Austri


Austri - 15.12.1960, Side 5

Austri - 15.12.1960, Side 5
Jólin 1960. AUSTRI 5 Einn á ferð var unglingspiltur, — efst á heiðarleynum Hann var orðinn vegavilltur, —• veðragnýr á steinum. Ungdóims þrýtur orkan veika, áfram samt til byggða leitar. Förlast sjón, á fótum reikar. — Fátt segir af einum. — VORIÐ 1925 var hafin við- bótarbygging við gamla skólahúsið að Eiðum. Það hús var reist 1908 og orðið algjörlega ófullnægjandi eftir að alþýðuskólinn tók við af búnaðar- skólanum og nemendum fjölgaði. Menn gerðu líka meiri kröfur til húsnæðis þá en um aldamót. Sig- urður Björnsson, húsameistari og Jón Vigfússon, múrarameistari, báðir til heimilis á Seyðisfirði, tóku verkið að sér, en umsjón með byggingunni fyrir ríkissjóð hafði Sigurður Sigurðsson, Skaft- fellingur að ætt og uppruna. Sigurð þann þriðja skal nú nefna. Var hann Hannesson og hafði um nokkurt skeið verið við smíðanám hjá Sigurði Björnssyni. Sigurður Hannesson var ungur maður, fæddur 9. maí 1902. Bjó hami á Seyðisfirði hjá móður sinni, Sigríði Sigurðardóttur. Hún var ættuð frá Fjarðarseli, en flutt- ist út í kaupstað og var ein af mörgum, sem lentu í snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði. Slapp Sigríð- ur lítið meidd, en systir hennar, Guðlaug, hlaut þá áverka, sem hún bar menjar af ævilangt. Sigríður giftist Hannesi Þórðar- syni. Bjuggu þau að Tjarnalandi í Hjaltastaðarþinghá. Sambúð þeirra varð stutt. Hannes and- aðist frá þrem börnum þeirra Sig- ríðar ungum. Elzt var Þórdís Sig- urbjörg, þá Guðmundur, en yngst- ur Sigurður. Eftir lát Hannesar fluttist Sigríður upp á Velli. Vist- aðist hún í Beinárgerði með börn sín tvö hjá Hallgrími Þórarinssyni og konu hans Þórdísi Guttorms- dóttur, en Guðmundur fór í Ket- iisstaði til Gunnars Pálssonar og Sigríðar Árnabjörnsdóttur. Mun Guðmundur hafa verið á vegum frænda síns, Guðmundar Þórðar- sonar, sem var orðlagður hagleiks- maður. Síðar lenti Guðmundur Hannesson í Finnsstaði í Eiða- þinghá og dó þar ungur, en Sig- ríður fluttist með hin börn sín til Seyðisfjarðar um 1910 og bjó þar, er hér var komið sögu. Kappsamlega var unnið að við- byggingunni að Eiðum. Var lögð áherzla á, að Ijúka verkinu sem allra fyrst. Undir áramótin 1926 var smíði hússins nálega lokið. Flestir verkamenn voru þegar farnir, en eftir voru þeir Sigurð- arnir við einhverja smíðavinnu. Kom svo að því, laust eftir áramót, að störfum væri að fullu lokið og var þá næst fyrir að flytja smíða- tæki og dót til Seyðisfjarðar. Milli Héraðs og Seyðisfjarðar er um tvo fjallvegi að velja. Frá Mið- húsum liggur leið um Fjarðar- heiði. Um hana er bílvegur og sú leið er nú tíðförnust. Hestagötur og slóðir liggja um Vestdalsheiði og Gilsárdal. Sú leið er nokkru lengri eða um 25 km milli bæja, hún var tíðfarin fyrrum af mönn- um af Út-Héraði, meðan lesta- ferðir voru farnar. Þá lá öll verzl- un til Seyðisfjarðar og umferð mikil um fjallið einkanlega haust og vor. Þegar farið er um Vest- dalsheiði af Héraði er farið upp með Gilsá og inn Gilsárdal. Sú leið er sæmilega greiðfær. Aflíð- andi brekkur upp frá Gilsárteigi, en nærri slétt eftir að komið er í mönnumí sem við smiðina unnu, yfir heiðina til Seyðisfjarðar. Af þessum sökum var það, að Sigurð- ur Björnsson bað mig að flytja farangur þeirra félaga inn á Hell- ur, en þangað átti að sækja hann frá Seyðisfirði. Skyldi Sigurður , Hannesson fylgjast með mér og halda svo áfram til Seyðisfjarðar. Sigurður Björnsson átti enn ein- hverju ólokið á Eiðum og ráðgerði að fara síðar ofan yfir. Ferð þessi var ráðin að morgni 13. jan. 1927. i Kvöldið áður sótti ég farangurinn í Eiða og gekk frá honum á tveim sleðum. Sigurður Hannesson var um nóttina að Eiðum og talað var um, að hann kæmi upp í Gilsárteig snemma morguns. Það var föst regla hjá mér að leggja snemma upp í fjallaferðir, jafnvej. fyrir dag, ef útlit var sæmilegt. Átti ég dökknu að sjá, nema svarta hamra og kletta, þar sem svo var bratt, að snjórinn náði ekki tá- festu. Veður var enn óbreytt, vind- ur hægur en sýnilega hafði bætt í loft og ég tók sérstaklega eftir því, að mikið norðanfar var fyrir tungl að sjá. Og þar skildum við Sigurður. Úr farangrinum tók hann lítið kof- fort og batt þar ofan á poka með yfirsæng sinni í. Taldi ég úr, að Sigurður tæki nema sængina með sér, en hann kvað sig ekkert muna um koffortið. I því væri dót, sem hann vildi síður skilja eftir. Hann var vel búinn og lítið eða ekkert þreyttur, því að inn Dalinn sat hann lengst af ofan á sleðanum. Dálitlum nestisbita stakk hann ofan í pokann. Hann gekk við lang- an broddstaf sem venja var á þeim n Fátt seair af einum II mynni Gilsárdals, sem liggur í suðaustur langa hríð og beygir svo meira til austurs um svonefnd- an Skaga. Nær Gilsárdalur lang- leiðina til Seyðisfjarðar, en þar sem dalinn þrýtur verður brekka all brött upp á háheiðina. Nefnist þar Hellur eftir sléttum og gróð- urlausum klettum heiðarinnar. Lágu þar um ógreinilegar götur unz komið er á Vatnsklett, en þar hallar undan til Seyðisfjarðar og þar er mjög bratt niður á Vest- dalsbotn, en af þeim dal dregur heiðin nafn. Breltkurnar eru ótrú- lega margar og örðugar, bera þær flestar nafn, en þau munu senn líða úr minni fólks, enda eru þeir fáir nú á seinni árum, sem sækja á brattann um Bröttubrekku og Vatnsbrekku, en mörgum þótti sigruð þraut, er Vatnskletti yar náð á heiðarbrún. Lá þá framund- an Vestdalsheiðarvatn, allstórt og aðkreppt fjöllum. Við suðurströnd þess eru rætur Bjólfsins. Norðan við hann er áður nefndur Vestdal- i ur — sunnan Stafdalur, kenndur við Stafina tvo, sem vegurinn ligg- ur um til Fjarðarheiðar. Úr Vest- dalslieiðarvatni kemur Gilsá. I Rennur hún um Gilsárdal og hef- ur hlotið nafn af miklu gljúfri, sem áin hefur grafið fram úr Gils- árdal í fjallið ofan Gilsárteigs. Meðan bygging skólahússins á Eiðum stóð yfir hafði ég unnið mikið við efnisflutninga frá Egils- stöðum út að Eiðum. Þá var að- eins bílfært að Egilsstöðum og varð að flytja allan efnivið á hest- vögnum eða sleðum þaðan og í Eiða. Einnig hafði ég tíðum fylgt Eftir Sigurbjörn Snjólfsson von á Sigurði strax með birtu, en af einhverjum sökum tafðist hann og kom ekki í Gilsárteig fyrr en á níunda tímanum. Hugði ég hann hættan við förina og var farinn til gegninga. En Sigurður var mjög fýsandi fararinnar, mikill heim- ferðahugur í honum enda skyldi hann nú fara alfarinn frá Eiðum heim til móður sinnar og venzla- fólks á Seyðisfirði. Varð það úr, að við tygjuðum okkur og héldum til heiðar eins og leið liggur. Var þá klukkan 10 eða vel það. Bjó hvorugum nokkur géigur í brjósti, enda sáust þess engin merki, að hætta væri á ferðum. Að vísu var seint haldið af stað og dagur skammur, en héldist veður óbreytt átti það ekki að koma að sök. Varla yrðum við meira en 5—6 klst. inn á Hellur og þaðan yrði Sigurður vart lengur en 1 Vá—2 tíma til Seyðisfjarðar. Báðir áttum við því að ná í áfangastað fyrir náttmál, þótt ég ætti talsvert lengri ferð fyrir höndum. Veður var gott þennan morgun, hægur norð-austan andvari, slím í lofti en vel fjallabjart. Snjólagi var þannig háttað, að vetrargadd- ur var yfir öllu og ágætt hestfæri, en dálítill nýfallinn snjór lá ofan á harðfenninu, laus og þurr. Okkur miðaði hægt upp fjallið fyrst í stað. Ækin voru létt og meðfærileg, en hallinn er jafn og sleðarnir sigu í. Betur gekk eftir að við komum upp á Skeiðmela, í mynni Gilsárdalsins. Varð ekkert til tíðinda á leiðinni inn dalinn. Náðum við inn í dálbotn á tilsett- um tíma, en svo bratt og hart var upp á Hellurnar, að við urðum að selflytja flutninginn síðasta spöl- inn. Stóð það á endum, að þegar við höfðum komið dótinu fyrir, var dagsbirtan þrotin. Tungl var á öðru kvartili og byrjað að lýsa. Land allt snævi þakið og hvergi klilllíí Sigurður Hannesson. tíma. Það síðasta sem ég sá til hans var það, að hann tók á rás, léttur í spori, þvert yfir vatns,- sporðinn með stefnu á Vatnsklett- inn. Eftir röskar 20 mín. ætti hann að ná Vatnskletti og þar hallar snögglega niður í Vestdal — og úr því væri ekki hægt að villast. En sá möguleiki kom mér raunar ekki í hug, meðan Sigurður hvarf út i rökkrið, þar sem land og loft runnu æ meir saman í sviplausa grámóðu vetrarkvöldsins, en er ég sneri við til heimferðar tóku að detta úr lofti dauðakorn og ekki hafði ég lengi farið, þegar ég heyrði veðrahvin í fjarska. í dalbotninum spennti ég fyrir sleðann, sem við skildum þar eft- ir og hélt út Dal, en ég hafði ör- stutt farið, þegar élið óx og veður- gnýrinn færðist nær. Skipti þá engum togum, að hríðarbylurinn æddi á móti mér með miklu kófi og ofanburði. Hélt ég í fyrstu, að þetta mundi aðeins verða él, sem Framli. á 13. síðu.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.