Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 11

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 11
Pax-ton reisti í tilefni heimssýningarinnar’ miklu í Hyde Park í London 1851. Þessi mikli sýningar- skáli-, sem á þeim tímum var stærsta bygging er reist hafði verið í heiminum ( 770.000 ferfet ), var eingöngu úr stáli og gleri og var grind húss- ins sett saman úr verksmiðjuframleiddum stálein- ingum. Þessi bygging markaði í hugum fólks upphaf tækni nýrra tíma, iðnaðar og hugvits. Eftir að Kristalshöll Paxtons var risin varð ekki aftur snúið og sögustílsarkitektar 19. aldar urðu brátt að viðurkenna ósigur sinní baráttunni gegn óstöðvandi framvindu tækninnar. Nytjagildisstefnan var hinn nýi stíll tækn- innar þar sem öllu skrauti var vísað á bug, jafnt í ytra útliti sem innra búnaði; hún sagði ofhlæði og skólastíl 19. aldar stríð á hendur. Islending- um var á hinn bóginn sögustíll jafnframandi og borgarmenning Evrópu eða glæsilíf aðals og kon- ungshirða. Steinbyggingarhefð var ekki til. Þjóð- in hafði verið svelt að ytri gæðum og einangruð menningarlega í aldaraðir svo að eina tiltæka byggingarefnið var lengstum jörðin sjálf, mold og grjót. Sé Reykjavík vorra daga borin saman við erlendar borgir af svipaðri stærð kann okkur í fljótu bragði að virðast helztu útlitsdrættir næsta keimlíkir, a.m.k. í hinum nýrri borgar- hlutum. Þetta er vissulega rétt og á sér eðlileg- ar skýringar. I ]ok seinni heimsstyrjaldar voru stórir hlutar Evrópu rjúkandi rústir og hvarvetna um heim risu upp nýfrjáls og sjálfstæð ríki á grunni hins forna nýlenduveldis, ríki sem ákaft vildu tæknivæðast og semja sig að vestrænum lifnaðar- háttum. Þetta tvennt hlaut að leiða af sér mikla uppbyggingu í bókstaflegum skilningi. Svarið var nýr alþjóðlegur byggingarstíll, grundvallaður á starfi brautryðjenda á borð við Le Corbusier, Walter Grophius og Mies Van der Rohe. Þegar rætt er um þessa stefnu er hún tíðum nefnd því klaufa- lega nafni nútímastíll eða nútímabyggingalist ( modernismi ). Þessi nafngift, þótt meingölluð sé, sýnir þó að nokkru þann hugmyndagrunn sem að baki hreyfingunni bjó: Höfundarnir töldu sjálfum sér og öðrum trú um að þeir væru að vinna grund- vallarverk fyrir ókomnar kynslóðir, húsgerð þeirra væri hin eina rétta og skyldi svo vera um alla framtíð eins og gefið er í skyn með hinni „eilífu" nútíð. Þessi stefna birtist í öllum gerðum mann- virkja, en þekktasta afsprengi hennar er bó há- hýsið, skrifstofubyggingin, með gljáandi og skrautlausar stál- og glerhliðar og burðargrind úr járnbentri steinsteypu. Slík hús má sjá hvar- vetna í heiminum og alls staðar eru þau eins, hvort sem þau eru £ Reykjavík, Tókíó, Brasilíu eða Berlín. Munurinn var aðeins í fortíðinni, bakgrunninum; í Evrópu leystu þessi nýtískulegu stál- og glerhýsi af hólmi ævagamla og glæst hefð í gerð háþróaðra steinbygginga, en £ mörgum hinna nýju rikja fluttust þjóðirnar £ einu stökki úr frumstæðum húsakynnum vanþróaðs bændaþjóðfélags £ tækn.ilega háþróuð stál- og steypuhýsi iðnrikis- ins. Við getum sagt með nokkrum sanni að íslend- ingar hafi flutzt úr baðstofum torfbæjanna inn £ beinhv£tar stofur Bauhaus! Við upphaf s£ðari heimsstyrjaldar grúfði skuggi heimskreppunnar enn yfir Islandi, enda hafði borgarastyrjöldin á Spáni 1936 lokað stærsta saltfisksmarkaði bjóðarinnar. Húsnæðis- skortur og atvinnuleysi voru daglegt brauð sam- hliða flutningi fólks úr sveitum til þéttbýlis. á þessum t£mum fátæktar urðu menn að gæta ýtrustu hagkvæmni og sparnaðar £ byggingarframkvæmdum, en þrátt fyrir það varð árangur að sumu leyti betri en s£ðar átti eftir að verða £ hinni stuttu en skrykkjóttu skipulagssögu landsins. Húsin voru flest tvilyft með kjallara og lágu valmaþaki eða flötu þaki; þau voru einföld, skrautlaus og hag- kvæm innan sem utan og hvergi voru nein merki íburðar eða óhófs. Með hernámi Breta 10. ma£ 1940 hófust kynni Einbýlishús í Garðabæ. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir. o

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.