Austri


Austri - 15.12.1960, Side 6

Austri - 15.12.1960, Side 6
6 AUSTRI Jólin 1960. Skrafað við prentara og prentsmiðjan skoðuð KÆRI LESARI. — Má ég kynna: Haraldur Guð- mundsson, prentarameist- ari, Þiljuvöllum 36, Neskaupstað, það er hann, sem hefur prentað Austra frá upphafi, og lærlingur Lárus Sveinsson, Borghól, Nes- kaupstað, hann hefur unnið hjá Haraldi í nær fjögur ár. — Einnig skal nefndur Guðmundur Haralds- son, aðstoðarmaður hjá föður sínum, enn ekki „kominn á samn- ing“. Það er langt síðan við ákváð- um það, Austramenn, að fala þátt úr prentsmiðjunni í þetta jóla- blað og skyldi ég rekja gamir úr Haraldi. Og sjá: miðvikudags- kvöld 30. f. m. knúði ég dyra á Þiljuvöllum 36. Húsbóndinn leiddi gest sinn til stofu. Hann hafði víst verið að skrifa nótur fyrir lúðrasveitina. Komumaður lét það ekki aftra sér, dró upp tilfæring- ar sínar og kom sér í stellingar. Svo byrjaði yfirheyrsla. Haraldur er fæddur í Vest- mannaeyjum 30. júlí 1922. Faðir hans er ættaður undan Fjöllunum eins og fleiri Eyjaskeggjar, móð- irin komin af norðlenzkum bænda- ættum, náskyld Bólu-Hjálmari. — Yrkirðu kannske, Haraldur? — Aldrei í Ijóðum, — svolítið í tónum þegar ég var unglingur, en hef ekki borið það við síðan ég var tvítugur. Á slóðum prentsVertunnar Atta ára gamalla fluttist Har- aldur til Reykjavíkur og ólst þar upp síðan. Fyrstu kynni hans af „svert- unni“ voru við sendisveinastörf hjá Víkingsprenti, en þar ræður ríkjum hinn þjóðkunni listunnandi — og fjáraflamaður, Ragnar Jónsson, oft kallaður Ragnar í Smára. Svo byrjaði prentnámið 1938, fjögur og hálft ár. Eftir það prentarastörf eins og gengur. Ein tvö ár þó ekki í fastri vinnu, en þá við að setja bækur í ákvæðis- vínnu fyrir Ragnar Jónsson, gjarnan unnið um nætur rneðan vélarnar voru ekki notaðar til annars. Haraldur fluttist til Vestmanna- eyja 1949, var þar í þrjú ár, þá til Reykjavíkur á ný 1952 og lolis austur hingað 1955. Hann kvæntist Grétu Þórarins- dóttur 1941. Þau eiga fjögur börn: Guðmund og Þuríði, Smára og Rós. Þetta er strax orðinn myndar- búskapur hjá þeim í nýja húsinu þeirra þar á Þiljuvöllum, þó enn sé það raunar ekki að fullu frá gengið. Samt segi ég nú sí sona við Harald: Hvernig kanntu við þig hér ,,úti“ á landsbyggðinni ? Sakn- arðu ekki borgarinnar? Hann svarar: Alls ekki. Hér uni ég ágætlega. Ég var orðinn þreytt- ur á hávaðanum, hraðanum, spenn- unni. Það var fyrst í Eyjum, sem ég gat átt einhverjar næðisstundir heima. í Reykjavík bjuggum við í úthverfi. Miðdagur etinn á vinnu- stað. Eftir vinnutíma æfingar eða spila á böllum og sjaldnast tími að fara í kvöldmatinn einu sinni. — Þetta var einn sprettur. Mér skilst nú reyndar að enn sé haldið sprettinum. — Núna fastar æfingar hjá lúðrasveit og karla- kór 4 kvöld í viku! En þetta hæfir hér. Fólk í Nes- kaupstað bælir sig ekki þessi miss- erin. Annríki og mannekla hefur sett svip á bæjarlífið. í öðrum heimi Þótt Haraldur hafi lengst af unnið fullt starf á vegum svert- unnar þá er sagan varla hálfsögð. — Hann á sér annan heim og betri þar sem er hljómlistin. Strax við komuna til Neskaupstaðar tók hann við stjórn lúðrasveitarinn- ar, en árið áður hafði hann raunar dvalizt hér um stund og æft sveit- ina, sem þá var undir stjóm Hösk- uldar Stefánssonar. — Þá stofn- aði Haraldur fljótlega danshljóm- sveitina H. G.-sextettinn, sem margir Austfirðingar kannast við. Sextettinn spilaði nokkur ár, en hefur nú legið niðri um hríð vegna vanheilsu stjórnandans. — En nú gengur Haraldur í endumýjung lífdaganna eftir frábæra klössun hjá Elíasi lækni, og er þá líka byrjaður á nýjum verkefnum: Karlakór Norðfjarðar var form- lega stofnaður í haust. Formaður kórsins er Anton Lundberg og kórfélagar um 30 talsins bæði úr kaupstaðnum og sveitinni. Dálítið var æft í fyrra vetur og mun kór- inn hafa komið fram opinberlega í fyrsta sinni á skemmtikvöldi leik- félagsins á sl. vori. — Nú æfa hvorir tveggja kappsamlega, kór- inn og lúðrasveitin, og hyggjast koma upp sameiginlegu hljóm- leikakvöldi í fyllingu tímans. Ég forvitnaðist líka um afskipti Haralds af þessum málum syðra. Þar lék hann mikið í danshljóm- sveitum, m. a. alllengi með Birni R. Einarssyni. — Hann stóð að stofnun Mandólínhljómsveitar Reykjavíkur og stýrði henni í sex ár, þetta var orðin 30 manna hljómsveit. Einnig stofnaði hann Lúðrasveit verkalýðsins og stýrði henni í fyrstu. í Vestmannaeyjum kom Haraldur einnig við sögu hljómlistarinnar, var m. a. stjórn- andi Vestmannakórsins um hríð. Lærlingur Lárus Sveinsson Ég leiði talið að prentnemanum. Meistarinn lætur af honum hið bezta. — Svo er þetta svoddan af- bragðs hljóðfæraleikari, segir Haraldur. Og ég heyri hann telur það ekki svo lítinn kost á mannin- um. Daginn eftir rölti ég mig niður í prentsmiðju og hitti þá Lárus sjálfan. Hann sagðist vera fæddur 7. febrúar 1941, maður austfirzk- ur í báðar ættir. Uppalinn hér í Neskaupstað, hefur þó aldrei ver- ið á sjó, en með 5 sumra þjálfun í sveitamennsku frá föðurfrændun- um í Vopnafirði. Útskrifaður frá Oddi Sigurjóns og úr fagskóla prentara, búinn hjá Haraldi um næstu áramót. — Og hvað svo næst, Lárus? — Ég innritast í Tónlistarskóla Reykjavíkur um áramótin. Maður er með delluna. — Meistari er búinn að koma þessu inn hjá manni! — Ég mun æfa á trompet- inn áfram. Og svo auðvitað læra almenna hljómfræði. — Svo veit maður ekki hvað við tekur. — Þú ætlar náttúrlega að vinna samhliða náminu? — Já, það virðist muni verða nóg að gera. Mér hefur boðizt vinna í prentsmiðjum. Einnig að spila á böllum. Það er nú ekki beint upplyftilegt að vísu, en tölu- vert vel borgað. — Ertu að æfa núna? Þetta var víst bjánalega spurt! Lárus æfir á trompetinn daglega, allt upp í tvo tíma, er auk þess á æfingum lúðrasveitarinnar tvisvar í viku, — og tvö kvöld í leik- fimi, bætir hann við. Já, þetta er nú ytra borðið á þessum tveim heiðursmönnum, sem, auk Guðmundar Haraldsson- ar aðstoðarmanns, búa austfirzku biöðin í hendur góðfúsra lesenda. — En ég hef í Musiea, tónlistar- riti, rekizt á þessi látlausu niður- lagsorð í grein, þar sem ögn er rætt um tónlistarstörf Haralds á tilteknu tímabili: „— Og hann er alltaf hinn góðlyndi félagi, sem öllum er vel við“. — Ég þekki manninn ekki mikið. En öll kynn- in benda til þess að umsögnin sé hárrétt. Og ég held, að þessi fá- orða mannlýsing megi líka heim- færast upp á hann Lárus. — Það er áreiðanlega ekki þeirra sök, prentaranna, þó stundum sé garri í blöðum Austfirðinga! Nesprent hf. Fyrsti desember, að morgni. Og fyrsti stórhríðardagur vetrarins. Ég ríf upp hurðina á hinu gamla verzlunarhúsi Jóns Isfeld og hraða mér inn. Haraldur meistari kem- ur neðan úr kjallara: Fjandinn hefur hlaupið í miðstöðina. — Hann fer að símanum og hringir Lárus spilar á trompetinn. Þar sem Austri verður til

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.