru skipin gjörð.
Guðmundur kemur, og færir
föður sínum rjúkandi kaffi, og er
vel fagnað. Ég nýt góðs af, en
Lárus bergir járnkalda mjólkina.
Hann hefur þvegið sér vandlega
um hendur fyrir árbítinn. Harald-
ur gómar kleinurnar með bréf-
snepil milli puttanna. Það er víst
engin hollusta í blýinu.
— Segðu mér nú, Haraldur,
hvernig eitt Austrablað verður til.
Já, fyrst fær maður náttúrlega
í hendur handrit blaðamannanna,
kannski illlæsileg, og tekur til að
setja. Línurnar raðast í dálka eins
og þú sást áðan. Tekin er próförk
af hverjum dálki. Við köllum
dálkana (úr blýstöfunum) spalta.
Þeim er svo raðað hér á borðið,
ir. Sumir eru hissa á hvað við sé-
um að snövla hér alla daga! En
allt tekur þetta sinn tíma. —
Skoplegt er stundum hvað mönn-
um getur dottið í hug. Ekki alls
fyrir löngu hitti ég mann á ferða-
lagi. Hann hélt, að ég skrifaði
sjálfur blöðin að mestu leyti. —-
Og þótti vel af sér vikið að geta
skrifað svona fyrir alla flokka!
— Leiðist þér nú ekki, Harald-
ur, að setja sumt af því, sem þú
færð í hendurnar?
Nei, nei, þetta er allt orðið hálf
vélrænt. Stundum tekur maður
varla eftir efninu.
■— Færðu ekki stundum ólæsi-
leg orð?
— Það getur komið fyrir: Ég
var einu sinni setjari hjá Þjóðvilj-
anum. Sigfús heit. Sigurhjartar-
son skrifaði mjög ólæsilega og oft
var erfitt að lesa. Og eitt sinn rak
mig alveg í strand. Enginn við-
staddur gat hjálpað og Sigfús ekki
í bænum, en væntanlegur áður en
blaðið færi í prentun. Ég setti
„ólæsilegur andskoti“ í stað orð-
anna, sýndist það vera mátulega.
langt! Og gerði auðvitað ráð fyrir
að þetta yrði svo lagfært í próf-
örk. En það slapp í gegn. Og svona
kom þa5 í blaðinu! Út af þessu
varð auðvitað rekistefna meðal
Ij’aðamannanna. Setjararnir eru
alltaf ábyrgðarlausir í þessum
efnum. Seinna átti ég tal um þetta
við Sigfús sjálfan, sem kímai aú
öllu saman.
Ég fer. nú að sýna á mér farar-
snið enda liðið fast að hádegi. Lár-
us er búinn að „leggja af“ síðasta
Austra utan nokkrar auglýsingar
sem eiga líka að koma i Austur-
landi, en forsíða þess er komin í
blý á hinum borðsendanum.
— Já, þetta er fullkomin klepps-
vinna, segir Haraldur, sama blýið
á stöðugri hringrás eins og sand-
urinn hjá þeim syðra.
— Það er ekki furða þó við sé-
um dálítið undarlegir héma, bætir
Lárus við.
Já, mikið rétt. En illa myndu
menn nú eira því, ef þessi Klepps-
vinna legðist niður og allir prent-
arar hættu rísli sínu með blý og
svertu. V. H.
Óskum öllum Austfirðingum
gleðilegra jóla
og farsæls nýárs.
Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða.
IJtvegsbanki íslands
útibúið á Seyðisfirði.
Gleðileg jól
farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin og starfsfólki voru samstarfið.
Sæsilíur hí.